Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. sepí. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Úr bœ i borg FYRIR nokkru var þess minnzt hér í blaðinu, að 20 ár voru liðin frá því heims- styrjöldin síðari brauzt út. í dag eru 20 ár síðan Rúss- ár hófu þátttöku í styrjöld- inni með Þjóðverjum. Þeir réðust inn í Pólland þann 17. september 1939, þegar Pólverjar áttu í vök að verjast. Þessi árás Rússa aftan að Pólverjum kom mönnum þá á óvart alveg eins og griðasamningur Hitlers og Stalins nokkru áður. Smám saman var að koma í ljós, að Hitler og Stalin höfðu gert með sér víðtækari samning, en griðasamning- Sög&ileg mynd; INNARLEGA við Njálsgötuna eða nánar tiltekið á lóðinni 59 hefur í sumar verið reist fjögra hæða íbúðarhús, steinhús með átta fjögra herbergja íbúðum, kjallari er undir húsinu, sem er mjög reisulegt, og sjáanlega vel byggt. Nú er það alls ekki í frá- sögur færandi, þó veglegt hús sé byggt í þessum bæ, jafn mik- ryrir vináttusamninginn /ið Hitler. Einvaldsherr- irnir skipta Póllandi bróð- írlega á milli sín. Með Dessu hefur eitt lýðræðis- ríkið enn verið lagt í rúst- ir í Evrópu. Hvert verður næst í röðinni veit enginn“. Pólverjar hugðust verj- ast Þjóðverjum til hinzta manns. Höfuðborg þeirra var umsetin, þegar þessi Árásarsamsfarf Rússa og Þjóðverja inn einan. Þeir höfðu þegar komið sér saman um að þurrka Pólland út af landa bréfinu og skipta því á milli sín. Það var fjórða skipting Póllands, sem stórveldin tvö höfðu fram- kvæmt. Um þennan atburð var svo komizt að orði í for- ustugrein Mbl. þann 19. september 1939: „Það er komið fram, sem spáð var að fylgja myndi þýzk-rússneska samningn- um. Rauði her Stalins hef- ur ráðizt að baki Pólverj- um og lagt undir sig þann hluta Póllands, sem Stalin var lofað sem endurgjaldi atburður gerðist. Samt var enga uppgjöf að finna í liði þeirra, þar til fregnin kom um innrás Rússa. Þá slokknaði öll von í brjósti þeirra. En þýzku og rússnesku árásarmennirnir sýndu samhug sinn í ofbeldisverk inu í sameiginlegri liðs- |> könnun Litovsk, tekin af. sem bænum Brest myndin ið sem hér hefur verið byggt. En þetta hús er í mínum aug- um táknrænt fyrir það, sem koma á, og koma þarf í bygging- armálum þessa bæjar, þarna þar sem áður var einnar íbúðar timh urhús á stórri lóð, er nú risið átta íbúða glæsilegt steinhús, víðbótin er íbúðir fyrir sjö fjöl- skyldur. Ekki veit ég hverjir að þessari byggingu standa, en mér er kunnugt um það, að bygg ingameistarar hafa eitthvað gert að því undanfarið, að kaupa stórar lóðir, þar sem smáhús hafa staðið, og jafnvel komist að samkomulagi við fyrri eigendur, að þeir fengju sem greiðslu fyrir eign sína, íbúð, eða íbúðir, í hin- um nýju stórhýsum, sem þeir hafa svo reist á lóðinni, umfram íbúðir er svo auðvelt að selja, því flestir eða allir vilja heldur bún innan Hringbrautar í gamla bænum heldur en þurfa að flytj- ast í hin nýju fjarlægari bæjar- hverfi. Þegar gengið er um gamla bæinn, hvort sem það er um Austur- Vestur- eða Miðbæ- inn, má sjá á óteljandi stöðum smá timburhús, á stórum, eða segja má nær óbyggðum lóðum, þar sem allt er fyrir hendi, götur, frárennsli, vatn, rafmagn, o. s.frv. Væri það ekki hagsýni hjá því opinbera, og skipulagsstjórn bæjarins, að hlutast til um það, með árlegri áætlun, og í sam- vinnu við framtakssama dugn- aðarmenn í hyggingaiðnaðinum, — að samið væri við eigendur slíkra smáhýsa á stórumbygginga lóðum, að þeir létu eignir sinar af hendi, gegn íbúð, eða íbúðurn í nýjum stórhýsum. Það er rúm fyrir mörg hundruð fjölskyldur til viðbótar í gamla bænum, ef áætlun yrði gerð um uppbygg- ingu hans í líkingu