Morgunblaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 9. sepí. 1959
MORGV'NBIÁÐIÐ
19
XJm þessar mundir stendur yfir sýning á málverkum Valgerð-
ar Árnadóttur Iiafstað í Sýningarsal Ásmundar Sveinssonar
á Freyjugötu 41. Sýnir listakonan þar 19 olíumálverk og 6
gouachemyndir, sem hún hefur unnið i Paris á sl. ári, en þar
er hún búsett. Er sýningin opin daglega kl. 2—10 e. h. til
18. sept. Á myndinni hér fyrir ofan er Valgerður og á veggn-
Kennarastarf \ið
MA - prentvilla
— ÉG þarf að hringja í Stjórn-
arráðið og láta þá vita, að um
prentvillu er að ræða hjá þeim
í auglýsingunni, sagði Þórarinn
Bjömsson, skólameistari MA, er
blaðið spurðist fyrir um kenn-
arastarf það, sem slegið er upp
í síðasta Lögbirtingi. Það er
starf frönsku- og enskukennara,
en ekki dönsku, sem um er að
ræða. Á síðasta skólaári var
frönsku- og enskukennari skól-
ans Friðrika Gestsdóttir. Hún var
þá aðeins sett í starfið. Nú á að
skipa fastan kennara, og mun
Friðrika trúlega þá sækja um
starfið.
Skólameistari taldi það mjög
að kallandi fyrir MA að fá konu
til kennarastarfa við skólann með
því að þriðjungur nemenda skól-
ans eru stúlkur og fjöldi þeirra
býr í heimavist stúlknanna.
um eitt af málverkum hennar.
Jens Otfo Krag i Póllandi:
Hafnar tillögu Rússa
um „friðarhaf"
KAUPMANNAHÖFN og Varsjá,
9. sept. (Reuter/NTB) — Jens
Otto Krag, utanríkisráðherra
Danmerkur, fór flugleiðis frá
Kaupmannahöfn til Varsjár i
dag, ásamt fjórum embættis-
mönnum 'utanrikisráðuneytisins,
en í Varsjá mun hann ræða við
Rapacki, pólska utanríkisráðherr
ann, og aðra ráðamenn þar. Krag
fer þessa för í boði Rapackis, er
tók á móti honum á flugvellinum
í Varsjá.
Lögð var áherzla á það innan
dönsku stjórnarinnar, áður en
Krag fór til Póllands, að hann
léti það í ljósi þar, að danska
stjórnin mundi ekki ganga til
neinna sérsamninga varðandi
Rapacki-áætlunina svonefndu um
sérstakt belti í Evrópu, þar sem
engin kjarnorkuvopn séu stað-
sett. — Krag mun þegar hafa
komið inn á þetta efni á fundi
með stjórnmálamönnum síðdegis
í dag, en þar kvað hann m. a.
— Iþróttamóf
Framh. af bls. 18.
3x50 m þrísund karla
1. Sveit Reykdæla 2:06,5 mln.
2. Sveit íslendings 2:14,0 mín.
G e s t i r :
Sveit Akraness 1:45,3 min.
hafa sagt, að slíkt „vopnlaust“
belti í Evrópu gæti ekki veiít
Norðurlöndunumverulegt öryggi.
Hafa yrði í huga hin langdræga
flugskeyti, sem væru í sífelldri
þróun, en þau hlytu að draga úr
þýðingu slíks beltis.
Þá hafnaði Krag einnig tillögu
Sovétríkjanna, sem fram kom
eigi alls fyrir löngu, um að gera
Eystrasalt að „friðarhafi“. —
Krag sagði, að það mundi fara í
bága við alþjóðalög að gera
Eystrasalt á nokkurn hátt að iok
uðu hafsvæði — þareð á það hlyti
að vera lítið sem hluta af úthöfun
um.
Geri aðrir betur
LONDON, 8. sept. (Reoiter). —
Sir Winston Churchill er ekki
af baki dottinn, þótt hann sé 84
ára gamall. Hann ætlar að vera
í framboði við kosningarnar í
næsta mánuði í sínu gamla kjör-
dæmi, Woodford — en hann hef-
ur verið þingmaður þess síðan
1945. — Á þingi hefir Churchill
setið síðan aldamótaárið — geri
aðrir betur.
