Morgunblaðið - 15.09.1959, Side 6

Morgunblaðið - 15.09.1959, Side 6
6 MORVUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. sept. 1959 Hefur barisf fyrir mál- efnum kvenna í 65 ár Viðfal við frú Cuðrúnu Péfursdóttur Á NÝAFSTÖÐNU þingi Kven- félagasambandsins baðst fru Guðrún Pétursdóttir undan end- urkosningu, en hún er búin að vera formaður sámbandsins í 12 ár og í stjórn þess frá upphafi. Guðrún verður 81 árs á þessu hausti og hefur í 65 ár bar- izt fyrir réttinda- og mennt- unarmálum kvenna. Hún er þvi kvenna kunnugust þeim málum og hefur haft kynni af öllum þeim konum, sem hæst hefur borið á þeim vettvangi í 6 ára- tugi. Ekkr kann ég að nefna öll þau kvenfélög, sem frú Guðrún hef- ur starfað í, og þá jafnan í fylk- ingarbrjósti, og hún gaf mér eng- ar tæmandi upplýsingar um það, er ég ætlaði að byrja viðtalið við hana á því. En hún hefur a. m. k. verið í Mæðrastyrks- nefnd og formaður hennar þang- að til í fyrra, var ein af stofn- endum Húsmæðrafélagsins, ein aí stofnendum Kvenréttindafélags- ins, starfaði mikið í Heimilis iðnaðarfélaginu og formaður þess um skeið, í Hvöt og vafa- laust mörgum fleiri. 15 ára góm- ul skipaði frú Guðrún sér í flokk þeirra, sem börðust fyrir hags- munamálum kvenna. I>á var hún ein af stofnendum Hins íslenzka kvenfélags. Stjórnin mundi þá alltaf mæta á fundum. — Það félag varð til 1892 upp úr söfnun undirskrifta um að konur fengju kosningarétt, sagði frú Guðrún, er ég vék talinu að því. Það var áreiðanlega fyrsta pólitíska kvenfélagið héma.Stofn fundurinn var haldinn i sam- komuhúsi í Reykjavík. Helztu hvatamenn þess voru Þorbjörg Sveinsdóttir og Ólafía Jóhanns- dóttir, frænka hennar og fóstur- dóttir, en frú Sigþrúður Eggerz, kona Jóns Péturssonar háyfir- dómara, var kosin formaður. Það þótti gefa félaginu visst öryggi . að hafa hana í formannssæti, því hún var gift merkum manni og sjálf mikils metin í bænum, en aldrei sá ég hana á almennum fundum. Á annað hundrað kon- ur gengu í félagið og í fyrstu var kosningarréttur kvenna aðalbar- áttumálið. Það sýnir vel hversu litla trú menn höfðu á því að hægt væri að halda saman slík- um kvennafélagsskap, að Einar Benediktsson, sem var bróður- sonur Þorbjargar og bjó hjá henni, hvatti hana til að láta kjósa 9 konur i stjórn, því hann sagði að þær mundu alltaf mæta á fundum. Og var farið að ráð- um hans. Hið íslenzka kvenfélag var mjög áhugasamt félag, sem lét sig skipta mörg mál, sem vörð uðu konur. Þá var farið með þvottinn frá flestum heimilum iim í Þvottalaugar og báru stúlk- urnar hann á bakinu þangað. Þetta var auðvitað ekkert vit í frostum og slæmu veðri á vet- urna. Kvenfélagið gekkst þá fyr- ir því að fenginn var maður með hestvagn til að flytja þvottinn, og var það gert upp frá því. Þorbjörg Sveinsdóttir dó árið 1903 og Ólafía fór af landí burt. Þá varð Katrín Magnússon for- maður. Við þáð breyttist félagið nokkuð og mannúðarmál settu meiri svip á stefnu þess.