Morgunblaðið - 09.09.1959, Blaðsíða 13
MiðviKudagur 9. sepf. 1959
13
MOnmilKTtJAÐIÐ
Sultutíminn genginn i garð
HÉR á landi er ekki um auðugan
garð að gresja, hvað viðkemur
ávöxtum og öðru því, sem notað
er í saft og sultur. Rabarbari, blá
ber og krækiber skipa þar hásæt
ið, en einnig eru það margir, sem
sjóða niður ribsber, jarðarber,
sólber og svo nokkrir sem fást
við að sulta úr erlendum ávöxt-
um, svo sem eplum, aprikosum,
appelsínum, gráfíkjum og sveskj
um. Sultur úr þessum ávöxtum
eru mjög bragðgóðar, séu þær
soðnar niður á réttan hátt. Er
þar margs að gæta, í fyrsta lagi
að hita ávöxtinn í gufubaði (þ. e.
ílátið er látið standa í sjóðandi
vatni), rífa hann í sundur og
sía, hafa hæfilegt magn af sykri
í sultunni (of mikill sykur getur
hæglega skemmt bragðið til
muna og sjóða hana ekki of
lengi við háan hita. Rétt hita-
stig er mikið atriði, því margir
ávextir tapa miklu bragði við
suðu, og er því nauðsynlegt að
eiga mælir svo hægt sé að fylgj-
ast með hitanum.
Þegar löguð er saft eða saft-
hlaup, er ágætt að sjóða saman
maukið, sem eftir er í síunni með
sykri. Þetta er hvergi nærri eins
góð sulta og sú, sem löguð er
úr ávextinum öllum, en flestar
af 'þeim sultum, sem eru á boð-
stólum í verzlunum, eru búnar
til þannig.
Nokkrar góðar uppskriftir
Rabarbarasulta
800 gr. sykur á móti kg. af
rabarbara. —
Leggirnir skornir í skífur, soð-
ið í 3/4—1 tíma við 80 gráður á
Celsius. Rétt áður en sultan er
tekin af eldinum er hitinn hækk-
aður upp í suðu í 2—3 mínútur.
Sultan er soðin með litlum sykri,
en afganginum bætt við rétt áð-
ur en hættir að sjóða. Ágætt er
að bragðbæta þessa sultu með
saft af ribsberjum eða jarðarberj
um, rétt áður en suðunni er
hleypt upp.
Sólberjasaft
350 gr. sykur á móti lítra
af saft.
5 gr. vínsýra pr. hvern
líter.
Berin hituð í litlu vatni, 80 gr.
á Celsxus, þar til þau byrja að
springa, síðan síuð. Sykurinn lát
inn í og hituð í % klukkustund
(80 gr. á Celsíus). Vínsýran sett
í um leið og hún er tekin af eld-
inum.
Eplamank
500 gr. sykur á móti kg.
af mauki. Soðið í tvo tíma.
Mauk úr öðrum ávöxtum er
soðið á líkan hátt.
Góður frágangur nauðsynlegur
Það er ekki nóg að búa til sultu
og saft á réttan hátt, heldur hef-
ur frágangur á krukkum og glös-
um líka mikið að segja, svo inni-
haldið skemmist ekki undir
geymslu.
Það er ágætt að skola glösin
og flöskurnar upp úr 1 pro mille
Natribisulfit-upplausn daginn
fyrir notkun. Glösin eru síðan
látin standa áhvolfi á hreinum
.jeasMtœmecz-zss
pappír. Ef ekki er hægt að
koma þessu við er hægt að
vefja glösin í hreinan pappír
og láta þau standa í heitum
ofni. Þegar pappírinn fer að jj
gulna eru þau tekin út. Ef
þessi aðferð er notuö, er betra
að gera það samdægurs.
Sultan og saftin eru látin
í ílátin eins heit og unnt er.
Hreinn klútur, vættur í sali- /
sýlspíritus, er breiddur yfir
sultuglösin og látinn standa
yfir þeim, þar til þau eru orð-
in köld. Því næst er settur
yfir glösin hæfilega stór vax-
pappír vættur í salisýlspiritus
þar yfir er bundinn tvöfaldur
pergamentpappír, vættur í
soðnu vatni, og eins er gert
með bandið, sem bundið er
utan um krukkuna. Með því
móti lokast hún betur. Ef not-
uð eru lok og gúmmíhringur,
er nauðsynlegt að sjóða það,
áður en það er sett yfir.
