Morgunblaðið - 03.09.1959, Síða 19

Morgunblaðið - 03.09.1959, Síða 19
Fimmtudagur 3. sept. 1959 MORGVNBL4Ð1Ð 19 Öðruvísi umhorfs L Vatnsmýrinn.i en 1919 NÚ er öðru vísi umhorfs í Vatns- mýrinni en var fyrir 40 ánum, þegar Faber lenti þar fyrstur manna flugvéi á ísiandi. En Vatnsmýrin er enn tengd fluginu og verður sennilega um mörg ókomin ár, því að lengsta flug- brautin á Reykjavíkurflugvelii teyir sig allt frá Nauthólsvík norður í Vatnsmýri. ★ TíSindamaður Mbl. brá sér út í flugturn í gærkvöldi rétt í þann mund er Katalínuflugbátur Flug- félagsins sveif lágt yfir Tjörnina og hlammaði sér á brautarend- ann í Vatnsmýrinni. Gul ljós log- uðu beggja vegna meðfram endi- langri brautinni — og hjón og hjónaefni nutu góða veðursins í Hljómskálagarðinum. En enginn leit upp þó flug- véladynur heyrðist í lofti — því síður að einhverjum hafi dottið í hug að hlaupa út í Vatnsmýri til þess að sjá flugvélina. 40 ár er líka langt tímabil hjá fram- gjarnri þjóð — og flugið í dag er ekki hvað sízt táknrænt fyrir þá þróun, sem orðið hefur í ís- lenzku þjóðlífi á þessum fáu ár- um. í flugturninum gekk allt sinn vana gang. Douglas DC-3 var á leið frá Fagurhólsmýri, annar frá Akureyri, Viscount kominn langleiðina heim frá Kaupmanna- höfn og Glasgow — og þrjár Loft leiðavélar voru á lofti: Ein á leið til Reykjavkur frá Osló, hin- ar tvær á leið milli New York og Goose Bay, en þaðan flugu þær heimleiðis í nótt. Síldar- leitarflugvél var nýlept fyrir aust an — og utan við turninn stóð flugvél Björns Pálssonar. í turnin um er fylgzt með öllum hreyf- ingum flugvéla, Viscount, sem stuttu áður hafði flogið fram hjá Færeyjum, kallaði í Flugturninn og boðaði nokkurra mínútna seinkun á komutímá til Reykja- víkur. En þeir í flugturninum fylgj- ast ekki einungis með íslenzku vélunum, því þar er miðstjórn flugumferðar yfir norðanvert Atlantshaf. Á hverjum sólar- hring er þar fylgzt með tugum — oft yfir 100 flugförum á þess- ari leið. Tvær risaþotur urðu fyrstar til þess að skipta við Reykjavik eftir a#' nýja fjar- skiptasambandið var tekið í notk un um hádegisbilið. Báðar voru á vesturleið, önnur Comet frá BOAC — hin Boeing 707 frá PAA, báðar u.þ.b. 200 mílur fyr- ir austan land. 12 æfingaþotur voru nýlentar í Keflavík á leið frá Syðri- Straumfirði í Grænlandi. Sex farþegavélar — frá PAA, SAS, Bandaríkjaher og kanadíska hernum áttu misjafnlega skammt eftir til Keflavíkur og nokkrir tugir flugvéla voru á leið frá Evrópu til Ameríku án viðkomu í Keflavík. Þetta var frekar lít- il umferð, sögðu þeir í turninum, nóttin yrði róleg — og einn fór að hella upp á könnuna. Brautar ljósin voru slökkt, það var kom ið myrkur í Vatnsmýrinni, en í flutningurinn berast á öldum ljósvakans, með stuttu millibili, tilkynningar og fyrirspumir frá íslenzkum og erlendum loftför- um hátt í hæðum. — Yfirforingi Framh. af bls. 2. Einn af þingmönnum stjórnar* andstöðunnar krafðizt umræðu um þetta mál þegar í stað og stakk upp á, að það yrði rætt á lokuðum fundi. — Nehru kvaðst reiðubúinn að ræða málið á þing- fundi, en ekki þegar í stað — og umræðan yrði að vera opinber. — Forseti þingsins tók af skarið og neitaði beiðni stjórnarand- stöðunnar um