Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 9
Sunnudagur 13. sept. 1959
M ORCVTSHh AÐ1Ð
9
Ólína Andrésdóttir
Thoroddsen
Öll börnin ólust up í Vatnsdal
hjá foreldrum sínum, nema Stef-
'án, sem var í fóstri hjá systur
Ólínu, Vigdísi Andrésdóttur ljós-
móður og manni hennar Einari
Gíslasyni bónda á Fífustöðum við
Arnarfjörð.
★
Minningarorð
Á MORGUN munu ættingjar og
vinir kveðja Ólínu Thoroddsen,
sem lengi bjó í Vatnsdal við Pat-
reksfjörð. Hún andaðist hér í
Reykjavík, nær 76 ára gömul.
Ólína var fædd í Dufansdai við
Arnarfjörð 23. sept. 1883. Foreldr
ar hennar voru Andrés Björnsson
síðast bóndi að Efra-Vaðli á
Barðaströnd og kona hans Jóna
Einarsdóttir. Mér hefur verið
sagt, að þau hafi bæði verið dug-
mikil og góðum gáfum gædd, en
börnin voru mörg og efnin lítil.
Ólína var elzt barna þeirra og
umhyggja þeirra fyrir þessari
efnilegu dóttur má marka af því,
að þegar hún var aðeins 8 ára
gömul komu þau henni til náms
hjá sóknarpresti sínum, séra Þor-
valdi Jakobssyni og konu hans
Magdalenu Jónasdóttur, sem þá
bjuggu í Haga á Barðaströnd.
Meðan Ólína dvaldizt við nám
1 Haga veiktist faðir hennar og
lézt eftir stutta legu. Varð þetta
til þess, að Ólína varð kyrr í
Haga og ólst upp hjá foreldrum
jnínum, sem fósturdóttir þeirra,
Og fluttist með þeim til Brjáns-
lækjar og síðar til Saulauksdals,
þar sem hún dvaldi þar til hún
giftist.
Þegar foreldrar mínir tóku Ól-
inu í fóstur var ég aðeins nokk-
urra mánaða gamall, og féll í
hennar hlut að gæta mín fyrstu
árin. Við urðum því sneinma leik
félagár og tókst þá með okkur
gagnkvæmt trúnaðartraust, sem
hélzt öll ári, sem leiðir okkar lágu
saman. Ég minnist með ánægju
og þakklæti, að hún var góður
félagi og þátttakandi í hverjum
leik þrátt fyrir aldursmuninn.
Þess vegna veit ég, að hún hef-
ur verið manni sínum góður
förunautur, þótt aðstæður þar
hafi verið aðrar.
Á unglingsárum sínum átti Ól-
ina óvenjulega mikið lífsfjör.
Hún undi sér betur úti en inni og
kunni betur við sig á hestbaki en
á kvenpalli, en með aldri O'g
þroska gat hún þó fellt sig við
kvenlegar listir, og bóklegt nám
stundaði hún alltaf með kost-
gæfni. Að menntun stóð hún því
sízt að baki öðrum ungum stúlk-
um í héraðinu, enda var hún vej
greind. Hún stundaði nám hjá
báðum foreldrum mínum og var
auk þess einn vetur við nám í
Reykjavík.
Ólína var glaðlynd og hýr í
geði og bar með sér hressandi
blæ, hvar sem hún fór. Hún var
hreinskilin og hispurslaus, kunni
vel að koma fyrir sig orði pg
hafði augun opin fyrir því, sem
skoplegt var. Á yngri árum gat
hún verið dálítið glettin, en þó
var það græskulaust gaman.
Árið 1906 giftist Ólína Ólafi E.
Thoroddsen skipstjóra, dugleg-
um og mikilhæfum manni. For-
eldrar hans voru Einar J Thor
oddsen bóndi í Vatnsdal vi5 Pat-
reksfjörð og kóna hans Sigr'ður
Óiafsdóttir, ættuð frá Svefneyj-
um á Breiðafirði. — Ungu hjónir*
hófu búskap í Vatnsdal árið 1907
03 bjuggu þar í 37 ár eða til árs-
ins 1944, að þau fluttu til Reykja
víkur.
