Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 10
10 MORGVHBLAÐIÐ Laugardagur 26. sept. 1959 Hönd meistarans og meistaraverksins Fjárveitingar Alþingis til kirkjulegs- œskulýðsstarfs auknar Frá héraðsfundi Eyjafjarðarprófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðar- prófastsdæmis var haldinn að Möðruvöllum í Hörgárdal 13. sept. sl. og hófst með guðsþjón- ustu kl. 2 sd. Að henni lokinni flutti Valdemar V. Snævarr hug- leiðingu, en prófastur flutti yfir- litsskýrslu um kirkjulega við- burði og minntist fyrrverandi vígslubiskups, séra Friðriks J. Rafnars, Stefáns Árnasonar, fyrr verandi sóknarnefndarformanns og Arthurs Cook, trúboða, en allir .þessir menn létust á árinu. Eftir nokkurt hlé var fundi fram haldið á heimili prófasts- hjónanna, séra Sigurðar Stefáns- sonar víglubiskups og konu hans Þar urðlu miklar umræður og samþykktir voru gerðar, m. a. um útvarpsþátt um kirkjumál og að ekki sé útvarpað dagskrárefni á messutíma. Lýst var ánægju yfir æskulýðsmótum kirkjunn- ar og lagt til að fjárveitingar Alþingis til kirkjulegs æskulýðs- starfs yrðu auknar. Þá var tal.in brýn nauðsyn á útgáfu laga og reglna um kirkjumál og að kom- ið yrði á námskeiðum fyrir starfs menn kirkjunnar í leikmanna- stétt. Fundurinn sendi biskupi, herra Sigurbirni Einarssyni kveðju og árnaðaróskir og þakkaði herra Ásmundi Guðmundssyni farsæl embættisstörf í þágu kirkjunnar á liðnum árumy Kveðjur voru einnig sendar biskupsfrú Ásdisi Rafnar og séra Stefáni Snæ- varr á Völlum, er var fjarverandi sakir veikinda. teln FYRIR skömmu lézt í Lund- únum einn umdeildasti mynd höggvari heims, Sir Jacob Ep- stein, 78 ára að aldri. Mörg ófögur orð hafa verið sögð um list Epsteins, en engu að síð- ur er sú skoðun útbreidd í engilsaxneskum löndum, að með honum sé hniginn í val- inn listamaður, sem um margt standi jafnfætis hinum gömlu meisturum. Jacob Epstein fæddist árið 1880, sonur pólsk-rússneskra foreldra, sem flúið höfðu vestur um haf og sezt að í New York, þar sem þau síðan bjuggu við lítil efni. Hann fór rúmlega tvítugur til listnáms við Ecole des Beaux Arts og Academie Julien í París. Þau kynni, sem hann á náms- árunum þar komst í við högg- myndir Rodins og aðrar í sama stíl, höfðu mest áhrif á þá stefnu, sem hann markaði sér í listaverk un sinni, enda var hann af að- dáendum sínum stundum nefnd ur hinn mikli arftaki þess stóra meistara. Þá vaknaði líka hjá honum á þessum árum mikill áhugi fyrir negramyndum. Og ofan á allt annað varð hann brátt mjög sjálf stæður í skoðunum og fór sínar eigin götur, sem stundum lágu víðs fjarri alfaraleið. ★ List Epsteins mótaðist þegar fram í sótti án efa fyrst og fremst sem andstaða þeirra gamalgrónu venja, kyrrstöðu og tilbreytinga- leysis, sem einkenndi listalífið umhverfis hann, eftir að hann að námi loknu hafði sezt að í Englandi en þar ól hann mestan aldur sinn. Það vakti einskonar uppreisnaranda f hug hans. Þrátt ^ Þessi mynd sýnir Epstein í ( s vinnustofu sinni innan um s ) ýmis gömul og ný listaverk i \ sín, þ. á m. líkneski hans af ■ S Kristi (t. h.), en væntanlega s i er óþarft að geta þess, að það ) \ er í hópi þeirra, sem mikið ■ S hafa verið gagnrýnd. ( S s fyrir mikla andúð fólksins, fékk hann fyrir tilstilli kunningja sinna í hópi áhrifamanna mörg verkefni. Flest þeirra leysti hann þanmg af hendi, að mikið um- tal vakti og sjaldan brást það, að einhver hneykslaðist. Hann tók t. d. lítið tillit til venjulegrar líkamsbyggingar í höggmyndalist sinni. f því sam- bandi má gjarna minnast þess, er Venusar-mynd hans var sýnd í Bandaríkjunum,þá reis slik reiðialda meðal kvenþjóðarinn- ar vestan hafs, að hópur sýning- arstúlkna fór á stúfana, afklædd- ist og tók sér stöðu við hlið myndarinnar, svo að allir