Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.10.1959, Blaðsíða 8
8 MORGVNBl 4Ð1Ð Liaugardagur 3. okt. 1959 WðtfliMftfrifr Utg.: H.í. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá V—— Matthíás Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. KOSNINGA STEFNUSKRÁIN KosningastefnuskrA Sjálfstæðisflokksins var birt hér í blaðinu í gær. Hún er í tveimur meginköflum. Fyrst er rakin grundvallar- skoðún Sjálfstæðismanna í stjórn málum. í framhaldi þess er vís- að til ályktana síðasta Lands- fundar um einstök mál og mála- flokka. Þá er drepið á nokkur tiltekin efni, sem eru sérstaklega aðkallandi. í síðari hluta kosningastefnu- skrárinnar er fjallað um efna- hagsmálin. Þau eru nú mál mál- anna. Undir lausn þeirra má segja, að möguleikinn til að gera allt hitt, sé að verulegu leyti kominn. Þess vegna telur flokk- urinn sér skylt að leggja fram sundurliðaðar ítarlegar tillögur. ★ Grundvallarskoðun Sjálfstæð- lsmanna er sú, að andlegt frelsi og athafnafrelsi einstaklinganna sé fyrsta skilyrði þess, að hæfi- leikar og kraftar njóti sín til fulls. Á þessum grundvelli byggjast allar hinar tillögurnar. í kosningastefnuskrá er ekki gerlegt að lýsa stefnunni í öll- um málefnum. Almenningur hef- ur og þegar kynnzt stefnu Sjálf- stæðisflokksins í ályktunum Landsfundar. En nokkur mál hafa sérstöðu. Þar er landhelgismálið efst. 1 því hefur Sjálfstæðisflokkurinn ætíð haft forystu. Því miður hef- ur ráðum hans ekki alltaf verið fylgt. Þess vegna hafa verið skapaðir óþarfir erfiðleikar við að ná því marki, sem allir ís- lendingar eru sammála um. Um það tjáir ekki að sakast, heldur einbeina sér að því að vinna sigur í deilunni við Breta. Jafnframt má aldrei missa sjónir á því marki, sem sett var með land- grunnslögunum, fyrir meira en 10 árum, að fá viðurkennda frið- un alls landgrunnsins fyrir á- gengi útlendinga. Halda verður við byggð hvar- vetna þar á landinu, sem byggi- legt er. Fólksflutningar hafa ætíð átt sér stað á íslandi. Fólkið hef- ur öldum saman leitað þangað sem þá var lífvænlegast. En fólk- inu fjölgar stöðugt. Við megum þess vegna ekki gera land okkar minna en það var áður. Þá myndu afkomendur okkar eiga færri kosta völ en við. Að hinu ber að keppa að hagnýta allar auð- lindir landsins. Það verður bezt gert með stöðugt nýju landnámi. í landi, sem er í örri uppbygg- ingu, þarf stöðugt fé til hús- bygginga. Á fyrstu tugum aldar- innar voru byggingar að vísu litlar miðað við það sem nú er, en þá hafði þó verið komið sæmi- lega fastri skipun á byggingalán úr veðdeild. Eftir að Fram sókn hófst til valda fór þetta að mestu úr böndum. Fyrir for- göngu Sjálfstæðismanna var unnið að því að koma þessum málum í skipulegt horf á árun- um 1953—1956. Þá vannst mikið á. Síðustu árin hefur aftur sótt í sama horf og fyrr. Gera verður verulegt átak til að leiðrétta það, sem misfarið hefur og tryggja fast veðlánakerfi til húsbygginga i framtíðinni. Svipuðu máli gegnir um stofn- lánasjóði sjávarútvegs, iðnaðar og landbúnaðar og veðdeild Bún- aðarbankans. Öllum þessum stofnunum þarf að tryggja fé. Verðlagsbreytingar hafa mjög rýrt raunverulega þýðingu al- mannatrygginganna. Þetta á ekki sízt við um öryrkja og aldrað fólk. Á þessu verður að ráða bót. ★ Framtíðin er hins vegar í hönd- um æskunnar. Hún er dýrmæt- asti fjársjóður, sem ís and á. Þess vegna ber að keppa að því, að hver æskumaður geti fengið þá menntun, sem nonum hentar, svo hæfileikar hans fái að njóta sín. Heilbrigðar ráðstafanir í þessa átt eru og eitt af frumskdyrðum viðréttingar efnahagsins. Hér verkar hvort á annað. Undir- staða alls er, að efnahagurinn biii ekki. Menn deila