við það, sem gert hefur verið í sumar á hús- lóðinni Njálsgötu 59. Kjartan Ólafsson, brunav. er Mótmæli Finnlandspistill frá Sten - Olof Westman ★ Óvissa í stjórnmálalífinu ÞAÐ fjör, sem venjulega færist í stjórnmálalífið á þessum árs- tíma, virðist ekki ætla að leiða af sér verulegan árangur fyrir þá, sem höfðu gert sér vonir um myndun samsteypustjórnar. Sem kunnugt er situr nú að völdum xninnihlutastjórn bænda með V. J. Sukselainen í forsæti og Ralf Törngren í embætti utan- ríkisráðherra .Sá síðarnefndi er að vísu úr Sænska þjóðflokkn- um, en telst ekki fulltrúi hans x stjórninni, heldur er sagður eiga sæti í henni, sökum sérþekking- ar sinnar á þessum málum. Forsætisráðherrann hefur haft á hendi forystu um samstarf stjórnmálaflokkanna á þingi, en ekki beitt sér fyrir því að skapa breiðari grundvöll fyrir stjórn- arfrumvörp næsta árs. Fjárlaga- frumvarpið er eitt af fyrstu mál- um þingsins, sem nú er að byrja störf að loknum sumarleyfum. Socialdemokratar, sem vegna afstöðu sinnar til utanríkismál- anna hafa verið taldir ríkisstjórn inni þungir í skauti, hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni, að taka verði öll innanríkisvandamálin til umræðu í einu lagi, en það virðist forsætisráðherrann ekki fýsa að gera. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, mun núverandi ríkisstjórn a m,k. sitja fram á vetur, eða svo lengi sem þolinmæði social- demókrata eigi brestur, en þá má gera ráð fyrir að þeir fari á stúf- ana fyrir alvöru og heppnist máske að fella stjórnina. Og fari svo, stendur Finnland andspænis stjórnarkreppu, sem mjög erfitt verður að leysa, án efa miklu erfiðara en nú myndi reynast að mynda samsteypustjórn. En það er augljóst, að bænda- stjórnin vill ganga frá fjárlaga- frumvarpi næsta árs eftir sínu eigin höfði. Allir eru hins vegar sammála um, að ítrasta sparsemi á fé ríkisins sé nú brýn nauðsyn. ★ Verðlag landbúnaðarafurða Hinar árlegu leiðréttingar á verðlagsgrundvelli landbúnaðar- ins eru nú einnig á döfinni. Verð- lag landbúnaðarafurða verður að ákveðast þannig, að tekjur þeirra, sem að landbúnaði starfa, séu í samræmi við framfærslu- kostnaðinn. Þetta hefur leitt til þess, að verðlagið hefur á hverju ári farið hækkandi, en það er fyr- irbæri, sem neytendur munu einnig reka sig á nú á þessu hausti. Þannig mun verð á bæði mjólk og smjöri til neytenda hækka, einnig brauðverð, en þetta mun óhjákvæmilega leiða til talsverð- ar aukningar á daglegum útgjöld um stórra fjölskyldna til matar- kaupa. ★ Hörmulegur atburður Verðlagið á landbúnaðarafurð- unum nú í haust hefur þá hvergi nærri megnað að vekja eins mikla athygli og umtal og hörmu legur atburður, sem haft hefur djúptæk áhrif á alla finnsku þjóð ina. í lok júnímánaðar hurfu tvær ungar stúlkur, sem farið höfðu í skemmtiferð á reiðhjói- um, og spurðist ekkert til þeirra. Að sjálfsögðu var hafin leit, þegar stúlkurnar hvorki komu ekki heim á tilsettum tíma né létu frá sér heyra með öðrum hætti. Það var samt ekki fyrr en föstudaginn 21. ágúst, að þær fundust — báðar látnar — og höfðu lík þeirra verið grafin í jörðu skammt frá tjaldstæði í austurhluta Finnlands. * Þær höfðu verið myrtar og eru allar líkur taldar á að jafnframt hafi verið um kynferðisglæp að ræða Þessi atburður hefur vakið mikinn óhug meðal fólks, ekki sízt þar sem morðinginn eða morðingjarnir ganga enn lausir, þegar þetta er ritað. Lögreglan hefur að vísu handtekið tvo menn, en fjarverusönnunum þeirra hefur ekki tekizt að koll- varpa í þeim réttarhöldum, sem yfir þeim hafa verið haldin. En hvernig sem allt fer, er at- burður þessi einn sá allra hrylli- legasti, sem