gætu gert samanburð. Þetta varð að sjálfsögðu til þess að vekja gíf- urlega athygli á sýningu Ep- steins, en stúlkurnar urðu aftur á móti að gjalda sekt fyrir uppá- tæki sitt. Mðal annarra mynda, sem vakið hafa mikla andúð, má nefna Genesis og Adam en sú síðarnefnda var sýnd í The Leicester Galleries í Lundúnum við gífurlega gremju, m. a. kom fram í hinu kunna dagblaði Times í miklum fjölda skammár- bréfa frá lesendum. De Gaulle heini- sækir heimahérað sitt PARÍS, 24. sept. (Reuter) — De Gaulle hóf í dag fjögurra daga kynnisför um iðnaðarhéruðin í Norður Frakklandi. Fyrst kom hann til hafnarborgarinnar Calais og flutti ræðu frá svölum ráðhúss bogarinnar. Er þess getið í því sambandi, að forsetinn og kona hans hafi verið vígð í hjónaband í ráðhúsi Calais-borgar 1921. Forsetinn ræddi m. a. um al- þjóðamál. Hann sagði að Frakk- land hlyti að gegna mikilvægu hlutverki á sviði alþjóðastjórn- mála. Taldi hann að ný heims- styrjöld myndi kalla „dauða yfir okkur öll“, en kvaðst hins vegar vongóður um að friður mætti haldast. De Gaulle taldi að viðræður þeirra Eisenhowers og Krúsjeffs væru gagnlegar, en fólk yrði að vara sig á að binda of miklar vonir við þær, því að ágreining- urinn milli austurs og vesturs væri enn djúpstæður, þrátt fyrir öll fögur orð. Á morgun heimsækir forsetinn hinar auðugu Haillicourt kola- námur skammt frá Calais. Þá mun hann búast klæðum námu- verkamanns, setja hjálm á koll- inn og fara niður í námuna. Þá mun hann einnig heimsækja fæð ingarbæ sinn, Lille. Winston Churchill, Haile Selas- sie, Albert Einstein, Ramsay MacDonald Jawarlal Nehru, Beaverbrook lávarður og ýmsir fleiri stjórnmálamenn, auk frægra leikara og annarra. En þess eru líka dæmi, að kunnir borgarar þ. á. m. góðvinur hans, Bernhard Shaw, hafi harðneitað að láta Epstein ge> a mynd af sér, sumum hverjum þótt hann of óvæginn í túlkunum sínum. ★ Fregninni um andlát Epsteins var haldið leyndri til að byrja með, sökum þess. að eiginkona hans, Lady Kathleen Epsitein, var á ferðalagi og tók alllangan tíma að hafa upp á henni. Þetta ferðalag eiginkonunnar varð til þess að rifja upp fyrir ýmsum nokkuð af umtali því, sem brúðkaup þeirra hjóna fyrir 4 árum vakti, en það var síðasti latburðurinn í lífi Epsteins, sem fékk dagblöðin til þess að ryðja forsíður sínar fyrir hann. Ekki var nóg með það, að Epsteins væri 26 árum eldri en brúðurin, sem hann hafði um árabil haft fyrir bæði einkaritara og fyrir- mynd, heldur hleyptu þau strax að hjónavígslunni lokinni af því fallbyssuskoti, sem langt barst. Þau fóru í brúðkaupsferðina hvort með sínu 'gufuskipinu, eig- inkonan til Ítalíu — en Sir Ja- cob til New York! Þessi saga er aðeins ein af mörgum, sem sýna glöggt, hve óvenjulegur maður Epstein var. Sir Winston Cliurchill — eins og hann kom Epstein fyrir sjónir Þótt Jacob Epstein væri kunn- ur í fleiri löndum en engilsaxnesk um var vegur hans langmestur í Englandi sjálfu. Þykir hann hafa veitt hressandi blæ inn í listalíf þess og hefur fyrir það uppskorið lof margra gagnrýn- enda. Eins og áður var sagt bjó Ep- stein lengst af ævi sinni í Lund- únum, þar sem hann, samkvæmt opinberri tilkynningu um and- lát hans, „— varðveitti til hinztu stundar undraverða andagift og líkamskraft“ og eins og ennfrem- ur segir: „þar sem hann kvaddi þennan heim í vinnustígvélum sínum“. Andlits- eða brjóstmyndir, sem Epstein gerði af ýmsum frægum mönnum, urðu til þess að auka mjög hróður hans, þó að marg- ar þeirra gæfu almenningi góð tækifæri til að draga dár að. Þykir hann hafa kallað fram í myndir þessar svo rík skapgerð areinkenni þeirra, sem myndirn- ar eru af, að fátítt sé. Meðal þeirra, sem hann hefur gert slíkar myndir af, eru Sir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.