um maigt í íslenzk um stjórnmálum. Af iestri blaða þessa dagana er þó sýnt, að aiiir eru sammála um, að nú riki hreint bráðabirgðaástand i eína- hagsmálunum. Með engu móti verður staðnæmzt, þar sem nú er komið. Eitt dæmi þessa er deilan, sern nú er komin upp um ákvörðun landbúnaðarverðs. Hvort sem mönnum þykir ljúft eða leitt, verður að viðurkenna, að grund- völlurinn, sem á var byggt, er úr sögunni a. m. k. í bili. Þegar svo stendur er annað hvort, að ágrein ingurinn eykst eða reynt er með öllu móti að koma í veg fyrir al- gera sundrungu með því að laða menn til samkomulags. Sjálfstæðismenn miðuðu tillög- ur sínar um ákvörðun landbún- aðarverðsins og auknar niður- greiðslur til að koma í veg fyrir verðhækkun af þeim sökum, við það að greiða fyrir samkomulagi og hindra, að nokkur þjóðfélags- stétt gæti með sanni sagt, að á iig vteri haliað. Þetta er æ.í'5 nauðsynlegt. En svo er ekki sízt nú, þegar allir eru sammála um að finna þurfi nýjan grundvöli, ekki aðeins í þessu eina atriði heldur í efnahagsmalunum í heild. ★ Tillögur Sjálfstæðismanna um lausn efnahagsmálanna tala sinu máli. Þær verða og ræddar nán- ar síðar hér í blaðinu. Hver ein- asti kjósandi þarf siálfur að kynna sér þessar titlögur og gera hug sinn upp um þær. Til þess að komast út úr nú- verandi öngþveiti, verður að rata hið rétta meðalhóf. Forðast verð- ur í senn verðbóigu, sem þjað hefur þjóðlífið að undanförnu, og samdrátt, sem mund’. hafa í för með sér atvinnuleysi. Verðbólg- an er slæm, en atvmnuleysið er verra. Hvorttveggja ber að foið- ast og það er hægt ef tillögum Sjálfstæðismanna verður fylgt. Eitt meginatriði þeirra er það, að sem fyrst verði komizt upp úr uppbóta- og niðurgreiðslufeninu. Á meðan þar er brotizt um er ábyrgðinni af eigin athöfnum að verulegu leyti velt yfir á aðra. Atvinnurekendur hætta að hugsa um, hvort rekstur þeirra gengur vel eða illa. Þeir koma ætíð með reikninginn til almennings Og heimta að hann borgi brúsann. Hvötin til þess að standa á eig- in fótum, og sækja fram, fer sí dvínandi. Á þessu þarf að verða gerbreyt ing. Atvinnureksturinn á að vera frjáls, en atvinnurekendur verða á ný sjálfir að bera ábyrgð á rekstri sínum. ffiítftéjttjítíjfí ,ri Ford Falcon 1960 Fálkann, en sala hans hefst 8. þ. m. í Bandaríkjunum. — -k — fyrsti bandaríski „smábíliinn66 BANDARÍSKIR bifreiða- framleiðendur hafa undanfar- ið fylgzt áhyggjufullir með „innrás“ evrópskra smábíla á markaðinn vestanhafs, en sala þeirra hefir aukizt þar ár frá ári. Hið eðlilega „svar“ Banda ríkjamanna er að sjálfsögðu að framleiða smábíla sjálfir. Augu manna beinast eðlilega fyrst og fremst að hinum þrem „stóru“ í þessu efni, Ford, General Motors og Chrysler — en allir koma þessir framleiðendur með slíkar nýjungar í framleiðslu sinni af árgerðum 1960. — 'k — Ford varð fyrstur til með sinn „smábíl“, sem raunar er alls ekkert lítill, eða a. m. k. stærri en margir „kollegar“ hans evrópskir. Hann nefnist „Falcon“ (Fálki) — og eins og sjá má af meðfylgjandi mynd er hann talsvert „ev- rópskur“ í útliti. — Það var hinn 2. sept. sl., sem forráða- menn Ford-verksmiðjanna sýndu fréttamönnum vestra Miðað við allt það skraut og íburð, sem yfirleitt hefur einkennt bandarískar bifreið- ir á undanförnum árum, er bygging Fálkans mjög látlaus, en stílhrein. Að stærð er hann svipaður hinum brezku Ford Zephyr, þó ívið minni. Stærð- in er annars sem hér segir: Mesta lengd er 4,60 metrar, breidd 1,77 m og hæð 1,43 m. Þyngd bifreiðarinnar er rúm- lega 1,1 lest. — Aflvélin er 90 hestafla, 6-cylindra. Fálk- inn er sex manna bíll, og verð- ur hægt að fá hann bæði tveggja og fjögurra dyra. Wernher