Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 11

Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 11
Sunnudagur 13. sept. 1959 MORCV1SBL AÐIÐ 11 mtmmrntm tounum af flökum á vinnudegi hófu flest vinnslu á árinu 1957 Þau hafa orðið atvinnulífi landsmanna stórkostlegur styrkur og átt ríkan þátt í að auka verulega útflutningsfram leiðsluna. En engu þessara stóru fiskiðju vera en ennþá fyllilega lokið. Veldur fjármagnskortur til þess að fullgera þessi dýru fram- leiðslutæki að sjálfsögðu mestu þar um. Vinstri stjórnina brast getu til þess að útvega það fjár- magn á sama hátt og hún varð að gefast upp við hin fyrirheitnu kaup .15 nýrra togara, sem hún hafði látið setja lög um að byggð skyldu. Staðreyndirnar um byggingu þessara stóru fiskiðjuvera eru þá þær, að hafizt var handa um byggingu þeirra á árunum 1954—1955, þegar Sjálfstæð- ismenn höfðu stjórnarforystu. Fokin fjöður. Því fer þess vegna víðs fjarri, að vinstri stjórnin geti á einn eða annan hátt hælt sér af því að hafa haft frumkvæði um þessa þýðingarmiklu eflingu fiskiðnað- arins í landinu. Þvert á móti er ástæða til þess að ætla að fjár- öflun til þeirra hefði gengið bet- ur og greiðara ef Sjálfstæðismenn hefðu haft stjórnarforystu áfram, og haft aðstöðu til þess að vinna á ábyrgan hátt að því að byggja upp framleiðslutæki og atvinnu- vegi þjóðarinnar. Þar með er þessi stolna f jöð- ur, sem vinstri stjórnarflokk- arnir hafa reynt að stinga í hatt sinn, fokin út í veður og vind. Þeir höfðu enga forystu um uppbyggingu hinna nýju fiskiðjuvera, en brast þvert á móti getu til þess að útvega fjármagn til þess að þeim yrði að fullu lokið og kæmu þann- ig að því gagni fyrir atvinnu- líf einsiakra landshluta og þjóðarinnar í heild, sem að var stefnt. Lög um sementsverksmiðju 1948 Um byggingu sementsverk- smiðjunnar er það að segja, að lög um byggingu sementsverk- smiðju á íslandi voru fyrst sett árið 1948. Aðdragandinn að sjálf- um byggingarframkvæmdunum var hins vegar mjög langur, bæði vegna þess að mikinn tæknilegan undirbúning þurfti til þeirra og aðrar fjárfrekar framkvæmdir, svo sem áburðarverksmiðjan og Sogsvirkjunin við írafoss voru í deiglunni. En segja má að undir- búningsvinna við Sementsverk- smiðjuna hefjist á árunum 1952— 1953. Samningar um kaup á vél- um eru gerðir í apríl árið 1956 og bygging sjálfrar verksmiðjunnar er hafin í maí það ár. Erlent lán til allra vélakaupa er einnig tryggt vorið 1956 undir forystu ríkisstjórnar Ólafs Thors. Það er af þessu auðsætt, að allur undirbúningur að bygg- ingu sementsverksmiðjunnar fer fram á árunum 1948—1956. En snemma það ár hefjast sjálfar byggingarframkvæmd- irnar, i svipaðan mund og þá- verandi ríkisstjórn, undir for- ystu Sjálfstæðismanna hafði tryggt nauðsynlegustu lán til framkvæmdanna. Vinstri stjórnin heftir því af engu að státa í sambandi við sem- entsverksmiðjuna, öðru en því aö hafa ekki hindrað framhald þess verks, sem hafið var undir for- ystu Sjálfstæðismanna. Það kom vitanlega í hennar hlut, sem ríki- andi stjórnar, að láta halda frara- kvæmdum við byggingu verk- smiðjunnar áfram, og afla þess lánsfjár, sem nauðsyn bar til, eftir því sem verkinu miðaði á- fram En vitanlega varð heildar- kostnaður allra framkvæmda á stjórnartímabili vinstri stjórnar- innar meiri en gert hafði verið ráð fyrir, vegna sívaxandi verð- bólgu og dýrtíðar. Glæsilegt fyrirtæki Sementsverksmiðjan er