Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVIVBLAÐIÐ Laugardagur 3. okt. 1959 Míklar sviptingar í Bled Úr skákbréfi frá Freysteini Þorbergssyni Bled, 24. sept. 7. umferð 17.—19. sept. Benkö — Tal ........ 0-1 Gligoric — Petrosjan 1-0 Friðrik — Keres .... 0-1 Fischer — Smysloff .. Vi-Vt Tal teflir Hollenska vörn gegn Benkö og beitir aðferð, sem kunn er úr Kóngsindversku vörninni, til þess að ná sókn á drottning- arvæng. Þessi blanda úr tveim- ur byrjunum gefst vel. Benkö nær hvergi mótsókn, og óðum saxast á tíma hans. Eftir 18 leiki er tíminn þegar á þrotum, og verður Benkö þá á sú skyssa, að gefa kóngsbiskup sinn í upp- skiptum fyrir riddara. Verður kóngsstaða hans nú götótt mjög, eins og Tal sýnir fram á með snoturri peðsfórn. Þegar Benkö svo fellur á tíma í 29. leik verður máti ekki varist. Gegn Gligoric velur Petrosjan Caro-Kann vörn, sem hann hef- ur mikið dálæti á. Verður úr þóf mikið, hægfara stöðubarátta. — Loks komast báðir keppendur í tímaþröng og þó Petrosjan meiri. Gerist þá það, sem sjaldan skeð- ur, að Petrosjan leikur af sér. Eins og í skákinni við Keres í 4. umferð er það enn 39. leikur- inn, en nú er skyssan mun alvar- legri. Gligoric teflir þó ekki sem bezt í biðskákinni, en Petrosjan leikur enn fingurbrjót og gefst upp. Friðrik teflir Réti-byrjun gegn Keres og strax í fjórða leik vel- ur hann veikt framhald, sem gef ur svörtum kost á þægilegu ta*fli. Eftir ýmsar vendingar nær Keres svo frumkvæðinu og rýmri stöðu. Þar við bætist tímaþröng hjá Friðriki, og í 32. leik tekur Keres peð, sem Friðrik hélt sig hafa eitrað. Keres verður þó ekki meint af og sækir hann nú fram á nýjum vígstöðvum. Þegar loks SILFURTUNGLIÐ Donsleikur í kvöld kl. 9. 'tc Ellý Vilhjálms ★ Óðinn Valdemarsson ★ K.K.-sextettinn skemmta. Aðgöngumiðasala kl. 8. Félagsheimilið Flúðum. Dansleikur í kvöld kl. 9. Hljómsveit Óskars Guðmundss. Söngvarar: Sveinn Tómasson frá Vestmannaeyjum og Þorsteinn Guðmundsson. DANSSÝNING! Rock meistaraparið 1959. Didda og Blakkur sýna. Cha-cha — Rock — og jitterbug. Ferðir frá B.S.Í. og ferðaskrifstofu K.A. Selfossi kl. 8. Nefndin. að fertugasta leik er lokið,' og tími vinnst til liðskönnunar, eru flestir menn feigir hjá hvítum, og Friðrik gefst upp. Smysloff tefldi einnig Caro- Kann gegn Fischer. Ungi Ame- ’ ríkaninn, sem nú í fyrsta sinn hittir á hólmi fjrrrverandi heims- meistara, ræðst til kóngssóknar. Rússanum tekst bó brátt að byggja upp trausta varnarlínu. Fer þá Fischer í drottningakaup, og staðan er lík, uns Smysloff fær færi á að brjóta upp drottningar- væng andstæðingsins með peðs- fórn. Kemur Smysloff síðan mönnum sínum í návígi við hvíta kónginn, en þótt flest sýnist í uppnámi hjá Fischer, tekst Rúss- anum ekki að finna neitt afger- andi, og er skákin fer í bið, er Fischer sloppinn úr mestu hætt- unni. Svo fer og í biðskákinni, að Fischer tekst að halda á sínu, og eftir 52 leiki takast friðarsamn- ingar þessara glæstu fulltrúa eldri og yngri kynslóðanna. Staðan eftir fyrsta fjórðung, 7 umferðir: 1.—3. Petrosjan, Keres og Tal 4% vinning; 4. Gligoric 3Vz v.; 5.—7. Fischer, Smysloff og Ben- kö 3 v. og 8. Friðrik 2 vinniriga. 8. umferð 18.—19. sept. Tal — Smysloff .... 1-0 Fischer — Keres .... 0-1 Friðrik — Petrosjan .. 1-0 Gligoric — Benkö .. 