Morgunblaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 10
MORCV1SHJ/4Ð1Ð
Miðvikudagur 9. sept. 1959
10
mndpunMftMfr
Utg.: H.t. Arvakur Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Ask; iftargald kr ^jj.OO á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
MENNTUN OG LÍFSKJÖR
FYRIR engum málefnum
mun vera jafn almenn-
ur áhugi og efnahagsmál-
um, og er það bein afleiðing
þess, að þau eru tengd lífsafkomu
sérhvers einstaklings. Sú gjör-
bylting, sem orðið hefur á kjör-
um fólks víða um heim á síðustu
áratugum er fyrst og fremst að
þakka stórkostlegum framförum
í tækni, skipulagningu fram-
leiðslunnar og dreifingu vara.
Hjá þeim þjóðum, þar sem fram-
farimar hafa orðið mestar er þro
unin nú á sumum sviðum öran
en nokkru sinni fyrr. íslenzka
þjóðin þarf árlega að gera mikið
átak til þess að fylgjast með og
flestum íslendingum mun jafn-
vel ekki þykja það nægjanlegt,
heldur vilja komast feti og feti
framar í kapphlaupinu um mest-
ar efnahagslegar framfarir.
Til þess að svo megi verða
þurfum við -að tileinka okkur í
æ ríkara mæli, þá kunnáttu, sem
er undirstaða framfaranna. Nú
er mannlífið sifellt að verða flókn
ara og æ meiri sérhæfingar er
þörf til þess að ná árangri. Þetta
er augljósast á sviði ýmiss konar
rannsóknarstarfa og æðri vís-
inda, en á ýmsum þeim sviðum
verður íslenzka þjóðin af aug-
ljósum ástæðum að nota sér ár-
angur annarra. En sérhæfingin
er nauðsynleg á miklu fleiri svið
um, en þar sem á að fara ókann-
aðar leiðir. Aukin sérþekking og
tæknikunnátta verður íslenzku
þjóðinni nauðsynlegri með
hverju ári sem líður, ef draum-
urinn um stöðugt auknar fram-
farir á að rætast. Nauðsynlegt er
að taka meira tillit til þessarar
staðreyndar í fræðslumálum, en
nú er gert.
Framhaldsdeildir
við iðnskólana
Ýmiss konar iðnnám hefur
lengi verið almennt hér á landi,
en sýnist að mörgu leyti enn
byggja meira á fornum venjum,
en nútíma aðstæðum. Iðnnemum
er að miklu leyti ætlað að læra
hjá meisturum í viðkomandi fagi
og þó að margir þeirra skilji hlut
verk sitt réttilega, þá eru sumir
meistarar, sem líta fyrst og
fremst á iðnnema, sem ódýrt
vinnuafl. Með þessu er ekki að-
eins einstaklingamir sviknir
heldur þjóðfélagið í heild.
Nú er það viðurkennt, að varia
sé önnur kennsla árangursríkari
en þegar unnið er að raunveru-
legum verkefnum. En til þess að
fleiri geti notið leiðbeiningar fær
ustu manna, þarf að færa meira
af verklegu kennslunni inn í skól
ana. Þetta mun forráðamönnum
iðnfræðslunnar vera ljóst og hef-
ur þegar nokkuð áunnizt í þess-
um efnum.
f framhaldi af iðnfræðsl-
unni er nú nauðsynlegt að
efna til sérstakrar tækni-
kennslu í ýmsum greinum. Til
þess þyrfti að stofna eins
konar framhaldsdeildir við
stærstu iðnskólana í landinu,
þar sem þeir fengju inngöngu,
er sýnt hafa mesta hæfileika
í fyrra námi og störfum. Hlut-
verk manna með tæknimennt-
un af þessu tagi er margvís-
leg og muu aukast mjög eftir
því sem iðnaður vex í land-
inu. Nýreistar stórverksmiðj-
ur hafa sýnt, að íslendingar
eru fljótir að laðra meðferð
flókinna véla og tækja, og
eigi hugmyndir um frekari
stóriðnað að verða að veru-
leika, verður að rísa upp fjöl-
mennur hópur manna, sem
þarf að hafa meiri tækni-
menntun en venjuleg iðn-
fræðsla veitir, en þarf ekki að
hafa fullkomna verkfræði-
menntun; það er að vera eins
konar tengiliður milli hins
verklega og liins fræðilega.
Fjölbreyttara
menntaskólanám
f menntaskólanámi er einnig
mjög nauðsynlegt að auka fjöl-
breytinga. Talað hefur verið um
að bæta við þriðju deildinni,
„náttúrufræðideild“ við mennta-
skólana og þyrfti það að geta
orðið sem fyrst. Þetta yrði eins
konar millideild milli stærð-
fræðideildar og máladeildar, og
má telja líklegt að slík deild
yrði fljótlega hvað fjölmennust.
