Morgunblaðið - 13.09.1959, Side 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. sept. 1959
— Reykjavlkurbréf
Frh. af bls. 13
að gegna um Stalin. Þó mátti sjá
vangamynd hans utan á járn-
Stólpa einum, en ekki vakti leið-
sögumaður sérstaka athygli á
henni. Hins vegar gat hann Stal-
ins einu sinni í skýringu sinni á
borginni og talaði þá um hann
sem „Stalin, er var einn af for-
ingjum kommúnistaflokksins“.
Óhóf upphaf
Lyltingar
Hinn forni glæsibragur hafði
auðvitað sínar skuggahliðar.
Okkur íslendingum, sem erum
vanir fábreytni og einfaldleik í
háttum, ekki sízt í umbúnaði
hins æðsta valds, hlýtur að of-
bjóða það skraut og óhóf, sem
sjá má frá fyrri dögum. Mörg-
um, er það líta, mun þykja í
því fólgin skýring á byltingunni,
sem í Rússlandi varð.
En auðvitað er þetta einnig
vitni þess, að Rússland er búið
að vera stórveldi öldum saman.
Þessu stórveldi stjórnuðu zar-
arnir áður og kommúnistar nú.
Valdamenn slíks stórveldis ráða
yfir svo miklum auðlindum og
vinnuafli, að þeir geta nú sem
fyrr gert stórvirki, sem okkar
örsmáa þjóð á erfitt með átta
sig á.
Leningrad er og um margt ný-
tízku borg. Neðanjarðarbrautin
þar er t. d. vafalaust með hinum
beztu sinnar tegundar í heim-
inum. í Leningrad má og sjá
miklar verksmiðjur og nýb/gg-
ingar í úthverfum. Tilkomumest
var þó að sjá sýningu ísballetts-
ins frá Moskvu. Fullkomnari
skrautsýningu er erfitt að hugsa
sér.
Margt er því að skoða í þess-
ari miklu borg og þá ekki sízt
bæjarbraginn sjálfan. íslending-
ar reka einna fyrst augun í, að
konur ganga hvarvetna að ýmissi
vinnu, sem karlrríenn leysa hér
af hendi. Við höfnina stýra þær
krönum og trillum, upp í bæn-
um mála þær hús, vinna múr-
aravinnu, hreinsa götur, leggja
götusteina og annað slíkt.
Klæðaburður og yfirbragð
fólksins er með þeim hætti, að
það sér strax, ef útlendingur er
á ferð. Börn biðja um minjagripi.
Hinir fullorðnu eru flestir alvar-
legir og yfirleitt vingjarnlegir.
Sumir gera mönnum að fyrra
bragði greiða, þegar þeir sjá að
erlendir menn eiga í hlut. Lög-
reglumenn sáust ekki margir á
götu, en hermenn ámóta áber-
andi og munkar í Rómaborg.
Afgreiðslutafir
Á fáum dögum verður ekki
mikið séð og þó urðu þeir fleiri
en gert hafði verið ráð fyrir.
Afgreiðsluhættir voru óneitan-
lega með mjög öðru móti en í
hinum vestrænu borgum. Að
vísu var unnið í vöktum nótt
og dag og keppzt við, þegar að
var verið, sunnudag jafnt sem
rúmhelga. Enda er þar enginn
slikur dagamunur gerður, allar
búðir eru t. d. opnar á sunnu-
dögum.
En samkeppnina vantar. Ekki
er hægt að beina viðskiptum til
annars afgreiðslumanns, þótt
hann láti önnur verk ganga fyrir.
Viðtakandinn er einn og hans
hentisemi ræður. Lipurð for-
stjórans, sem fyrir afgreiðslu
skipsins stendur, stoðar lítt, því
að yfir honum eru' aðrir og síð-
an eru aðrir þar yfir.
acipverjarnir, sem þetta þekkja
frá fyrri ferðum, eru biðinni
vanir. í frítímum sínum sitja
þeir flestir um borð og spila.
Af einhverjum ástæðum kjósa
þeir heldur að halda kyrru fyr-
ir en fara upp í borgina.
Þegar nokkuð var liðið á sjötta
sólarhringinn var afgreiðslu
lokið. Áður en látið var úr höfn,
skoðuðu hermenn skipið að nýju,
hátt og lágt, og afhentu síðan
skipverjum vegabréf sín á ný.
Út var siglt í björtu veðri.
Þá sást, að innsiglingin er þröng
og erfið, enda fylgdi leiðsögu-
maður skipinu h. u. b. tveggja
stunda siglingu. Með honum fóru
frá borði tveir hermenn, er hon-
um fylgdu.
