Morgunblaðið - 15.09.1959, Side 23
Þriðjudagur 15. sept. 1959
MORGVNBl4Ð1Ð
23
— Utan úr heimi
Metnaðarmál
» Hann hefir fyrst og fremst
lagt metnað sinn í það að gera
blaðafulltrúann að sem atkvæða-
mestri persónu í öllu stjórnar-
kerfi Bandaríkjanna — og segja
má, að honum hafi tekizt að kom-
ast furðulangt að því leyti.
Það hlýtur að hafa verið hon-
um mikilvæg og „stolt“ stund, er
hann fór frá Washington til
sjúkrabeðs Eisenhowers í Denver
1955, og forsetinn hvíslaði, er
honum var tilkynnt koma blaða-
fulltrúans:
— Er Jim kominn? Því er ég
feginn. — Segir honum, að hann
skuli þegar í stað taka við for-
ystunni.
Það gerði hann — og landar
hans munu sammála wm það, að
opinskáar, en jafnframt skyn-
samlega varkárar filkynningar
hans um sjúkdóm forsetans, hafi
skjótt lækkað þær öldur óttans,
sem í fyrstu gripu um sig meðal
þjóðarinnar.'
— 'k —
Það er sízt að undra þótt vit-
urleg framkoma hans þá erfiðu
daga hafi enn styrkt það traust,
sem forsetinn bar þá þegar til
hans. — Enda segir Eisenhower
gjarna, þegar ganga á frá mikil-
vægum málum, eða áður en áríð-
andi fundir hefjast:
— Við skulum heyra, hvaða
skoðun Jim hefir á þessu.
— Við túngarðinn
Framh. af bls. 13.
Glettinn kyssir Sigurður konu
sína á kinnina um leið og hann
þakkar henni fyrir matinn.
Við höldum á brott frá þessum
stað, þar sem dugnaður fjör og
glettni eiga sér heiðurssæti. Ég
gleymi yfirhöfninni minni og ég
vóna að hjátrúin gamla, sem seg-
ir að það verði til þess að ég eigi
eftir að koma að Laugabóli aft-
ur, rætist á mér.
vig.
— Skibaskálinn
Framhald af bls. 22
ÍR þennan dag voru stór hópur
Biamid.
Sigurjón Þórðarson formaður
bygginganefndar upplýsti að
kostnaður við skálabygginguna
nú væri 285.900 krónur og hefði
verið unnið og keypt efni fyrir
yfir 200 þús. kr. á þessu ári.
Innifalið er mat sjálfboðavinnu
á kr. 20 á klukkustund. Hann
sagði að deildin væri nú fjárvana
en enga styrki hefði deildin
fengið ennþá, en kvaðst vona
að á sínum tíma kæmu þeir til
IR sem annarra. ‘Sigurjón sagði
að skálinn væri reistur í landi
ÍR, landi er Ölfushreppur hefði
gefið félaginu fyrir nokkrum ár-
um og ekki hefði verið selt með
Kolviðarhólslandi. í landareign-
inni væri jarðhiti og yrði reynt
að nýta þá fyrir skálann svo
fljótt sem efni stæðu til. Sagði
Sigurjón að hugmyndin væri að
þarna risi alhliða skíðaheimili —
með dráttarbraut o. fl.
Sigurjón gat um það að meðal
gesta væri einn af elztu félög-
um í skíðadeild ÍR, Friðrik
Daníelsson, en hann var um ára-
bil kallaður „hreppstjóri“ á
Kolviðarhóli vegna mikilvægra
umsjónarstarfa. Kvaðst Sigurjón
vona að fleiri af eldri félögun-
um myndu rétta yngri félögum
deildarinnar nú hjálparhönd og
vísa þeim veginn fram á við.
Albert Guðmundsson form. fé-
lagsins mælti nokkur kvatningar-
ort til skíðadeildarmanna, lýsti
ánægju sinni yfir því hve langt
væri á veg komið og því hve
dugnaður fárra hefði skapað
bjarta framtíð fyrir marga. Bað
hann félagsmenn ekki örvænta
vegna fjárskorts heldur standa
saman og þá yrði málinu hrint
heilu í höfn.
Fleiri tóku til máls og ríkti
ánægjuleg stemning meðal skíða-
fólksins.
— Málefni kvenna
Framh. af bls. 6.
ur á fundarstað. Auk þess fórum
við úr stjórninni mikið út um
land. Ég hefi setið fundi hjá flest-
um félögunum nema á Vestfjörð-
um, og oft hjá sumum. Það hefur
verið mín mesta ánægja í þessari
starfsemi að sækja konurnar
heim.
Maður auðgast mikið að þekk-
ingu af að fara og sjá hvernig
aðstaða kvenna er annars staðar.
Og það er mikið af afbragðs kon-
um í landinu. Ég hefi einkum
reynt að hafa samband við víð-
sýnar konur og þær eru margar.
í svoná félagsskap kemur upp
allt milli himins og jarðar og þar
sem góðar konur eru í félögunum
greiðist úr því af sjálfu sér.
Nú taka aðrar við
Það hefði verið fróðlegt og
skemmtilegt að spjalla meira við
frú Guðrúnu Pétursdóttur um
þátttöku hennar í fjöldamörgum
öðrum félagsmálum, spyrja hana
um það þegar hún kenndi kon-
um að prjóna í Heimilisiðnaðar-
félaginu, þegar hún átti þátt í því
að Mæðrastyrksnefnd kom upp
orlofsheimili- fyrir húsmæður i
Mosfellssveitinni, þegar hún sat
og saumaði íslenzku fánana fyrir
konungskomuna 1907 og ótal
margt fleira. En í stuttu blaða-
viðtali verður einhvers staðar að
nema staðar og því vænlegast að
halda sig nær eingöngu við til
efni viðtalsins, það að frú Guðrún
Pétursdóttir er að hætta for-
mannsstörfum í kvenfélagssam-
bandinu. — Ekki eruð þér alveg
hættar störfum. í kvenfélögun-
um, þó þér sitjið ekki lengur í
formannssæti, frú Guðrún?
