Morgunblaðið - 19.09.1959, Page 2

Morgunblaðið - 19.09.1959, Page 2
2 MORWNBIAÐ1Ð Laugardagur 19. sept. 1959 1 DAG eru liðin 40 ár síðan verzlunin Geysir hér í bse tók til starfa. f>að var þann 19. sept. 1919, að verzlunin var stofnuð af nokkrum framtakssömum mönnum, sem nú eru að vísu flestir látnir. Stofnendurnir voru þeir Kristinn J. Markússon, Arent Claessen, konsúll, Ól- afur Johnson, Guðjón Ól- afsson, Sigurður Jóhanns- son og Guðmundur Krist- jánsson. Fyrst í stað verzl- aði fyrirtækið eingöngu með veiðarfæri, en árið 1927 hóf verzlunin sölu á vefnaðarvörum og hefur sá liður farið ört vaxandi. Eins og flestir Reykvík- ingar kannást við var verzl- unin um 36 ára skeið til húsa í Hafnarstræti 1, í húsi Ólafs Johnson. Árið 1948 festi verzlunin kaup á núverandi húsnæði og flutti þangað fyrir fjórum árum eftir að gagngerar breyt- ingar höfðu verið gerðar á húsakynnunum. Þar eru á boðstólum ýmiss konar vefnaðarvörur, tilbúinn fatnaður o. fl., svo og veið- arfæri og málningavörur, gólfteppi og dreglar. Alls vinna nú hjá stofniminni 30 manns. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins hefur verið frá byrjun Kristinn J. Markússon. Myndin af verzlun Geysis er tekin um 1920. Tónlistarskólinn í Keflavík að hefjast KEFLAVlK, 18. sept. — Tónlist- arskólinn í Keflavík tekur til starfa um næstu mánaðamót. í vetur hefst kennsla í fiðluleik auk píanó- og blásturshljóðfæra- leiks. Kennarar verða þeir Ragn- ar Bjömsson, sem jafnframt er skólastjóri, Árni Arinbjamarson og Guðmundur Norðdahl. Það er Tónlistarfélag Keflavíkur, sem annast rekstur skólans. Fyrstu tónleikar félagsins á þessu hausti verða á miðviku- dags- eða fimmtudagskvöldið kemur. Eru það sjö listamenn frá tónlistarháskólanum í Prag, ■sem halda hljómleika í Bíóhöll- inni fyrir styrktarmeðlimi félags- ins. Enn geta menn gerzt virkir félagar í Tónlistarfélagi Kefla- víkur, en formaður þess er Vig- dís Jakobsdóttir, bæjarfógetafrú. — HSJ. Yíirlýsing Framleiðsluráðs Úrsögn neytendafulltrúanna tilraun til að gera merka löggjöf Bókabúð minnist 50 afmælis ara HÚSAVÍK, 18. sept. — í gær varð ein elzta bókaverzlun lands ins, Bókaverzlun Þórarins Stef- ánssonar, við aðalgötu bæjarins, Garðarsbraut, 50 ára. Þórarinn Stefánsson, bóksali, sem stofnaði verzlunina, veitir henni enn forstöðu, en á síðari árum hefur Ingvar, sonur hans, aðstoðað föður sinn. Þeir feðgar hafa minnzt af- mælisins á þann hátt að efna til sýningar á listaverkaeftirprent- unum Helgafells í Gagnfræða- skólanum og í bókabúðinni er bókamarkaður, þar sem ýmsar fágætar bækur eru á boðstólum. — Fréttaritari. AKUREYRI, 18. sept. — Á fjórða tímanum í nótt er lögreglan var á eftirlitsferð um miðbæinn, varð hún vör við að nokkrar rúður höfðu verið brotnar í miðbænum. Við nánari athugun kom í ljós, að tvær stórar rúður höfðu verið brotnar í verzluninni Vísi með grjóti svo og á Litla barnum. Þá höfðu líka verið unnin spjöll á blómabeði á Ráðhústorgi. Lög- reglunni tókst að hafa uppi á skemmdarvargnum, sem var drukkin unglingsstúlka. — Mag. OVI irka EINS og kunnugt er hafa fulltrúar neytenda I verðlagsnefnd land- búnaðarafurða sagt sig úr nefndinni. Var birt greinargerð frá sam- tökum þeim, sem þessa fulltrúa tilnefna, hér í blaðinu í gær um ástæðu þeirrar ákvörðunar þeirra. 