Morgunblaðið - 03.09.1959, Síða 3
Fimmtudagur 3. sept. 1959
MORCVHBJ AÐ1Ð
3
WÆWBWWWWWffiW
mmm
áiafíSií
Nýbýlið Laugarás í Skjaldfannardal.
Myndirnar tók vig.
SKJALDFANNARDALUR ligg-
ur upp frá Langadalsströnd
norðanverðri. Eftir honum fellur
Selá, stærsta afrennsli Dranga-
jökuls og ein mesta á við ísa-
fjarðardjúp. Dalnum lokar að
mestu fremur lágur háls, sem
Steindórsfell er nefnt. Fellur
Selá lygn í mörgum bugðum
framan við þennan háls. í daln-
um eru aðeins tveir bæir í byggð,
en til suðurs úr honum miðjum
gengur Hraundalur og er í hon-
um mikið og gott afréttarland.
Annar bæjanna í Skjaldfannar-
dal er Laugaland og dregur nafn
sitt af heitum laugum, er spretta
upp rétt við túnfótinn.
Nyrzta gróðurhús
Um þessar mundir er verið að
byggja gróðurhús á Laugalandi
cg er ekki ósennilegt að það sé
nyrzta gróðurhús í heimi, sem
hitað er upp með hverahita.
Það er ungur maður, Jón Fann
dal Þórðarson, sem er að byggja
þarna gróðurhús. Jón er sonur
Þórðar Halldórssonar bónda á
Laugalandi, sem er kunnur dugn
aðarmaður, viðurkenndur fjár-
bóndi og oddviti í sinni sveit.
Nýbýli Jóns nefnir hann Laugar-
ás og hefir hann þegar brotið 10
hektara lands til ræktunar og er
nokkuð af því fullræktað.
Tíðindamaður blaðsins átti
stutt viðtal við Jón og spurði
hann um fyrirætlanir hans. Þeg-
ar er lokið að reisa 240 fermetra
gróðurhús og var verið að setja
glerið í það er við litum þár inn.
Rétt við húsvegginn eru laugarn-
Rabbað við bændur i utanverðum
Nauteyrarhreppi
ar en i þeim hefir verið mælt
25 sekundulítra vantsrennsli og
er það 50 stiga heitt. Þetta segir
Jón að sé nægur hiti til ræktun-
ar á tómötum, gúrkum og ýms-
um blómategundum. í náinni
framtíð hefir hann í hyggju að
byggja annað gróðurhús, sökum
þess að óhægt er að hafa aðeins
eitt hús til umráða, þegar um
fleiri teguridir jurta er að ræða,
sem ræktaðar eru. Jón stundaði
nám við Garðyrkjuskólann á
Reykjum í Ölfusi fyrir nokkrum
árum —, en fór síðan til Ameríku
og vann þar við blómarækt um
eins árs skeið. Hann hefir því
haldgóða menntun og reynslu til
þess að ráðast í gróðurhúsarekst-
ur. 1 upphafi var það ekki ætlun
Jóns að setja upp gróðurhús
heima í föðurgarði. Hugmyndina
að því fékk hann ekki fyrr en
fyrir tveimur árum.
GóSur markaSur
I sambandi við ræktun í gróð-
urhúsunum sjálfum hefir Jón
hugsað sér að hafa allmikla græn
metisrækt utan húss svo sem kál,
gulrætur o. fl. en jarðvegurinn er
heitur á allstóru svæði kringum
laugarnar. Hins vegar fyyirhug-
ar hann ekki að sinni að hafa
kvikfjárrækt.
Það er athyglisvert að þetta er
milli Reykjafjarðar og ísafjarðar.
Þau hafa nú ekki verið starfrækt
um árabil. Auk gróðifrhússins er
Jón einnig að byggja 100 ferm
íbúðarhús, sem nú er að verða
fokhelt. Hins vegar er gróður-
hússbyggingin svo langt á veg
komin að hann reiknar með að
geta tekið hana í notkun upp úr
áramótum í vetur. í gróðurhús,
sem þetta, þarf mikið efni og
mun húsið ekki kosta minna en
Laugaland í Skjaldfannardal.
eina gróðurhúsið á Vestfjörðum.
Fyrir allmörgum árum voru
byggð tvö lítil gróðurhús á skóla-
setrinu á Reykjanesi, sem er
Nýja gróðurhúsið í Laugarási, sem er nyrzta gróðurhús í heimi
100 þúsund krónur. Til gamans
má geta þess að í það þarf 5 tonn
af gleri og 400 m. af tveggja
tommu rörum fyrir heita vatnið
í kringum húsið má svo hafa
vermireiti á hinum heita jarð
vegi.
