Morgunblaðið - 15.09.1959, Síða 16
16
MORGZJISBT 4ÐI to
Þriðjudagur 15. sept. 1959
Afgreiðslustarf
Afgreiðslumaður eða kona með góða reynslu óskast
frá ca. 1. nóvember. Umsækjendur komi til viðtals
á morgun (miðvikudag) kl. 10—11 f.h.
V E R Z L .
Austurstræti 17.
Fiðlukennsla
Tek byrjendur og lengra komna nemendur. Byrja
að kenna 1. okt. Talið við mig í síma 35731.
RUTH HERMANNS
Skrifstofur okkar verða
lokaðar
vegna jarðarfara í dag frá kl. 1—4 e.h.
S. Árnason & Co.
Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari.
LAN
50—100 þús. króna lán óskast. Góð trygging. Tilboð
merkt: „Trúnaðamiál — 9021 sendist Morgunblað-
inu fyrir 18. þ.m.
Byggingasamvinnufélag starfsmanna
Reykjavíkurbæjar
Til sölu
er á vegum félagsins einbýlishús við Grundargerði,
forkaupsréttur félagsmanna til 23. september. Nánari
upplýsingar veitir formaður félagsins, Valgarð
Briem, hdl.
STJÓRNIN.
Ú tgerðarmenn
53 tonna bátur til leigu á komandi vetrarvertíð, mjðg
sanngjörn leiga ef samið er strax. Upplýsihgar í
Landssambandi isl. útvegsmanna og herbergi no. 22
Hótel Vík næstu daga.
Verzlunin Gnoð
selur málningu frá þrem verksmiðjum. Fyrir eftir-
talin hverfi er fljótlegast að kaupa málningu í verzl-
uninni Gnoð.
Fyrir Vogana, Langholtið og Heimanna. Ennfrem-
ur fyrir Sogamýri og Bústaðahverfi. Byggðina frá
Blesugróf að Háaleitisvegi og Reykjanesbraut.
VERZLUNIN GNOÐ stendur við Suðurlandsbraut
og Langholtsveg.
VERZLUNIN GNOÐ selur snyrtivöru, smávöru
barnafatnað, vinnufatnað og metravöru.
Verzlunin Gnoð
Gnoðavogi 78 — Sími 35382.
Stefán Dagfinnsson
skipstjóri — kveðja
„Vagga, vagga,
víða, fagra, undurbreiða haf,
ástarblíðum blævi strokið af,
vagga, vagga,
allar sorgir svæf og niður þagga“
í lognstafa sjó liggur Gullfoss
við hafnargarðinn, loftið er milt
og í móðu, engu líkara en að
bæði lögur og loft vilji taka þátt
í athöfninni helgu, þegar kistan,
sem geymir Stefán skipstjóra
Dagfirinsson, sveipuð fánanuin
íslenzka, er látin siga frá þilj-
um skipsins glæsta, sem flutti
hann síðustu, ferðina heim, en á
hafnarbakkanum standa heiðurs
vörð allir yfirmenn skipsins til
þess að veita móttöku þessari
síðustu jarðnesku hvílu merka
félagans góða og, afhenda hana
syrgjandi ástvinum og ættingj-
um, sem báðu þess heitt og inni-
lega, að mega heimta hann heil-
an heim, en bera nú í staðinn
harm sinn í hljóði.
Já! Allir sem voru svo lán-
samir að kynnast hvílíkur mann
kostamaður Stefán Dagfinnsson
var, sakna hans úr hópi skip-
stjóranna á flota Eimskipafélags
Islands og finna sárt til með syrgj
andi ættingjum og það er ekki
að undra, því hjá félaginu hafði
hann starfað í full fjörutíu ár,
stigið stig af stigi úr stöðu kynd-
arans, hásetans, stýrimannsins
til virðingarstöðunnar á stjórn-
palli, sem hann skipaði með sér-
stakri þekkingu á hættum hafsins
og dutlungum Ránar, því á sjón-
um ól hann aldur sinn frá því
fyrir fermingu á flestum eða Öll-
um tegundum þeirra skipa, sem
við íslendingar höfum orðið að
notast við og oft voru átökin við
Ægi enginn barnaleikur fyrir
hann frekar en alla okkar vÖsku
sjómannastétt, sem hann var
stoltur af að skipa sér í eins og
hún var vel af honum sæmd, og-
hann var engu síður afhaldinn af
undirmönnum sínum en yfir-
mönnum, sökum skilnings, skyldu
rækni og mannúðar.
Stefán var sonur hjónanna Dag
finns Jónssonar og Halldóru
Elíasdóttur, sem felldu hugi
saman á Mýrunum við Faxaflóa,
þar er hátt til lofts og vítt til
veggja, þar sem sjórinn kallar á
syni landsins, einkum þá, sem
þurfa af sjálfsdáðum að brjót-
ast áfram við lítil efni. Sam-
valin voru þau hjónin í að koma
áfram og til manns stórum barna
hóp, sonum sex og dætrum þrem,
og ekki varð þeim þetta léttara,
er þau snemma í búskapnum
fluttust til Reykjavíkur, en þar,
eins og á Mýrunum, blasti sjórmn
við. Sjálfur sótti Dagfinnur sjó-
inn og síðar völdu synirnir fjórir,
Einar, Guðmundur, Stefán og
Sigurbergur að gerast sjómenn,
svo og yngsti sonurinn Elías að
nokkru leyti, en Ólafur fórísveit.
