Morgunblaðið - 03.09.1959, Page 6
6
MOR^rVPr 4Ð1Ð
Fimmfudagur S. sept. 1959
Við túngarðinn
Frh. af bls. 3.
rel meira á svo fjármörgu búi.
Þess munu ekki dæmi að meðal-
þungi fari þar niður fyrir 18 kg.
og þá aðeins í versta árferði. Mér
fannst einnig athyglisvert við
fjárrækt þeirra Laugalandsfeðga
að þeir athuga jafnan mismun á
lifandi vigt og fallþunga. Hafa
þeir komizt að raun um að kjötið
er helmingur af þunga dilksins
lifandi og að minnsta kosti er
kjöt og mör samanlagt helming-
ur þungans. Að sönnu er erfitt
að ákveða þetta með hvern
dilk, en þeir h'afa viktað þá dilka
lifandi, sem þeir hafa sent til
slátrunar og borið saman við fall
þungann með fyrrgreindri niður-
stöðu. Einnig hafa þeir athugað
þungamismun þeirra einstakl-
inga, sem þeir hafa fellt heima
fyrir. Ef þeir gætu fengið merkt-
an hvern skrokk við slátrun því
merki, sem á dilknum er þegar
hann er leiddur til slátrunar,
ættu þeir enn hægara með að
ákveða afurðagæði hverrar kind-
ar.
Laugalandsbænda. Þegar það fer
saman með natni góðra fjár-
bænda í ræktun stofnsins er ekki
að undra þótt niðurstaðan sé
góð. Þótt Laugalandsbændur
leggi ekki mikið upp úr kúabú-
skap hafa þeir ráðizt í miklar
ræktunarframkvæmdir enda er
ræktarland gott á grundunum
meðfram Selá. Hið gamla heima-
tún þar er bæði lítið og grýtt og
þvj ekki um annað ræða en auka
ræktunina þegar bústærðin er
jafn mikil og raun ber vitni. Alls
er féð á Laugalandi hátt á 5.
hundrað vetrarfóðrað og þótt
vetrarbeit sé allgóð þarf það að
vera talsvert á-gjöf.
Eitt sinn kom Húnvetningur
einn að vetrarlagi í heimsókn að
Laugalandi. Sagðist hann eiga
bágt með að skilja, hve hér væri
gott fé þar sem hann gæti ekki
séð annað en grjót sunnan megin
í Skjaldfannardal en snjó að norð
an. Er þetta haft að gamni síðan
fyrir vestan og þá sérstaklega
vegna þess hve féð er gott á
Laugalandi.
Jón Þórðarson. Halldór Þórðarson. Þórður Halldórsson.
Vandað val til ásetnings
Til ásetnings velja Langalands-
bændur gimbrar sínar af mikilli
kostgæfni. Vilja þeir gjarna hafa
þær svo vænar á spjaldhrygg að
ekki finni fyrir geislungunum
Og einnig að holdfylling sé góð á
lærum, svo fátt eitt sé nefnt af
kostum þeim, er þær verða að
hafa til að bera.
Hið góða afréttarland í Hraun-
dal hefir að sjálfsögðu sitt að
*egja um kosti fjárstofns þeirra
Að Melgraseyrt
Eftir að hafa dvalizt nokkra
hríð á Laugalandi höldum við að
Melgraseyri og hittum þar að
máli ung hjón, sem tiltölulega
nýlega eru byrjuð búskap. Heita
þau Guðmundur Magnússon og
Kristín Þórðardóttir.
Bæði á Melgraseyri og eins á
Laugalandi hafa bændurnir kom
ið sér upp súgþurrkun. Á Meigras
eyri er einn og sami blásarinn
notaður til þess að þurrka með
Efri myndin sýnir býlið Melgraseyri og hið neðra Ármúla.
Fulbright-styrkir veittir
ísl. háskólaborgurum
EINS og á undanförnum árum
mun Menntastofnun Bandaríkj-
anna hér á landi (Fulbright-
stofnunin) á næstunni gera til-
lögur um veitingu nokkurra
ferða- og námsstyrkja handa is-
lenzkum háskólaborgurum til
framhaldsnáms við bandaríska
háskóla á skólaári því, sem hefst
í september 1960.
Er hér um að ræða takmarkaðan
fjölda ferðastyrkja sem nægja til
þess að greiða ferðakostnað milli
Reykjavíkur og New York og
heim aftur, qg auk þess nokkra
námsstyrki, (kandidatastyrki),
sem einungis verða veittir þeim,
er þegar hafa lokið háskólaprófi,
eða munu ljúka því á næsta 4ri
og hyggja á frekara nám vestan
hafs.