Fyrstu hjúskaparár sín var Ól-
afur skipstjóri á þilskipum frá
Patreksfirði, en síðar, þegar börn
unum heima í Vatnsdal fjölgaði
ár frá ári, varð hann að vera
heima til þess að gæta búsins og
beita sér betur til aðdrátta.
Vatnsdalur er lítil bújörð. Þar
er grýtt land og illa hæft til rækt-
unar, en þar er sæmileg aðstaða
til útræðis og þar gat Ólafur beitt
sjómensku sinni, hagsýni og
orku — og hann gerði það. Börn-
in urðu mörg, 7 synir og 7 dætur
og það má teija þrekvirki að
koma upp svo stórum barnahóp
við þær aðstæður, er þarna voru,
og þar eiga Ólafur og Ólína ó-
skiptan hlut. Þau voru samtaka í
lífsbaráttunni.
Eins og nærri má geta, voru
hjónin í Vatnsdal fátæk, en þau
voru sjálfbjarga alla tíð, og þau
héldu heimili sínu þannig, að
þangað þótti gott að koma og þar
þótti gott að vera.
Börnin frá Vatnsdal lærðu
snemma að vinna og þau og foi-
eldrarnir hjálpuðust að til þess
að koma þeim öllum til þroska —
annað. öll hafa þau notið fram-
haldsnáms eða tekið sérnam, og
gæfa foreldranna fylgdi þeim úr
föðurgarði.
Börn Ólínu og Ólafs frá Vatns-
dal eru þessi:
1. Sigríður, gift Þórði Jónssyni
hreppstjóra, bónda að Hvallátr-
um við Látrabjarg.
2. Þorvaldur, hreppstjóri á Pa t
reksfirði, kvæntur Elínu Björns
dóttur frá Berunesi, Reyðarfirði.
3. Svava, kennari, gift Jóni
Zóphóníassyni rafstöðvarstjóra.
Núpi, Dýrafirði.
4. Birgir, 1. stýrimaður á Gull-
fossi, kvæntur Hrefnu Gisladótt-
ur frá Seyðisfirði.
5. Einar, skipstjóri, bæjarfull-
trúi í Reykjavík, kvæntur Ing-
veldi Bjarnadóttur frá Patreks-
firði.
6. Una, hjúkrunarkona, gift Jó-
hanni Sigurgeirssyni, iðnverka-
manni ísafirði.
7. Arndís, gift Sæmundi Auð-
unssyni skipstjóra, framkvæmda-
stjóra í Reykjavík.
8. Bragi, verkstjóri á Patreks-
firði, kvæntur Þórdísi Haralds-
dóttur frá Bakkafirði.
9. Ólafur, rafvirki í Reykjavík,
kvæntur Aðalbjörgu Guðbrands-
dóttur frá Heydalsá, Ströndum.
10. Eyjólfur, loftskeytamaður,
Reykjavík, kvæntur Elínu Bjarna
dóttur frá Óseyrarnesi, Stokks-
eyri.
11. Stefán, fulltrúi í Búnaðar-
banka íslands, kvæntur Erlu
Hannesdóttur Stephensen frá
Bíldudal.
12. Auður, gift Guðmundi Árna-
syni bifreiðarstjóra á Selfossi.
13. Magdalena, blaðamaður,
gift Þorvarði K. Þorsteinssyni,
stjórnarráðsfulltrúa í Reykjavík.
14. Halldóra, skrifstofumær í
Reykjavík, ógift, hefur haldið
heimili með foreldrum sínum.
Barnabörnin eru þegar orðin
35.
