Morgunblaðið - 15.09.1959, Page 15

Morgunblaðið - 15.09.1959, Page 15
Þriðjudagur 15. sept. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 15 ev* ■■■■ * w ÞórSur Runólfsson 60 ára ísl. tuwga og bókmenntir kennd 16 norrœnum stúdenfum á nám- skeiði Stúdentaráðs í Háskóla íslands FIMMTÁN norrænir stúdentar eru komnir hingað til lands, til þess að taka þátt í námskeiði í íslenzku máli og bókmenntum, sem fram fer við Háskóla ís- lands dagana 11. sept. til 5. nóv.. en alls verða þátttakendur sextán. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur í samráði við stúdentasam- tökin á hirium Norðurlöndunum haft forgöngu um að námskeiðið yrði haldið hér, en samskonar námskeið hafa undanfarin ár ver- ið haldin í norsku, sænsku og dönsku í viðkomandi löndum. Ýmsir aðilar hafa veitt stúdenta- ráði mikilsverðan stuðning í sam- handi við námskeiðið, t.d. bæði Alþingi og Háskóli íslands. Námið og kennararnir Á námskeiðinu verður leitazt við að kenna hinum norrænu stúdentum að tala íslenzku, svo sem frdkast er unnt á þeim tveggja mánaða tíma, sem nám- skeiðið stendur. Mun próf. Hreinn Benediktsson annast þann hluta kennslunnar, og verður til að byrja með lögð megináherzla á tungumálsnámið. Þegar á líð- ur mun svo þeir prófessorarnir Einar Ól. Sveinsson og Steingrím ur J. Þorsteinsson flytja fyrir- lestra um bókmenntir íslendinga að fornu og nýju, þ. á. m. Eddu- kvæði, Njálu, þjóðkvæði og dansa, rímur, Lærdómsöldina, þjóðsögur, leikrita- og skáld- sagnagerð, auk þess sem sérstak- lega verður fjallað um verk nokk urra höfuðskálda íslenzkra. Auk tungumáls- og bókmennta kennslunnar mun svo þátttak- endum smám saman verða kynnt ýmis önnur íslenzk efni með það fyrir augum, að þeir megi öðl- ast sem gleggsta mynd af landi og þjóð. — í sambandi við nám- skeiðið verður svo loks efnt tii ferða á ýmsa merka sögustaði hér sunnanlands. Frá öllum Norðurlöndunum Þátttakendurnir, sem hingað koma nú, eru sem fyrr segir 15 að tölu, 1 Finni, 7 Svíar og 7 Danir, en auk þess mun einn Norðmaður, sonur norska sendi- herrans hér, taka þátt í nám- skeiðinu, svo að alls verði þátt- takendur sextán, frá öllum Norð- urlöndunum. í hópnum eru 8 stúlkur og átta piltar, og búa þaa víðsvegar í bænum. Það gaf nokkra skýringu SELFOSSI, 14. sept. — Oft stöðva lögreglumenn hér bíla, gera í þeim leit að áfengi og fram kvæma annað eftirlit. Mjög oft kemur það fyrir, að verulegar birgðir af áfengi finnist í bílun- um. Farþegar segja vínið vera sína eign. Eru það oft allmiklar birgðir, sem menn hafa undir höndum á slíkum ferðalögum. 1 dag var leitað til lögreglunn- ar hér og hún spurð um ferðir manna er farið höfðu í bíl austur fyrir Fjall. Einn þeirra var ekki kominn heim til sín frá því á laugardaginn. Lögreglan hafði þann dag stöðvað bíl, sem maður þessi var í. Voru farþegarnir, fimm að tölu, allir vel við skál. Þeir höfðu haft meðferðis einn 12 flösku kassa af áfengi í nest- ið. Var talið að þetta gæti gefið nokkra skýringu á hvarfi manns- ins! —. íbúðir tU sölu Til sölu eru mjög góðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á hæðum í fjölbýlishúsi, sem er í smíðum við Stóra- gerði í Háaleitishverfi. Hverri íbúð fylgir auk þess sér herbergi í kjallara hússins auk venjulegrar sameignar í kjallara. Ibúðirnar eru seldar fokheldar, með fullgerðri miðstöð, húsið múrhúðað og málað að utan, öll sameign inni í húsinu múrhúðuð allar útidyrahurðir fylgja. Bíl- skúrsréttur fylgir. Mjög fagurt útsýni. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. FASTEIGNA & VERÐBKÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4, — Símar: 13294 og 14314. Lugtœkur muður óskast til iðnarstarfa nú þegar. Ennfremur vantar unglingspilt. Uppl. í síma 17295 frá kl. 4r—6 í dag. ÞÓRÐUR Runólfsson, öryggis-’ málastjóri er 60 ára í dag. Þegar aldur leyfði, hóf hgnn járnusmíðanám er lauk með sveinsprófi, sveinsstykkið var járnklippur. Að loknu jámsmíða náminu hóf hann nám í Vélstjóra skólanum í Reykjavík, en sá skóii var þá fárra ára gamall, og laux þaðan vélstjóraprófi. Ekki lét Þórður hér staðar numið á sinni menntabraut, held- ur leitaði út fyrir landssteinana til frekara náms og lauk verk- fræðiprófi í Þýzkalandi. Þegar hann kom heim að námi loknu, hóf hann strax tæknistörf, nóg voru verkefnin, þjóðin var nýlega laus við erlenda áþján og var að vakna til dáða á ný. Lágkúruskap ur og fásinna voru ríkjandi hér á landi um þetta leyti, sem von var, og var það einna erfiðast viðureignar fyrir hinn unga mann við tæknistörfin. Ekki er þessum línum ætlað að vera æviminning Þórðar, þar sem hann er síungur og í fullu fjöri og á eflaust langan vinnu- dag eftir, heldur aðeins að rifja upp í tilefni þessa merkisdags lífi hans, eitthvað af þvi, sem hann hefur lagt gjörva hönd á. Hann kenndi mótorfræði við nám skeið Fiskifélags fslands v skeið og samdi kennslubók í því sambandi; sem lengi var notuð, og eldri vélamenn muna. Snemma byrjaði Þórður á véla og verksmiðjueftirliti á vegum ríkisins og stofnsetti Verksmiðiu eftirlit ríkisins er seinna var breytt í Öryggiseftirlit ríkisins og hefur hann veitt því forstöðu alla tíð. Þórður hefur haft mikil af- skipti af síldar- og fiskiðnaði landsmanna og teiknað margar verksmiðjur. Hann átti sæti í bygginganefnd síldarverksmiðja ríkisins þegar nýsköpun þeirra hófst á sínum • tíma og byggðar voru hinar stóru og glæsilega verksmiðjur norðanlands. Þeg'ar hefja átti endurnýjun togaraflotans tók hann þátt i þeim undirbúningi og teiknaði dieseltogara í samkeppni, er haldin var í því sambandi og hlaut verðlaun fyrir Þórður er í hópi þeirra manna, er hafa byggt upp það tækniþjóð- félag, sem við lifum nú í og njót- um. Þórður hefur lengi verið stunda kennari við Vélskólann í Reykja vík, og ætla ég að það starf hafi verið honum mjög hugfólgið, hann er að allra dómi góður kenn ari í orðsins beztu merkingu, , enda mikilsvirtur af öllum sín- (um nemendum og samkennurum. í kennslustarfi Þórðar, komu skýrlega fram mannkostir hans og þekking á vélum og vélbúnaði. Hann er kröfuharður kennari og leggur mikið upp úr slikri snyrti 1 mennsku, því hann segir „góð- ur vélstjóri er snyrtimenni". — Þórður er snyrtimenni sjálfur svo • af ber, enda er hann listamaður • i eðli sínu. Hann málar mikið í frístundum sínum. 