1 gær barst Morgunblaðinu svo athugasemd frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, þar sem sjónarmið þess eru skýrð. Fer hún hér á eftir: I tilefni af bréfi því og til- kynningu sem stjórnir Alþýðu- sambands Islands, Sjómannafé- lags Reykjavíkur og Landssam- bands iðnaðarmanna fengu birta í dagblöðunum í dag um verð- lagningu landbúnaðarvara, þykir Framleiðsluráði landbúnaðarins rétt að skýra mál þetta í stuttu máli út frá sjónarmiði fram- leiðsluráðs. Verkefni sex manna nefndar- innar er samkvæmt lögum, að finna grundvöll, sem feli í sér, að bændur hafi sambærilegar tekjur við aðrar vinnandi stéttir og sem verðlagning í heildsölu og smásölu geti hvílt á. Þessi grundvöllur er í rauninni reikn- aður yfir gjöld og tekjuí bús af ákveðinni stærð. Er þetta undir- staðan að verðlagningunni. Hins vegar ber Framleiðslu- ráði landbúnaðarins að ákveða ís'enzkir óheyrendur oibiagð — segir tékkneska tónlistaríólkið ÞESSA dagana dveljast hér sex 1 verður önnur en hér í Reykja- nemendur Tónlistarháskólans í Prag í boði Tónlistarskólans í Reykjavík, og er það endurgjald fyrir heimboð Pragskólans, er tónlistarnemendur héðan þágu sl. vor. Fararstjóri hinna sex ungu tónlistarmanna er Václav Hubácek, prófessor. Tékkneska tónlistarfólkið hef- ur haldið tvenna hljómleika fyr- ir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ins í Reykjavík, í fyrrakvöld og í gærkvöldi — og hlaut það hin- ar ágætustu móttökur. — 1 morgun var svo ráðgert að halda flugleiðis til Akureyrar og halda þar hljómleika síðdegis. Á morg- un sækir listafólkið Mývetninga heim og heldur tónleika í Skjól- brekku. Að því búnu verður aft- ur haldið suður á bóginn, og verða tónleikar haldnir á Sel- fossi á þriðjudagskvöldið og í Keflavík á miðvikudagskvöld. vík. — Á laugardaginn næsta halda svo Tékkarnir heimleiðis. Tónlistarháskólinn í Prag er elzti tónlistarháskóli í Mið-Ev- rópu, stofnaður 1811, og hefur löngum notið mikils álits. Hann er nú ríkisskóli. Nám þar tekur sex ár" í öllum aðalgreinum, og er tónlistarfólkið, sem hér er í heimsókn, mismunandi langt á veg komið, tveir um það bil hálfnaðir, en söngkonan Ludmila Skorpilova lauk námi sínu sl. vor — og aðrir eru langt kommr. — Nokkur breyting varð á efnis- skrá flokksins hér, vegna þess, að ungur söngvari forfallaðist á síð- ustu stundu — og varð að fá annan í hans stað. Fréttamenn ræddu stuttlega við listafólkið í gær, sem kvaðst ánægt með komuna hingað — ís- lenzkir áheyrendur væru hrein- heildsölu- og smásöluverð á land- búnaðarvörum í samræmi við þennan grundvöll. Þessi lagafyrirmæli hafa verið í gildi frá árinu 1947 og allan þann tíma, sem liðinn er síðan, hefur sex manna nefndin starfað samkvæmt þeim. Fulltrúar neyt- enda í nefndinni hafa öll þessi ár unnið að þessum málum í anda laganna, þar til haustið 1958, að þeir vildu einnig hafa afskipti af störfum framleiðsluráðs, hvað verðlagninguna snerti. Það virð- ist vera, að fulltrúar neytenda í nefndinni hafi haustið 1958 lagt annan skilning í hlutverk sitt í sex manna nefndinni en áður, þannig að þeim bæri einnig að hafa áhrif á ákvörðun fram- leiðsluráðs um heildsölu- og smá- sölukostnað. 