Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.09.1959, Blaðsíða 15
Laugardagur 26. sept. 1959 MORCVNBL4Ð1Ð 15 en um aðferHir til að uppræta ótta og tortrygni var hann fá- orður í langri ræðu NIKIXA KRÚSJEFF dvaldist tvo daga í New York. Seinni dagur hans í borginni átti að verða einn stærsti dagurinn í Bandaríkjaheimsókn hans. — Því að þá átti hann að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þjóðhcfðingjamóttökur Það er venja hjá S.Þ., að þegar þjóðhöfðingjar ávarpa allsherjar samkundu þess hljóta þeir aðrar og virðulegri móttökur en venju- legir stjórnmálamenn. Atburður- inn verður hátíðleg athöfn og það er t.d. ekki ætlazt til að svar ræður fylgi á eftir. Nú er Krúsjeff að vísu ekki þjóðhöfðingi Rússlands.. Voro- shilov marskálkur er forseti Sovétríkjanna. En Krúsjeff hafði farið fram á það, að honum yrði tekið sem þjóðhöfðingja, enda væri hann hinn raunverulegi valdamaður. Var orðið við beiðni hans um þetta, þótt það væri ið vísu óvenjuleg afbrigði frá fund- arsköpun þingsins. Klukkan þrjú síðdegis á föstu- daginn kom Krúsjeff til aðalbæki stöðvar S.Þ. Giltu þar sem ann- ars staðar hinar ströngustu örygg isreglur. Almenningur var útilok- aður frá áhorfendapöllunum jg margfalt lögregueftirlit og skil- ríkjaskoðun var við inngang byggingarinnar. Fundarsalurinn var fullskipaður fulltrúum þátt- tökuríkjanna að því undanskildu, að fjögur sæti kínveskra Þjóð- ernissinna voru auð. Ræðunnar beðið með eftirvæntingu Krúsjeff sjálfur og ýmsar mál- pípur Rússastjórnar höfðu hvað eftir annað látið í það skina, að þessi ræða hans myndi marka tímamót í mannkynssögunni. Lét Krúsjeff þess m. a. getið í sam- kvæmi með blaðamönnum í Washington tveimur dögum áð- ur, að aðalumræðuefni ræðu hans myndu verða afvopnunar- málin og myndi hann koma þar fram með nýjar og óvæntar til- lögur til lausnar því vandamáli. Það má því geta nærri, að menn biðu þessarar stundar með eftirvæntingu. — Gat það hugs- azt, að stund friðar og öryggis þjóðanna væri nú loks að renna upp? Gat það verið að Krúsjeff ætlaði nú loks að sýna það í verki, að eitthvað væri að marka friðarhjal hans, sem hann hafði stundum blandað saman við hót- anirnar á undanförnum mánuð- um? Vonbrlgði með ræðuna En því miður urðu menn fyrir vonbrigðum af ræðu Krúsjeffs. Hún innihélt áframhaldandi frið- arhjal, en í hana vantaði allt um það, hvernig skyldi skapa grund- völl afvopnunar. Krúsjeff fór fjálgum orðum um það, hvernig heimurinn ætti að afnema alla heri sína á fjórum árum, en hann minntist elckert á það, hvernig væri hægt að útrýma óttanum, sem er fyrsta og fremsta orsök vígbúnaðarins. Eins og kunnugt er, hafa menn þótzt eygja möguleika á að yfir- vinna óttann með því að koma á ströngu alþjóðaeftirliti með af- vopnun. En Rússar hafa staðið sem þröskuldur í vegi fyrir því, vegna þess að af éinhverjum ástæðum hafa þeir verið mót- fallnir því, að hægt væri að fylgj ast með því, að þeir efndu samn- inga un» afvopnun. Menn höfðu e. t. v. vænzt þess, að Krúsjeff myndi í þessari ræðu fallast á eftirlit og gera grein fyrir því, hvernig það mætti framkvæma. En í stað þess minntist hann að- eins almennum orðum á það, að alþjóðaeftirliti þyrfti að koma á. S.Þ. lofaðar Hér verður skýrt frá nokkrum köflum í ræðu Krúsjeffs fyrir Allsherjarþingi S.