Helsingfors
Næsta morgun vöknuðu menn
í Helsingfors. Þá var á ný komið
í umhverfi, sem menn könnuð-
ust við. Vegabréfaskoðun var
meira fyrir siðaskair en af al-
vöru, svo að auðvelt hefði verið
að laumast í land vegabréfs-
laus, ef einhvern hefði fýst. All-
ir, skipverjar sem aðrir, fóru í
land svo fljótt sem þeir kom-
ust og dvöldu eins lengi og þeir
gátu. Afgreiðslan gekk svo greið-
lega, að sumum þótti nóg um.
Þó að ferðin hefði staðið lengi,
langaði a. m. k. einstaka mann
fremur til að dvelja um helgina
í Helsingfors en Leningrad,
þangað sem aftur þurfti að fara
til að sækja bifreiðar til að hafa
á þilfari heim. En um hádegi
á laugardag, eða eftir 1!4 sólar-
hring var búið að hlaða skipið.
Þá skildu leiðir og góðir félagar
voru kvaddir.
Fríinu var lokið, heim var flog-
ið sl. sunnudag. Fyrsta áfangann
með nýrri franskri þotu í eigu
SAS-félagsins og var sú ferð
ævintýri fyrir sig, svo fljót og
þægileg sem hún var. Bezt af
öllu var þó að koma heim aftur
eftir ágæta ferð með Flugfélagi
íslands frá Kaupmannahöfn.
Sími 19636
Matseðill kvöldsins
★
13. sept. 1959.
★
Consomme Jardiniére
★
Soðin fiskflök Hollandaise
★
Reykt aligrísalæri
með rauðvínsósu
eða
Tomedoz d’ail
★
/ívaxtasalat með rjóma
Húsið opnað kl. 7.
RÍÓ-tríóið leikur.
Leikhúskjallarinn
>
)
?
>
s
s
V
s
\
s
s
s
s
s
s
j
s
s
s
j
s
s
s
s
s
s
s
s
Félag ísl. leikara.
STÚLKAN
Á
LOFTINU
Sýning í
FRAMSÓKNARHÚSINU
í kvöld kl. 8,30.
Dansað til kl. 1.
| Aðgöngumiðasala í Framsókn-
Sarhúsinu frá kl. 4 í dag, sími
\ 22643.
? Allra síðasta sýning í Rvik.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S I
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Atvsnna
1—2 duglegar stúlkur óskast.
Uppl. í verksmiðjunni á mánudag.
Verksmiðjan Iris
Bræðraborgarstíg 7.
Rösk stúlka
óskast til símavörzlu, upplýsingar á skrifstofu vorri.
(ekki í síma).
Eggert Kristjánsson & Co, hf.*
Strigo prjónavélar
Hin vandaða svissneska prjónavél STRIGO óskar að
stækka sölukerfi sitt í Svíþjóð. Vill þess vegna kom-
ast í samband við söiumenn, sem hver á sínu svæði
hefðu áhuga fyrir þessari vörutegund. — Skriflegar
umsóknir með öllum nánari uppl. sendist til:
Akts SYNA
Ved Godsbanegaarden 2 — Köbenhavn V
> By 9501.
Nýtt , ■
Kvengötuskór með lágum hælum,
reimaðir og með spennu, brúnir, svartir
og ljósir litir. Þetta er mjög þægilegir
götuskór og kosta aðeins kr. 174.—.
Skóverzlunin Hector hf.
Laugavegi 11 — Sími 13100
B (J Ð I N
Spítalastíg 10
Gólf, sem eru áberandi hrein,
eru nú gljáfægð með:
Rafmagnsperur
Bgw
mjög lágt verð.
Heildverzlunin Reykjafell
Templarasundi 3 — Sími 19480.
ísienzk tunga
tímarit um íslenzka og almenna málfræði: _
Ritstjóri: Hreinn Benediktsson prófessor.
Ritnefnd: Halldór Halldórsson, Jakob Benedikts-
son, Ámi Böðvarsson.
Útgefendur: Félag íslenzkra fræða og Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Áskriftarverð: Kr. 75.00 á ári (kr. 110.- í lausasölu)
Útkomutími: Októbermánuður.
Undirrit. . . gerist hér með áskrifandi tímaritsins
„Islenzkrar tungu“, og óskar að fá ritið sent gegn
póstkröfu.
Nafn: ...............................
Heimili: .............................
Pósthús: .............................
Reynið í dag sjálf-bónandi
Dri-Brite fljótandi Bón.
Mjög auðvelt í notkun!
Ekki nudd, — ekki bog-
rast, — endist lengi, —
þolir allt!
Jafn bjartari gljáa er varla
hægt að ímynda sér!
Til Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Pósthólf 1398,
Reykjavík.
Fœst allsstaðar