1-0 Tal og Smysloff tefla eigin leið ir í Caro-Kann vörninni. Tal er á undan í liðsskipaninni og þeg- ar honum hefur tekist að hrekja drottningu andstæðingsins í lítil- f jörlega stöðu á drottningarvæng, leggur hann til kóngssóknar með mannsfórn. í 15. leik hafnar Smysloff leið, sem hefði ef til vill leitt til jafnteflis með þráskák, a. m. k. segist Tal ekki hafa séð neitt betra yfir borðinu þar. Þeg- ar Tal svo fómar drottningunni í 19. leik, eru örlög Smysloff ráðin. Hann sleppur að vísu út úr, flækjunum með skiptamun und- ir, en verður þó að gefast upp þegar í 26. leik. Falleg skák! Slíka útreið mun fyrrverandi heimsmeistari ekki hafa fengið oft á ævinni. Keres hefur fundið endurbót á taflmennsku Petrosjans gegn Fischer í annarri umferð og fær nú kost á að reyna hana gegn undrabarninu. Árangurinn verð- ur með ágætum. Eftir aðeins 15 leiki hefur Keres náð mun betri stöðu vegna veiktrar aðstöðu Fischers á drottningarvæng. Fischer leggur þá í örvænting- arsókn á kóngsvæng, en Keres tekst á snotran hátt að venda öllu liði sínu til varnar og sóknar á kóngsvæng og í aðeins örfáum leikjum ber hann illa skipulagð- ann óvinaherinn ofurliði. Léttur sigur og rækileg hefnd fyrir 6- sigurinn gegn Fischer í Ziirich, en Keres skuldar Fischer ennþá skák frá upphafi þessa móts. Gegn Petrosjan leikur Friðrik c4, sem svo oft hefur reynst hon- um vel. Fyrstu 15. leikir skákar- innar eru allir eftir bókinni, en í þeim 16. bregður svo við, að Petrosjan leikur ónákvæmum leik. Virðist hann of upptekinn af langdrægum áætlunum og yf- irsést hið einfalda svar Friðriks, eða styrkur þess. Lendir nú Petro sjan í þrengingum, sem hann sleppur ekki úr fyrr én fimmtán leikjum síðar og hefur hann þá tapað peði. f hróksendataflinu finnur Friðrik snjalla vinnings- leið, sem er í því fólgin að loka óvinakónginn inni í horni, en tefla sjálfur með kóng og hrók gegn hrók, það er manni yfir. Petrosjan verst til 66. leiks. Þeg- ar hann svo gafst upp, kveður við mikið lófaklapp i salnum. — Skákmeistari Sovétríkjanna, sem haldið hafði forustunni frá upp- hafi mótsins, er fallinn fyrir pilt- inum frá eyjunni litlu, og efsta sætið skipa nú nýir menn. Hvað mun þeim takast að halda því lengi? Benkö teflir sama afbrigði af Spænska leiknum gegn Gligoric eins og á móti Friðrik í annarri umferð. Gligoric bregður út af slóð Friðriks og nær heldur betra tafli. f sinni venjulegu tímaþröng leikur Benkö svo af sér peði. Vinningur er þó engan veginn auðveldur fyrir Gligoric, en í biðskákinni kemst Benkö aftur í tímaþröng, og í þeirri hríðinni ganga menn hans fyrir björg. Staðan eftir 8. umferð: 1.—2. Keres og Tal 5% v., 3.—4. Petro- sjan og Gligoric 4%, 5.—8. Fisc- her, Friðrik, Benkö og Smysloff 3 vinninga hver. 9. nmferð 21.—23. sept. Gligoric — Tal....... Vl-Vz Benkö — Friðrik .... 1-0 Petrosjan — Fischer .. 