1 Hann er prófdómari við vél- stjórapróf Vélskólans í Reykja- f vík. Þórður er mikill smekkmað- ur á íslenjkt mál, hefur skrifað og þýtt bækur og greinar um (tækniefni á íslenzku og farist það mjög vel úr hendi, en eins og kunnugt er, er það ekki alltaf auð velt að skrifa tæknimál á ís- lenzku. Hann hefur með þessu átt drjúgan þátt í myndun hins ís- lenzka tæknimáls. Það er ótrúlégt að Þórður skuli vera orðinn 60 ára, svo ungur, sem hann er í anda og veru, pað er því ósk mín, að hann eigi eftir að afreka margt ennþá í tækni- málum íslands. Eg óska svo honum og fjöl- skyldu hans til hamingju með afmælið og tala þar ábyggilega fyrir stóran hóp vélskólamanna. Andrés Guðjónsson. ÞAÐ er ótrúlegt. Þessi maður með svo léttan limaburð og beinni líkamsvöxt en margur fertugur. — Jú, það er satt. Hann er sextugur í dag. Það fer ekki hjá því, að dreng- lund manna og gerð hugarfarsins skapar yfirbragð þeirra. Þórður er drengur góður og vinfastur en lipurmenni í hvívetna. Hann er hjálpsamur bæði skyldum og vandalausum, þegar hann sér ástæðu til aðstoðar, hefur glögga réttlætiskennd og viðkvæmni fyrir f>vi, sem bæta þarf með mönnum og málefnum, þótt ekki verði alltaf aðgert. Þórður er hagur vel og listrænn. 1 allri hans listhneigð kemur fram lip- urðin, snyrtimennskan og prúð- mennið Þórður Runólfsson. — Einhver gæti nú haldið af lýs- ingu þessari, að maðurinn muni vera skaplaus og meinlaus um of. Því er öðru vísi farið. Þórður er hvatur og harðskeyttur, ef hon- um finnst hlutur sinn eða skjól- stæðinga sinna vera fyrir borð borinn og mun því ekki heiglum hent að hagnast af þeim við- skiptum. Hér verður ekki rakin ætt Þórðar eða uppruni, heldur dreg- xnn í dagsljósið starfsmaðurinn og persónuleikinn Þórður Run- ólfsson, eins og ég hef kynnzt honum og þekkt hann. Þórður hefur nú í full þrjátíu ár starfað í þjónustu hins opin- bera. Hann hefur verið sannkall- aður brautryðjandi að öryggis- málum ríkisins varðandi flest störf iðnaðar- og verkamanna í landinu og haslað þar völl, sem var grýttur og ógreiðfær um flesta hluti. Það er ekkert á- hlaupaverk að kenna þjóð, sem unnið hefur að daglegum störf- um sínum og lífsvenjum í nokk- urn veginn óháðu umhverfi án tillits til bindinga eða skyldu varðandi öryggismálin, að fara nú að settum reglum í öllum at- vinnuháttum. Það voru heldur ekki allir, sem hlýddu þessum skyldum við sjálfa sig og náung- ann, umtölulaust og án athuga- semda, þótt sumir gerðu það. Þá þurfti á glöggskyggni Þórðar og persónuleika hans að halda, til að fá vandasömum málum framgengt svo að réttum tilgangi væri náð. I seinni tíð hefur starfssvið Öryggiseftirlits ríkisins, sem Þórður veitir forstöðu, aukizt svo, að hann hefur nú orðið að fela öðrum flest raunhæf eftir- litsstörf, því sjálfur hefur hann. ærin verkefni við stjórn og upp- byggingu stofnunarinnar. Sam- starfið við hin Norðurlöndin um öryggismál er gagnkvæmt og krefst því einnig mikillar starfs- orku Þórðar. l Þórður hefur oft verið fulltrúi íslands á ráðstefnum erlendis varðandi öryggismál, skrifað og þýtt bækur og bæklinga uxfx vél-' ar og vélfræði, verið fulltrúi rík- isins við byggingu verksmiðja, teiknað og skipulagt fjölda véla og tækja, enda ótvírætt einn fær- asti maður, sem ísland á til slíkra starfa. Ég óska þér til hamingjy á þessum merka afmælisdegi þín- um, Þórður, og þakka þér hlýtt viðmót og mikinn drengskap. Hamingja fylgi þér og konu þinni. Einnig óska ég syni ykk- ar og dóttur ásamt fjölskyldum þeirra til hamingju með þessi merku tímamót æfi þinnar og bið ykur öllum blessunar í hvívetna. Lifðu heill, Þórður! Friðgeir Grímsson. Auglýsendur! er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt dagblað. ☆ Blaðið er nú sent öllum þeim, er áður fengu „ísafold og Vörðcí. og er bví lesið á flest öllum bæjum dreifbýlisins. ☆ er blað alh-a landsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.