Þeir, sem þekktu Ólínu-á ungl-
ingsárum hennar, þegar æsku-
fjör hennar logaði bezt, munu
sízt hafa látið sér detta í hug, að
forsjónin hefði ætlað henm þrað
hlutverk í lífinu að annast ung-
b"orn í nær 25 ár samfleytt og að
»ala upp stóran barnahóp, en
þetta gerði hún með ágætum og
mér finnst að lífsgleði hennar og
lífsorku hafi varla getað verið
betur varið en með þessari ráð-
stöfun forsjónarinnar. Börn henn
ar hafa sagt mér, að hún hafi
verið þeim góð móðir meðan þau
voru í æsku og góður félagi eft-
ir að þau náðu þroska. Þeim hef-
ur vafalaust þótt gott að leita
til hennar ef eitthvað bjátaði á
því kjarkur og táp brást henni
ekki til síðustu stundar.
Að sjálfsögðu hafa sum árin í
Vatnsdal verið Ólínu erfið, en
henni urðu þau léttari fyrir það,
að eiginmaður hennar dáði hana
og vildi hlífa henni, eftir því
sem ástæður leyfðu. Hún naut og
mikillar umönnunar barna sinna
eftir að hún kom hingað til
Reykjavíkur, og hún og eiginmað
ur hennar gátu notið þeirrar á-
nægju að sjá velgengni þeirra
allra, því þau hafa öll orðið hin-
ir nýtustu þegnar. Þannig er gjöf
hjónanna frá Vatnsdal til þjóð-
félagsins — ávöxturinn af lífs-
starfi þeirra.
Finnbogi R. Þorvaldsson.
EF TAKAST mætti að segja
sögu húsfreýjunnar frá Vatnsdal,
Ólínu Thoroddsen, j lítilli minn-
ingargrein, þá væri þjóðarsaga
vor fáorð um það sem bezt þykir í
þjóðmenningu vorri.
Þess verður heldur ekki freist-
a£ hér, því að rökin að manngildi
og mannkostum, grundvöllurinn
að lífsgæfu manna,, verður ekki
útskýrður með orðum. Kona,
sem frá einu atviki til annars rat-
ar æfinlega réttu leiðina öðrum
til hjálpar og heilla, býr að þeim
eðlisþroska í skaphöfn og hátt-
um, sem er ekki áunnin að ráði
annarra, heldur runnin í merg og
bein og nærður af innri hvöt til
að láta gott af sér leiða.
Þannig var farið um Ólínu.
Þess vegna var hamingja henn-
ar fólgin í fórnum, þvf í brjósti
hennar lifði hin sívökula um-
hyggja fyrir velferð allra, sem
þörfnuðust hjálpar. Hver dagur
var henni náðargjöf, sem gafst
til að sinna þeim verkefnum, sem
lífið kvaddi hana til. Þess vegna
þráði hún lífið og annir þess.
Þrátt fyrir erfiða sjúkdómslegu
brann lífsloginn skært, en þegar
henni þótti sýnt að hverju fór
tók hún því með sömu hugprýði
og öðru, sem óhjákvæmilega að
höndum bar, sannfærð um það
að finna líf á ný í dauða.
Ólína Thoroddsen fæddist í
Dufansdal við Arnarfjörð 23.
sept. 1883. Foreldrar hennar voru
hjónin Jóna Einarsdóttir og
Andrés Björnsson. Ársgömul
fluttist Ólína með foreldrum
sínum að Vaðli á Barðaströnd,
en þá hófu þau þar búskap. Um
dvöl sína þar geymdi Ólína hug-
leiknar bernskuminningar, þótt
skuggi harms og örvæntingar
félli á lokaþátt veru hennar þar,
þar sem faðir hennar lézt, þegar
liún var átta ára og hlutskipti
móður hennar varð eins og flestra
ekkna á þeim tíma að leysa upp
heimilið.
Ope/ Caravan
Model 1955 í ágætu standi vel keyrður með útvarpi
til sölu. Bíllinn verður til sýnis við vörugeymslu
Eggert Kristjánsson & Co. h.f. á Hverfisgötu 54 á
morgun (mánudag).
Ólína fór þá til prestshjónahna
frú Magðalenu og sr. Þorvaldar
Jakobssonar, sem var sá prestur
í Haga á Barðarströnd, en flutt-
ist síðan að Sauðlauksdal, og
ólst upp hjá þeim hjónum við
gott atlæti.
