Morgunblaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 12
12 MORGV1SBLAÐ1Ð Miðvikudagur 9. sept. 1959 HERBERGI óskast til leigu frá 1. okt. Þarl að vera nálægt Háskólanum. Tilboð sendist til afgr. Mbl. fyrir 15. sept. merkt: 77 „4927“. Hálf húseign í Miðbænum til sölu .Hæð, ris og hálfur kjallari. Verð og útborgun í hagstæðara lagi. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl. Lauíásvegi 2 — Sími 19960. Til sölu eru: Tvær hrærivélar, glerbúðardiskur. Regna peninga- kassi. Sex plötu ofn, ásamt ýmsu fleira. Til sýnis í Bakaríinu, Laugamesvegi 52. 5 herb. íbúð til leigu Góð 5 herb. ibúð til leigu á hitaveitusvæðinu i Aust- urbænum. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laugardagskvöld merkt: „4932“. Afgreiðslustarf Óskum að ráða afgreiðslumann strax. { Jónskjor hf. ' Sólheimum 35 — Sími 35495 Snorri Sigurðsson Jaðri — Minning Umboðsmenn óskast út á landi til að selja hinar kimnu dönsku Enilo ryksugur. H F ADNI GESTSSON SNORRI á Jaðri er dáinn og verð ur til moldar borinn í Tungu- fellskirkjugarði í dag. Um 100 m vestar stóð vagga hans, á Jaðri, og þar bjó hann allan sinn búskap með konu sinni Ódd- björgu Þorsteinsdóttur frá Breiðumýrarholti í Flóa. — Ekki varð þeim barna auðið, en þau ólu upp Guðlaugu, bróðurdótt- ur Snorra, og Þórlaugu, systur- dóttur Oddbjargar. Með Snorra er hniginn í valinn einn elzti bóndi úr Hrunamanna- hreppi. Var hann meira en 94 árs, er hann lézt 31. ágúst s.l. Faðir Snorra var Sigurður, sonur Jóns Sveinbjörnssonar í Tungufelli, en móðir hans var Ingibjörg Jónsdóttir frá Kols-1 holti í Flóa. Snorri var þriðji í röðinni af 9 börnum þeirra hjóna, fæddur 12. janúar 1865. Eru nú aðeins tvö þeirra Jaðarssystkina á lífi, þau Guðrún á Sóleyjar- götu 15 j Reykjavík, sem varð 90 ára í s.i. mánuði, og Guð- mundur á Elliheimili Vestmanna eyja. Hann er nú 84 ára. Snorri tók við búinu af for- eldrum sínum 1889 og hafði þá tvær jarðir til ábúðar, Jaðar og Hamarsholt, eins og foreldrar hans höfðu haft. Þegar Snorri missti konu sína, brá hann búi. Hafði hann þá nokkurn íhlutunarrétt um það, hver settist þar að búi eftir hann. Valdi hann þá Guðna, son síns ágæta nágranna, Jóns Árnason- Bókfœrslunámskeið Þriggja mánaða námskeið í bókfærslu verður haldið, ef næg þátttaka verður, og byrjar 27. september Upplýsingar gefnar í síma 11640 og á skrifstofu Félagsprentsmiðjunnar, Ingólfsstræti, kl. 3—6 e.h. dagana 9.—15. sept. og eftir kl. 8 s.d. í síma 18643, hjá undirrituðum SIGURBERGUR ÁRNASON SEIVDILL Röskur og áreiðanlegur sendill óskast strax, eða sem fyrst Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna Sími 2-22-80. 2—3 stúlkur helzt vanar verksmiðjusaum, óskast nú þegar Verksmiðjan FRAI\I Bræðraborgarstíg 7 II. hæð Nokkrar stúlkur óskast nú þegar. Upplýsingar í kvöld kl. 5 til 7. Nærfatagerðin S.F. Hafnarstræti 11 Til sölu eru tvær íbúðarhæðir í húsinu nr. 11 við Bólstaða- hlíð, hér í bæ. Neðri hæð, sem er 5 herb., eldhús og bað með bíl- skúr, og efri hæð, sem einnig er 5 herb., ásamt íbúð- arrisi og bílskúr. Girt lóð. Upplýsingar gefa: Benedikt Bjarklind, hdl., sími 33215. Guðjón Hólm, hdl., sími 10950, Guðmundur Ásmundsson, hrl., sími 32723 og Sveinbjörn Jónsson, hrl., sími 11535. ar í Tungufelli og Kristínu Jóns- dóttur frá Arnarfirði. Reyndust þau hjón Snorra mjög vel, og börn þeirra voru sérstaklega elsk að honum, enda var hann blíður að eðlisfari og barngóður. Smámsaman fóru börnin úr föð urhúsum nema Davíð. Hann reyndist þá sem fyrr fram úr skarandi hugulsamur og hjálp- legur við Snorra. Snorri var þreklega byggður og hraustmenni. Stælti hann fyrr um kraftana við sjóróðra á ver- tíðum, m. a. hjá séra Oddi á Stað í Grindavík. Snorri var eins og öll þessi systkini alinn uipp við reglu- semi og vandvirkni. Smiður var hann góður, eins og faðir hans, og verkmaður ágætur. Kenndi hann mér í æsku að slá með orfi, brýna og dengja ljá. Er mér minnisstætt, hve ljár hans beit jafnan vel. Veðurglöggur var hann með afbrigðum. Náttúrufegurð er mikil á Jaðri, og er það ekki undarlegt, þó að gott fólk alist upp í slíku umhverfi. í norð-vestri blasa við bláar Jarlshetturnar og ber þær við hvitar breiður Langjökuls. Og þar er Jaðarsskógur, einn mesti skógur í uppsveitum Árnessýslu. Mjög þótti Snorra vænt um skóginn. Og þó að hann væri ekki skógfræðingur, valdi hann úr þau tré til að höggva, sem voru eitthvað kalin eða kræklótt og grisjaði, þar sem tré stóðu of þétt. Þetta hafði hann að sjálf- sögðu numið af föður sínum og eins það að vernda ungviðið. Og aldrei mátti stúfhöggva. — Nú ógnar sandfok og uppblástur þessum fallega skógi, svo að nauð syn er úr að bæta. Það sem sérstaklega einkenndi Snorra var góðvild hans til manna og dýra. Fjármaður var hann ágætur og kindurnar hans þekktu hann vel. Hann átti líka nokkurn hóp kinda, og heyjaði handa þeim, löngu eftir að hann hætti að búa, eða langt fram á níræðisaldur. Einu sinni orti Halldór Bjarna- son, bóndi í Reykjadalskoti, vís- ur um alla bændur í Ytrihreppi. Vísan um Snorra er svona: Eyðir þvaðri, elur sóma ungur bóndi Sigurðsbur. Snorri’ á Jaðri, fremd með fróma, finnst hann nærri þrítugur. Það var sannmæli um Snorra, að hann talaði ekki illa um nokkurn mann og var sérstaklega grandvar og heiðarlegur í öll- um viðskiptum sínum við aðra menn. _ Ég get með sanni sagt, þegar ég minnist þessa góða og hjartahlýja vinar: Ætíð kemur mér Snorri, frændi minn í hug, er ég heyri góðs manns getið. Far þú svo í friði, kæri frændi minn. Friður Guðs þig blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. Siguringi E. Hjörleifsson. BBHINEHVAcÆi^dmt STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.