tafarlausa um- ræðu, taldi að slíkt væri ekki heppilegt — og vísaði til afstöðu forsætisráðherrans. Rannsóknarlögreglan er að reyna að hafa uppi á þessum skemmtilega vatnabáti. Bát- urinn sem er ameriskur úr aluminíum, 14 feta langur, mjög léttur og meðfærilegur, hvarf af Draghálsvatni um mánaðamótin • júlí—ágúst. Hafði honum verið stolið um nótt og hefiur ekki tekizt ennþá að upplýsa hvar hann muni nú vera niður kominn. En þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um það, eða hefðu séð hann einhvers- staðar, eru beðnir að gera aðvart hið fyrsta. 'VKRANESI. — Ekki hefur heyrzt ■um að nein hreyfing sé meðal útgerðarmanna hér um að hefja reknetjaveiðar eins og sakir standa. — Oddur. Aldarafmæli Ogurkirkju NOKKURRA missagna gætti í frásögn Mbl. í fyrradag af aldar- minningu ögurkirkju. Gjafir þær, er henni bárust voru þessar: Frá börnum Sigrúnar Bald- vinsdóttur og Einars Þorsteins- sonar á Eyri, í minningu foreldra þeirra, 5 þús. kr. Frá börnum Guðríðar Hafliðadóttur og Ólafs Þórðarsonar á Strandseljum,* í minningu foreldra þeirra, 5 þús. kr. Frá frk. Ragnhildur Jakobsd. í Ögri 3 þús. kr., en hún var lengi kirkjueigandi og staðar- haldari í ögri og hefir áður gefið kirkjunni góðar gjafir. Frá Bjarna Sigurðssyni og frú Björgu Björnsd. Vigur 1 þús. kr. Þá bér- ust kirkjunni kveðjur og pen- ingagjafir frá ýmsum gömlum Ögursveitungum, sem þaðan hafa flutzt. Kvenfélag sveitarinnar gaf vandaðan gólfdregil og teppi á gólf kirkjunnar, sem er til hinnar mestu prýði. Þá gaf séra Jón Auðuns dómpróf. málverk af Ara Magnússyni og Kristínu Guðbrandsdóttur í Ögri, ná- kvæma eftirmynd hinnar miklu frummyndar, sem fyrir löngu er komin úr Ögurkirkju í þjóð- minjasafnið. Kirkjan hafði áður verið vandlega máluð og gladdist safnaðarfólkið yfir hinum miklu umbótum á hinni fallegu, gömlu kirkju. Kirkj uhátíðin fór fram við fjölmenni og í fögru veðri. Jafnframt var þess minnzt, að þennan dag voru liðin 105 ár frá fæðingu hins þjóðkunna skör- ungs, séra Sigurðar Stefánssonar í Vigur, sem þjónaði Ögurkirkju alla sína prestskaparævi og allra ögurpresta lengst. Höhim nldrei beitt ylirgongi segir ntnnríkisróðherra Kínn Peking og Nýju-Delhi, 2. sept. (Reuter/NTB) — CHEN Yi, utanríkisráðherra Kína, lýsti því yfir í dag, að Kín- verjar hefðu aldrei beitt nein- um yfirgangi við önnur ríki og bætti við, að þeir mundu ekki heldur þola neinn ágang af hendi annarra þjóða. Utanríkisráðherrann lét þessi orð falla í veizlu, sem haldin var í sendiráði Norður-Vietnams í fndverskt land - skal vera kínverskl PEKING-stjórnin hefir sent ind- versku stjórninni nýtt kort af Kína og yfirráðasvæðum þess.- Er tekið fram, að þetta sé eina landakortið, sem kínverska stjórn in viðurkenni. Þetta hafði AFP- fréittastofan eftir áreiðanlegum heimildum í Nýju-Delhi í gær- kvöldi. Leiðrétting 1 MINNINGARGREIN, er birtist í blaðinu í gær, um frú Svövu Hermannsdóttur, Ytri-Varðgjá, hafa slæðzt nokkrar prentvillur og eru þessar bagalegastar: Tryggvi á Ytri-Varðgjá, maður Svövu sálugu, er sagður Jónsson, en er Jóhannsson. Börn þeirra hjóna eru réttilega talin átta, en í upptalningu hafa fallið niður nöfn þeirra Harðar, bónda að