Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. okt. 1959 MORCVNBT 9 Ólafur Stefánsson, flugumferðarstjóri: Óreiðan á Keflavík urflugvelli og sjónarspil Framsóknar Síðasta sýning — punktum basta Hvað er þetta — eruð þið eina sýningu í Reykjavík í enn að fara af stað með leiðinni, en margir virðast „Haltu mér, slepptu mér?“ enn vilja sjá leikinn — þó að spurðum við Lárus Pálsson við sjálf, „tríóið", séum eigin leikara, er við fréttum, að lega þúin að fá nóg af þess- „tríóið“, hann, Helga Val- um ágæta farsa. Annars höf- týsdóttir og Rúrik Haralds- um við sýnt leikinn tiltölu- son, ætluðu að sýna þennan^lega sjaldan hér í höfuðstaðn- vinsæla .franska gamanleik um. enn einu sinni — á miðnæt- — En þið höfðuð sýningar ursýningu í Austurbæjarbíói víða í sumar. í kvöld. — Já, það má nú segja — — Nei, blessuð verið þið, þveittumst um landið þvert sagði Lárus, — aðeins þessi og endilangt. Það var býsna eina sýning — punktum basta. strembið, en líka margs — En hvert er þá tilefni skemmtilegs að mmna.it úr þessarar sýningar? þeirri för. En nú setjum við — Já, eiginlega vorum við sem sagt punktinn — með hætt þessu. En svo vorum við sýningunni í Austurbæjar- beðin að sýna fyrir sjúklinga bíói kl. 11,30 í kvöld. Hún er á Vífilsstöðum, og því gátum sú 65 — og það er ekkert grín, við náttúrlega tæpast neitað. að það er — allra síðasta Og svo ákváðum við að hafa sinn. NÚ harðnar í ári hjá Framsókn, og gerist erfitt um fóðuröfiun fyrir búpeninginn, fyrirsjánlegur horfellir og almenn óþrif farin að segja til sín síðan Maddaman missti af frjósömu beitilandi sínu á Keflavíkurflugvelli og litlu sí- svöngu afkvæmin eigra jarmandi um og finna ekki spenann, sem var þeim svo sætur. „Hvað skal nú til bragðs taka“, segir búhöid- urinn, sem áður var svo útsjón- arsamur við aðdráttinn, enda frægur sláttumaður, jafnvel á al- heimsmælikvarða, sem slegið hef ur bæði Austan Stranda og Vest- an. Vart má búast við, að slíkur afburða fjármaður láti hugfallast; eitthvað verður að gera til bjarg- ar, því margir eru munnarnir, sem heimta sitt refjalaust. í>að sjónarspil, sem Framsókn hefur sett á svið, síðan hún vait úr söðlinum af Rauðku gömlu, er almenningi að nokkru kunnugt, en fyrir okkur, sem höfum búið hér innan girðingar beitarlands- ins og í nábýli við hjörðina, og fylgzt með eigin augum með af- rekum Framsóknar síðan hún tók fyrst að nýta þessi lönd, kemur mjög á óvart að heyra hvílíkir af- reksmenn hafa haslað sér hér völl síðastliðin ár, svo sem Maddam- an vill vera láta. Almenningur á heimtingu að fá að skyggnast um á þessu marg- umrædda haglendi Framsóknar, vegna þess moldviðris sem hún hefur þyrlað upp að undanförnu, svo að fólk geti sjálft dæmt um ágæti hennai. Eitt að fyrstu „afreksverkun- um“ var að koma upp girðingu í kringum völlinn og setja reglu- gerð um ferðir inn og út af hon- um. Dr. Kristinn fór í útvarpið til að dásama þessi nýju föt keis- arans. Enginn fékk að vita hverj- ar þessar reglur voru og árang- ur varð eftir því. Enginn íslendingur skyldi bú- settur innan vallarins, og Amerí- kaninn því sleginn um fé til að byggja hus yfir starfsmenn rík- isins. Hver silkihúfan af annarri var sett til að hafa umsjón með þv,í verki. Ráfuðu þeir víða um haga til að finna sem ákjósan- legastan stað