Tappar, sem nota á í saft-
flöskur, verða að vera heilir.
Þeir eru látnir liggja nokkurn
tíma í vatni, sem er í X pro
mille af natriumbisulfit, síð-
an eru þeir soðnir og vatnið
kreist vel úr þeim með hrein-
um líndúk. Lakk, sem notað
er til að festa tappana er hægt
að fá í lyfjabúðum. Er það
brætt í íláti yfir hægum
eldi.
Sulta og saft geymist bezt ■■
á þurrum og köldum stað.
Hlustað á útvarp
Ég hlustaði á stólræðu séra Áre-
líusar Níelssonar sunnudaginn
30. ágúst. Þetta var löng og vand-
lega samin ræða. Lagði prestur-
inn út af sögunni um það er
Kristur læknaði tíu líkþráa
menn og segir guðspjallið að ein-
ungis einn hafi þakkað Jesú þessa
undraverðu lækningu og orðl-5
lærisveinn hans. Séra Árelíus tal-
aði um vanþakklæti manna, fyrr
og síðar, einkum vanþakklæti við
Guð, fyrir gjafir háns. Taldi
hann að nú á okkar tímum væn
ekki einn af hundraði, kannski
ekki einn af þúsundi, sem þakk-
aði guði eða mönnum velgerðir
og gjafir. Ég verð að segja, að
enda þótt ég hafi orðið var við
ótrúlegt vanþakklæti stundum á
alllöngu æviskeiði mínu, þá hef
ég þó miklu oftar hitt fyrir menn
sem hafa verið þakklátir fyrir,
ef þeim hefur verið sýndur vel-
vilji eða hjálp. „Æ sér gjöf til
gjalda“ segir máltækið. En sem
betur fer er þetta rangt. Gjóf
sem gefin er til þess að fá endur-
gjald fyrir er engum gefanda til
sálubótar, þótt hún geti komið
sér vel fyrir þann er hana fær.
Og ég held að flestir gefi af glöðu
geði og án þess að heimta ein-
hvert þakklæti, það benda á
margar gjafir sem gefnar eru áu
þess að gefandinn vilji láta nafns
síns getið. Mér fannst séra Árelí-
us leggja of mikla áherzlu á van-
þakklæti manna. Það þarf ekki
að fara í kirkju til þess að þakka
Guði gjafir hans. Hitt er satt, að
fólk sækir kirkjur sorglega illa
nú á tímum, einkum ungt fólk.
Eins og ég hef áður sagt, held ég
að það sé nokkuð barna- og ungl-
ingaskólum að kenna. Mér þótfi
leiðinlegt að séra Árelíus nefndi
orðið lúxus og bætti við„ eins og
bætti við „eins og Reykvíkingar
segja“. Þetta var óþörf títuprjóns
stunga og særandi. Reykvíkingar
tala sannarlega ekki verra mál
en aðrir Islendingar.
★
Andrés Kristjánsson, frétta-
stjóri, talaði um daginn og veginn
31. ágúst. Kvað hann marga telja
september söguríkasta mánuð
síðari ára. Finnst það ekki frá-
leitt að svo sé. Talar um hið nýja
hernám Breta í fyrrahaust er
þeir senda sinn volduga flota inn
í löglega íslenzka landhelgi. Þá
misstu þeir okkar traust og álit,
sagði hann, er þeir beittu sma-
þjóð ofbeldi á frekasta hátt.
Hugði þó að þessi herferð Breta
hefði misheppnast. Álit þeirra
hefur farið minnkandi. fslending-
ar hafa ekki látið undan, og
munu ekki gera það. Um 1000
sjóliðar eru hér að staðaldri að
vernda 250—300 brezka fiski-
menn, því að meðaltali eru 13
togarar Breta að ólöglegum veið-
um í ísl. landhelgi. Þetta er nokk
uð dýrt spaug fyrir Breta. Allar
aðrar þjóðir hafa virt landhelgi
okkar, 12 sjómílur. Engin stór-
slys hafa orðið enn, enda augljóst
að ef Bretar grönduðu okkar litlu
varðskipum með vopnum yrði
það þeim mikill álitshnekkir og
skömm. Þá gat ræðumaður þess,
að nú eru rétt 40 ár síðan fyrsta
flugvél hóf sig til flugs af ís-
lenzkri grund. (ég sem þetta rita
var viðstaddur og fannst mikið
til um að sjá þetta undur). Á. Kr.
