Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 1
16 siður og ’Lesbók Leynifundir í Pekiríg HONGKONG, 2. okt. (NTB/Remt er) — Flestir helztu kommúnista leiðtogar heimsins, með Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Mao Tse-Tung, formann kin- verska kommúnistaflokksins, í broddi fylkingar, hafa setið á fundum lengst af í dag, þar sem talið er að einkum hafi verið rætt um sameiginlega stefnu kommúnistaríkjanna í ljósi þess ástands í alþjóðamálum, sem myndast hafi eftir fundi Krús- jeffs og Eisenhowers. Annars er nær ómögiulegt að fá neinar frétt ir af fundum þessum, sem verið hafa algcrlega lokaðir. t i Nýtl bóluefni j við inflúensu S ^ LONDON, 2. okt. /Reuter/ s NTB). — Það var tilkynnt hér ) í dag af hálfu brezkra vísinda- ( manna og framleiðenda, að ) þeir hefðu fundið nýja tegund | bóluefnis, sem veiti 70—80% S ónæmi fyrir öllum þekktum • afbrigðum inflúensu. í Dr. H. Beric Wright, for- ( seti rannsóknarstofnunarinn- ) ar, „The Institute of Direct- ^ ors’ Medial Research“, sagði t að bóluefni þetta væri grund- • vallað á þeim þrem afbrigð- t um inflúenzuveirna, sem al- ) gengastar væru — en hægt ( væri að breyta því á ári i hverju, þannig að það gæfi ^ mestu hugsanlega vörn gegn S því inflúenzuafbrigði, sem • gengi hverju sinni. Dr. Wright \ bætti því við, að meðlimir ) stofnunarinnar hefðu verið (hvattir til að láta bólusetja > sig og star’sfólk sitt með hinu ^ nýja efni, þar sem margir s læknar og vísindamenn byggj- ; ust við, að nýr inflúensufar- v aldur gengi brátt yfir Bret- í land. \ w '' ■s***'* sp'sr ■ Eins og skýrt hefur verið frá, var geysimikil hersýning í Pek- ing í gær. I tilefni þess sagði hinn nýskipaði landvarnaráð- herra, Lin Pao marskálkur, í dag skipun til hersins; „Við munum aldrei á aðra ráðast, en eigi mun- «m við heldur þola neinum að ráðast á okkur.“ Jafnframt und- irstrikaði marskálkurinn þá ó- frávíkjanlegu ákvörðun Peking- stjórnarinnar að „frelsa“ Form- ósu — og sagði, að afskipti er lendra rikja í því efni yrðu ekki þoluð. Próf. Einar ÓL Sveinsson við há- tíðahöldin í Kína LONDON, 2. okt. (Einkaskeyti til Mbl.) KlNVERSKA fréttastofan „Nýja-Kina“ skýrir frá því, að prófessor Einar Ólafur Sveinsson og kona hans hafi haldið heim- leiðis til íslands frá Peking í dag. Segir í fréttinni, að þeim hjón- um hafi verið boðið til Kína af samtökum þeim, er skipuleggja menningartengsl Kínverja við er- lendar þjóðir. Þá segir, að Einar Ólafur og frú hafi, meðan þau dvöldust i Kína, meðal annars heimsótt Peking, Shanghai og Hangchow — og tekið þátt í hátíðahöldun- um, sem efnt var til í tilefni þess, að tíu ár eru liðin síðan komm- únistar báru endanlega sigurorð af þjóðernissinnum og stofnuðu alþýðulýðveldi í Kína. Ráðstefna frestað LONDON, 2. okt. Reuter. — Genf arráðstefunni um bann við kjarn- orkuvopnatilraunum, sem átti að koma saman á ný 12. okt., hefur nú verið frestað til þess 27. Ósk- aði brezka stjórnin eftir þessari frestun vegná kosninganna í Bret landi 8. okt. // Full myrkfælinn við þstta verk „Ef eitthvað „lekur út“ - - - mér - og þér ekki til góðs“ MYNDIN hér að ofan er af bréfi, sem Þjóðviljinn birti í gær og fylgdi því þar þessi skýring: „Mynd sem sýnir meginefni bréfs frá einum agenti Fram- sóknarflokksins við eitt helzta Stjómarkreppa # Svíþjóð? kaupfélag landsins til Hannesar Pálssonar, fulltrúa Framsóknar- flokksins í húsnæðismálastjórn. Agentinum hafði verið falið að senda upplýsingar um stjóm- málaskoðanir manna, sem sent hefðu umsóknir um lán úr byggðarlagi hans, en samvizkan hafði eitthvað vafizt fyrir hon- um. Eftir að Þráinn Valdimars- son, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, hafði rekið á eftir honum sendi hann þó njósnalistann