Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.1959, Blaðsíða 6
6 MOnOTJlSBL AfílÐ Sunnudagur 23. águst 1959 Mörg og míkilvæg verkeíni bíba úrlausnar í Hafnarfiröi Samtal við Matthias Á. Mathiesen, yngsta bingmanninn ÚRSLITANNA af talningu at- kvæða í Hafnarfirði við síðustu alþingiskosningar, var víðs veg- ar um land beðið með mikilli eftirvæntingu. f kjöri gegn for- sætisráðherra landsins var Jjaf hálfu Sjálfstæðisflokksins 27 ára gamall Hafnfirðingur, Matthías Á. Mathiesen. Eins og kunnugt er felldi Matthías forsætisráð- herrann og vakti sú frammistaða mikla athygli um land allt. Matt- hías hefur, þótt ungur sé, látið félagsmál Hafnfirðinga til sín taka og er mjög áhugasamur um framfarir í fæðingarbæ sínum, Hafnarfirði, en þár veitir hann forstöðu Sparisjóði Hafnarfjarð- ar. — Með lögum frá 7. "maí 1928 var Gullbringu- og Kjósasýslu skipt í tvö kjördæmi: Hafnarfjarðarkaup stað og Gullbringu- og Kjósar- 6ýslu. Þingmenn Gullbringu- og Kjósarsýslu þá voru þeir Ólafur Thors og Björn Kristjánsson. Fyrstu kosningarnar í Hafnar- firði fóru fram sumarið 1931, og var þá kjörinn þingmaður Hafnfirðinga Bjarni Snæbjörns- son læknir, sem jafnan var end- urkjörinn á þing meðan hann gaf kost á sér til framboðs. Aðrir þing menn Hafnfirðinga hafa verið þeir Emil Jónsson forsætisráð- herra, og Ingólfur Flygenring forstjóri, sem var þingmaður Hafnfirðinga, þegar hræðslu- bandalagið var stofnað og nú síðast Matthías. Matthías hefur nýlega flutt jómfrúrræðu sína á Alþingi eins og kunnugt er af fréttum og í tilefni af því hafði Mbl. af hon- um stutt samtal um áhugamál hans og Hafnfirðinga. Matthías benti í upphafi sam- talsins á vaxandi fylgi Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði en þar bætti flokkurinn við sig 261 atkv. frá síðustu alþingiskosningum hlaut 1417 atkvæði en hafði 1156 áður. Hann kvaðst vera viss um það að flokkurinn mundi enn bæta við sig atkvæðum í haust- kosningunum, því að hann ætti vaxandi fylgi að fagna í Hafnar- firði eins og annars staðar á landinu. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefir ætíð haft öt- ulu og fórnfúsu baráttuliði á að skipa og nú hefir enn fjöldi nýrra liðsmanna skipað sér undir merki Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en þó er það sérstaklega unga fólkið í bænum, sem hefur í yfir- gnæfandi meirihluta fylgt Sjálf- stæðisflokknum að málum, og gert hann öðrum flokki fremur, að flokki hafnfirzkrar æsku. Matthías lagði áherzlu á þessa staðreynd og bætti því við að það væri vissulega ánægjulegt fyrir Sjálfstæðismenn að fyigjast með þessari þróun, úrslit ný af- staðinna alþtngtskosninga Stað- festa að hún he’dur áfram sagði hann. í viðtalinu minntist Matthías á mjög þýðingarmikið mál fyrir Hafnfirðinga, sem hann gerði að umtalsefni i jómfrúrræðu sinni, hagnýtingu jarðhitans — og þá sérstaklega með tilliti til þess að í Hafnarfirði ríkir mikill áhugi á því, að bærinn fái hitaveitu af hverasvæði sínu og athugað verði á hvern hátt annan væri hægt að hagnýta jarðhitann og þá sérstaklega með tilliti til efna- iðnaðar. Þá gat hann þess í