Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmfudagur 17. sept. 1959 p------------------------□ „Forsetafíll64 PARÍS, 15. sept. — (Reuter) — Abbe Fulbert Youlou, forsætis- ráðherra Kongó-lýðveldisins, hef ur gefið Eisenhower Bandaríkja- forseta 15 mánaða gamlan fíl — vel kynjaðan og hinn bezta grip að sögn. — Hann er nú á leið til sinna nýju heimkynna, kom hingað í morgun' með flugvél frá Brazzaville. Var tekið á móti Zimbo, en svo nefnist „forsetafíllinn“, með pomp og pragt, er honUm var „skipað upp“ úr flugvélinni, í búri sínu. — Zimbo var síðan af- hentur Amory Houghton, banda- ríska sendiherranum, sem verður að hýsa hann, þar til hann verð- ur sendur með skipi til Banda- ríkjanna. □------------------------□ —' -----------------------• Kirkjudugur Reykhólukírkju SUNNUDAGINN 30. ágúst, var haldinn hinn ár.cgi kirkjudagur í Reykhólakirkj u og var margt kirkjugesta. Ólafur Ólafsson kristniboði hélt stólræðuna, en óknarprest- urinn séra Þóranan Þór þjónaði fyrir altari og kirkjukór Reyk- hólakirkju söng. Að lokinni guðs- þjónustu í gömlu kirkjunnx var gengið út í kirkja þá sem er í smíðum á Reykhólum. Sóknar- presturinn þakkaðí þann áfanga sem þegar hefði náðst og bað að blessun Guðs mundi fylgja því starfi sem eftir væri að vinna. Kirkjukórinn söng tvo sálma. Reykhólakirkja er veglegt hús og verður hún helguð minningu mæðginanna frá Skógum í Reyk- hólasveit þeim Þóru Einarsdóttur og séra Matthíasi Jochumsyni skáldi. Þegar eru farnar að berast gjafir frá fólki sem vill minnast mæðra sinna, en nöfn þessa fólks verður skráð í sérstaka bók sem verður varðveitt. Framkvæmda- stjóri kirkjubyggingarinnar er Sæmundur Björnsson kaupmað- ur, Reykhólum. Yfirsmiður er Magnús Skúlason frá Vogum á Vatnsleysuströnd og múrarameist ari er Oddur Daníelsson frá Tröllatungu í Strandasýslu. Úr hinni nýju kirkju var gengið í Prestshúsið og þar sezt að kaffi- drykkju í boði sóknarnefndar. Síðar um daginn hafði Ólafur Ólafsson kvikmyn'dasýningu í Barnaskólanum . og sagði frá kristniboðinu í Konsó og sýndi þaðan ýmsa muni sem hann hafði komið með með sér þaðan. Fólk hér er þakklátt Ólafi Ólafssyni fyrir það að eiga þess kost að iskyggnast ofurlítið inn í hið fórnfúsa starf sem unnið er í Kristniboðsstöðinni í Konsó. Tíð hefur verið hér mjög erfið í ágústmánuði og má segja að ekkert af„heyjum hafi náðst inn og lítur út fyrir allmikla erfið- leika í því sambandi, ef ekki ræt- ist úr á næstunni. Niðurskurður á sauðfé byrjar héðan af Reykjanesi og Þorska- firði mánudaginn 7. september og verður þá byrjað að slátra á þenn bæjum sem veikin kom upp á, en að öðru leyti verður slátruninni hagað þannig, að lömbunum á hinu sýkta svæði verður slátrað fyrst og ærnar geymdar fram yfir þann tíma að venjulegri slátrun er lokið af því svæð: sem slátrar í sláturhúsinu í Króks- fj&rðarnesi. Erfitt verður að fá fullan mann skap í sláturhúsið til að byrja með og veldur það mestu um hve erfiðlega hefur gengið að ljúka heyskap. — Sv. G. S HAFNARGARÐURINN í Húsa ( ) i.ílr 1l.fi. i .1 .11 '1 — VA.