1-0 Keres — Smysloff .... Vz-Vl Gligoric tefldi Spánska-leikinn við Tal, og þræða þeir lengi troðnar slóðir. Síðan verða upp- skipti á mönnum. Tal býður jafn- tefli, sem Júgóslafinn hafnar, en litlu síðar er Gligoric einnig kom inn í friðarskap, og er samið eftir 26. leik. Gegn Sikileyjarvörn Benkös leggur Friðrik út í full bráðar að gerðir í 12. leik, fær hann að vísu biskupaparið, en Benkö hreiðrar um riddara sinn á miðborðinu. Hefja nú báðir kóngssókn á skipt um vængjum en brátt sér Friðrik þann kost vænstann að gefa hrók fyrir riddarann sterka. Einnig fórnar Friðrik peði til að lengja skotlínur biskupa sinna. Þrátt fyrir liðsmuninn á Friðrik enr. von í skákinni, en í tímaþröng kastar hann góðum biskup fyrir hrók og tapar peði litlu síðar. Með tvö peð yfir og trausta stöðu í biðskákinni, fær Benkö vinnxng inn án frekari fyrirhafnar. Fischer teflir Nimzo-indverska vörn gegn Petrosjan og velur í 5. leik leið, sem virðist næsta óeðli- leg, en hefur þó verið reynd með sæmilegum árangri í rússneskum mótum á þessu ári. Það kemur brátt í ljós, áð Petrosjan hefur endurbót á takteinum fyrir hvít- an, og eftir aðeins 17 leiki hefur hann náð yfirburðastöðu, þar eð einn af mönnum Fischers er inni Framh. á bls. 14. skrifar ur. daqlegq lifinu ] Umbúðir innaní. MAÐUR leit inn til Velvakanda í vikunni með stykki af gæðasmjöri í annarri hendinni. Ástæðan til þess að maðurinn kom með smjörið var sú, að um- búðir og silfurpappír, hafði lent inni í sjálfri smjörskökunni. — Þessi galli sást ekki utaná smjör- inu, er það var keypt. Með ólöglegan ljósa- útbúnað. >ERÐMAÐUR á leið austan úr sveitum, taldi átta bíla með ólöglegan ljósaútbúnað, er mættu bíl hans á leið yfir Hellisheiði. Þegar kom niður að Elliðaám komu enn tveir bílar á móti. Voru þeir báðir með ólögleg ljós, annar með svo háa geisla og glannaleg ljós, að hinir urðu því nær að stöðva bifreið sína, en hinn bíllinn var eineygður. Það sem vakti undrun ferðalanganna viðvíkjandi þessum tveimur síð- ustu bílum, var að þeir voru báðir frá lögreglunni í Reykja- vík. // Nýtt leikhús SÖNGLEIKURINN // Rjúkandi ráð Texti: Pír O. Man. Tónlist: Jón M. Ácnason. Leikstjóri: Flosi Ólafsson. FYRSTA FRUMSÝNING í Framsóknarhúsinu sunnu daginn 4. okt. kl. 8,30 e.fi. næsta sýning þriðjudag. Miðasala í Framsóknarhúsinu frá kl. 4—8 í dag og á morgun, pantanir í síma 22643. „Nýtt Leikhús“. •PT Mættum við heyra Caruso. Söngunnandi skrifar eftir- farandi bréf: ÝLEGA sá ég þess getið í' einu dagblaðanna (bréf frá lesanda), að rödd Enrico Caruso hefði ekki heyrzt í Ríkisútvarp- inu sl. 1—2 ár. Fannst mér þetta svo ótrúlegt, að ég bjóst við mót- mælum og leiðréttingu frá stofn- uninni, en frá henni hefur hvorki heyrzt stuna né hósti og mun það skoðast sem samþykki svo fremi að Tónlistardeildin lesi dagblöð- in. Þar sem útvarpið hefur heldur ekki orðið við þeirri ósk grein- arhöf. að taka rögg á sig og leika eina plötu með Caruso (hann til- tók ariuna úr Gyðingastúlkunni), þá vildi ég ekki aðeins taka und- ir þá ósk, heldur leggja til að Ríkisútvarpið helgi Caruso sem svarar einum „mánudagssöng- tíma“ og leiki þá t. d. eftirfarandi aríur: 1) „Salut, demeure chaste et pure“ úr óp. Faust. 2) „Di quella pira“ úr óp. II Trovatore. 3) „Préte- moi ton aide“, úr óp. Drottningin af Saba. 4) „No Pagliaccio, non son“ úr óp. I Pagliacci. 5) „Ah mon sort“ úr óp. Nero, eftir Rubinstein. 6) „Addio alla madre“ úr óp. Cavalleria Rusticana. 7) „Rachel" úr óp. Gyðinga- stúlkan eftir Halevy. Að lokum vænti ég þess ein- dregið, að ósk þessi verði tekin til greina, sérstaklega vegna þeirra ummæla háttvirts útvarps stjóra, að nú væri flutt meira út- varpsefni og útvarpstíminn lengri en nokkru sinni áður. „Söngunnandi“.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.