nokkru sinni hefur átt sér stað hér í Finnlandi. Þeir af landsbúum, sem minna þurfa, til þess að komast úr jafnvægi, hafa haft á orði, að leiða þurfi dauðarefsingu í lög að nýju í landinu. Það er einnig víst, að al- menningsálitið kemur til með að krefjast þyngstu refsingar, sem lög leyfa, yfir þeim, sem sök eiga á atburðinum. Þær myrtu voru báðar á tví- tugsaldri. Og önnur var þar að auki einkabarn foreldra sinna. ★ Heitasta sumar í manna minnum Um síðastliðið sumar er það annars að segja, að hitar hafa aldrei í manna minnum verið meiri hér að sumri til. Meðalhit- inn í ágúst var t.d. yfir 20 gráð- ur á Celsius. Á daginn var 25— 28 gráðu hiti síður en svo fátíð- ur í suðurhluta Finnlands. Sam- kvæmt spám veðurfræðinga, má gera ráð fyrir að þessi hlýindi haldist að minnsta kosti fram í miðjan september. En hitinn hefur líka í för með sér ýmsa erfiðleika. Sólin sendir geisla sína dag eftir dag niður af heiðum himni. Vatnið í ánum minnkar og það lækkar í stöðu- vötnunum. Brunnarnir þorna upp. Á ýmsum stöðum þarf nú þega að flytja drykkjarvatn lang- ar leiðir. Þetta hefur einnig haft sín áhrif á uppskeruna. Ekki hefur komið dropi úr lofti í fleiri mán- uði. Kornræktin hefur af þeirri ástæðu gengið mjög vel. Kornið þroskaðist fljótt og mátti því því skera það snemma. Gæði kornuppskerunnar eru almennt góð, enda þótt rakinn hefði ef til vill mátt vera dálítið meiri. En í staðinn er yfirvofandi upp skerubrestur að því er kartöfl- urnar snertir. Kartöflurnar verða að hafa nægilegan raka, til þess að þær vaxi. Og þennan raka hef ur þær skort. Berja -og epplauppskeran lítur út fyrir að ætla að verða í rýrara lagi. Sveppar finnast alls ekki í skógunum. ic Lán í óláni Á hinu gamla yfirráðasvæði Rússa við Porkala hefur öll upp- skeran á hinn bóginn verið með ágætum. Þar hefur rakinn verið nægilegur. Ríkið hefur nefnilega dregið á langinn um að greiða það fé, sem veitt hafði verið til þess að ræsa fram landið, með þeim afleiðingum, að í ár hefur uppskeran orðið þar svo góð. Lán í óláni það. Þess má að lokum geta, að við almennir borgarar erum að sjálf- sögðu ánægðir með hitann og segjum sem svo að vetur og kuldi muni koma nægilega snemma. frá Læknafélagi Norðurlands Svohljóðandi bréf frá form. Læknafél. Norðvesturlands til heilbrigðismálaráðuneytis- ins, hefur Mbl. verið beðið að birta. „ÉG tel suma liði núverandi vinnugjaldskrár óeðlilega háa, svo' að sanngjarnt sé að lækka þá nokkuð. Hinsvegar tel ég, að sú stórfellda lækkun afgreiðslu- gjalds, sem boðin er með hinni nýju lyfsöluskrá, nái engri átt, einkum að því er snertir lyf í lausasölu (án lyfseðils). Af- greiðsla þeirra kostar mjög mikið snatt frá morgni til kvölds fyrir flesta héraðslækna, og má búa^ við, að það fæli menn frekar en orðið er frá héraðslæknisstörfum, ef þeir eiga að inna það af hönd. um endurgjaldslaust eða svo að segja. Vegna ógrynna nýrra lyfja þarf hver læknir að hafa allmikið fé bundið í lyfjabirgðum, ef vel á að vera, og allmikið af eldri lyfj- um gengur úr sér og verður ónýtt vegna sífelldra breytinga á lyf- læknismeðferð. Fyrir þessum kostnaði verður að gera. Það er ósæmilegt í lýðræðis- þjóðfélagi að demba á heilar stétt ár kanselliforordningum, sömdum af mönnum, sem þrátt fyrir góða menntun og góðan vilja hafa litla eða enga praktiska reynslu af dag legum störfum þeirra manna sem þeir eru að skammta sinn rétt. Frjálsir menn heimta samnings- rétt og neita að vera viljalaus peð á skákborði einhverra skrif- stofugreifa í höfuðstaðnurn. Virðingarfyllst, Páll Kolka, form. Læknafélags Norðvesturlands“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.