ÍX vík hefir í sumar verið lengd- j ( ur um 15 metra. Keri því, sem) S myndin er af þá verið er að • ^ sjósetja það, var sökkt 5 m j (frá enda hafnargarðsins, en i ) síðan steypt í bilið. | Unnið er áfram að lengingu j \ garðsins, og er langt komið s S að steypa upp annað ker, sem i s sjósetja á næsta vor. ; næsta vor. Ljósm. S. P. Bj. Hong Kong vegnar vel Ný rækjuverk- smiðja í Hnífsdal ÍSAFIRÐI, 14. sept. — Ný rækju- verksmiðja tók til starfa í Hnífs- dal sl. laugardag. Er hún eign þeirra Böðvars Sveinbjarnarson- ar, ísafirði, og Sigurðar Sveins- sonar, Hnífsdal. Allt að tuttugu manns geta starfað þarna við skelflettingu og niðursuðu rækj- unnar, og verða það að öllum líkindum flest húsmæður í Hnífs- dal. — I Hnífsdal er hafin bygg- ing félagsheimilis og nokkur íbúðarhús eru þar i smiðum. — Atvinna er með blóma þar í kaup túninu. — GK. MIKIL gróska hefur verið í efna hagslífi Hong Kong-nýlendunn- ar það sem af er þessu ári og hefur svo reyndar verið mörg undanfarin ár. Fyrst og fremst er það iðnaðurinn, sem hefur blómgast, en búizt er við að þró- unin í næstu framtíð verði ekki eins ör og verið hefur, þar sem markaðserfiðleikar eru farnir að gera vart við sig. Vinnuafl er ódýrt í Hong Kong og hefur mik- ið verið flutt af ódýrum baðm- ullarvörum til Bretlands, sem sér stakir viðskiptasamningar innan heimsveldisins leyfa. En einnig hefur verið selt mikið af sérstök- um baðmullarvörum til Banda- ríkjanna og hafa bandarískir framleiðendur nú farið fram á Hjálparbeiðni HÉR í bænum er ung stúlka, sem lamaðist fyrir fjórum árum, en hefur nú fengið þann mátt, að hún mundi geta stjórnað bíl. Hún óskar mjög að geta fengið slíkt tæki, en er einstæðingur og eignalaus. Gæti nú ekki got't fólk, sem skilur neyð annarra, lagt saman í dálitla upphæð handa henni. Leyfi mun fást, að- eins ef hún gæti borgað bílinn. Tillögur um fyrirhugað minnismerki sjómanna á Akranesi FRAMKVÆMDARNEFND minn ismerkis sjómanna á Akranesi hefur ákveðið að láta fara fram samkeppni um gerð minnismerk- isins. Merkinu hefur verið val- inn staður á Jaðri, hæð skammt frá íþróttasvæði bæjarins. Sam- þykkt hefur verið að verja kr. 17.500,00 úr sjóði merkisins í þessu skyni. Fyrir tillögu sem teljast bera mjög af, að áliti dóm- nefndar, eru veittar kr. 10.000.00. Fyrir tillögu, er dómnefnd dæm- ir 2. verðlaun, kr. 5.000.00, og fyrir þá, sem dæmd eru 3. verð- laun, kr. 2.500,00. Framkvæmdar- nefnd áskilur sér rétt til fullrar eignar á þessum tillögum, hvort sem nokkur þeirra kemur til framkvæmda, eða ekki. Skilyrði af hendi framkvæmd- arnefndar: 1) Tillögumenn geri nákvæma grein fyrir tillögum sínum með uppdrætti og helzt einnig með líkani. 2) Merkið á að bera það greinilega með sér, sem því er ætlað að túlka: a) að vera tákn sjómannastéttar- innar í heild og b) helgað minn- ingunni um þá sjómenn sérstak- lega af Akranesi, sem féllu við skyldustörf sín á sjónum og gistu vota gröf. Með tilliti til síðari liðs (b) verði minningaherbergi (lítil kapella) í sjálfu merkinu, eða í tengslum við það. Stærð herbergisins er áætlað ca. 30 m2 að flatarmáli. Með hliðsjón af staðsetningu minnismerkisins, fer vel á að það rísi hátt, ca. 10—12 metra. Að öðru leyti hafa þeir, sem hug hafa á að taka þátt í þessari samkeppni óbundn- ar hendur. Þess skal getið, að samkeppnin er ekki fastbundin við viðurkennda listamenn eina. Öllum, sem