Þá fannst nokkrum konum að félagið ynni ekki nóg að stefnumálum og stofnuðu Kvenréttindafélagið, enda höfðu konur þá ekki enn fengið kosningarétt Ég varð ein af stofnendum þess, en fyrsti for maður var Bríet Bjarnhéðins- dóttír. Karlmennirnir hlógu — Ðg hvernig leizt karlmönn- unum á þetta brambolt í kven- fólkinu? — Þeir hlógu að okkur, gerðu bara blátt áfram gys að okkur og það gerði ekkert til. Við vorum líka sín úr hverjum flokki og ekki alltaf sammála. Það var ósköp oft rifizt á fundum, góða mín. Og hér hló frú Guðrún við. er hún minntist þess. — En við vorum sammála um okkar aðal- stefnumál. — Konur hafa þá líklega ekki haft mikil áhrif á gang stjórn- málanna, meðan þær höfðu ekki einu sinni kosningarétt. — Nei, þær gátu ekkert gert — ekki nema óbeinlínis. En gumar höfðu í frammi alls kyns brögð. T. d. var ákaflega áhugasöm kona í Húnavatnssýslunni. Bær hennar lá í þjóðbraut. Eitt sinn er kosn- ingar voru, ég held að þá hafi verið kosið um Hermann Jónas- son og Pál Briem, þá keypti hún Frú Guðrún Pétursdóttir sér birgðir af brennivíni. Bauð hún inn öllum, sem fóru hjá, og fór með þá inn í búr. Síðan gæíti hún þess, að allir þeir, sem ætl- uðu að kjósa þarin, sem hún vildi, færu á kjörstað, en hinum hélt hún rorrandi í búrinu hjá sér. Þetta er ejcki sérlega falleg að- ferð. En hvað gátu konur gert? — Og loks rann upp sá dagur að konur fengju kosningarétt? í fyrstu kosningunum til bæjar stjórnar eftir það að konur fengu kosningarétt í þeim málum 1908 settum við upp sérstakan kvenna lista með konum úr ýmsum flokkum. Við skiptum okkur þá og fórum í hvert hús í bænum fyrir kosningar og höfðum tal aí hverri húsmóður. Við fengum Vesturgötuna tvær og fórum sín hvorum megin við götuna. Síðar fengu konur kosningarétt til Al- þingis, það var 1915. Þá máttu aðeins fertugar konur og eldri kjósa. Síðan átti aldurinn smám saman að lækka. Þegar þetta var, var ég aðeins 37 ára og fékk þess vegna ekki að kjósa strax. Við landskjörskosningarnar 1922 sett- um við upp kvennalista og kom hann að einum fulltrúa. Það mun einnig hafa verið reynt síðar, er. fcftráðlega sáum við, að þetta var dæmalaus vitleysa að kjósa eftir kynjum í stað skoð- ana. — En hvað áttum við að gera? Karlmennirnir vildu ekki setja konur á sinn lista, þannig að nokkur líkindi væru til að þær kæmust að. — Voruð þér aldrei í fram- boði? — Nei, það var lagt að mér að vera á fyrsta listanum en ég gaí aldrei kost á mér til neins, sem gerði mig skylduga til að mæta á ákveðnum tíma. Þó ég stæði fram arlega í þessu, þá hafði ég nóg- um öðrum störfum að sinna, því á þessum árum var ég að eiga börnin. — Og hvað sagði eiginmaður- inn við þessu? — Benedikt var ekki kvenrétt- indamaður, en hann lét mig alveg sjálfráða. Ég mátti gera hvað sem ég vildi. Ég hafði góðar að- stæður hvað það snerti. Enginn kona hefði getað haft það frjáis- ara en ég. Mikið af afbragðs konum — Og svo hefur kvenfélögun- um fjölgað, þangað til þau stofn- uðu með sér Kvenfélagasamband. — Já, eri fyrst var stofnað Bandalag kvenna, sem flest kven félög í Reykjavík tóku þátt í. En ýms félög úti á landi áttu erindi í bandalagið, svo við kölluðum saman fund árið 1930 og buðum til hans áhugakonum um allt land. Þá var stofnað Kvenfélaga- samband fslands. Markmið þess var að styrkja heimilin og gera aðstöðu þeirra sterkari. Hús- mæðrafræðsla var þá strax á stefnuskránni. Við fengum svo- lítinn styrk frá búnaðarfélögun- um og styrk frá þinginu, ofurlít- inn í fyrstu, en nú er hann orðinn nokkuð góður, enda er starfsemi sambandsins mikil. Ragnhildur systir mín var fyrsti formaður sambandsins. Og er hún fyrir 12 árum baðst undan endurkosning- um, tók ég við. — Höfðuð þið í stjórninni