Stofnun sú í Bandaríkjunum,
sem nefnist Institute of Inter-
national Education og starfar að
því að aðstoða erlenda stúdenta
er óska eftir þvi að stunda nám
vestan hafs, mun sjá um að út-
vega þeim skólavist, er styrkina
hljóta, en surnir þeirra eru veitt-
ir samhliða námsstyrkjunum,
þannig að þeir geti komið að
gagni þeim sem hlotið hafa náms
styrkina. %
Þessir styrkir eru einungis
ætlaðir íslenzkum ríkisborgur-
um, sem þegar hafa lokið háskóla
prófi eða munu ljúka því fyrir 15.
júní 1960. Þeir umsækjendur,
sem ekki eru orðnir 35 ára að
aldri, munu ‘að öðru jöfnu ganga
fyrir um styrkveitingar.
Þeir, sem hafa hug á að sækja
um styrki þessa, skulu skrifa hið
fyrsta eftir umsóknareyðublöð-
um, en þau þurfa þeir síðan tð
fylla út og senda til stofnunar-
innar fyrir miðvikudaginn 30.
september næstkomandi.
Utanáskriftin er:
Menntastofnun Banda-
ríkjanna á íslandi.
Pósthólf 1059,
Reykjávík.
Einnig geta umsækjendur feng-
ið þessi eyðublöð í skrifstofu
menntamálaráðuneytisins, Stjórn
arráðinu, og hjá Upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjanna, Laugaveg
13 , Reykjavík.
og eins að blása inn heyinu. Mel-
graseyri hefir um langt árabil
verið vel setin og þegar þau Guð-
mundur og Kristín settust þar
að búi var þar vel hýst, bæði
íbúðarhús og útihús. Fjárhúsin
eru að sönnu byggð 1919, en hafa
þá verið gerð af mikilli fram-
sýni. Þar eru grindur í króm og
steinsteyptur kjallari undir þeim.
íbúðarhúsið er stórt og glæsi-
legt, en var endurbyggt vegna
bruna fyrir nokkrum árum síðan.
Guðmundur segir að bústærð sú,
er hann hefir nú sé vart nægi-
legt til þess að borga niður jörð-
ina og afla þeirra tækja, sem
hann þarf til þess að fullnægj-
andi sé til þess að géta viðhaldið
nýtizku búskaparháttum. Ræktar
land er goft á Melgraseyri og
hyggur Guðmundur á meiri rækt
un en nú er. Heyfengur er nú um
500 hestar, en það er tæplega
nægilegt eins og er hvað þá að
hann þoli aukningu. Búið er nú
6 kýr og 270 fjár framgengið á
vori.
Góffar samgöngur
Búaukning er þarha tiltölu-
lega auðveld til tilliti til afurða-
sölu og þá fyrst og fremst kúa-
búsins. Á Melgraseyri er ferju-
bryggja og kemur Djúpbáturinn
þangað reglulega. Það kemur
varla íyrir að ferðir hans falli
niður nokkurn tíma á árinu og
eru því samgöngur við Djúpið
mjög öruggar, jafnvel þótt vetur
Guffmundur Magnússon.
ríki í öllu sínu veldi og vegir
verði ófærir. Þetta hefir vissu-
lega sinn mikla kost með tilliti
til flutnings á afurðum á mark-
aðsstað. Við Djúp eru nú alls 8
ferjubryggjur sem bændur nota
aðallega vegna afurðaflutninga
auk hinna stærri hafna, Súðavík,
ísafirði, Hnífsdal og í Bolungar-
vk.
Næsti bær norðan við Melgraa
eyri er Ármúli, sem stendur und-
ir samnefndu fjalli sunnan Kalda
lóns. í Ármúla hittum við Sigurð
Hannesson annan bóndann þar.
Hann hefir nýlega lokið við að
byggja sér nýtt og myndarlegt
búðarhús. Þar er unnið að mik-
illi ræktun enda er fyrirhuguð
þar mjög aukin mjólkúrfram-
leiðsla. Þeir.Ármúlabændur hafa
komið sér upp súgþurrkun og
alls staðar kveður við sama sag-
an um þá tækniaukningu við bú-
skapinn, að fá betri tæki til
tryggingar vel verkuðu heyi, hafi
þeir bændur fengið.