vilja reyna að leysa þetta verkefni, er boðin þátttaka. Frestur til að skila tillögum er ákveðinn til 15. des 1959. Tillög- unum sé skilað til formanns fram kvæmdarnefndar, séra Jóns M. Guðjónssonar, Akranesi. Séu þær auðkenndar með dulnefni og fylgi nafn og heimilisfang til- lögumanns í lokuðu umslagi. Formaður veitir frekari upplýs- ingar, ef óskað er. Sími hans er nr. 18. Um dómnefnd verður birt síðar. Fulltrúar framkvæmdarnefnd- ar við álitsgjörð eru: Guðmund- ur Guðjónsson, skipstjóri, Akra- nesi, og Guðmundur Sveinbjörns son, framkvæmdarstjóri, Akra- nesi. F.h. framkvæmdarnefndar Jón M. Guðjónsson að dregið verði úr þeim inn- flutningi. Á fyrri hluta ársins 1959 varð framleiðsluaukningin mest á baðmullarfatnaði, en einnig jókst framleiðslan á leikföngum, gúm- og leðurvörum, vasaljósum og öðrum ljósatækjum og mörgu fleiru. í fyrsta skipti í langan tíma var viðskipta jöfnuðurinn við Bandaríkin hagstæður og urðu þau jafnframt stærri við- skiptavinir en Bretland. Önnur helztu viðskiptalönd nýlendunn- ar eru: Japan, V-Þýzkaland, Kanada, Indónesía, Thailand og ar fæðingartölu, en mest fjölgar þó vegna flóttamanna, sem koma frá Kína. Ekki er vitað nákvæm- lega hve heildaríbúafjöldinn í nýlendunni er orðinn mikill, en samkvæmt áætlunum, sem gerð- ar hafa verið, er hann 3%—3>/á milljón og mun þetta nú einn þéttbýlasti staður jarðarinnar. Erlent fjármagn í iðnaðinum. Innflutningur erlends fjármagns hefur átt verulegan þátt í iðnað- arþróuninni í Hong Kong síð- ustu árin, enda hefur margt ver- ið gert til þess að laða það að. Er mikið um erlend fyrirtæki Götumynd frá Victoria, en svo nefnist borgin, sem byggð er i bröttum hlíðum Hong Kong-eyjunnar. Malajaríkjasambandið. En ásama tíma, sem viðskipti hafa verið að aukast við fyrst nefndu ríkin hafa þau heldur farið minnkandi ýið þrjú hin síðastnefndu, þrátt fyrir það, að þau liggja tiltölu- lega nálægt Hong Kong. Fyrir utan iðnað er móttaka ferðamanna stærsti atvinnuveg- urinn. Samtals eyddu ferðamenn 62 millj. dollara í nýlendunm á árinu 1958. Auknar flugsamgöng- ur eiga langmestan þátt í þróun þessa atvinnuvegar. Fyrir utan markaðserfiðleika, sem áður var minnzt á, er gert ráð fyrir, að iðnaðurinn í Hong Kong muni mæta vaxandi sam- keppni í framtíðinni frá öðrum iðnaðarlöndum í Asiu. Annað vandamál er þó miklu alvarlegra og það er hin geysilega fólks- aukning, sem á sér stað. Bæði er aukningin mikil vegna hárr- starafandi í nýlendunni, en hitt er þó algengara að erlendir að- ilar standi að fyrirtækjum með íbúunum sjálfum og eru því fram leiddar þar margar vörutegundir, sem hinir erlendu aðilar hafa einkarétt til að láta framleiða. Fjármagnið kemur frá ýmsum löndum; fyrst og fremst frá Bret landi, einnig mikið frá Banda- ríkjunum og svo frá ýmsum löndum í Asiu. f Hong Kong ríkir frjálst efnahagskerfi, sem hefur gert það að verkum, að margir hafa séð sér hag i því að ávaxta fé sitt frekar þar heldur en 1 nálægum löndum, þar sem höft eru ríkjandi á mörgum sviðum. Afleiðingin hefur orðið mikll uppbygging atvinnuvega nýlend- unnar, sem hefur gert íbúunum kleift að lifa í svo miklu þröng- býli, sem raun ber vitni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.