Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1959, Blaðsíða 14
14 MORGUN JtLAÐIÐ Fimmtudagur 17. sept. 1959 H ofnfirðingar Oss vantar duglagan afgreiðslumann frá næstu mánaðarmótum að telja. Upplýsingar á skrifstofu blaðsins í Keykjavík. Verzlunar- og iðnaðarhúsnœði innst á Laugaveginum til leigu. Tilboð merkt: „4751“ sendist afgr. bl. Afvinna Dugleg stúlka helzt vön að pressa (þó ekki skilyrði) óskast. Hátt kaup og 11. hlunnindi. Upplýsingar ekki í síma. ÞVOTTAHÚSIÐ EIGNIB Brattagata 3A. Fra m kvæmda rstióri Félag sérleyfishafa óskar að ráða frá byrjun okt. n.k. forstöðumann fyrir Bif- reiðastöð íslands, sem jafnframt annist önnur störf fyrir félagið. Umsóknir sendist fyrir 22. þ. mán. í pósthólf 185. Greiðum: 6% vexti af venjulegum bókum 7% vexti af 6 mánaða bókum, eða 1% hærra en bankar. Afgreiðsla í skrifstofu Skólavörðustíg 12, 4. hæð. María Gísladóttir frá Skáleyjum — minning SUNNUDAGINN 9. ágúst 1959 lézt að Skáleyjum á Breiða firði María Gísladóttir, 91 árs að aldri. Verður þessarar mætu og merku sæmdarkonu hér að nokkru getið. María var fædd að Auðshaugi á Hjarðamesi 23. júní 1868. Foreldrar hennar voru Gísli hreppstjóri Einarsson, Guð mundssonar, bróður Eyjólfs Ein- arssonar í Svefneyjum og Kristín Jónsdóttir Ólafssonar í Hvallátr- um. Björn Jónsson ritstjóri og systurnar, Herdís og Ólína og María voru þannig systrabörn. Þó ekki sé lengra haldið í ættfærzlu Maríu, nægir þetta til að sýna að kjarnakvistir stóðu að henni í báðar ættir. Fjögurra ára göm- ul fluttist María ásamt foreldrum sínum í Hvallátur, og þar dó móð ir hennar ári síðar. Steinunn, systir Maríu, tók þá við bú- stjórn hjá föður sínum í Hval- látrum, og þar varð það hennar hlutverk að ganga telpunni í móð ur stað, sem var yngst sinna systkina. Naut hún þánnig móð- urlegrar umsjár þessarar eldri systur sinnar, unz hún giftist Jóni Þórðarsyni og reisti með honum bú að Haga á Barða- strönd. Minntist María ávallt þessarar systur sinnar með sér- stakri hlýju. Þegar hún var átta ára að aldri, kvæntist faðir henn- ar seinni konu sinni, Kristínu Pétursdóttur Jónssonar og Margrétar Magnúsdóttur, systur Jochums Péturssonar í Skógum og fluttust þau hjónin í Skáleyj- ar á Breiðafirði fjórum árum síðar, en þá var María tólf ára og átti hún heima í Skáleyjum upp frá því, eða í sextíu og níu ár. Hinn 3. janúar 1894 giftist hún Jóhannesi Jónssyni, syni Kristínar Pétursdóttur, og voru þau hjónin því stjúpsystkin. Ungu hjónin voru á vist með for- eldrum sínum fram til ársins 1899, en þá andaðist Gísli. Tóku þau, María og Jóhannes þá við búi á hálfum Skáleyjum og bjuggu þar af mikilli snyrti- mennsku fram til ársins 1918, er Jóhannes lézt, en María rak þó búskap ásamt börnum sinum um níu eða tíu ára skeið, en fékk þá búið j hendur Gísla syni sínum, er þar hefir búið síðan, en hjá honum og tengdadóttur sinni, Sigurborgu Ólafsdóttur frá Hval- látrum, dvaldist hún svo til ævi- loka. Hér hefir verið drepið á nokk- ur helztu æviatriði Maríu Gísla- dóttur í Skáleyjum. En hvernig var hún svo, þessi kona? Ég átti því láni að fagna, að þekkja hana frá barnæsku og hún mun ávallt Tioma mér í hug, er ég var enn barn að árum. Þau kynni ein hefðu nægt til ævi- langrar vináttu og þakklætis, þó ekki hefðu komið til nánari kynni á þroskaárum mínum, sem raun- ar hafa engu breytt um viðhorf rnitt til þessarar göfugu konu, aðeins aukið við þekkingu mína á henni og leitt til dýpri skilnings og raunhæfara mats. Mér er ekki kunnugt um að hún hafi nokkru sinni átt sér óvildarmann, enda fæ ég ekki skilið hvernig slíkt hefði mátt verða. Hún vildi öllum gott gjöra og leitaði ávallt £ umsögn sinni að einhverju góðu í fari hvers sam ferðamanns. Hjartahlýja henn ar og blessunaróskir náðu jafn til ungs og aldraðs, til manns og málleysingja. María var fríð kona og gjörvi le'g, sem barni fannst mér hún beinlínis fögur, og þannig geym ist mynd hennar í huganum, þótt ég búist við að því mati ráði fremur glaðlegt og laðandi við mót hennar en kalt mat ein hverra fegurðarsérfræðinga. Hún var greind vel og starfsöm, stjórn söm og að ég hygg stjómhög. Hún var ákveðin, ef því var að skipta og gat haldið fast á máli sínu, en þó jafnan af hógværð og stillingu. María var einn af búendum Vestureyja á því tímabili, er einna hæzt ber í sögu þeirra ýmsa lund. Svefneyjar sátu þá Magnús Jóhannesson og Guðný Jóhannsdóttir. • Hergilsey ,Snæ- björn Kristjánsson og Guðrún