við- talinu, að hagnýting jarðhitans í landinu yfirleitt væri eitt af þeim stóru málum, sem úrlaúsn- ar bíði með þjóðinni á nálægum tíma. Jarðhitasvæðið á Reykja- nesi, sagði Matthías, bíður t.d. alveg rannsóknar, en hinni sívax andi byggð á Reykjanesskagan- um er hins vegar nauðsynlegt að fá þann varma, sem á Reykja- nesi er til upphitunar. Þannig mætti lengi telja upp verkefni í sambandi við nýtngu jarðhitans t.d. munu Húsvíkingar hafa hft- ann svo að segja við bæjardyr sínar. Matthías minntist á fjölmörg fleiri áhugamál Hafnfirðinga, hann sagði: Eins og kunnugt er hefur það verið frá öndverðu eitt af baráttu málum Sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði að þar verði komið upp fullkomnum hafnarmannvirkjum bæði fyrir smábáta og togara svo og alls konar flutningaskip. Um 1920 var farið að hyggja að bygg- ingu hafnarmannvirkja í Hafn- arfirði, og 1929 flutti þáverandi þingmaður kjördæmisins Ólafur Thors frumvarp til laga um hafnarlög fyrir Hafnarfjörð. Sjálf stæðismenn hafa sí og æ haldið þessu máli vakandi, en því miður hafa framkvæmdir við þetta mjög svo þýðingarmikla mannvirki dregist úr hömlu. Það hlýtur öllum hugsandi mönnum að vera ljóst að bygging slíkra mannvirkja verður að vera mjög skipuleg og vel undirbúin og hafa fulltrúar Sjálfstæðiflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hafnarnefnd gert tillögur um að nú þegar verði gert fullnaðar skipulag af hafnarsvæðinu. Varðandi málefni æskunnar vil ég segja þetta: í vaxandi bæ sem Hafnarfirði eru að sjálfsögðu mörg og harla mikilvæg verkefni I félagsmál um, sem ástæða er til að leggja áherzlu á og nauðsynlegt að al- manna valdið styðji að.-Má þar ekki hvað sízt nefna líkamsrækt og önnur félagsmál æskulýðsins. Framundan er mikið átak í sam- bandi við byggingu íþróttahúss, sem væntanlega verður ekki dregið lengur — nóg hefur það dregizt samt. Ennfremur má benda á nauðsyn þess að skapa frjálsíþróttamönn- um góð skilyrði til þjálfunar og keppni á góðum útileikvangi. Og aldrei megum við gleyma því,.sagði Mathías að lokum, að „það sem ungur nemur, gamall temur“. Þess vegna verðum við að hlúa vel að þeim gróðri sem þjóð okkar á í hinni uppvaxandi æsku. Ferðamennirnir kvörtuðu ekki undan móttökunum á íslandi Forstjórar erlendra ferðaskrifstofa hér í boði F.í. I FYRRAKVÖLD komu hingað til lands sex forstöðumenn er- lendra ferðaskrifstofa í boði Flug félags íslands. Eru fjórir þeirra franskir, einn frá Belgíu og einn frá Hollandi. Vilja menn þéssir líta á staðhætti hér á landi með það fyrir augum að beina hingað ferðamönnum, sem til þeirra leita. Erlendu gestirnir eru Wi!- helm Barth frá Bennetts ferða- skrifstofunni, Roger Gemin frá Havas, Albert Leboucher frá Wagon-Lits/Cook og Mme M. P. Labranque frá Riss & Cie Voya- ges, en allar þessar ferðaskrifstof ur eru í París. Frá Hollandi er J. Oderkerk frá Lissone-Lude- men í Hag og frá Belgíu Leon Shcreurs frá Voyages Brooke í Genf. í fylgd með ferðaskrifstofu mönnunum að utan var Jóhann Sigurðsson, fulltrúi Flugfélags ís- lands í London. Ferðaskrifstofur þær, er menn þessir veita forstöðu