Valur keppir
á Akureyri
mJ
AKUREYRI, 7. sept. — Knatt-
spyrnufélagið Valur frá Reykja
vík keppti hér í knattspyrnu sl.
laugardag og sunnudag við ÍBA.
Sigruðu Akureyringarnir báða
leikina. Þann fyrri með 5:0 og
þann síðari með 4:2. Dómarar
voru Rafn Hjaltalín og Sveinn
Kristjánsson. — Mag.
Götulýsing Laugavegarog
Hverfisgötu endurnýjuð
í BANKASTRÆTI voru verka-
menn frá Rafmagnsveitunni við
uppgröft í gærdag. Eru það byrj
unarframkvæmdir við að endur-
bæta og koma í nýtízku horf götu
lýsingunni á þessari gömlu og
miklu umferðargötu bæjarins —
Verða settir upp stórir og stæði-
legir ljósastaurar af sömu gerð
og nú eru í Austurstræti og Að-
alstræti, inn eftir öllum Lauga-
Vegna framkvæmdanna við
þetta voru gatnamót Skólavörðu
stígs og Bankastrætis lokuð
gær. Jafnframt lagningu raf-
strengja fyrir hin nýju götuljós
verður lagður nýr, mjög sver há-
spennustrengur frá spennistöð
við Bankastræti og í spennistöðv
arnar fyrir Miðbæinn.
100 m bringusund drengja
1. Porvaldur Guðnason D 1:38,7 mfn.
2. Guðm. H. Guðnason D 1:41,2 mín.
50 m frjáls aðferð drengja
1. Guðm. H. Guðnason D 39,5 sek.
2. Þorvaldur Guðnason D 44,4 sek.
100 m bringusund kvenna
1. Ólöf Björnsdóttir R 1:43,2 mfn.
2. Aðalheiður Helgadóttir R 1:46,3 mín.
G e s t i r :
Jónína Guðnadóttir Ak 1:37,4 mín.
Elín Björnsdóttir Ak 1:33,0 mín.
50 m frjáls aðferð kvenna
1. Ólöf Björnsdóttir R 43.0 sek.
2. Þóra Þórisdóttir R 43,6 sek.
G e s t u r :
Elin Björnsdóttir Akran. 43,0 sek
300 m frjáls aðferð kvenna
1. Aðalheiður Helgadóttir R 5:57,5 mín
2. Elin Magnúsdóttir R 6:10,8 mín.
veginum.
I þeim áfanga verksins, sem nú
er hafinn, verða nýir ljósastaurar
settir upp á milli Lækjartorgs
og Frakkastígs. Enn hefur ekki
verið ákveðið hvort áfram verði
haldið inn Laugaveginn, eða
hvort byrjað verði á slíkri endur
nýjun götulýsingarinnar við
Hverfisgötuna, sem líka er mjög
ófullnægjandi í alla staði.
En vist er að Rafmagnsveitan
ætlar sér í vetur að endurnýja
götulýsinguna á þann hátt, sem
lýst hefur verið við Laugaveg
og Hverfisgötu. Munu Ijósastaur-
arnir standa með um 40 metra
miliibili.
Eisenhowcr flytur
greínargcrð
W ASHINGTON, 8. sept. (NTB/
Reuter). — Eistnhower forseti
mun á fimmtudagskvöld greina
bandarísku þjóðinni frá Evrópu-
heimsókn sinni um daginn og við
ræðunum við leiðtoga vesturveld
anna. Heldur Eisenhower þá út-
varps- og sjónvarpsræðu frá skrif
stofu sinni í Hvíta húsinu, og
mun forsetinn þi „heyrast og
sjást“ um gervöll Bandarikin.
Hijóðdunkur sprukk við logsuðu
50 m baksund kvenna
1. Þóra Þórisdóttir R 56,6 sek.
2. Elín Magnúsdóttir r 56,6 sek.
G e s t u r :
Elín Björnsdóttir Akran. 49,6 sek.
4x50 m bringusunds boðsund kvenna
1. Sveit Reykdæla 3:24,9 min.
2. Sveit Dagrenningar 3:48,0 mín.
50 m bringusund barna innan 13 ára
Þorvaldur Jónsson R 58,4 sek.
Jóhanna Björnsdóttir R 69,8 sek.