Það var hressandi að hitta alla
þessa dugandi bændur jafnt
unga sem eldri. Hjá þeim ríkti
mikill framfarahugur og þeir
höfðu þegar tekið í þjónustu sína
hin fullkomnustu tæki til fyrir-
myndar búrekstrar, þótt að sjálf
sögðu væru hinir yngri enn ekki
búnir að eignast þau öll. En eins
og Róm var ekki byggð á einni
nóttu eins verða bújarðir okkar
ekki færðar í nýtízku horf nema
með fyrirhyggju, dugnaði og
framsýni góðra bænda. Mér virt-
ust öll þessi einkenni prýða þessa
menn, sem ég hef hér að framan
getið.
vig.
skrifar ur
dqqleqa lifinu
Hestamenn í umferffinni.
Hestamaður skrifar:
ELVAKANDI sæll.
Fyrir skemmstu las ég í dálk-
um þínum pistil um umferðar-
mál. Er ekkert nema gott um það
að segja að hvetja menn til þess
að fylgja umferðarreglum út í
æsar. Hitt er verra, þegar settar
eru umferðarreglur, sem þegar
hafa sýnt sig að vera til bölvun-
ar. Á ég þar við að skikka ríðandi
menn til að vera á hægri vegar-
brún. Þetta ér breyting til hins
verra að mínum dómi og tel ég
mig hafa í þessu nokkra reynslu.
Það hefur og skeð, að þegar hef-
ur þetta valdið slysum. Það er
hægara fyrir gangandi mann að
víkja sér út af vegi, er bifreið
kemur á móti honum, heldur en
hestamenn að víkja hestum sin-
um sem ekki eru alltaf jafn þjál-
ir. Ef maður hefur t. d. tvo til
reiðar getur svo farið að ómögu-
legt sé að víkja fyrir bifreið,
þegar hún er á sömu vegarbrún,
því oft eru bæði skurðir og girð-
ingar meðfram veginum.
En ég mun að sinni ekki hafa
um þetta fleiri orð, en ég vona,
að á þessu verði ráðin bót, áður
en fleiri slys hljótast af“.
Framboff ætti aff hafa
«. einhver áhrif á verffiff.
Ivikulokin síðustu fengu hús-
mæður þau gleðilegu tíðindi
að þeim yrði gefinn kostur á að
kaupa sviðin frá síðustu slátur-
tíð fyrir nærri hálfvirði. Þó svið-
in séu núna að vísu ekki eins
góð og þau voru sl. haust, þá
sýndu undirtekirnar að neytend-
ur fögnuðu þessu. Fólk streymdi
í búðirnar til að kaupa sviðin,
sem fram að þeim tíma höfðu
verið dýrari en svo að það hefði
efni á að kaupa þau til matar,
nema rétt einstöku sinnum Með
þeim afleiðingum að um 30 tonn
af sviðum lágu í frystihúsunum
og von á nýjum birgðum að hált-
um mánuði liðnum.
í fréttinni var frá því sagt, að
framboð á sviðum hafi í fyr.-a
verið meira en nokkru sinni. Og
úr því að svo er, finnst manm
dálítið undarlegt, að það hafi ertg
in áhrif á verðið. Strax í fyrra
hlýtur þetta að hafa verið vitað,
og nú hefir það sannazt að svo
mikið magn af sviðum selzt ekki
fyrir svo hátt verð að það þyki
lúxus að hafa það í matinn. Von-
andi verður það tekið með í reikn
inginn í þetta sinn, svo allt það
sviðamagn sem til er í landinu
seljist með eðlilegum hætti á
næsta ári. Það hlýtur að vera
öllum til góðs, neytendum og
bændum. Þá þarf ekki að færa
verðið á svo miklu magni svo
mikið niður að öruggt sé að það
seljist á örskömmum tíma. Og
neytendurnir geta þá veitt sér
það að kaupa meira magn meðan
sviðin eru nýrri.
Grænmetiff okkar of dýrt.
AMA máli gegnir reyndar um
margar aðrar vörur. í flest-
um löndum ræður framboð og
eftirspurn einhverju um verð, svo
að neytendur hafa einnig hag af
því þegar vel gengur framleiðsl-
an, grænmeti sprettur vel o.s.frv.
Mér hefur oft dottið í hug síð-
ustu vikurnar, þegar ég hefi séð
hálfvisnað salat og annað græn-
meti á borðum kaupmannanna á
kvöldin, hvort ekki væri heppi-
legra fyrir alla aðilja, að verðið
væri fært svo lítið niður, til að
tryggja að varan seljist áður en
hún fer að láta á sjá. Grænmeti
hér á íslandi er það dýrt, að fáir
geta veitt sér það að kaupa alveg
ótakmarkað af því.