eitt hið Fiskiðjuver Útgerðarfélags Akureyrar á Akureyri. glæsilegasta og mesta nauðsynja- fyrirtæki þessarar þjóðar. Heild- arframleiðsluafköst hennar á ári munu nema um 130 þús. tonnum af sementi. Þar af er gert ráð Fiskiðjuverið á Seyðisfirði. fyrir að íslendingar muni nota sjálfir fyrst um sinn um 90 þús. tonn á ári. Möguleikar eru þess vegna fyrir því að flytja nokkuð af framleiðslu hennar út, og hafa Bandaríkjastjórn þegar verið seld nokkur þús. tonn vegna fram kvæmda varnarliðsins. Er sá hluti framleiðslunnar að sjálf- Fiskiðjuver Bæjarutgerðarinnar í Ilafnarfirði. sögðu greiddur í erlendum gjald- eyri. Skreyta sig með stolnum fjöðrum Hér að ofan hefur verið sýnt fram á það, að formælendur vinstri stjórnarinnar skreyta sig með stolnum f jöðrum, þegar þeir vilja láta þakka sér forystu um rafvæðinguna, hin stóru fiskiðju- ver og byggingu sementsverk- smiðjunnar. Allar hafa þessar þjóðnýtu framkvæmdir verið und irbúnar og hafnar undir forystu Sjálfstæðismanna. Alþjóðasamband höfunda I SVO SEM kunnugt er vísaði Al- þingi í vetur segulbandsfrum- varpinu frá og fól ríkisstjórninni að athuga það sérfræðilega. í tilefni þess óskaði menntamála- ráðherra eftir því, að forseti Stefs mætti á fundi Alþjóðasambands höfunda, sem nýlega var haldið í London. Ennfremur fól mennta- málaráðherra Þórði Eyjólfssyni, hæstaréttardómara að hefjast handa um að undirbúa frumvarp að nýjum höfundalögum á ís- landi. Á fundi laganefndar Alþjóða- sambands höfunda, sem Jón Leifs, formaður Stefs og lögfræð- ingur þess, Sigurður Reynir Pét- ursson, voru viðstaddir, var ís- lenzka segulbandsfrumvarpið tekið til sérstakrar meðferðar, og segir svo f ályktun laganefndar- innar: „Löggjafnrnefndin hefur á fundi sínum kynnt sér frumvarp til laga varðandi breytingar á ís- lenzkum lögum um höfundarrétt, sem gerir ráð fyrir því, að mönn- um sé frjálst að framkvæma án heimildar og endurgjalds „upp- töku talaðs máls eða tónlistar á segulband, ef upptakan er aðeins ætluð til heimilisnotkunnar". í frumvarpi þessu er ekki tekið tillit til eðlis upptökuréttarins, sem er að því leyti frábrugðin flutnings- og sýningarrétti, að hann gerir ekki kreinarmun á upptöku verks til almenningsnota og til einkanota, vegna þess að upptökur eru í eðli sínu ætíð vel fallnar til afnota meðal almenn- ings. Leyfir nefndin sér að vekja athygli íslenzkra löggjafa á því, hvert tjón slíkt lagaákvæði gæti búið skapendum hugverka, sem væru þá sviptir eðlilegustu- rétt- indum sínum, þar sem slíkar upptökur gætu veitt skæða sam- keppni þeim upptökum, sem ætl- aðar eru til sölu meðal almenn- ings. Áskilur nefndin sér allan lagalegan fyrirvara f þessu máli, og telur æskilegt að laganefnd Alþjóðasambandsins haldi heild- arfund á íslandi, áður en hið nýja íslenzka höfundalagafrum- varp verður rætt á Alþingi. sijornaruo sjairsiæoismanna var a arunum 1954—1955 hafizt handa um byggingu fjögurra stórra fiskiðjuvera. Flest þeirra hófu U.nslu á árinu 1957, ■— Þessi mynd er af fiskiðjuveri ísfirðings hf. á Ísafirðí. ÁTTATÍU og þrjú skip eru í pöntun í Danmörku, samkvæmt síðasta yfirliti um skipasmíðar þar í landi, sem tekið var saman fyrir nokkrum vikum. Af þessum fjölda eru 36 skip- anna, alls 211.900 lestir að stærð, í smíðum. Meðal pantananna eru 25 olíuskip, en öll skipin nema niu verða búin vélum frá Bur- meister og Wain.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.