— Jú, ég ætla alveg að hætta
allri félagsstarfsemi. Það er ekki
rétt að skipta sér af og setja út á,
ef maður er ekki lengur maður
til að vinna og bæta úr. Ég er nú
búin að beita mér í málefnum
kvenna í 65 ár. Nú er tími til
kominn að aðrar taki við.
E. 'Pá.
Kvæðamanna-
félagið Iðunn
30 ára *
KVÆÐAMANNAFÉLÁGIÐ Ið-
unn verður í dag 30 ára. Það
var stofnað 15. sept. 1939 og voru
aðalhvatamenn að stofnun þess
Björn Friðriksson og Kjartan
Ólafsson.
Félagið hefur þegar sungið 300
rímnalög inn á segulbönd og plöt-
uf og afhent eitt eintak af þeim
til Þjóðminjasafnsins. Félagið
heldur kvöldvökur tvisvar í mán-
uði.
Formenn Kvæðamannafélags-
ins Iðunnar hafa verið Kjartan
Ólafsson, Jósef Húnfjörð, Björn
Friðriksson og Sigurður Jónsson
frá Haukagili. Núverandi stjórn
skipa: Sigurður Jónsson frá
Haukagili formaður, Jóhannes H.
Benjamínsson, gjaldkeri, Sigurð-
ur Jónsson frá Brún ritari, Kjart-
an Hjálmarsson og Ormur Ólafs-
son.
Byrjað að slátra
á Selfossi í dag
FRÉTTARITARÍ Mbl. á Selfossi
símaði í gærkvöldi, að sauðfjár-
slátrun myndi hefjast í dag í
stærsta sláturhúsinu fyrir austan
Fjall, sláturhúsinu á Selfossi,
eign Sláturfélags Suðurlands.
Það er ekkbvitað hve mörgum
dilkum verður slátrað nú í haust,
sagði fréttaritarinn, en 1200—1500
verður slátrað á dag.
Ekkert hefur verið tilkynnt um
kjötverðið á nýja kjötinu, en
sennilegt er að það muni koma á
markaðinn seinnipart vikunnar,
svo ekki getur dregist lengi að
kunngjört verði kjötverðið.
Sendisveinn
Röskur sendisveinn óskast
frá kl. 6 til 12 f.h.
Þarf að hafa skellinöðru.
Afgreiðsla Morgunblaðsins. Sími 2-24-80
fltottiiittbljibtto
Unglinga
vantar til bladburðar í
eftirtalin hverfi
EFSTASUND og
HVERFISGÖTU II
Drengir eða telpur
óskast til sendiferða
á skrifstofu blaðsins.
Vinnutími kl. 10—6.
ofgjtittbfefrib
Hjartans þakkir til fjölskyldu minnar, venzlafólks,
sveitunga, gamalla og nýrra vina, fjær Og nær, er heiðr-
uðu mig með skeytum, gjöfum, blómum og heimsókn-
um á sjötugsafmæli mínu.
Lifið öll heil og hugumglöð.
Jón Sumarliðason, f. Bre ðabólsstað.
Innilegt þakklæti til allra skyldmenna og kunningja
sem glöddu mig með heimsókn, hlýjum orðum, gjöfum,
blómum og skeytum á 60 ára afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Þóranna Helgadóttir.
Hjartanlegar þakkir færi ég öllum, sem auðsýndu
mér vinarhug á sjötíu ára afmæli mínu, 4. þ.m. með
heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Gísli Jónsson, Helgastöðum.
Þið vinafjöld, fjær og nær, sem á margvíslegan hátt
fylltuð hugi okkar og hjörtu gleðigeislum og blómaang-
an gullbrúðkaupsdag okkar og brúðkaupsdag elzta sonar-
sonarins. Hjartans þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Þórdís og Bjarni Benediktsson,
frá Húsavík
Ég þakka hjartanlega börnum mínum, tengdabömum
og barnabörnum, frændfólki, kunningjum og félögum
fyrir heimsóknir, heillaóskir og góðar gjafir á 75 ára
afmæli mínu 3. sept.
Guð blssi ykkur öll.
Ágústa Jónsdóttir,
Lækjargötu 10, Hafnarfirði.
Móðir mín
GUÐRtíN jónsdóttir
frá Fáskúrðsfirði,
andaðist 13. sept. að Hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hain-
arfirði.
Sólveig Bjarnadóttir.
Maðurinn minn
STEFÁN Ó. STEPHENSEN
andaðist aðfaranótt 13. þ.m. að heimili okkar.
Sigríður Arnórsdóttir.
Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföðurs
SIGURÐAR GUÐBJARTSSONAR
bryta,
fer fram í dómkirkjunni, miðvikudaginn 16. sept. kl. 2 e.h.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna
er vinsamlega bent á Slysavarnaiélag íslands og Dvalar-
heimiU aldraðra sjómanna.
Esther H. Ólafsdóttir, börn og tengdaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa
EYÞÓRS GUÐJÓNSSONAR
bókbindara.
Ástriður Bjömsdóttir,
börn, tengdabörn og barnaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarð-
arför eiginmanns mína og föður
SIGÞÓRS JÓNSSONAR
Stefanía Árnadóttir, Sigrún Sigþórsdóttir.
Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, er sýndu okkur
hluttekningu og vinarhug við andlát og jarðarför
JENS ÁRNASONAR
vélsmíðameistara.
Guðrún Halldórsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.