Ytri-Varðgjá, Magnús- ar, bifreiðarstjóra á Akureyri, og Bjarna, verzlunarmanns í Reykja vík. F. P. — Skemmtiferð Framh. af bls. 18. arsson og Jóhann Þorsteinsson, sem þakkaði fyrir vistfólkið á Sólvangi. Um skemmtiatriði sáu Baldur Hólmgeirsson og Sigríður Hann- esdóttir. Guðm. Magnússon talaði af hálfu bifreiðastjóranna, en B. M. Sæberg stjórnaði kaffi- samsætinu, sem var hið ánægju- legasta og öllum til mikillar gleði. — Frá Þingvöllum var ek- ið aftur til Hafnarfjarðar og kom- ið þangað klukkan rúmlega sjö um kvöldið. Bar öllum saman um að ferðin hefði tekizt með ágætum, þrátt fyrir fremur óhag- stætt veður. — G. E. Peking í tilefni þess, að 14 ár eru nú liðin frá því að lýst var yfir stofnun lýðveldis þar í landi. — Chen Yi nefndi ekki Indland á nafn í þessu sambandi en ummæli hans voru af flestum túlkuð þannig, að hann væri að vísa til átakanna á landamærum Kína og Indlands að undanförnu, og er því litið á þau sem fyrstu opinberu yfirlýsinguna af hálfu Kínverja um það mál. Utanríkisráðherrann sagði enn fremur: — Við erum ávallt fylgj- andi þeirri stefnu, að leysa skuli deilur með friðsamlegum samn- ingum — og viljum friðsamlegt samstarf og keppni milli landa með mismunandi þjóðfélagskerfi. Þetta er óbifanleg stefna okkar, og henni verður ekki breytt með neins konar sögusögnum og slúðri. Áður hafði ráðherrann stað- hæft, að Bandaríkjamenn stæðu að baki styrjöldinni í Laos og ógnuðu öryggi Kína og Norður- Vietnam. I.O.O.F. 5 — 140938% — Okkur vantar * Meiraprófs- bifreiðastjóra Uppl. milli kl. 6 og 7. Bifreiðastöð Steindórs — Sími 1-15-88. Matsveina og veitingaþjónsskólinn verður settur föstudaginn 4. sept. kl. 4 síðdegis. . Skólastjórinn. Lokað vegna jarðarfarar frá háðegi í dag. liemikalía hf. Dugguvog 21. Öllum þeim, sem á ýmsan hátt stuðluðu að því að gera okkur dvöl okkar hér á landi í sumar ógleymanlega þökkum við af alhug. Jafnframt viljum við biðja þá vini, sem okkur því miður vannst ekki tími til að hitta, að virða á betri veg. Þeim jafnt sem hinum biðjum við alls góðs. Dóra og Vilhjálmur Bjarnar Hjartans þakklæti til skyldra og vandalausra, félaga og einstaklinga fyrir hlýhug og vinsemd mér sýnda á 75 ára afmæli mínu 28. ágúst s.l. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guðjón Magnússon, ölduslóð 8, Hafnarfirði. Minn hjartkæri eiginmaður EYÞÓR GUÐJÓNSSON bókbindari, andaðist að heimili okkar Laugaveg 46b 2. september s.l. Ástríður Björnsdóttir. Konan mín, GUÐRlÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR verður jarðsungin laugardaginn 5. september. Húskveðja hefst að heimili hennar kl. 12,30. Bílferð verður frá Bifreiðarstöð íslands kl. 10,30. Gamalíel Jónsson og böm Stað, Grindavík Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför kon- unnar minnar og móður okkar SVEINSlNU SVEINSDÓTTUR Tryggvi Benónýsson, Ásgerður Tryggvadóttir, Sveinn Tryggvason. Móðir okkar og tengdamóðir HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsett frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. sept. Athöfnin hefst kl. þ,30. Blóm afþökkuð. Guðmundur Árnason, Árni Árnason, Halla Aðalsteinsdóttir, Guðrún Pálsdóttir. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.