Séra Þorvaldur og frú hans
sátu prestsetrið með rausn og
miklum menningarbrag. Þar
nutu fjölmargir unglingar mennt
unar og hollrar uppfræðslu, enda
bar Ólína jafnan merki þess í
öllu dagfari, að hún hafði alizt
upp á heilsteyptu menningar-
heimili.
Árið 1906 giftist Ólína eftir-
lifandi manni sínum Ólafi E.
Thoroddsen, skipstjóra og útvegs
bónda í Vatnsdal við Patreks-
fjörð. 'Þau bjúggu í Vatnsdal í
hart nær fjörutíu ár, eða þangað
tii þau fluttust til Reykjavíkur
árið 1944.
I Vatnsdal gerðist mikil gæfu
saga, ofin þáttum harðrar lífs-
baráttu og fórna en einnig ham-
ingju og lífsfyllingar. Þeim hjón-
um varð auðið 14 barna, sem öll
eru gædd miklum mannkostum,
bæði að greind og myndarskap.
Heimilisbragur allur einkennd;
ist af þeim menningarblæ, sem
hófsamar lífsvenjur og eindrægni
skapa. Þar ríkti glaðværð, sem
gat gert lítið efni að kostgæti
og góðvild, sem gerði fátæklega
gjöf að veltiþingi. Bræður og
systur studdu hvert annað til
starfs og mennta og virðing fyrir
foreldrum og ráðum þeirra hélt
öllu í réttu horfi.
Gestagangur var mikill í Vatns
dal og þar var jafnan fjölmennt,
þar sem margir ungir menn
dvöldu þar á vetrum við nám
hjá húsbóndanum, sem kenndi
þeim siglingafræði ( g skipstjórn.
Munu sveitungar Vatnsdals-
hjóna minnast þakklátum huga
ríklundaðrar gestrisni þeirra,
sem mæddi ekki sízt á starfi hús-
móðurinnar, sem aldrei sparaði
fyrirhöfn né lítil efni til að veita
gestum og heimafólki góðan við-
urgerning. Vor og sumar varð
hún tíðúm að stjórna heimilinu
ein meðan húsbóndinn sótti sjó.
Ólína var greind kona og fjöl-
hæf og fundvís á spaugsamar
hliðar hversdagsleikans. Þess
vegna var alltaf upplífgandi að
vera í návist hennar. Hún stráði
gleðinni í kringum sig og upp-
skar því velvild og virðingu
þeirra sem kynntust henni.
Á morgun mánudaginn 1.4. sept.
verður hún borin til moldar i
Fossvogskirkjugarði. Lifið hafði
fært henni mikil verkefni, sem
hún leysti á gæfusaman hátt. Hún
er því kvödd með djúpri virð-
ingu og þökk vandamanna og
vina, en- hin fagra minning um
hana mun verða þeim dýrmæt
huggun í sorg þeirra.
Vikar Daviðsson
KópavogskaupsfaSur
* vill ráða heilsuverndar hjúkrunarkonu, er einnig hafi
á hendi störf skólahjúkrunarkonu við annan barna-
skóla bæjarsins. Umsóknarfrestur til 1. október
n.k.
6. september 1959.
BÆJARSTJÓRINN I KÓPAVOGI.
Stórt fyrirtæki í Miðbænum óskar að ráða
til sín
skrifstofustúlku
með Verzlunarskóla- eða hliðstæða
menntun.
Góð íslenzkukunnátta nauðsynleg.
Tilboð er tilgreini aldur. mennt-
un og fyrri störf. sendist afgr.
Mbl. sem fyrst, merkt:
„Rösk—4375“.
s
£
HH
O
W
o
o
<
PZ
w
eí
xn
Fatubúoin Skólavörðustíg
FALLEG
KJÓLAEFNI
PERLON-SLOPPAEFNI
PEYSUFATASILKI
PERLONEFNI í
PE Y SUFATASVUNTUR
og BARNAKJÓLA
SVART KAMGARN
LfTBO
1 GLUGG-
ANA
atabuðÍH,