1 áðurnefndri tilkynningu frá stjórnum nefndra samtaka kem- ur fram, að þær láti fulltrúa sína í sex manna nefndinni hætta þar störfum m. a. vegna þess, að framleiðsluráð hafi á sl. hausti bætt 85 aurum ofan á hvert kg dilkakjöts, sem selt var á inn- lendum markaði, til þess að standa straum af útflutningi á dilkakjöti. Framleiðsluráð hefur þó verið sýknað í undirrétti í máli út af þessu. Út af þessu vill framleiðsluráð taka fram, að vegna tilfærslu verðs milli búvara leiddi þetta ekki til neinnar hækkunar á út- söluverði kjötsins og var í fullu samræmi við grundvöllinn. Fram leiðsluráð getur því ekki fundið réttmætt tilefni hjá samtökunum til þess að láta fulltrúa sína hætta störfum í sex manna nefndinni og litur fyrst og fremst á það, sem tilraun til að gera merka löggjöf um samstarf framleið- enda og neytenda í þessum mál- um óvirka. Sverrir Gíslason, Jón Sigurðsson, Einar Ólafsson, Páll Metúsalemsson, Bjarni Bjarnason, Helgi Pétursson, Pétur Ottesen, Sveinbjörn Högnason, Jón Gauti Pétursson. Indverjar sækja fram NÝJU DELHl, 18. sept. — Reuter. — INDVERSKT herlið hefur fært sig þremur kílómetr- um nær bænum Longju, sem kínverskir kommúnist- ar tóku fyrir nokkru. Bær- inn er um 5 km innan við indversku landamærin. — Kínverjar viðurkenna ekki, að Iandsvæði þetta sé ind- verskt. Sitja herflokkar beggja nú vopnaðir and- spænis hvorir öðrum en beðið er Iausnar á landa- mæradeilunni eftir stjórn- málaleiðum. Listi Sjálfstœðis- manna í R.vík samþykktur samhljóða á fjölmennum fulltrúaráðsfundi i gærkveldi Efnisskrá þessara hljómleika asta afbragð. Sr. Sveiim Víking- ur skólastjóri SÚ BREYTING verður á filhög- un Samvinnuskólans að Bifröst á komandi vetri, að séra Guðmund ur Sveinsson, sem starfað hefur þar sem skólastjóri undanfarna fjóra vetur, hverfur til Bretlands til framhaldsnáms vetrarlangt. Mun hann einkum dveljast í öx- ford. Við störfum hans tekur þann tíma séra Sveinn Víkingur, fyrrv. biskupsritari. Eyjólfur K. Jónsson gerði grein fyrir störfum kjörnefndar og lagði tillögur nefndarinnar fyrir fundinn. Urðu síðan stuttar um- ræður og var listinn að þeim loknum samþykktur í einu hljóði. Þessir menn skipa listann: FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélag anna í Reykjavík kom saman til fundar í Sjálfstæðishúsinu í gær- kvöldi til að ákveða framboðs- lista flokksins í kosningunum 25. og 26. október nk. Var fundurinn mjög fjölmennur. 1. Bjarni Benediktsson, ritstjóri. 2. Auður Auðuns, frú. 3. Jóhann Hafstein, bankastjóri. 4. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. 5. Ragnhildur Helgadóttir, frú. 6. Ólafur Björnsson, prófessor. 7. Pétur Sigurðsson, sjómaður. 8. Birgir Kjaran, hagfræðingur. 9. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri. 10. Geir Hallgrimsson, hæstaréttarlögmaður. 11. Jóhann Sigurðsson, verkamaður. 12. Baldvin Tryggvason, Iögfræðingur. 13. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur. 14. Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir. 15. Pétur Sæmundsen, framkvæmdastjórl. 16. Ólafur Pálsson, mælingafulltrúi. 17. Jóna Magnúsdóttir, iðnverkakona. 18. Ingvar Vilhjálmsson, útgerðarmaður. 19. Jón Kristjánsson, verkamaður. 20. Birgir I. Gunnarsson, stud. juris. 21. Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi. 22. Tómas Guðmundsson, skáld. 23. Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir. 24. Sigurður Kristjánsson, forstjórL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.