Morgunblaðið - 15.09.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 15.09.1959, Síða 12
12 lUORCVNJtr: 4Ð1Ð ÞriðjnrTafrur 15. sépT. 1959 mipisttMaMfr Utg.: H.í. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábtn.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. • Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. BANDARÍKJAFÖR KRÚSJEFFS FRÁ því að Chamberlain heimsótti Hitler þrisvar sinnum haustið 1938 hefur engin för stjórnmálafor- ingja vakið meiri athygli en heimsókn Krúsjeffs nú til Banda- ríkjanna. Árangurinn af heimsóknum Chamberlains til Hitlers varð sá, að það fordæmi þykir sízt til fyrirmyndar. Eins hafa a. m. k. sumir fundir æðstu manna í styrjöldinni og síðan gefið þá raun, að margir óska ekki hins sama á ný. Menn hafa þá einkum í huga Jaltaráðstefnuna 1945 og Genfarfundinn 1955. Þeir fundir voru þó annars eðlis en heim- sóknin nú. 1 henni á heldur ekki að semja um ákveðin vandamál, eins og Chamberlain gerði haust- ið 1938 í Múnchen. Hvað sem því líður, þá verða forystumenn aldrei ásakaðir fyr- ir það, að reyna að komast að samkomulagi sín á milli. Múnch- ensamningurinn gafst illa og þó skar úr, að hann var svikinn af Hitler. En með því móti einu að reyna að semja var hægt að sanna ,að Hitler lét sér ekki nægja, að orðið væri við sann- gjörnum kröfum, heldur hafði hann annað og verra í huga. ★ Gagnrýnin á heimsókn Krús- jeffs til Bandaríkjanna á m. a. rætur sínar að rekja til þess, að menn óttast, að Eisenhower standist honum ekki snúning. En í Evrópuför sinni sýndi Eisen- hower meiri þrótt en menn höfðu vænzt eftir veikindi hans. Hann féll mönnum jáfnvel í geð og bezt áður. En eiginleikinn að geðjast öðrum og vekja traust þeirra, er sá, sem honum hefur orðið haldbeztur í lífinu. í erlendum blöðum er talið, að heilsa hans sé ekki einungis betri en áður, heldur njóti Eisenhower sín betur eftir að hann losnaði undan áhrifum þeirra John Fost- er Dulles og Sherman Adams. Nixon varaforseti sýndi og í Rússlandsför sinni, að hann var ekki á því að láta Krúsjeff kveða sig í kútinn, heldur svaraði hon- um ætíð fullum hálsi. Á það er einnig bent, að fulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, Cabot Lodge, hafi verið val- inn sem eins konar leiðsögumað- ur Krúsjeffs á meðan hann dvel- ur vestra. Hann er einmitt kunn- ur að því að svara ásökunum Rússa í Sameinuðu þjóðunum þegar í stað og afdráttarlaust. ★ Allar þessar bollaleggingar, sem nú má lesa um í bandarísk- um og brezkum blöðum, sýna, að menn horfa til heimsóknar- innar með nokkrum ugg. Þá er það og vitað, að í Bandaríkjun- um dvelur fjöldi manna, sem á um sárt að binda vegna ofríkis kommúnista. Ungverjar telja t. d. að Krúsjeff beri ábyrgð á blóð- baðinu þar á árinu 1956, þegar rússneskar hersveitir sviptu Ung- verja frelsi sínu á ný. Óttast sumir, að einhver þessara manna kunni að veita Krúsjeff tilræði eða samtök þeirra móðga hann. Ýmsum þykir og að með heim- boðinu til Krúsjeffs sé verið að sýna honum viðurkenningu og virðingu, er hann eigi sízt skilið. Andstaðan gegn heimsókninni er þess vegna meiri undir niðri en uppi er látið, þó að menn hafi hægt um sig að beiðni Eisen- howers. Þá er og enn ekki sýnt hver áhrif það hefur vestra, að ein- mitt nú skyldu Rússar skjóta eldflaug til tunglsins. Fyrstu sputnikarnir vöktu Bandaríkja- menn harkalega úr öryggismóki. Erfitt er að verjast þeirri hugs- un, að Rússar velji tímann til tunglskotsins til að sýna mátt sinn og megin einmitt í sama mund og Krúsjeff leggur á stað í heimsókn sína. Á slíkri sýningu þurfti ekki að halda. Allir vita, að áhöld eru um, hverjir staridi framar 1 þessari grein, Rússar eða Banda- ríkjamenn. Munu raunar flestir hafa talið, að Rússar væru þar fremri, svo sem nú hefur komið á daginn. • ★ Um það verður ekki villzt, að herstyrkur Rússa er svo mikill, að þeir geta gert óskaplegt tjón, ef þeir kjósa að beita öllum mætti sínum. En svo er einnig um Bandaríkjamenn. Eins og