von Braun óánœgður með kvikmynd um sig EIGI alls fyrir löngu var byrjað að gera kvikmynd í Þýzkalandi, er nefnist „Saga Wernher von Braun“ og á að lýsa lífi og starfi hins þekkta, þýzka eldflaugasér- fræðings. — Fyrir skömmu kom dálítið babb j bátinn með kvik- mynd þessa, svo að nokkur óvissa ríkir nú um það, hvernig fyrirtækinu reiðir af — og hlé hefir a.m.k. verið gert á kvik- myndatökunni í bili. ★ Þannig er mál með vexti, að ágreiningur hefir komið upp með framleiðendum annars veg- ar og „efninu“ — þ.e.a.s. Wern- her von Braun — hins vegar. Komu aðilar saman til fundar á dögunum til þess að reyna að jafna ágreining, en rætur hans liggja í því, að eldflaugasérfræð- ingurinn er óánægður með nokkra kafla kvikmyndahandrits ins, eins og það liggur fyrir, þar sem honum er lýst sem „veik- geðja persónuleika". Leikstjórinn á að hafa látið svo um mælt á fundinum, þegar rætt var um þessi atriði, að í sínum augum hefði von Braun „alltaf verið svikari . . . .“ — Út af þessu spunnust svo heitar umræður um ábyrgð vísinda- mannsins í sambandi við sprengjuárásirnar á London síð- ast í heimsstyrjöldinni með hin- um frægu, fjarstýrðu flugskeyt- um V.l og V.2. ★ Eitt atriði umræddrar kvik- myndar er látið gerast- { Gar- mischeinangrunarbúðunum, þar sem von Braun myndarinnar er yfirheyrður af enskum liðsfor- ingja, sem misst hefir alla fjöl- skyldu sína í einni af árásunum á London með V.2.-flugskeytun- um. Liðsforinginn kallar von Braun stríðsglæpamann, og sam- kvæmt handritinu — svarar hann: „Ef sérhver visindamaður eða sérfræðingur, sem tekur þátt í að finna upp vopn eða vinnur að framleiðslu þeirra, er stríðsglæpamaður — þá hafið þér réft fyrir yður . . . ★ Eftir fyrrgreindan „sáttafund“ er talið, að tekizt hafi að eyða ágreiningnum að nokkru — en fleiri ljón eru á veginum fyrir þessari kvikmynd. — Hinn þekkti, þýzki kvikmyndaleikari, Kurd Júrgens, átti að leika von Braun í myndinni, en eftir að hlé var gert á upptökunni vegna fyrr nefnds ósamkomulags tók hann tilboði um að leika Cæsar í nýrri mynd um Cæsar og Kleópötru, sem gerð er eftir leikriti Bern- Von Braun — veikgeðja svikari? afds Shaw. Er þvi talið talið allt eins líklegt, að leita verði að nýj um manni í hlutverk von Brauns — ef haldið verður áfram með kvikmyndina. Kolanómumenn reiðir Adenauer BONN 26. sept. Reuter. — f morg un fóru 60.000 kolanámuverka- menn í mótmælagöngu um göt- ur Bonn, höfuðborgar Vestur- Þýzkalands, til að mótmæla stefnu dr. Adenauers og stjórnar hans í málum námumanna. Báru þeir spjöld þar sem letraðar voru ásakanir í garð kanslarans. Formælandi kröfugöngumanna sagði, að árið 1958 hefði kansl- arinn lofað því hátíðlega, að engri námu skyldi verða lokað meðan hann væri við völd. Þetta loforð hefði hann ekki haldið, heldur hefði hverri námunni á fætur annarri verið lokað síðan. Miklar óseldar kolabirgðir eru nú í Vestur-Þýzkalandi, og hefur stjómin af þeim sökum látið hætta starfrækslu margra náma. Til að auka kolaneyzluna í land- inu hefur stjórnin lagt 30 marka aukaskatt á hverja lest af olíu. Námumenn telja að þetta sé að- eins skottulækning, sem muni auka dýrtíð í landinu. Undan- farnar vikur hafa svipaðar mót- mælagöngur verið farnar í borg- um Ruhr-héraðs, og er talið að um lí‘0.000 jnanns hafi tekið þátt í þeim. PARÍS, 30. sept. — Lögreglan í París handtók í dag marga Frakka og Alsírbúa í borginni, en Frakkarnir eru sakaðir um að hafa aðstoðað uppreisnarmenn í Alsír. Við húsleit hjá foringja þjóðernissinna í París fannst geysimikið fé og sömuleiðis nafnaskrá yfir ýmsa Frakka, sem hjálpað hafa uppreisnarmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.