sam- band við konurnar úti á landi? — Já, já, annað hvert ár er fulltrúum frá félögunum boðið til fundar og ferðir þeirra kostað- Framh. á bls. 23. Quinn vill hættn oð Ieikn KVIKMYNDALEIKARINN heimsfrægi Anthony Quinn, ætlar að segja skilið við kvikmyndirnar um nokkurra ára skeið Ekki vegna þess, að hann er atvinnulaus. Bíð- ur en svo, því að hann er talir.n einn af sex beztu kvikmyndaleik- urum í Hollywood og hefur hlotið tvenn Oscar-verðlaun og mörg önnur fyrir leik sinn. Quinn seg- ist ekki ánægður með leikaralífið. Hann ætlar að kaupa skemmti- snekkju og sigla umhverfis jörð- ina, skrifa og mála, því hann segist e. t. v. finna sjálfan sig 1 þvL Jónas Björnsson, skipstjóri ísl. skipstjóri getur sér gott orð í Kanada SEXTIU og tveggja ára Islend- ingur, ættaður úr fjörðum eystra, sem ungur að árum yfirgaf bú- jörð foreldra sinna af því all- ur áhugi hans var á sjónum, hefir getið sér orðstír innan sjó- mannastéttarinnar, ekki aðeins hér á íslandi, heldur einnig meðal stéttarbræðra sinna í Kanada. Jónas Björnsson skipstjóri, frá Hámundarstöðum í Vopnafirði, fór til sjós fyrir röskum fjöru- tíu árum, og hefur æ síðan „þreytt fjör á þiljum togaranna". En hugur hans stefndi hærra, með öðrum orðum, „að glugg- anum í brúnni“. Að loknu stýrimannsprófi hér heima lá leið hans enn á sjóinn, á togara, fyrst sem háseti, báts- maður, stýrimaður og loks sem skipstjóri. Öll styrjaldarárin sigldi Jón- as sem skipstjóri, lengst af á b.v. Skutli og Hafstein, með ísvarinn fisk á Bretlandsmarkað. Hann átti því láni að fagna að sigla ávallt skipi sínu heilu í höfn, án þess að verða fyrir skaða eða töfum svo nokkru næmi. Það hefi ég fyrir satt að Jónas muni hafa siglt á annað hundrað ferð- ir yfir hafið, frá íslandi og heim á þessum árum, án þess að hlekkj ast neitt á, hvorki með skip sitt eða skipshöfn. Eins og að líkúm lætur á slík- um óaldartímum, fer vart hjá því að einhvertíma hafi syrt í ál- inn á öllum hans ferðum. En hamingjan var hans förunautur þegar mest á reyndi, og óbilandi karlmennsku skipstjórans virtust engin takmörk sett. Hvað þess- um ferðum viðvíkur er Jónas næsta sagnafár, en einhverntíma á hann að hafa sagt: „Það verður ekkert þar um skráð, úr skrifar . dqgleqa hfinu Gölluð vara. Hrói skrifar: EG keypti um daginn klípitöng í verzlun við Laugaveginn. — Þetta var fallegasta töng að út- liti, en ég ímyndaði mér, að það gerði kannski ekki til, því að það var aðeins mótavír, sem ég ætlaði að klípa í sundur, en hann er það mýksta, sem slíkar tangir eru settar í. En það kom í Ijós, að töngin var stórgölluð og verri enn ekki. Þegar ég brá henni á vírinn í fyrsta skipti, heyrðist brestur. — Varð mér þá litið á töngina og sá, að rifnað hafði út úr kjaft- inum á henni öðrum megin. Ég sneri henni þá við, og brá hinr.i hlið tangarinnar á vírinn í ann- að skipti, en það fór á sömu -eið og var töngin nú brotin og ónýt á báða vegu. Olli þetta mér töf- um, en ég fékk lánaða gamla töng, sem dugði mér, hvað sem á reyndi, þó slitin væri. Þar sem hér um gallað vöra að ræða, fór ég skömmu seinna með töngina í verzlunina og vildi skila henni. Var ég reiðubúir.n, að taka innlagsnótu fyrir verði hennar, sem var 45 krónur, eða kaupa einhverjar vörur fyrir það en segi nú ekki mínar farir slétt- ar af viðskiptunum við þessa verzlun, því að framkoma