talaði um styrjöldina miklu er
hófst í sept. 1939 og um áhiif
þau er hún hafði á þessa þjóð,
einkum yngri kynslóðina. Þá tal-
aði hann um hinn leiða árekstur
milli ísl. lögreglumanna og am-
erísks herliðs á Keflavíkurflug-
velli, sem að vísu endaði með því
að Ameríkumenn báðust afsök-
unar og lofuðu bót og betnxn, en
höfðu þó áður komið foringja
þeim er valdur var að ólöghlýðni
Bandaríkjamanna undan til
heimalands síns. ’Sumum finnst
þetta illt, en aðrir telja það
eðlilegt að foringjanum væri vis-
að úr landi frá starfi hér.
★
í síðasta þætti mínum skrifaði
ég um það er Helgi Hjörvar sagði
þá í vikunni í erindi um daginn
og veginn. Ekki var unnt að
skilja orð Hjörvars á annan hátt,
en að útvarpið og menntamála-
ráð hefðu sent dagskrárstjóra út-
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórrhamri við Te mplarasuno
Félagslíi
Ármenningar —
Handknattleiksdeild
Karlaflokkar: — Æfing í Vals-
heimilinu í kvöld kl. 8. Stefán
Kristjánsson mætir. Mætið stund
víslega. •— Stjórnin.
Sunddeildir Ármanns og K.R./
Munið æfinguna í Sundlaugun
um kl. 8,30 ík völd. Fjölmennið.
— Stjórnirnar.
3. flokkur — Valur
Áríðandi æfing kl. 7,30.
— Þjálfarinn.
varpsins frá starfi sínu „út um
holt og móa“ í upplestrarferð,
eins og Hjörvar orðaði það. Þetta
hefur reynzt hálfsögð saga hjá
Hjörvar og af því ég tók það upp
í mitt mál vil ég, fyrir mitt leyti,
leiðrétta það. Dagskrárstjórinn,
cand mag. Andrés Björnsson fór
í þessa upplestrarferð í sumar-
leyfi sínu og virðist því frásögn
Hjörvars mjög villandi, fyrir mig
og aðra hlustendur, þar sem
skilja mátti að dagskrárstjórinry
hefði farið frá sínu vandasama
og mikilsverða starfi, útvarpinu
til tjóns. En auðvitað verður
hinn ágæti útvarpsmaður, Andrés
Björnsson, að fá sitt sumarleyfi,
eins og aðrir menn og er sjálf-
ráður hvernig hann ver því.
★
Þessa viku flutti útvarpið tvær
langar dagskrár, hin fyrri var á
þriðjudag 1. þ. má „frá fyrstu
dögum tólf mílna landhelginnar“.
Benedikt Gröndal tók þessa dag-
skrá saman. Landhelgismálið eða
,,þorskastríðið“ er nú orðið mikið
hitamál. Hefur brezku íhalds-
stjórninni tekist að fara svo
þrjóskulega og klaufalega með
málið að andúð okkar fslendinga
á öllu brezku vex með degi
hverjum. Er þetta ill farið, því
vissulega væri það æskilegt að
góður friður og vinsemd ríki
milli okkar og nágrannanna. —
Hin dagskráin var í tilefni af 40
ára afmæli flugs á íslandi, undir-
búin og stjórnað af Sigurði Magn
ússyni fulltrúa. Var þetta löng,
en mjög fróðleg og skemmtileg
dagskrá. Meðal annars kom þar
fram hinn aldraði heiðursmaður
Halldór Jónasson frá Eiðum, er
telja má fyrsta brautryðjanda
flugmála hér og svo dr. Alexand-
er Jóhannesson, sem um skeið
barðist fyrir því að flugv. væru
starfræktar hér. Margir aðrir for
vígismenn flugmála koma fram í
þættinum. Það sem ekki koin
fram í þessum þætti var, að hér
var farþegaflug hafið í allstórum
stíl áður en öryggisráðstafanir
höfðu verið gerðar á jörðu niðri
sem viðunandi væru. Úrðu af því
nokkur stór slys, sem aldrei
verða bætt. Var, eiginlega stór
fúrða, hversu vel gekk og hvað
almenningur var djarfur að
fljúga við svo bágborin skilyrði
sem voru lengi vel framan af.