Stigin skiptust þannig fyrir mót full-
orðinna:
Umf. Reykdæla fékk _________ 61 stig
Umí. íslendingur fékk ________ n stig
Umf. Dagrenning fékk __________5 stig
Fyrir drengjamót:
V nf. Dagrenning fékk ...... 14 stig
E.nf. Reykdæla fékk .......... 6 stig
AKRANESI, 8. sept. — Úti fyrir
bílaverkstæði Akraness á Þjóð-
vegi 1 bar það til á föstudags-
kvöldið kl. 6 að verið var að
snafsa fólksbíl, þ.e. að hella
benzíni á blöndunginn, til þess
að fá hann í gang. En einn vél-
virkinn, Bogi Sigurðsson, Vestur-
götu 144, var alveg að byrja á
að logsjóða málm í gat, sem var
á hljóðdunkinum og var ekki
einu sinni búinn að hleypa gler-
augunum niður af enninu.
Benzín hafði óvart lekið niður á
hljóðdunkinn og þegar Bogi
beindi suðugeislanum að, sprakk
hlj óðdunkurinn. Járnabrotin
brutu gleraugu* og glerbrot og
rykagnir úr dunkinum þyrluðust
í augu Boga.
Eftir rannsókn á sjúkrahúsinu
var Bogi fluttur strax um kvöld-
ið suður til augnlæknis í Reykja-
vík og heim aftur um nóttina.
Er Bogi nú á sjúkrahúsinu og á
góðum batavegi, þótt brot hafi
verið hreinsað úr augum hans
síðast í dag. En ekki kom hon-
um dúr á auga fyrsta sólarhring-
inn. — Oddur.
Innilegar ástarþakkir færi ég öllum, vinum og vanda- mönnum nær og fjær, sem glöddu mig á 60 ára afmæli mínu. Sérstaklega vil ég þakka, elskulegri systur minni, Sesselju í Reykjavík og elskulegri mágkonu minni, Jó- hönnu á Sauðárkróki, sem komu langan veg til að hjálpa mér og gleðja og gera mér þessi tímamót mín ógleyman- leg. Ég bið Guð að blessa ykkur öll í ríkum mæli. A Margrét Konráðsdóttir, Borg, Skagaströnd.
Hjartans þakkir börnum, tengdabörnum, systkinum, frændum mínum og öðrum fyrir góðar gjafir, blóm og . skeyti á 80 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. í Guðs friði. Anna M. Guðmundsdóttir. t I1 Vitastíg 9
Innilegasta þakklæti til allra nær og fjær, er sýndu mér vinsemd og hlýhug á 75 ára cifmæli minu 3. sept. síðast liðin. ^ Guðrún Benediktsdóttir, & Selvogsgötu 6, Hafnarfirði
ÖLÁVlA GUÐMUNDSDÓTTIB Skipasundi 60 andaðist að sjúkrahúsinu Sólheimum, þriðjudaginn 8. þessa mánaðar. Fyrir hönd vandamanna: Ketill Kristinsson, Guðjón Sigurjónsson
Eiginkona mín, MAGNEA V. MAGNÚSDÖTTIR Höfðaborg 47 lézt í Bæjarspítalanum að kvöldi hins 7 þ.m. Fyrir hönd vandamanna. » Þórður Jónsson
Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ^ BJARNEY EINARSDÓTTIR frá Isafirði andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánudag- inn 7. september. Karvel Sigurgeirsson
Jarðarför mannsins míns, f# EYÞÓRS GUÐJÓNSSONAR bókbindara sem andaðist 2. sept. fer fram frá Fossvogskirkju 10. sept. kl. 1.30. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabama | Ástríður Bjömsdóttir
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jíurðarför, KRISTlNAR JÓNSDÓTTUR Valtýr Stefánsson og dætur
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR Sérstaklega viljum við þakka Iæknum og hjúkrunar- liði Bæjarspítalans mikla og góða hjúkrun í langri sjúk- dómslegu. Guðmundur Amason, Halla Aðalsteinsdóttir, Árni Árnason, Guðrún Pálsdóttir.
Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför JÓHANNS SIGURÐSSONAR Bakkakoti, Meðallandi Fyrir hönd aðstandenda: Margrét Stefánsdóttir
Þökkum sýnda samúð og vinarkveðjur við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður og afa, ÓLAFS INGVARSSONAR verzlunarmanns, Hellu Erla Ólafsdóttir, Rudolf Stolzenwald og börn
immmmmamí mm^mmmmmimmm