Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 6
6 MORVUNM AÐÍÐ Fimmtudagur 17. sept. 1959 SöngskenunfuB Engel Lnnd FYRIR tíu árum er meistari Ad- olf Busch var hér ásamt Engel Lund, sagði hann: Engel Lund er heimsstærð í sinni listgrein, og á engan sinn líka. Það eru nú liðin tíu ár síðan Gagga var hér síðast, það er of langur tími. Engel Lund er fædd á íslandi og var hér til ellefu ára aldurs, enda er hún mikill fslendingur. Hvar sem hún hefir farið um lönd og naldið hundrnð tónleika fyrir flestar þjóðir heims, endar hún ævintega með því að.syngja íslenzkt lag. Svona er tryggð hennar mikil við bernskustöðvarnar. Undir söng E. L. er eitt orð, sem oftast kemur í hug áheyrand- ans: Stórkostlegt ,og á það jafnt við um sjálfan sönginn og með- ferðina á ljóði og lagi. Sérgrein hennar er túlkun ljóðs og lags, og til þess að ná sínu háa marki hlaut hún að nema margar þjóð- tungur svo vel að hún næði innsta hugblæ málsins, hjarta fólksins, sem leitaði uppi orðin í sálar- stríði sínu og þrengingum. Hið sama gildir um lögin. Mörg þeirra þjóðlaga, þar á meðal flést hin íslenzku, sem hún syngur, eru til í ónákvæmum og ófullkomrjum uppskriftum, rituð á hlaupum og eítir minni alls kotiar fólks. Það sem skrifað stendur er ekki alltaf sjálft „orðið“ heldur í bezta lagi ávísun, sem vísinda- og lista- menn á borð við E. L. geta sorfið til svo finna megi dyrnar að völ- undarhúsi því, sem geymir sjálf- an hjartslátt aldanna, formaðan í lítið óljóst stef eða ljóð, af því engin æfð listamannshönd hafði dregið útlínur þess svo skýrt að af tæki öll tvímæli um boðskap þess til nýrra kynslóða. Hér gild- ir að nokkru hið sama og um hin fornu handrit þar sem lesa verð- ur í langar eyður, þar sem aðeins fá merki eru til leiðsögu. Þetta orðar Gagga í lítillæti sínu svo fallega, er hún biður lagið að segja sér hvernig það vilji láta syngja sig, og bíður þangað til svarið kemur. Og þessi skýring er líka góð lýsing á listakonunni sjálfri, þessari miklu, gáfuðu konu ,sem ferðast hefir um lönd- in til þess að leita uppi gimsteina, sem varða sköpun lífsins og þróun þess, af svo frómum huga að allir sem henni kynnast hljóta að spyrja í djúpri aðdáun: Hvers- vegna er Gagga ekki prófessor við Háskóla íslands — við alla há- skóla. Á tónleikum sínum sl. miðviku- dag og fimmtudag söng hún flest uppáhaldslögin sín, sem hún hef- ir sungið hér áður, og nokkur ný lög, þar á meðal íslenzk, sem stækkað hafa fsland til muna í húgum þeirra, sem meta fleira en það sem látið verður í aska. Páll ísólfsson lék undir á tón- leikunum og var samvinna þess- ara tveggja listamanna í fullu samræmi við efnið sem flutt var. Hefur Páli sjaldan tekizt betur upp. Vikar. x Fréttafrelsi ógnað PORT ELIZABETH, S.-Afríku, 15. sept. — (Reuter) — Hendrik Wannenburg, forseti blaðamanna félags Suður-Afríku, sagði í dag, að ýmsar aðgerðir stjórnvald- anna undanfarið væru „alvarleg ógnun“ við frjálsa og óháða fréttaþjónustu í Iandinu. Hann vísaði sérstaklega til máls Henry Barzilay, sem hefur starfað hér sem fréttaritari NBC- útvarpsstöðvanna bandarísku, en hónum hefur verið skipað að hverfa úr landi fyrir nk. laugar- dag. — Wannenburg sagði, að það bæri vissulega vott um yfir- vofandi hættu á þessu sviði, að stjórnvöldin skyldu gera frétta- mann landrækan, án þess að gefa nokkra skýringu á slíku athæfi — og án þess að manninum væri gefið nokkuð sérstakt að sök. Prestar S-Þingeyjarpró- fastdœmi rceða um veiting prestsembœtta HÚSAVÍK, 11. sept. — Héraðs- fundur Suður-Þingeyjarprófasts- dæmis var haldinn á Húsavík í gær. Fundurinn hófst með messu og prédikaði hinn nýkjörni prest- ur að Laufási, séra Birgir Snæ- björnsson. Kl. 16 setti prófastur, Friðrik A. Friðriksson, fundinn með ávarpi, en aðalmál fundar- ins voru umræður um afnám prestkosninga í því formi, sem þær nú eru. Frummælendur voru séra Stefán Lárusson, Vatnsenda, og séra Sigurður