reka starf- semi um alla Evrópu og er því mikið í húfi, að þeim geðjist dvölin hér svo vel að þeir geti hvatt ferðamenn til að leita hing- að. Er fréttamenn áttu tal við þá í gær höfðu þeir verið á Þing- völlum og voru mjög hrifnir af því, sem þeir höfðu séð af land- inu. í dag fara þeir til Akureyrar og þaðan til Mývatns, en á morg- un að Gullfossi og Geysi. Wilhelm Barth hefur áður stuðlað að því að nokkrir ferða- menn hafa haldið til íslands og hafa þeir gefið skýrslu um för sína og sagt álit sitt á viðtök- unum. Kvað hann ekki hafa ver- ið kvartað undan neinu, nema einhverjir þeirra höfðu ekki fengið að koma á hestbak eins og þeir höfðu vænzt. Roger Gemin skýrði frá þvi að ferðaskrifstofan, sem hann veitir forstöðu, mundi á næsta ári gefa út ferðamannabækling, þar sem m.a. yrði áætlun um ís- landsferð. Eru bæklingar þessir gefnir út í 160 þús. eintökum og dreift frá 65 ferðaskrifstofum í Frakklandi einu. Má því gera ráð fyrir auknum ferðamanna- straumi hingað til lands þegar á næsta ári, en nú virðist einnig farið að undirbúa móttöku ferða manna í stórum stíl, er veitt hef- ur verið leyfi fyrir fullkomnu gistihúsi. Úrslit á kappreiðum Harðar í Kjósarsýslu REYKJUM, 21. ágúst. — Kapp- reiðar hestamannafélagsins Harð ar 1 Kjósarsýslu voru háðar á vellinum við Arnarhamar í bezta veðri. Áhorfendur voru margir, enda þátttaka ágæt, einkum í skeiði og viðvaningahlaupi á stökki. Þeir • bræður, Þorgeir og Jón Jónssynir frá Varmadal, voru mættir með sína ágætu hesta og settu þeir mikinn svip á kappreiðarnar. Helztu úrslit voru þessi: 250 m skeið nýliða, fyrstur Glæsir, eig- andi Guðbjartur Hólm, Króki, á 30.0, og annar Blesi, eig. Krist- ján Finnsson, Meðalfelli, á 33.0. Aðrir hlupu upp. Á 250 m skeiði með 50 m for- hlaupi varð fyrstur Logi, eigandi Jón Jónssor>, Varmadal, á 26.8, annar Óðinn, eig. Þorgeir Jóns- son, Gufunesi, á 27.0 og þriðji skrifar daglega íífinu úr f, ] Verkamannabuxur enginn spariklæðnaður. Iþessum dálkum í gær var at- hugasemd um ósnyrtilegan klæðnaö karlmannanna, og nú vill einn kunningi minn líka finna að smekkleysu í klæða- burði íslenzkra kvenna, þó hann hafi enga mynd máli sínu til stuðnings. Þessi kunningi minn býr í þorpi úti á landi, og segir hann að það sé sífellt að færast meira og meira í vöxt að stúlkur komi klæddar verkamannabuxum á mannamót. Honum finnast verka mannabuxur langt frá því að vera ljótur klæðnaður í frystihúsi eða á síldarplani, en þegar fjölmarg- ar stúlkur koma á skemmtisam- komur í slíkum vinnufötum, þykir honum varla með góðu móti vera hægt að halda því fram að íslenzkt kvenfólk sé vel eða smekklega klætt. Velvakandi er þessu alveg sam- mála. Það setur óttalega drasl- aralegan svip á skemmtisam- komur, ef gestir eru klæddir eins og þeir séu að fara í skítverk. — Því er haldið fram, að umhverfið hafi áhrif á hegðun fólks, og það hefur stundum sannazt, að þar sem umhverfið og aðbúnaður er lélegt og draslaralegt, þar vill fólk sljófgast fyrir því, hvað sé því sæmandi. Skyldi það ekki vera eitthvað svipað með klæðn-. aðinn? Ætli fclk verði ekki ósjálf rátt