ásamt pessu bréfi“. Lengi vel gekk ekki hnífurinn á milli þeirra fóstbræðra. Fyrir- hyggja beggja var svipuð og hrundi lánakerfið skjótt í hönd- um þeirra. Eftir það versnaði allur vinskapur og bítast þeir níþ um hvern bita, sem eftir e*. Sigurður, sem er formaður húsnæðismálastjórnar hefur nú náð ofangreindu bréfi úr vörzl- um Hannesar og látið birta. Ber birtingin og efni bréfsins vitni um starfshætti beggja. Þar er erf itt að greina á milli. Borgaraflokkarnir snúast gegn fyrirœtl unum stjórnarinnar um álagningu veltuskatts STOKKHÖLMl, 2. okt. — (NTB) — ALLT eins má nú búast við því, að til stjórnarkreppu dragi í Svíþjóð, vegna þess að borgaraflokkarnir þrír, Mið- flokkurinn, Þjóðflokkurlnn og Hægrimenn, vilja ekki styðja þá fyrirætlun stjórnarinnar að leggja á sérstakan veltu- skatt til þess að auka tekjur ríkisins og ná jöfnuði á fjár- lögum. Samningar um þetta, sem staðið hafa undanfarna daga, fóru út um þúfur í dag. — 'k — Búizt er við, að stjórnin Ieggi frumvarp um 3—4% veltuskatt fyrir Ríkisdaginn einhvern tíma á tímabilinu 10.—25. þ. m. Þykir ekki útséð um, hvernig fer, en gert er ráð fyrir hörðum átökum í þinginu. Borgaraflokkarnir eru algerlega andvígir veltuskattin- um, einkum hægri menn, og bú- ast menn við að þeir leggi fram frumvarp um aukinn sparnað i ríkisrekstrinum, sem mótleik við frumvarpi stjórnarinnar. Ýmsir eru þó þeirrar skoðun- ar, að kommúnistaþingmennirnir sjö muni sitja hjá við atkvæða- greiðslu um frumvarp stjórnar- innar, en það mundi nægja til Dauðarefsing o COLOMBO, Ceylon, 2. okt. (Reut er) — Stjórn Dahanaikes á Ceyl- on ákvað á ráðuneytisfundi í dag að leggja frumvarp fyrir þingið um að taka aftur upp dauðarefs- ingu í landinu, en dauðarefsing var afnumin á Ceylon árið 1956, að frumkvæði Bandaranaike fyrrv. forsætisráðherra, sem til- ræðismaður skaut til bana fyrir nokkrum dögum. þess að bjarga henni frá að falla, þar sem hún hefur þá meirihluta atkvæða í báðum deildum. Vitað er að vísu, að kommúnistaþing- mennirnir eru andvígir veltu- skattinum, en ýmsir telja, að þeir muni ekki hafa hug á þvi að taka þátt i að fella stjórnina að svo stöddu a. m. k. Þegar er farið að hugsa fyrir þjálfun flugliða félagsins á þess- um nýju vélum — og mun hún fara fram í Bandaríkjunum á Svo sem kunnugt er var eitt af afrekum V-stjórnannnar að umturna löggjöfinni um lánveit- ingar til íbúðarhúsa. Aðaltilgang- ur breytinganna var sá, að fá Sigurði Sigmundssyni og Hann- esi Pálssyni, höfundum Gulu bók arinnar, úrslitavald um lán út á íbúðir. vegum Pan American, annað hvort í New York eða Miami á Florida. Fyrsti flugliðahópurinn Framh. á bls. 15. Loftleiðir fá Cloud- master i desember Þjálfun flugliða í undirbúningi LOFTLEIÐIR munu eiga von á fyrri Cloudmasterflugvclinni hinn 9. desember, að því er blaðið fregnaði í gær. Sem kunn- ugt er hafa Loftleiðir fest kaup á tveimur slíkum flugvélum (DC-6b) hjá Pan American og er reiknað með því, að sú fyrri komi inn í áætlunarflugið þann 1. febrúar nk. En ekki hefur það verið fallegt, sem Hannes hefur verið að brugga, úr því, að bréfritar- inn er jafn hræddur og fram kemur, þegar hann segir: „ef eitthvað „lekur út“ varðandi þetta mál okkar, þá er það mér svo og þér ekki til góðs“. Töluvert þarf til þess, að slík- ir menn lýsi „myrkfælni“ sinni, eins og í bréfinu er gert. ★-------------* Efni blaðsins er m.a.: Laugardagur 3. október. Bls. 3: Tvær konur þingmenn Sjálf* stæðisflokksins. — 6: Sviptingar í Bled. — 8: Forystugreinin — „Kosninga- stefnuskráin“. Ford Falcon 1960 (Utan úr heimi). — 9: Óreiðan á Keflavíkurflugvelli og sjónarspil Framsóknar- manna. ★ L E S B Ó K fylgir blaðinu í dag. * I *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.