Churchill sagði, þá er það ein- mitt hin gagnkvæma ógn, sem nú öðru fremur tryggir friðinn í heiminum. Einmitt sú staðreynd sýnir, að valdamennirnir verða að reyna að koma sér saman og finna öruggari grundvöll. Allt of mikið er í húfi, ef látið er reka á reið- anum, svo að hætta sé á, að o- happatilviljun kynni að verða til þess að hleypa nýrri heimsstyrj- öld af stað. Að þessu sinni er ekki ráðgert að samið verið um ákveðin mál- efni. Nú er fyrst og fremst verið að efna til gagnkvæmra kynna, sem eiga að skapa andrúmsloft, sem geri síðari samninga auð- veldari en ella. Ekki er að búast við skjótum umskiptum. Nóg er og komið af almennum samning- um, sem túlka má á alla vegu. Viðfangsefnið hlýtur að vera að einangra deiluefnin hvert fyr- ir sig, og reyna að leiða þau til lykta á viðunandi veg. Það er líklegasta leiðin til þess, að smám saman takist að eyða tor- tryggninni, sem nú grúfir eins og mara yfir samskiptum þjóð- anna. Ef heimsókn Krúsjeffs til Bandaríkjanna verður til að greiða götuna til þess, nær hún tilgangi sínum. BORGA BRÚSANN FYRIR SÍS. TlMXNN segir á sunnudag- inn, að útsvarsgreiðend- ur í Reykjavík séu „allt annað en ánægðir með að borga slíkan brúsa fyrir íhaldið í k'osn- ingaherferð þess“ sem útsvars- frelsi SÍS hér i bæ að þessu sinni. Það er rétt að kjósendur í Reykja vík verða nú að borga brúsann fyrir SÍS. En sá kostnaður kem- ur ekki af „kosningalierferð í- haldsins" heldur vegna þess, að landslög segja, að ekki megi leggja útsvar á SlS eins og nú stendur á. Ef Tímanum þykir þetta óþægilegt, ætti hann að fá SÍS til að bæta rekstur sinn á viðskiptum við utanfélagsmenn og þó engu síður að stuðla að því, að útsvars- og skattalögum verði komið í viðunandi horf. UTAN ÚR HEIMI J Maburinn a ð ba ki j Ek sen hower NIKITA Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, kem- ur í dag til Bandaríkjanna til viðræðna við Eisenhower for- seta — og í baksýn er eld- flaug, merkt hamar og sigð, er liggur „í kjöltu karlsins í tunglinu“ — bending Krús- jeffs til Eisenhowers um mátt og veldi Rússlands. — Heim- sóknin og viðræður þeirra þjóðhöfðingjanna verða vafa- lítið aðalfréttir blaða og út- varps næstu dagana, og því ætlum við alveg að sleppa að ræða það efni hér. Hins vegar ætlum við að segja lítið eitt af þriðja manninum, sem ef- laust hefir nóg að starfa í sambandi við heimsókn Krús- jeffs. „Manninum að baki Eisenhower“ eða „öðru sjálfi“ forsetans, eins og hann hefir verið nefndur — James C. Hagerty, blaðafulltrúa Banda ríkjaforseta. Manninum, sem að líkindum svarar fleiri spurningum árlð um kring en flestir eða allir aðrir. — ★ — Það er áreiðanlega engar ýkj- ur að segja, að Hagerty sé „vold- ugasti“ og aðsópsmesti blaðafull- trúi, sem Hvíta húsið í Washing- ton hefir nokkru sinni hýst. Hann hefir löngum verið sem skuggi Eisenhowers, bæði heima og er- lendis, nú síðast í Evrópuförinni. — Það hefir verið sagt um hann, að hann væri sem sjónauki, er bandarískur almennur horfði í og fylgdist þannig með lífi og at- höfnum forsetans. Þetta átti ekki hvað sízt við, þegar Eisenhower var sjúkur og þegnar hans biðu dag hvern eftirvæntingarfullir nýrra fregna af líðan hans. Traust forsetans ♦ En þessi „mannlýsing" hrekk- ur engan veginn til. — Það verð- ur, a. m. k. nú orðið, að líta á það sem staðreynd, að Hagerty — eða „Jim“, eins og hann er nefndur í daglegu tali um Banda- ríkin þver og endilöng — sé einn þeirra manna, sem hvað helzt móta stefnu forsetans í öllum helztu málum innanlands og ut- an. — Þar kemur að vísu til greina það „mannfall“, sem orð- ið hefir í hinum innsta hring Hvíta hússins undanfarið, en „Jim“ væri þó áreiðanlega ekki í þeirri aðstöðu, sem hann nú er, ef hann hefði ekki unnið fyllsta traust forsetans. — ★ — Hann er tvímaélalaust einn for- vitnilegasti persónuleiki á sviði heimsmálanna nú um sinn. Það segir sitt, að svo öfgalaust blað sem Obsever viðhafði nýlega þau orð, að ef James C. Hagerty væri