Þarna yrði gefin nokkur innsýn
í helztu svið raunvísinda og máia
kennsla gerð hagnýt og árangurs
rík, meðal annars á þann hátt að
kenna að tala og rita vel eitt eða
tvö erlend mál, í stað þess að
vera með yfirborðskennslu í fjór
um eða fimm málum, sem allur
fjöldinn hefur lítið gagn af. Bæta
þyrfti við einhverjum nýjura
kennslugreinum og eru und-
irstöðuatriði þjóðhagfræðinnar,
sem reyndar þyrfti að kenna á
í sem flestum skólum þeirra á
meðal, því að sérhverjum borg-
ara er nauðsynlegt að vita um
þau lögmál er ráða svo miklu
um framvindu efnahagsmálanna
og þar með lífskjaranna.
Menningin og lífskjörin
Einhverjum kann nú að finn-
ast, að hér hafi einkum verið
rætt um þá hluti er í askana
verða látnir, en menningin hati
gleymzt. Þessu er vissulega ekki
þannig varið og varast skyldu
menn að hugsa sér menninguna
og velmegunina sem einhverjar
andstæður. Þetta tvennt fer ein-
mitt saman og er að miklu leyti
óaðskiljanlegt.
Uppbygging og efnalegar fram
farir skapa fjárhagsgrundvöll-
inn, sem menningarfrömuðir og
listamenn þurfa að byggja á, og
velmegunin gerir fólki kleift að
taka sér stundum frí frá dagleg-
um önnum, sem einnig er nauð-
synlegt. Að vísu er stundum bent
á, að ýmsir góðir listamenn hafi
verið bláfátækir, en jafnvíst er,
að almenningur gat lítt notið
verka þeirra, þegar nær allur
tíminn fór í brauðstrit.
Menningin er því vissulega
ekki að komast á vonarvöl.
Hún er þvert á móti almenn-
ari eign, en nokkru sinni fyrr.
En fræðslumálin verður þjóð-
in að miða meira við Iífsbar
áttuna, en gert hefur verið,
því annars má búast við, að
við drögumst aftur úr ná-
grönnum okkar hvað lífskjör
snertir, og það mun leiða af
sér afturför á öllum sviðum.
Ein mínúta
-sem heil eilífð
S V O einkennilega vildi til
fyrir skómmu, að rétt um það
leyti, sem fyrstu fregnir bár-
ust af landskjálftunum í
Montana í Bandaríkjunum og
þar í kring, kom út bók um
einhverjar mestu ógnir, sem
dunið hafa yfir þar í landi —
náttúruhamfarirnar í San
Francisco hinn 18. apríl 1906.
ur. Ekkert, sem getur búið menn
undir aðsteðjandi hættu.
Klukkan fimm að morgni þess
18. apríl voru göturnar í San
Francisco nær mannlaúsar, og
það ríkti kyrrð yfir borginni. Allt
virtist með eðlilegum hætti. —
En skyndilega stanzaði stóra
klukkan á ferjubyggingunni
niðri við höfnina. Þá var hún
TÓLF MÍNÚTUR OG ÞRJÁTÍU
OG ÁTTA SEKÚNDUR YFIR
FIMM.
★
Enda þótt meira en hálf öld sé
nú liðin frá þeim atburðum, eru
þeir mörgum enn í fersku minni.
Og alltaf, þegar tjón verður í
landskjálftum, er rifjuð upp skelf
ingasagan frá San Francisco.
Þannig var einnig um ósköpin,
sem á dundu í Montana á dögun-
um.
Bókin, sem getið var um,
nefnist á ensku „The San Franc-
isco Disaster“ og er skrifuð af
enska rithöfundinum Monica
Sutherland. Hún hafir verið bú-
sett í San Francisco alllengi og
athugað gaumgæfilega allar
heimildir um það, sem gerðist
þann 18. apríl 1906 og um það
leyti. —• Bókin er gefin út af for-
laginu Barrie & Rockliff í Lon-
don.
Gerir ekki boð á undan sér
„Morguninn 18. apríl var kyrr
og fagur“, skrifar Monica
Sutherland. „Hin heita Kali-
forníusól rak þokuna snemma á
flótta, og ferskur, blíður blær-
inn, sem er svo einkennandi fyr-
ir San Francisco, gaf fyrirheit
um fagran dag í þessari ofsetnu
borg“.
Eftirfarandi orð rithöfundarins
draga vel fram hið ógnþrungna
og hrollvekjandi við landskjálfta
umfram aðrar náttúruhamfarir:
„Öfugt við það, sem gerist,
þegar fellibyljir geisa, sendir
landskjálftinn engin boð á undan
sér til þeirra, sem hann er í þann
veginn að svipta lífi og eignum.