kærulausara um alla hegðun sír.a á skemmtisamkomum, ef danssalurinn er yfir að líta eins og síldarplan, allir í verkafötun- um? Hvernig sem því er nú varið, verður því varla mótmælt, að verkamannabuxur eru enginn spariklæðnaður, og það er srnekk leysi að halda að svo sé. Bunga á aðalgötu. OG svo kemur bréf frá „Bíl- stjóra": „Á Suðurlandsbraut, nokkru austan við Grensásveginn er bunga, sem allir verða áþreifan- lega ^arir við, sem aka um göt- una, einkum í vesturátt. Bílstjórar hafa tilhneigingu til að aka allgreitt á þessum stað, en jafnvel þótt hraðinn sé inn- an við 40 km. lyftast bílarnir upp á bungunni og detta svo nið- ur, en þetta getur valdið miklum óþægindum og jafnvel skemmd- um á fjöðrum bílanna. Nú er rúmt ár liðið síðan þessi bunga stækkaði verulega og hlýt ur missigi vera að kenna. Eru það eindregin tilmæli mín til þeirra, sem stjóma gatnagerð bæjarins, að þetta verði lagað, enda ætti það ekki að vera mjög erfitt verk“. Gulltoppur, eig. Jón Jónsson, Varmadal, á 27.0. 1 250 m stökki viðvaninga varð fyrstur Hringur, eig. Guðm. Ól- afsson, Rvík, á 20.0, annar Skotti, eig. Ernir Snorrason, Rvík, á 20.2 og þriðji Reykjadals bleikur, eig. Jón M. Guðmunds- son, Reykjum, á 21.0. 1 300 m stökki varð fyrstur Kirkjubæjarblesi, eig. Jón M. Guðmundsson, Reykjum, á 24.2 og annar Spori, eig. Gísli Ellerts- son, Meðalfelli, á 24.4. Á 350 m stökki varð fyrstur Blesi, eig. Þorgeir Jónsson, Gufu- nesi, á 26.0 og annar Garpur, eig. Jóhann Kr. Jónsson, Dalsgarði á 26.1. — Þá fór einnig fram góðhesta- keppni og var vandi á höndum, enda mikið hestaval. Að lokum urðu úrslit svofelld: Fyrstur varð Logi Jóns í Varmadal, annar Hringur Guðmundar Ólafssonar, Reykjavík og þriðji Blesi Ólafs á Ökrum. í dómnefndinni störfuðu þeir Bogi Eggertsson, Rvík, Kristinn Hákonarson, Hafnarfirði, og Jón Bjarnason, Selfossi, og lýsti hann dómum. Fóru happreiðarnar vel fram, enda veður gott og staðurinn einkar skemmtilegur. K Af hverju ekki síma- númerin líka? AUPAHÉÆ>INN“ kom að máli við Velvakanda um daginn, og vakti athygli á því, hve mörg fyrirtæki auglýstu hluti, sem þægilegt getur verið að spyrjast fyrir um í síma, en geta ekki um símanúmer sín um leið. Kveðst hann vera heldur latur við að leita að símanúm- erum og finnst fyrirhöfnin oft ekki svara kostnaði, og verða fyrirtækin því e. t. v. stundum af sölunni fyrir bragðið. Telur hann, að það sé flestum fyrir- tækjum í hag að auglýsa síma- númer sín um leið og vörurnar. í auglýsingaverði munar það engu, en getur aukið viðskiptin. Von Manteuffel dæmdur Dússeldorf, 21. ágúst. (NTB/Reuter). — HASSO von Manteuffel, mar- skálkur, var í dag de-mdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa látið taka ungan þýzkan liðsfor- ingja af lífi á asturvígstöðvunum veturinn 1944—45. Von Mateuffel hafði neitað að virða dóm herréttarins og gefið fyrirskipun um að skjóta unga liðsforingjann. Hann krafðist sýknu fyrir dómi, á þeim forsend- um, að hann hefði í þessu efni að- eins farið eftir beinum fyrirskip- unum foringjans sjálfs — Hitlers.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.