★
Ævar Kvaran flutti þátt sinn
Að tjaldabaki athyglisvert ec-
indi að vanda. Var það um svipað
efni og næst á undan, nefnilega
um hið sígilda heilræði „að gera
vel og hitta svo sjálfan sig fyrir“
— mjög fræðandi var erindi ÓI-
afs Hannessonar menntaskóla-
kennara um upphaf heimsstyrj-
aldarinnar 1939, slík söguleg er-
indi eru ágæt ef færir menn hafa
samið þau. Sama má segja um
síðara erindi Bergsteins Jóns-
sonar: Enska lýðveldið og Crom-
well. — Leikritið Stór börn eftir
eftir Géraldy var ágætt.
Þorsteinn Jónsson.
Samkomur
BræSraborgarstígur 34
Samkoma í kvöld kl. 20,30. —
Leslie Randall og David Proctor
tala. Allir hjartanlega velkomnir.
Kristniboðssambandið
Alrnenn samkoma í kvöld kl.
8,30 í Kristniboðshúsinu Betanía,
Laufásvegi 13. Benedikt Arnkels
son talar. Söngur og hljóðfæra-
sláttur. Allir hjartanlega vel-
komnir.
áfc
SKIPAUTGCRB RIKISINS
HERÐUBREIÐ
vestur um land íhringferð 15.
þ.m. — Tekið á móti flutningi
á morgun, fimmtudag, til Rauf-
arhafnar, Þórshafnar, Bakka-
fjarðar, Vopnafjarðar, Borgar-
fjarðar, Stöðvarfjarðar, Breið-
dalsvíkur, Djúpavogs og Horna-
fjarðar. Farseðlar seldir á mánu-
dag. —
ÓDYRT
Til sölu eftirtalin föt á 15—17
ára pilt:
Enskur jakki, hvítur
(köflóttur).
Ljós jakki
Dökk föt
Ljós rykfrakki
Álafoss úlpa, blágrá
Nælon ulpa, brún
Stakar buxur, dökkar
Apaskinnsúlpa
Sænsk skólaföt á 11 til 13
ára dreng.
Pels, muckrat
Danskt töskuborð, með f jór-
um stólum, mjög hentugt
í bíl.
Plötuspilari í tösku.
Bobb spil með tilheyrandi.
Uppl. í síma 13000.
Trésmíðavélar
til sölu
Stenbergs kompineruð, 60 cm.
breið og fleiri trésmíðavélar.
Uppl. hjá Ástráði J. Proppe,
sími 87, Akranesi.
Ullargarn
Uglugarn, Fídella,
%
Grillon-Merino, Grillon,
Grillonlistar.
Peysur í úrvali.
SKEIFAM
^ Blönduhlíð 35. &
“ Sími 19177. “
Snorrabraut 48, sími 19112
7/7 leigu
fjögur til 5 herb. rétt við
Bankastræti. Hentugt fyrir
skrifstofur eða léttan iðnað.
Upplýsingar í síma 12900.
Atvinnurekendur
Ábyggileg kona óskar eftir at-
vinnu hálfan’ daginn éða eftir
samkomulagi. Er vön af-
greiðslu, góð meðmæli. Tilb.
sendist Mbl. fyrir laugardag
merkt: K-92 — 4940.
Takið eftir
Óska að komast í samband við
ábyggilega konu eða mann,
helzt ekki fjölskyldufólk. Mikl
ir möguleikar til að skapa sér
góða framtíð, æskilegt að við
komandi hafi góðar aðstæður
eða sambönd. Tilb. sendist Mbl
fyrir laugardag merkt: Y-2-4
— 4941.
Harmoniku-
Viðgerðir
Tek að mér allar harmoniku-
viðgerðir og stemningar sem
fyrr. Fljót afgreiðsla. Sendi
gegn póstkröfu um land allt.
Harmoniku-viðgerð
Jóhannesar Jóhannessonar
Stýrimannastíg 10, Rvík.
Sími 18377.
Afvinna
Stúlka óskar eftir vinnu hálf-
an daginn, * seinni part dags,
frá næstu mánaðamótum eða
fyrr. Ýmist kemur til greina.
Er vön afgreiðslu, símavörzlu
og skrifstofustörfum. Tilboð
sendist afgr. Mbl., fyrir laug-
ardag, merkt „Atvinna —
4926“ —