af- greiðslumanna var vægast sagt undarleg. Þeir svöruðu mér tóm- um skætingi. Skelltu allri skuld- inni á mig og sögðu, að ég kynni ekki að nota klípitöng, með slíku taki yrði alltaf að klípa beint, en ekki á ská, engin klípitöng þyldi sveigju! Voru svo end- anleg svör þeirra, að þeir neituðu að taka við tönginni, nema ég tæki aðra alveg eins í skiptum, en það kærði ég mig að sjálfsögðu ekki um, þar sem ég var búinn að fá reynslu af tækinu. Tald; ég miklu frekar, að verzlunin ætti, að hætta að selja fólki slíka vöru. Þannig á ekki að reka viðskipti. EG nefni þetta hér aðeins vegna þess, að ég tel þetta dæmi um það, hvernig verzlanir eiga ekki að reka viðskipti sín. Ef þær hafa flutt inn gallaða vöru eru það ekki kapendurnir, sem eiga að bíða halla af slíkum mistökum. Og enn verra er það, ef galli kemur fram, ef verzlunin ætlar að halda áfram að pranga út vörunni, jafnvel án þess að rann- saka nánar gæði hennar. þó var það stundum gaman“. í dagblaðinu „Halifax Herald“, er komist þannig að orði: „í dag er Jónas skipstjóri, hinn stolti eigandi 65 feta nýtízku dragnótabáts sem ber nafnið ís- land. Á Prince Edward eyjunni, þar sem Jónas á nú heima, hefir hann sem skipstjórnandi getið sér orðstír fyrir að færa á land metafla, meðal hinna smærri fiskiskipa, sem sigla úr höfnum Prince Edwardeyjarinnar. Sem skipstjóri á dragnótabátnum Souris 111. síðastliðin ár, setti hann aflamet, er hann, á rúmum átta mánuðum, veiddi rúmlega 1.700.000 pund fiskjar, eða því sem næst 800 tonn, og er það að verðmæti, komið á land, um 64.000 dollarar". „Dragnótabát Jónasar skip- stjóra var hleypt af stokkunum frá Port Grenille skipasmíðastöð- inni þann 16. júní s.l. Upphaflega var ákveðið að báturinn skyldi sjósettur' og honum gefið nafn þann 13. júní, sem’ er afmælis- dagur skipstjórans, en þann dag varð Jónas 62 ára. „M/b. ísland fór sína fyrstu reynzluför á fiskimið Northum- berlands sunds, 18. júlí. Eftir sex sólarhringa útivist var m/b. ís- land aftur komin til hafnar með 70.000 pund fiskjar innanborðs. Af þessu má ætla að skipstjórinn sé þess albúinn að innbyrða meiri metafla, eftir að hafa feng- ið til afnota jafn traust og gott veiðiskip sem m/b. ísland er. Meðan báturinn var í smíðum lét Jónas gera á honum nokkrar breytingar, er hanri taldi nauð- synlegar, og til btóa. Sjálfur réði hann öllu, er viðkom niðursetn- ingu og frágangi siglingartækja á stjórnpalli, og er það fyrir- komulag með nokkuð öðrum hætti en hér þekkist. „Báturinn er keyptur á vegum Lánasjóðs fiskimanna Princ Ed- wardeyjunnar og kostaði fullbú- inn, með öllum veiðarfærum 80.000 dollara. Af þeirri upphæð greiðir stjórnin 15.000 dollara beinan styrk úr nýbyggingarsjóði bátaútvegsinS, og veitir svo eig- anda bátsins hagkvæmt lán fyrir þv£ sem eftir er af byggingar- kostnaðinum, til ákveðins ára- fjölda. „Á bátnum er fjögurra manna áhöfn ,auk skipstjórans, einn vél- stjóri, matsveinn og tveir háset- ar“. „Jónas skipstjóri hefir dvalizt í Canada síðastliðin sjö ár. Fyrstu tvör árin sigldi rann skipi sínu út frá Halifax, en síðan frá fiski- mannabænum Souris, sem er á Prince Edward eyjunni". Kristján H. Jónsson. Einar Ásmu idsson hæstaréttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8, H. hæð. Sími 15407, 19813.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.