Þ. — Mannkynssagan veit ekkert dæmi um alþjóðastofnun sem þjóðir heimsins hafa bundið eins miklar vonir við og Sameinuðu | þjcðirnar. Þær fæddust á tímum þegar drunur seinni heimsstyrj- aldarinnar höfðu enn ekki þagn- að og.meðan cnn rauk úr rústum eyddra borga. Sameinuðu þjóð- irnar túlkuðu hugsanir og þrá milljóna og milljóna þjáðra manna og lýstu því yfir að meg- inverkefni þeirra ættu að vera að bjarga komandi kynslóðum frá böli stríðsins. Nú er liðin meira en 4 ár frá því þessi alþjóðasamkunda var stoxnuð. Samt hefur ekki tekizt að ná markmiðinu. Þjóðirnar lifa enn í stöðugum ótta um frið- inn og framtíð sína. Og hvernig getur hjá því farið að þær séu áhyggjufullar, þegar hernaðar- átök koma fyrst upp í einum hluta heims og síðan í öðrum og þegar blóði er enn úthellt. Skýjaþykkni nýrrar styrjaldar hættu, sem stundum verða storm ský grúfa yfir heimi, sem hefur enn ekki gleymt seinni heims- styrjöldinni. Spennan í alþjóðamálum getur ekki haldið áfram til eilífðar. — I Annað hvort nær hún hámarki, þar sem afleiðingin verður að- eins ein — styrjöld, — eða að þjóðunum tekst með sameinuðu átaki að nema brott spennuna. Þjóðirnar vænta þess, að Sam eir.uðu þjóðirnar tvöfaldi átak sitt til þess að koma á andrúms- lofti trausts og gagnkvæms skiln ings milli ríkja og til þess að styrkja frið í heiminum. Tímabil samninga Allt bendir til þess, að tæki- færið sé komið til að hefja nýtt tímabil alþjóðlegra samningaum leitana, ráðstefna og funda stjórn málamanna, til þess að hvert al- þjóðavandamálið á fætur öðru verði leyst. Til þess að reglan um friðsam lega sambúð þjóðanna verði ríkj andi, þá er nauðsynlegt, að okk- ar áliti að binda endi á kalda stríðið. Þjóðirnar geta ekki sætt sig við, að „kalda stríðið" haldi áfram, ekki frekar en þær gátu sætt sig við að drepsóttir eins og svarti-dauði eða kólera geisuðu óhindrað um heiminn. — Ég lýsi því ákveðið yfir úr þessum ræðustól, að Sovét- stjórnin telur að þetta (afnám kalda stríðsins) sé ekki aðeins aðkallandi, heldur einnig raun- Framh. á bls. 16. RÆÐA Krúsjeffs fyrir þingi S.þ. olli mönnum vonbrigð- um, — þeim mun meiri von- brigðum, sem menn höfðu beðið hennar með eftirvænt- ingu og Krúsjeff hafði fyrir- fram látið í það skína að með ræðu hans myndu heims- vandamálin leysast. Mörgum fannst ræðan vel samin og Krúsjeff talaði fag- urlega um algera afvopnun og afnám allra herja heims. Eins og hann sagði sjálfur hefur það verið þrá mann- kynsins um aldarraðir, að uppræta hernað og styrjaldir, en allt mannkynið veit um leið, að það er tilgangslítið að vera með hróp um að eyði- leggja vopnin meðan hatur, ásælni og yfirgangur ríkir í heiminum ásamt tortryggni, ótta og öryggisleysi. ★ Þegar Krúsjeff samdi ræðu sína gat hann valið um tvær leiðir, — að snúa sér að rót- um meinsins, koma með til- lögur um hvernig draga mætti raunhæft úr spennunni í al- þjóðamálum eða lýsa því hvernig tryggja mætti öryggi þjóðanna á annan hátt en með vopuðum landvörnum. En þetta láðist honum, — í stað þess valdi hann hina leið- ina, að tala um það fjálgum orðum, að eyðileggja skýldi kjarnorkuvopn og flugskeyta- vopn, flugvélar, herskip og skriðdreka. Við ræðu hans var það líka athyglisvert, að hann reyndi að hvítþvo Rússa af því víg- búnaðarkapphlaupi, sem kom ið hefur upp eftir heimsstyrj- Enn þarf að biöa öldina. Hann hélt því fram að Rússar hefðu afvopnazt eftir síðari hcimstyrjöldina. Það var að vísu rétt, að Rúss- ar minnkuðu herstyrk sinn