Englendingur, hefði hann áreiðanlega fyrir löngu hlotið aðalstign og sæti í efri málstofu brezka þingsins. Ekkert lamb við að leika ♦ Hagerty er sohur blaðamanns, og sjálfur var hann á sínum tíma þekktur stjórnmálafréttaritari. — Eisenhower hlaut hann „í arf“ frá fyrrverandi forsetaefni repu- blikana, Thomas E. Dewey. -— Hann gerði sér ljóst, að hann gat ekki komizt hjá því að *hafa blaðafulltrúa — en var í raun- inni ekkert hrifinn af því. — Það fór líka allt annað en vel á með þeim Hagerty, er þeir hittust í fyrsta skipti, eftir því sem sagt er. Eisenhower lét í það skína, að hlutverk blaðafulltrúans væri ekki sérlega mikilvægt, en Hag- erty útskýrði fyrir honum á lit- ríku máli og af mikilli mælsku, að hann hefði hugsað sér þetta með allt öðrum hætti. -v- Og svo fór, að forsetinn lét í minni pok- ann — með þessum orðum: .— Þér eruð sannarlega ekki lambið að leika sér við. Og það er rétt. „Jim“ er fastur fyrir, veit hvað hann vill — og framkvæmir það. Býr forsetann undir fundi ♦ Viðhorf Eisenhowers til Hag- ertys og starfs hans mun fljót- lega hafa breytzt, og samstarf þeirra virðist hafa verið með ágætum á flesta grein. — Hag- erty býr forsetann undir hina miklu blaðamannafundi í Hvíta húsinu. Hann hefir ótrúlega hæfileika til þess að sjá fyrir allar helztu spurningar Was- hington-blaðamannanna og frétta ritaranna — þess „skæða skara“, sem stundum er svo nefndur. Og afleiðingin hefir orðið, að Eis- enhower þarf sjaldan að gefa blaðamönnum loðin svör. — ★ — Til eru þeir að vísu, sem halda því fram, að Hagerty hafi með þessu gert forsetann að nokkurs konar leikbrúðu, og að blaða- mannafundirnir í Hvíta húsinu beri því sjaldan mikinn ávöxt — en yfirleitt mun þó mega segja, að þessi aðferð blaðafull- trúans hafi styrkt aðstöðu Eisen- howers. Greinargóður — hvefsinn ♦ Að sjálfsögðu heldur Hag- erty einnig blaðamannafundi sjálfur, fyrir hönd forsetans. —■ Hann hefir orð fyrir að vera glöggur og greinargóður í fram- setningu, og blaðamönnum þykir yfirleitt gott að vinna úr samtöl- um við hann, vegna þess hve svör hans eru meitluð og skýr. Aftur á móti á hann það til að vera nokkuð hverfsinn og jafn- vel Uppstökkur á blaðamanna- fundum, ef honum þykir fávis- lega spurt eða af lítilli hæversku. Þetta hefir m. a. orðið til þess, að nokkuð er grunnt á því góða með honum og ýmsum þekktum, bandarískum blaðamönnum. — En þeir hinir sömu, og flestir aðrir, viðurkenna að Hagerty hafi staðið vel í stöðu sinni að flestu leyti og verið allri frétta- þjónustu hin þarfasti maður. — ★ — ‘ „Jim“ er orðinn svo nátengdur Eisenhower, að hann hefir fyrir löngu lýst því yfir, að þegar Eis- enhower fari úr Hvíta húsinu muni hann einnig hverfa úr starfi. Ekkert geti fengið sig til að verða áfram blaðafulltrúi næsta forseta. — Það er líka vit- að, að hans bíður ábyrgðarmikil staða í bandarískum iðnaði, þeg- ar hann hættir núverandi starfi sínu. Mikil þekking ♦ Það verða mörg leyndarmál og mikilvæg þekking á ýmsum sviðum, sem „Jim“ geymir, er han hverfur af þeim vettvangi, sem hann nú starfar á. Hann hefir tekið þátt í vikulegum fundum ráðuneytisins undanfar- in ár og þannig fylgzt með fram- gangi flestra stjórnarmálefna „frá fyrstu hendi“. En á einu sviði er þó þekking hans tak- mörkuð — hinu hernaðarlega. Hann býr áreiðanlega ekki yfir neinum mikilvægum hernaðar- leyndarmálum. — Það er ekki vegna þess, að forsetinn hafi ekki gjarna viljað hafa hann sér við hlið á sviði öryggismál- anna einnig. En „Jim“ hefur skorazt undan. Sennilega hefir hann óttazt, að sér kynni að veitast erfitt að halda fullri leynd á því sviði, ef hinum aðgangshörðu blaðamönn- um væri kunnugt um, að hann þekkti til hernaðarleyndarmála. Þess vegna hefir hann talið ör- uggast að halda sig alveg utan við slík mál. Framh. á bls. 23. J \Við skulum heyra, hvaða skoðun Jim hefir á jbesst/, segir forsetinn, jbegar honum þykir mikið við liggja \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.