Haukur Guðjóns- son, Hálsi. Miklar umræður urðu um málið og lauk þeim með því að felld var með 7 atkv. gegn 6 svohljóðandi tillaga: „Héraðsfundur Suður-Þingeyj- arprófastsdæmis, haldinn 13. steptember 1959 á Húsavík, lýsir vanþóknun sinni á ríkjandi fyrir- komulagi á veitingu prests- embætta, og því ófremdarástandi sem það skapar. Skorar iundur- inn því á hið háa Alþingi að af- nema prestkosningar. Telur fundurinn að heppilegri lausn á veitingu prestsembætta væri þannig: Umsækjendur sendu um- sókn sína til biskups og þegar umsóknarfrestur er úti sendir biskup»umsóknina til hlutaðeig- andi héraðsprófasts, er í samráði við sóknarnefndir mælir með einhverjum umsækjanda og send ir síðan aftur biskupi. Þar sem um fleiri sóknir er að ræða, gildi atkvæði hvers sóknarnefndar- manns í hlutfalli við fjöida atkvæðisbærra sóknarbarna við komandi sóknar“. Fundinn sátu allir prestar og- safnaðarfulltrúar prófastsdæmis ins. — Fréttaritari. Mikið fjölmenni v/ð vígslu Reynivallakirkju MIKIÐ fjölmenni var samankom- ið við hina 100 ára gömlu Reyni- valiakirkju er biskup landsins próf. Sigurbjörn Einarsson gekk til kirkjunnar í fylgd með fimm hempuklæddum prestum, og sóknarnefndarmönnum Ekki rúmaði kirkjan nærri alla kirkjugesti og var gjallarhorni komið fyrir utan á kirkjunni. Veður var hiðákjósanlegasta,logn og skýjað svo sólar naut ekki. Velflest sóknarbörn voru við at- höfnina, en auk þess ýmsir komn- ir lengra að, t.d. af Kjalarnesi, Mosfellssveit, Reykjavík og lengst sótti hátíðarguðsþjónust- una kona austan úr Grímsnesi. Vígsluathöfnin fór virðulega fram. Að vígsluræðu biskups lok inni, sté í stólinn Kristján Bjarna son sóknarprestur, og einnig tal- aði í kirkjunni Garðar Þorsteins- son prófastur. Við guðsþjónust- una skírði sóknarpresturinn son sinn og meybarn dóttur Engil- bjargar og Gísla hreppstjóra Andréssonar á Neðra Hálsi. Við þetta tækifæri bárust Reynivallakirkju margar gjafir og margar blómakveðjur. Að lok- inni vigsluguðþjónustunni var haldið í Félagsgarð og voru þar bornar fram veitingar í boði kvenfélagsins. Voru þar ræður haldnar og töluðu biskupinn, sóknarpresturinn, Hannes Arnórs son í Hækingsdal og Steini Guð- mundsson á Valdastöðum. Veizlu- stjóri var Oddur Andrésson hreppstjóri á Hálsi. Aðalfundur Sambands austfirzkra kvenna AÐALFUNDUR Sambands aust firzkra kvenna var haldinn á Hall ormsstað dagana 30. og 31. ágúst sl. Formaður Sambandsins, frú Sigríður F. Jónsdóttir setti fund- inn og bauð fulltrúa og gesti vel- komna. Fundarstjórar. voru frú Ingunn Ingvarsdóttir og frú Þór- ný Friðriksdóttir Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru þessi mál tekin fynr og rædd: Heilbrigðismál, garð- yrkjumél, námskeið og ráðunaut- ar, skólamál og orlóf húsmæðra. Hallsteinn Larsen flutti erindi um garðrækt og Ingunn Björns- dóttir kennari um húsmæðra- fræðslu. Frk. Halldóra Bjarna- dóttir sýndi ullariðnað og talaði um heimilisiðnað og félagsstöri, en frk. Halldóra er heiðursfélagi sambandsins. Sýnd v'oru sýnis- horn af handavinnu nemenda húsmæðraskólans og kynnti Ás- dís Sveinsdóttir skólastjóri sýn- inguna. Á aðalfundinum komu fram og voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: 1) Að fara þess á leit við Bún- aðarsamband Austurlands að það hafi á sínum vegum ráðunaut til leiðbeiningar við matjurta- og skrúðgarðarækt að vorinu. 