frá því hann hafði verið mest ur í styrjöldinni, þegar styrj- aldarástand ríkti í landinu. En samt voru ummælí Krú- sjeffs um þetta ekki nema hálfur sannleikur og fól i sér rangfærslu, því að það er . söguleg staðreynd, að Rússar einir héldu við milljóna her- styrk eftir stríðið meðan Vest urveldin afvopnuðust inn að skinni. Yfirlýsing Krúsjeffs um að Sovétríkin hafi á síðustu ár- um minnkað herstyrk sinn um Z milljónir manna er einnig villandi. Það er álit fróðustu manna, að fækkun þeirra í hernum hafi í rauninni ekki orðið nema brot af þessari áróðurstölu þeirra og bent skal á það, að sú fækkun sem þeir hafa framkvæmt hef'ur byggzt á því, að þeir hafa tek ið í notkun fullkomnari'vopn, sem krefjast minni liðsafla. Alveg hið sama hefur verið að gerast í vestrænum lönd- um, að í varnarmálunum hef ur verið stefnt að því að byggja fremur á nýtízkulegri vopnun en á fjölda hermanna. Enn i dag er þriggja ára herskylda í Sovétríkjunum, meðan herskylda á Vestur- löndum er víðast 18 mánuðir og í nokkrum löndum \Z mán uðir. Og ekki má gleyma því, að síðustu tvö ár hafa kín- verskir kommúnistar stórkost lega aukið herþjálfun í landi sínu, þannig að forustumenn þeirra geipa af því, að allri þjóðinni hafi verið skipað niður í allsherjar þjóðarher. Stundum hafa þeir jafnvel nefnt tölur um að 60 milljón vopnaðara manna séu í kín- verska hernum og ef það er rétt fellur herstyrkur allra annarra landa í heiminum al- gerlega í skuggann við hlið- ina á hinu æðisgengna hern- aðaræði kommúnista í Kína. Krúsjeff minntist heldur ekkert á ýmsa þá atburði á undanförnum árum, sem eru helztu orsakir vígbúnaðarins, en þar verður að teljast fremst í flokki stöðugur yfir- gangur og útþensla kommún- ista í mörgum hlutum heims. Hann minntist ekkert á það, að orsök þess, að vestrænar þjóðir mynduðu með sér varn arsamtök var sú, að Rússar lögðu þjóðir undir sig og kúg- uðu þær hver af annarri. Ef Krúsjeff hefði viljað draga úr spennunni og óttan- um í alþjóðamálum hefði hann átt leik á borði að lýsa því yfir, að Rússar gæfu hin- um kúguðu þjóðum Ausliur Evrópu frelsi, eða að kommún istar hefðu ákveðið að hætta manndrápum í Tíbet ,þar sem þeir eru nú sakaðir um þjóð- armorð af sömu tegund og Krúsjeff hefur í frægri ræðu viðurkennt, að Stalin einræð- isherra hafi framkvæmt á sín um tíma. Krúsjeff gerði ekkert slíkt. Enn eftir • ræðu hans eru enn sem fyrr óbreyttar kenningar kommúnismans um byltingu og valdbeitingu hvar sem slíkt þykir hagkvæmt stefn- unni til framdráttar. Með ræðu sinni varð Krúsjeff því ekki til að fjarlægja óttann og margir beztu menn og forystumenn Vesturveldanna hafa liarmað það, að ræðan fól enga lausn í sér, hún var aðeins venjuleg áróðursræða. ★ Þrátt fyrir þetta telja menn ekki alla von úti enn. Krúsjeff kom að vísu með lausn, — en hinu hafa menn veitt athygli, að orð hans um frið og afvopnun voru fjálgari en nokkru sinni fyrr. Kannske þetta þýði, að Krúsjeff ætli einhverntíma á næstunni, að koma fram til móts við Vest- urveldin um raunhæfa lausn deilumálanna. Menn bjuggust við lausn í ræðu hans, en hún var þar ekki. En nú hefjast viðræður Krúsjeffs við Eisen hower í Camp David og menn segja og vona: — Kannske Iausnin komi þar? Kannske voru hin fjálgu orð Krúsjeffs fyrir þingi S.þ. ekki innan- tóm. Og menn biða enn eftir- væntingarfullir. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.