fyrir hús þessi, eg viti menn, þeir fundu staðinn. Þvilík kyrrð og friðsæld, jafnvel fuglarnir áttu hér engan keppi- naut um loftin blá, alveg eins og í sveitinni heima. Hér skyldu húsin standa, og hér standa þau hú. En þv^ miður. Ef þessir for- ystusauðir hefðu risið upp á aft- urlappirnar hefðu þeir séð blasa við sér flugbraut, þá lengstu í Evrópu, en hún var þá ekki not- uð, vegna þess, að verið var að endurnýja slitlag á henni, og því engin umferð um hana, hvílíkur friður. En verkamennirnir, sem unnu að byggingu þessara húsa héldust vart við verk þetta, svo mikill var hávaðinn, þegar þotur af öll- um gerðum tóku pð hefja sig til flugs af hinni nýju braut. Hér skyldu starfsmenn ríkisins búa með konui sinar og börn. Erlendis eru gerðar strangar kröfur vegna flugumferðar þrýsti loftsflugvéla (þota) yfir íbúðar- hverfi. — En það er jú erlendis, Mörlandanum má bjóða allt. Hús þessi standa auðvitað inn- an girðingar, enda það mál þá fullnotað í áróðursskyni og fram- kvæmdir og efndir því hreint aukaatriði. Samgöngur við hús þessi voru engar og skapaðist þá auðvitað vel þegið tækifæri til að bæta á jötuna, en til sáralíti'.la þæginda fyrir íbúana, enda það líka aukaatriði. Byggingarkostn- aður við hús þessi mun vera ótrú lega hár, enda margir með siiki hanzka lagt þar hönd á plóginn, að sjálfsögðu gegn einhverri „smá“ þóknun. Skora ég á það opinbera að gera hreint fyrir sía- um dyrum hvað þetta mál vaið- ar. Því auk óhófslegs kostnaðar er byggingu þtirra stórkostlega ábótavant. Gætu margir margt af þessu lært, t. d. það, hvernig ekki á að byggja hús. Athafnasemi þeirra hefur ekki riðið við einteyming. Með stöð- ugum árásum þeirra á samtök iðn aðarmanna, verktaka þá, sem fyr- ir voru, tókst þeim brátt að bægja þeim frá og ,_voru bolabrögðm óspart notuð, enda hæg heima- tökin. Hafa þeir því um nokk- urra ára skeið varið einir um nit- una, enda leikurinn til þess gerð- ur. í kjölfar þessa fylgdu „sjopp- urnar“, þessar gorkúlur, sem ails staðar spretta upp í slóð þeirra, enda vaxtaskilyrðin sérlega góð. Önnur afreksverk þeirra á öðr- um sviðum eru nú til rannsóknar hjá Dómsmálaráðuneytinu og mun mönnum væntanlega gefast kostur á að kynnast þeim síðar. Þetta er það, sem á þeirra máli heitir „að taka málin föstum tökum“. Spor þeirra liggja víða og af nógu er að taka, en þetta verður að nægja í bili. í sambandi við árekstra þá, sem nýlega áttu sér stað við herinn þ. 6. þ. m., er starfsmenn flug- málastjórnarinnar voru aðiljar að, er rétt að taka þetta fram: Flugvallarstjóri Keflavíkurflug- vallar er að sjálfsögðu fulltrúi ríkisstjórnarinnar þar, og ábyrg- ur gagnvart henni einni. Honura var kunnugt um þennan atburð strax um morguninn og þar var því fyrst og fremst skylda hans að tilkynna þetta réttum aðil- um. Nú hefur lögreglustjóri, varn armálanefnd og utanríkisráð- herra lýst yfir því, að þeir hafi ekkert um þetta vitað, fyrr en þeir lásu um málið i blöðunum og hver um sig skellir sökinni óbeint á hinn. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það að Framsókn hefur ráðið þessum málum síðan 1953 og fram á þennan dag (skrifað áðuir en Tómasi Árnasyni var vikið úr Varnarmálanefnd) og að sjálf- sögðu með sínum mönnum á toppinum, þykir henni það sæma að söðla gömlu merina og ríða með miklum rassaköstum út um allar sveitir, til að segja frá hvernig fari, þegar hún ráði ekki þessum málum. Þetta væri allt saman Sjálf- stæðisflokknum að kenna. Her- inn væri ekki eins hræddur við Sjálfstæðismenm eins og Her- manníu gömlu, og þá væri auð- vitað fjandinn laus. Trúi þeir, sem trúa vilja. Framsókn hittir engan nema sjálfan sig í þessu máli. Annað atriði þessa máls vil ég einnig koma nokkuð inn á. Herinn virðist hafa óbundnar hendur með að setja upp svo kölluð bannsvæði, eða hefur varn armálanefnd lagt blessun sína yfir þau? Ef svo er, ber henni að sjálfsögðu að tilkynna hver og hvar þau eru. Eða er það einnig með hennar samþykki, að íslendingar séu skotnir niður eins og rakkar, ef þeir hlýða ekki þriðja kalli varðmanna, sem svæða þessara gæta? Þetta atriði kom fram við rannsókn þessa máls, eða stendur Framsóknar- mönnum líka á sama um það? Þessir herrar hafa verið of uppteknir við að maka krókinn og því hvorki haft áhuga né getu til að sinna þessum málum sem skyldi. Er það ekki vanzalaust, að þeir menn, sem málum þess- um hafa ráðið, skuli leyfa sér þá ósvinnu, að skipa menn í mikil- vægar stöður, sem hafa það eitt til brunns að ’oera, að telja síg Framsóknarmenn. Varnarmál eru viðkvæmustu mál hverrar þjóð- ar og sök þeirra því ennþá al- varlegri að leyfa sér slíka létt- úð. Það vitum við, sem hér höf- um verið að fylgjast með þess um málum, að enginn einn flokk- ur hefir boðið skömminni og nið- urlægingunni svo heim, sem Framsókn. Það hefur enginn leyft sér þá ósvífni að gera varnir landsins að verzlunarvöru, svo sem Framsókn hefur verið staðin að. Sagan geymir okkur nöfn manna af liðnum kynslóðum, sem hafa skarað fram úr samtíð sinm á einhverju sviði, og hún geym- ir okkur einnig nöfn þeirra, sem hafa skarað fram úr á hinn bóg- inn, — niður á við. — Það mun ekki þvælast fyrir neinum, hvorn flokkinn þessir afreks- menn Framsóknar munu fylla, ef haldið verður áfram á sömu braut. Ennþá berst nokkuð af göml- um molum sunnan af heiðinni. Gömlum bílum, pottum og pönn- um og jafnvel gömlum bakara- ofnum, sem ennþá má nota til að baka brauð í. Gamla bú- hyggna JViaddamar. mun geta verið yður innan handar við að eignast slíkan hlut. Því að sá, sem einu sinni átti sér hugsjon og sagði með miklum alvöru- þunga: „Það er betra að vanta brauC, en að hafa her í landi“, er yfirlsölustjóri fyrirtækisins, sem sér um dreifingu á skraninu. Já, miklir menn erum við, Hróif- ur minn. Ó. S. ÞAÐ er nú orðinn ærinn tími síðan við höfum birt einhverjar kökuuppskriftir. En það gerir e. t. v. ekki svo mikið til því við erum búin að birta þvílík kynst- ur um dagana að varla er að bú- ast við að þið, kæru húsmæður getið bakað allar þær kökur. Svo er líka mesti ósiður að vera sífellt að baka á sumrin, en nú haustar að, krakkarnir koma úr sveitinni og vilja þá gjarnan fá eitthvað með „kaffinu" sinu annað en smurt brauð. Vinkona mín ein gaf mér fyr- ir nokkru prýðilega uppskrift að súkkulaðitertu, sem er bæði ó- dýr og fljótleg í bakstri og hún rennur í börnin eins og heitar lummur: 2(4 bolli hveiti 1(4 bolli sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. sódi (4 tsk. salt (4 bolli smjörlíki 2 egg (4 bolli heitt vatn 1 bolli súrmjólk (má vera venjuleg mjólk) vanilludropar (4 bolli kókó. Þessu er