2) Að öll kaupfélög á landinu hafi ætíð á boðstólum síld í átt- ungum. Jafnframt þakkar fund- urinn Sambandi ísl. samvinnu félaga fræðslustarfsemi þeirra undanfarin sumur í þágu heimil- ana. 3) Að mynda sjóð, sem styrki eldri deildar nemendur við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað - 1 ■ skrifar úr daglega lífínu , Velvakandi gramur ÞAÐ hefur ekki sjaldan valdið Velvakanda gremju og óþæg indum, hve erfitt er að komast áfram á gangstéttum höfuðstað- arins, þegar margir eru á ferh. Naumast er hægt að komast lengd sína, án þess að rekast a einhvern sem á móti kemur. — Ástæðan til þess arna er, etns og öllum má vera ljóst, að fóik. sem ætlar í gagnstæðar áttir, gengur sömu megin á gangstétt- inni og þarf því stöðugt að sæta lagi, til þes að .smjúga fram nja þeim, sem á móti koma. Er hægt aff bæta um? ER hægt að gera eitthvað, til þess að bæta úr þessu? Já: Og hvað er það, sem hægt er að gera? Það er einfaldlega það, að gangandi fólk fari eins að og á ganstéttunum og ökutækin á göt unum,' haldi sig vinstra megin og víki til vinstri. Ef vegfar- endur gerðu þetta, yrði niður- staðan sú, að þeir, sem færu f aðra áttina, gætu gengið ótrauð- ir áfram á öðrum helmingi gang stéttarinnar, en hinir, sem væru á leiðinni í gagnstæða átt, hefðu svo hinn helming gangstéttarinn- ar fyrir sig. Með þessu móti væru báðir aðilar lausir við þær tafir og margskonar leiðindi, sem af sífelldum árekstrum hafa hlot- izt og alltaf á að gera ráð fyrir, meðan þetta ófremdarásand helzt. Ringulreið effa skipuleg umferð. EN er þetta framkvæmanlegt, mundi máske' einhver viljá spyrja. Jú, hví ekki það. Þetta hefur t. d. verið óhjákvæmilegt úti á götunum, — og þar gefist einstaklega vel. Eða hvernig yrði ástandið í umferðinni, ef bifreið- arnar hættu að halda sig hver á sínum götuhelmingi? Það þarf ekki aS hugsa um það mál lengur en í hálfa mínútu, til þess að öllum verði ljóst, að allt myndi lenda í hinni örgustu ringulreiö og enginn komast neitt áfram. En það er aldeilis ekki fjarri því, að þannig sé ástandið á gangstétt unum nú, a. m. k. þegar verst lætur. Víkiff til vinstri. GÓÐIR Reykvíkingar. Hugsum nú dálítið ufn þetta mál Og ef þið komist að sömu nið- urstöðu og Velvakandi, takið þá höndum saman við hann um aö halda ykkur jafnan vinstra meg- in á gangstéttunum. Víkið til vinstri — og sjáið hvað skeð- 'ur! Þá fyrst myndi Velvakanda reka alveg í rogastanz, ef þetta brygðist! En það mega ekki margir svíkjast undan merkjum, til þess að árangurinn láti á sér standa. Minnumst því öll þess, sem ráðherrann sagði í bernzku: — Það er bezt að hver passi sjálí- an sig. með lánum eða beinum fjárfram- lögum. 4) Að raforkumálastjóri hlut- ist til um, að skólanum verði sem fyrst komið í öruggt samband við rafveitukerfi Austurlands, svo starfsemi skólans truflist ekki af þeim sökum. 5) Að fá upplýsingar hjá Fé- lagsmálaráðuneytinu um Orlofs- sjóð húsmæðra, sem á undánförh- um árum hefur verið á fjárlög- um. Sambandið hefur gert ítrek- aðar tilraunir til að fá upplýsing- ar og hlutdeild í sjóðnum, en enga aheyrn fengið, og telur fund urinn það freklega móðgun við aðalsamtök kvenna á Austurlandi og óskar eftir skýlausum svörum. 6) Að félagsdeildirnar hefji áróður á sínu svæði fyrir aukhu hreinlæti, snyrtilegri umgengni á almannafæri, kringum hús og bæi til sjávar og sveita Stofnaður var heilbrigðismála- sjóður til styrktar sjúkrahúsi Egilsstaða fyrst um sinn, en á sl. ári var afhentur ríflegur sjóður til fjórðungssjúkrahúsS Austur- lands í Neskaupstað. Húsmæðraskólinn hélt fundin- um kvöldboð á sunnudag og voru þar yfir 40 konur. Að fundinum loknum hófst or- lof húsmæðra í Húsmæðraskól- anum og tóku þátt í því konur frá 5 félagsdeildum. Stjórn sambandsins skipa: Sig- ríður F. Jónsdóttir, Egilsstöðum, formaður, Bergþóra Guðmunds- dóttir, Karlsskála, ritari. Styrkur til háskólanáms EINS og undanfarin ár veitir British Council eins árs styrk til háskólanáms í Brezka samveld- inu. Umsækjendur rr.ega vera konur eða karlmenn frá 25 til 35 ára og verða að hafa lokið há- skólanámi eða hafa sambærilega menntun. Umsækjendur í læknis fræði verða að auki að hafa lokið tveggja ára reynslutima eftir próf. Umsækjendur verða að hafa gott vald á enskri tungu. Umsóknareyðublöð eru fáanleg hjá brezka sendiráðinu að Lauf- ásvegi 49, og verða að útfyllast og hafa borizt fyrir 1. desember 1959. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.