Jón telur sig ekki þurfa að
kvíða markaðsleysi fyrir þær
framleiðsluvörur, er hann kem-
ur til með að hafa á boðstóln-
um. ísafjörður mun gera meira
en nýta allar þær gróðurhúsa-
vörur, sem hann getur ræktað og
þangað eru greiðar samgöngur
tvisvar í viku. Þótt það komi
ferðalangnum einkennilega fyrir
sjónir að reist skuli gróðurhús,
sem framleiða mun suðræn aldin,
undir rótum Drangajökuls er
það að öllu athuguðu ekki svo
fjarstætt.
Eitt stærsta fjárbúið
Heima á Laugalandi njótum
við gestrisni og rausnar þeirra
hjóna Þórðar og Helgu konu
hans. Með Þórði býr elzti sonur
hans Halldór og eiga þeir í fé-
lagi eitthvert stærsta fjárbú á
Vestfjörðum. En þeir eru ekki
aðeins kunnir fyrir að eiga margt
fé heldur sérstaklega afurðagott.
Það mun ekki algengt að meðal-
þungi dilka sé um 20 kg. eða jafn
Framhald á bls. 6.
STAKSTEIIUR
Eins og
skopparakringla
Þegar Sjálfstæðismenn beittn
sér fyrir því í nýsköpunarstjóm-
inni að byggðar voru nýjar
síldarverksmiðjur á Norðúrlandl
og eldri verksmiðjur stækkaðar,
ætluðu Framsóknarmenn vit-
lausir að verða, og töldu það
hinar fáránlegustu framkvæmd-
ir. Þeir sögðu, að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri að „sóa“ gjald-
eyrisinneign þjóðarinnar með
þessum framkvæmdum. Enn-
fremur fóru þeir hinum háðu-
Iegustu orðum um endurnýjun
togaraflotans, sem Sjálfstæðis-
menn beittu sér einnig fyrir á
þessum árum. En nú þessa dag-
ana hælir „Tíminn“ Framsókn-
arflokknum upp í hástert fyrir
það, að byggðar hafi verið síld-
arverksmiðjur á Austurlandi, og
telur brýna þörf bera til þess
að auka síldarverksmiðjuk^t-
inn. a
Framsóknarmenn voru heldur
ekki fyrr komnir í ríkisstjórn ár-
ið 1947 en þeir töldu sjálfsagt
að halda áfram að semja um
smíði nýrra togara.
Þannig snúast Framsóknar-
menn eins og skopparakringlur
um sjálfa sig. Þegar þeir voru í
stjórnarandstöðu í tíð nýsköp-
unarstjórnarinnar húðskömm-
uðu þeir Sjálfstæðisflokkinn fyr-
ir byggingu nýrra togara og
síldarverksmiðja. Nú hæla þeir
sjálfum sér fyrir að hafa látið
byggja síldarverksmiðjur og
kaupa nýja togara. Hver getur
tekið mark á slíkum hentistefnu-
lýð?
Dýrtíðardraugurinn
og almenningur
Alþýðublaðið gerir dýrtíðar-
málin að umræðuefni í forystu-
grein sinni í gær. Kemst blaðið
m. a. að orði á þessa Ieið:
„I þessum málum er aðelns
ein stefna, sem nokkurt vit er í
fyrir tslendinga. Hún er að
standa fast við þá stöðvun, sem
þegar hefur orðið, og hleypa
dýrtíðarskrúöunni alls ekki af
stað á nýjan leik. Það er tví-
mælalaust hagstæðast öllu vinn-
andi fólki við sjó og í sveit, að
ný verðbólgualda skelli ekki á
þjóðinni, að stöðvunarstefnunni
verði fylgt áfram.
Islendingar ættu að hafa lært
af reynslu undanfarinna ára í
dýrtíðarmálunum. Þeir ættu að
þekkja afleiðingar þess, að dýr-
tíðardraugnum er sleppt lausum.
Er þjóðin ekki búin að fá nóg?“
„Afrek“
vinstri stjórnarinnar
Jú, þjóðin er vissulega búin að
fá nóg. Vinstri stjórnin sleppti
verðbólgunni óbeizlaðri eins og
óargadýri á almenning. Hún
lýsti því yfir frammi fyrir al-
þjóð, þegar hún tók við völdum,
að hún ætti „varanleg úrræði"
og „nýjar leiðir“ í pokaliorninu
tri þess að leysa með efnahags-
vandamálin. En hún gat, þegar
til kastanna kom, ekki gert ann-
að en leggja á nýja skatta. Hún
lagði 1200 millj. kr. á almenn-
ing á tveimur árum, og jós þessu
stórkostlega fjármagni beint í
dýrtíðarhítina. En árangurinn
var ekki annar en sá, að halla-
rekstur framleiðslunnar hélt
áfram að aukast, og um síðustu
áramót átti þing og stjórn ekki
annars úrkostar en að gera ráð-
stafanir til lækkunar kaupgjalds
og verðlags til þess að allt kæm-
ist ekki í þrot. Ef skattastefnu
vinstri stjórnarinnar hefði ver-
ið fylgt áfram, hefði enn þurft
að leggja á þjóðina mörg hundr-
uð milljónir króna í sköttum og
tollum.