öllu hrært saman á venjulegan hátt og kakan síðan bökuð í steikaraskúffunni við frekar góðan hita. Ath. að hún bakast á u. þ. b. 15. mín. — Þegar hún er orðin köld er yfirborð hennar smurt með góðum súkku- laðiglerung. Hér kemur önnur ágæt hvers- dagskaka: GóðiV gestir GABRIEL EIKLI, kunnur norsk- ur kristniboði, hefur ása.nt konu sinni tveggja daga viðdvöl hér á landi, á ferðalagi þeirra frá Ame- Ú*11 u - k ö k u r Þessa uppskrift höfum við birt áður, en endurprentum hana hér vegna fjölda áskorana: 3 egg 2 dl. sykur 1 di. smjörlíki 3 matsk. vatn 2 dl. hveiti 1 tsk. lyftiduft 2 dl. flórsykur nokkrir dropar sítrónusafi eða vatn. Eggin eru þeytt með sykrin- um, smjörl. brætt og látið út í ásamt hveitinu með lyftiduftinu. Deiginu hellt í vel smurt ferkant- að form (flatt og grunnt) og bak- ast við jafnan hita þar til kakan hefur fengið Ijósgulan lit. Hún er þá kæld og síðan smurt ofan á hana glerungi úr flórsykrinum og ef mikið stendur til má strá söx- uðum möndlum ofan á. Kakan er síðan skorin í ferkantaða bita. Kartöfluvínarbrauð Þetta vínarbrauð er alveg sér- staklega ljúffengt og hefur einn- ig þann mikla kost að vera hvorki dýrt né sætt: 150 gr. smjörlíki 150 gr. hveiti 150 gr. soðnar masaðar kartöflur rabarbarasulta, fáeinar möndlur og grófur sykur. Kartöflurnar eru soðnar og flysjaðar og masaðar vel, hnoð- að saman við smjörlíkið og hveit ríku og heim til Noregs. Þau hjónin störfuðu að kristni boði í Mansjúríu árin 1936—46. Þá fóru þau til Japans og voru fyrstu kristniboðar Norðmanna þar í landi. Kristniboðsfélag karla gengst fyrir opinberri samkomu í Hall- grímskirkju, í tilefni af heimsókn þessara góðu gesta. Auk þess aS vera ágætur prédikari er Eikli kristniboði gæddur góðri frásagn argáfu, en hann hefur, eins og gefur að skilja, frá ákaflega mörgu að segja. Hann talar hér á þessari einu samkomu, en hún verður í Hall- grímskirkju í dag, laugardaginn 3. okt., kl. 8,30 síðdegis. Þarf ekki að efa að hún muni verða fjölsótt. Ólafur Ólafsson. kaffinu ið. Deigið er flatt út (frekar þunnt), skorið í ca. 15 cm breið- ar lengjur, rabarbarasultu smurt á miðjuna og barmarnir síðan brotnir upp, söxuðum möndlum og grófum sykri stráð á. Penslað með mjólk. Lengjurnar eru bak- aðar í heilu lagi og skornar 1 hæfilega stór vínarbrauð þegar þær eru bakaðpr. Eplastöng Flestum þykir mjög gott allt sem er nýbakað og hér kemur að lokum uppskrift að mjög ljúf- fengri eplastöng, sem er lang > bezt þegar hún er tekin úr ofn- inum, en deigið má búa til löngu áður en á að baka hana og geyma á köldum stað. 200 gr. hveiti 150 gr. smjörlíki 60 gr. sykur 1 eggjarauða 2—3 gpli. öllu er hnoðað saman (nema eplunum) og deigið látið bíða í klst. (eða lengur ef manni hent ar). Þá flatt úr (4 cm þykkt og skorið í 12—15 cm breiðar ræm- ur og þunnum eplasneiðunum raðað á miðjuna og sykri stráð á. Kantarnir skornir haganlega og fléttaðir saman. Penslað með eggi eða mjólk og sykri stráð ofan á. Bakast í frekar heitum ofni í 12 til 15 mínútur. 200 grt smjörlíki 200 gr. sykur 200 gr. hveiti 2 egg 1 tsk. lyftiduft 180 gr. kókosmjöl. öllu hrært saman og bakaðir tveir venjulegir tertubotnar, sem lagðir eru saman með sultu (bezt með rabarbarasultu). Allir vilja fá gott með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.