Hafliðadóttir. Hvallátur, Ólafur Bergsveinsson og Ólína Jóns- dóttir, Sviðnur, Eyjólfur Ólafs- son og Kristín Guðmundsdóttir og mótbýlisfólk hennar í Skál eyjum voru Skúli Bergsveinsson sinm, og Kristín Einarsdóttir, bróður dóttir Maríu, svo nokkrir séu nefndir. Má óhætt telja að vel hafi verið skipað hvert rúm þess- arar litlu en fögru eyjabyggðar. Heimili þeirra eyjabænda voru kunn að rausn og myndarskap og ég hygg að María hafi þar í hópi haldið sínum hlut og eins eftir það, en hún missti sinn ágæta mann, en hafði þá aðeins ungling sér til aðstoðar við bústjórnina. Sýnir það ásamt fleiru, hve mik- illi atorku og kjarki hún bjó yf ir, þegar móti blés. En þar mun og hafa komið henni að göðu haldi sú hjartahlýja og góðvild er hún var svo rík af og gerði hana að hvers manns hugljúfa. Hún átti áreiðanlega velvild allra eyjabúa óskipta, þó nánust muni samskipti hennar og sambýlis- Súpukjöt Súpukjöt af ný slátruðum alikálfum (Holdakyn). Síld & Fiskur Staht Wille verkfærin eru komin. Verzl. B. H. Bjarnason fólksins eðlilega hafa verið. Var sambýlið í Skáleyjum til fyrir- myndar, og þó María muni þar hafa átt sinn hlut að fullu, kem- ur og til hlutur Skúla Bergsveins sonar, þess ágæta og prúða manns, og konu hans Kristínar Einarsdóttur, frænku Maríu. Enda ríkti einlæg vinátta milli heimilanna og mun fáa skugga hafa borið á. Ekki verður Maríu í Skáleyj- um svo minnzt, að ekki sé að nokkru getið vináttu hennar við Látraheimilið, sem var bæði löng og traust. En þær Ólína í Hval- látrum og María í Skálanesi voru æskuvinkonur og hélzt sú vinátta meðan báðar lifðu, enda áttu þær rr.argt sameíginlegt og voru um margt líkar. María og Jóhannes ergnuðust 10 börn. Tvö dóu nýfædd, en til fuliorðinsára komust: Guðmund- ur, simagjaldkeri í Reykjavík, kvæntur Sigríði Jóhannsdóttur frá Flatey. Andrés Straumland er kvæntur var Sigrúnu Páls- dóttur frá Litlu-Heiði. Hann lézt 1945. Steinunn, hjúkrunarkona í Reykjavík, ekkja eftir Valtý Valtýsson, lækni á Kleppsjárns- reykjum, Gísli bóndi og hrepp- stjóri í Skáleyjum, kvæntur Sig- urborgu Ólafsdóttur frá Hvallátr- um, Jón, umsjónamaður á Hótel Borg, Kristín, kennari á ísafirði, Margrét, gift Birni Jónssyni skólastjóra á Hvammstanga og Ingveldur, búsett í Reykjavík, gift Bergsveini Skúlasyni frá Skáleyjum. Auk þess ólust upp á heimili þeirra nokkur fósturbörn að meira eða minna leyti. Má af því ráða að heimilið var all anna- samt, einnig þegar þess er gætt, að ávallt dvöldust þar nokkur gamalmenni, sem nutu umsjár og umhyggju húsmóðurinnar og er það ætlun mín, að þeir muni á einu máli, er nutu umsjár Maríu að þar hafi verið gott að vera og ekki mun öllum hent að feta í fótspor þessarar hljóðlátu konu. En ég hygg að henni væri ekki að skapi mikil mælgi um unn- in afrek hennar. Hún mundi gefa guði einum dýrðina og þakka hon m handleiðslu alla, því að hún var einlæg trúkona og þangað mun hún löngum hafa sótt styrk sinn. Ég tel að María í Skáleyjum hafi verið gæfukona þrátt fyrir sorgir og andstreymi. Hún átti því láni að fagna að eiga góð börn, sem hún kom öllum vel til manns og öll hafa reynzt hinir ágætustu þegnar. Hún átti líka óskipt traust og kærleika allra sinna barna, fósturbarna, tengda- barna og barnabarna, sem flest höfðu náin kynni af sinni góðu ömmu. Hún var því auðug þrátt fyrir að henni safnaðist aldrei fé á veraldarvísu. Öll börnin hennar gerðu sér far um að gleðja hana og láta henni í té ‘ alla þá umönnun, sem þau gátu veitt. Úr Skáleyjum vildi hún ekki fara, hún elskaði eyjuna sína, þar vildi hún lifa og deyja. Síðustu æviárin var hún þrot- in að kröftum og naut hún þá sérstakrar umhyggju tengda- dóttur sinnar Sigurborgar úr Hvallátrum, dóttur Ólínu æsku- vinkonu hennar. Mun það jafnt gleðiefni þeim vinkonum báð- um að svo skyldi verða. í stuttri minningagrein gerist þess engin kostur að rekja langa og merka sögu, svo sem vert væri. En nöfn þeirra sem afreka miklu i hljóðlátu starfi mega ekki gleymast. Ég færi Maríu í Skáleyjum þökk mína og annara samferða- manna fyrir samfylgd og leið- sögn. í sögu Breiðafjarðareyja mun nafn hennar geymast ásamt nöfnum þeirrar kynslóðar, er hún var síðasti fulltrúi fyrir. Allur hinn stóri hópur barna hennar, vina og vandamanna blessa minningu hennar. Meðan ísland eignast margar mæður henni líkar, er vel fyrir öllu séð og einskis að örvænta um hag æss og gengi. Theódór Danielsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.