Dætumar þrjár, Agata, Sigríður
og Sesselja voru heima hjá móð-
4rd herb. íbúðurhæð
í tvíbýlishúsi við Heiðargerði til sölu. Ibúðin er ný og
mjög vönduð. 110 fermetrar. Bílskúrsréttindi. Olíukynd-
ing með sjálfstilli. Tvöfalt gler í gluggum. Hurðir og
dyraumbúnaður úr harðviði. Skápar úr tekkviði. Sam-
eiginleg þvottavél og þvottapottur. 1. veðréttur laus.
STEINN JÓNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjúhvoli — Símar: 19090 —
14951
í Vesturbænum
Höfum til sölu rúmgóða og skemmtilega 4ra herbergja
íbúð í litið niðurgröfnum kjallara við Granaskjól. tbúðin
er nú fokheld. Verður með sér kyndingu. Fagurt út-
sýni. Hagstætt verð.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314.
Ný sending
Enskar kápur
%
glæsilegt úrval
MARKAÐURl
LAUGAVEGI 89
ur sinni, sem vann fyrir og með
börnum sínum, þegar Dagfinnur
andaðist 1906 og þegar Halldóra
sjö árum síðar var kölluð héð-
an burt, tók ^teta dóttirin Agata
við heimilinuTWg mun samheldni
þessara systkina vera við brugð-
ið af þeim sem til þekkja.
hað er vissulega rnikil gæfa að
vera drengur góður og vær.n
bróðir, og þetta var Stefán hvort
tveggja, en hann var meira,
hann var gæfumaður.
Þegar hann eignaðist eiginkonu
sina Júníönu Stefánsdóttur 1926,
rann upp lífs hans sól. Sjálfur
hefi ég reynt það og veit, hviiík
lífshamingja það er ósegjanieg,
að eiga ástríka eiginkonu og
tryggan lífsförunaut, sem jafn-
framt er yndisleg móðir góðra
barna og myndarlegra, en slíka
hamingju átti Stefán, og hana
mat hann Öllu öðru fremur nér
í heimi. I hinu litla, fallega heim
ili Juniönu og Stefáns á Hring-
braut 32, hefur ávallt friður ríkt
og gleði. Fyrsta barnið sitt, dótt-
ur litla Sigríði, misstu þau hjón-
in barnunga, en fjögur mannvæn
leg börn hafa alizt upp í skjóii
þessara ástríku foreldra, einka-
sonurinn Dagfinnur, flugstjóri
hjá Loftleiðum, giftur 'Soffíu
Haraldsdóttur, Þóra gift framkv,-
stjóra Haraldi Björnssyni, Sigi ún
gift Hannesi Hafstein stýrimanni,
Aslaug, gift Bjarna Júlíussyni
vélstjóra og ekki má gleyma
barnabörnunum, yndi og eftirlseti
elsku, góða afa, sem komu fagn-
andi um borð í stóra skipið har.s
afa og hringuðu sig utan um
þennan elskulega, brosandi barna
vin.
Fyrir nokkru flaug Stefán til
Hafnar með syni sínum, að leita
sér lækninga á þungbærum
sjúkdómi, sem sótti stöðugt
fastar á. Sú för rriistókst,
en hér skal sorgarsagan
ekki sögð, aðeins það, að þján-
ingar sinar bar Stefán með /rá
bærri stillingu og hetjuskap. í
öllum þeim raunum var þó emn
sólargeisli, eiginkonan ástríka,
sem fylgdi manni sínum til sjúkra
hússins og sat öllum stundura
við sjúkrabeðinn unz yfir lauk.
Þega, svo langt var komið
veikindunum að vinur minn far.n,
að bitur hjörr var að göfugu
hjarta reiddur, finnst mér ég bezt
geta túlkað tilfinningar hans með
orðum skáldsins, sem og tók sár-
an út, en horfði æðrulaus gegn ör
lögunum, sem bíða okkar allra:
„Unn mér Drottinn, liknar-
- lagsins,
lausn mér veit í þinni náð".
Kæri, Stefán! Kæri tengda-
bróðir! Nú, þegar komið er að
kveðjustundinni, er mitt að
þakka.Fyrst óg fremst fýrir elsku
lega iengdadóttur, sem verður
syni mínum eins góð sjómanns-
kona, eins og móðir hennar ’-'.ir
þér. Þar næst fyrir allar stund-
irnar, sem við tveir áttum sam-
an í „Brúarfossi" gamla, þær
voru sameign okkar, nú um stund
séreign mín. Eins og þessar stur.d
ir ekki gleymast, verða þær ekki
endurteknar fyrr en við hittumst
aftur á „Brúarfossi" handan vert
við feigðarfjörðinn. Vertu bless-
aður og sæll, kæri vinur og bróð-
ir tryggra tengda!
„Hafðu þökk fyrir hjartans mál,
hug og þrek og vilja.
Gleðji nú Drottinn góða sál,
gefi oss rétt að skilja“.
Júl. Havtseen.