Hann kemur eins og þjófur á
nóttu. Það er ekki til neitt, sem
nefna mætti „landskjálftaveður"
— engar skyndilegar hitabreyt-
ingar, ekki stormur, ekki skrugg-
Eins og hamslaus óvinur
Jörðin, sem virzt hafði svo
þægileg, traust og elskuleg,
reis skyndilega gegn þeim, sem
byggðu hana, eins og vitstola,
hamslaus óvinur. Það var sem
allir árar vítis, með sjálfan
myrkrahöfðingjann í broddi fylk-
ingar, hefðu brugðið á leik og
hleyptu nú af öllum fallbyssum
undirheima — drunurnar voru
geigvænlegar. Og þannig leið
— Þegar jörðin ;
m i
nötraði og eld-
i
urinn æddi
nær því ein mínúta. Það er ekki
löng stund — aðeins tæpur helm-
ingur þess tíma, sem það tekur
að sjóða egg — en hún virtist
sem heil eilífð.
Öll borgin lék á reiðiskjálfi,
og ekki heyrðist mannsins mál
fyrir hávaða. San Francisco var
eins og lítil mús, sem stærðar-
köttur hefir að leikfangi. — ^arð-
hræringarnar voru gífurlegar.
Reykháfar og turnspírur þver-
kubbuuðst, eins og þær hefðu
verið klipptar af, steinveggir
hrundu með braki og brestum,
og hinar ótraustari byggingar
brustu eins og eggjaskurn — og
ekki sá annað eftir en óverulegt
brak .... Jarðbylgjurnar minntu
helzt á brimöldur Kyrrahafsins,
sem brotna við klettaströndina
úti fyrir „Gullna hliðinu". En
engum hafði víst komið til hug-
ar, að hin traustlega jörð gæti
umhverfzt í svo ógnþrunginn
„hafsjó". — „Gólf skulfu, heilar
byggingar vögguðu til og frá
eins og skip í stórsjó — og það
var sem jörðin öll væri að far-
ast“, segir í samtímalýsingu af
hamförunum.
★
Ofsahræðsla greip um sig í
borginni, eins og nærri má geta,
og fólk tók að flýja á brott. Einn
hinna fyrstu, sem forðuðu sér
fra San Francisco þennan óheilla
morgun, var hinn mikli, ítalski
söngvari, Enrico Caruso, en hann
hafði kvöldið áður sungið sem
gestur við óperu bórgarinnar.
Hann fékk taugaáfall og var enn
illa á sig kominn, er hann náði
heilu og höldnu til New York.
Eftir þetta fékkst hann aldrei til
þess að koma til San Francisco.
Auðjöfrar urðu öreigar
á einni mínútu
ir Eyðileggingin var ofboðsleg,
og fjöldi manns hafði týnt líf-
inu. En þegar jarðhræringarnar
hættu jafnskyndilega og þær
byrjuðu, héldu menn, að hættan
væri liðin hjá og tóku að rann-
saka ástandið í borginni og ræða
uppbyggingarstarfið, sem fyrir
höndum væri. Meira að segja tók
ferðafólk að flykkjast þangað,
þegar leið á daginn, til þess að
skoða eyðilegginguna.
Líf margra var gerbreytt eftir
hina örlagaríku mínútu, sem
virtist heil eilífð. Menn, sem
gengið höfðu til sængur sem auð-
jöfrar, stóðu nú uppi allslausir.
Og það var raunar ekki mikill
munur á manninum, sem varð
vitskertur, reif alla peningaseðl-
ana sína í tætlur og dreifði þeim
yfir rústir heimilis síns, og öld-
ungnum, sem var of þreyttur til
að halda áfram göngu sinni, sett-
ist á sorptunnu fyrir framan stór
byggingu og beið þess, að hún
hryndi yfir sig.
Aðeins sem forleikur
ir En það var síður en svo, að
ósköpin væru um garð geng-
in. Menn áttu eftir að reyna það,
að hinn mikli landskjálfti var að-
eins sem stuttur forleikur að
hinni geigvænlegu ógæfu, sem
yfir skyldi dynja. — Aðeins um
hálfri klukkustund eftir að jarð-
hræringarnar hættu hófst mesti
eldsvoði, sem sögur fara af, a. m.
k. á friðartímum.
Menn gerðu sér raunar ekki í
fyrstu grein fyrir, hvað þarna
var að gerast, og jafnvel eftir að
ljóst var, að eldurinn ætlaði að
breiðast út, voru menn ekki
ýkja áhyggjufullir, því að slökkvi
liðið í San Francisco hafði orð á
sér fyrir að vera sérlega vel
skipulagt og duglegt. — Raunar
hafði slökkviliðsstjórinn, Sulli-
Framh. á bls 18.
Inni á milli rústanna voru sett upp langborð — og þar var hinum allslausu gefið að borða.