Morgunblaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVWTtr AMÐ Miðvik'udagur 7. okt. 1959 Árni G. Eylands: Rogalandsbréf Moldvarpan, traktorgrafa sem vinnur með vindu og vírum. Grafan er dragtengd viS traktorinn og augnabliks verk að spenna fyrir og spenna frá. Þessi grafa er mjög líkleg til að grafa opna skurði. „Til þess að ræktun geti hafizt í stærri stíl í Grunnavík vant- ar skurðgröfu til að ræsa fram mýrar. Aðstaðan til þess að fá vélar þangað norður er fremur erfið“. Morgunblaðið 6. ágúst 1959. Tíðindamaður blaðsins brá sér í sumar af bæ í Aðalstræti og þar utan við túngarðinn, varð honum reikað um strjálbýli Vestfjarða. Segir hann margt og skemmtilegt af þrirri ferð, í dálkum Morgun- blaðsins í júlí og ágúst, svo sem lesa má. — Allt er nú landið orðið við túngarð Reykvíkinga, ef vel vill, og svo er á málum hald- ið, að muna að allir eru lands- menn í einum báti er á reynir, að hér er þörf að sameina en ekki að sundra. Enda sjá menn nú óð- um að það er engin óhæfa þó að kjósendur í Hjaltastaðaþinghá og í Eiðaþinghá standi saman í kjördæmi og að þess gerist engin þörf að kjördæmaveggur sá á milli borgaranna í smáþorpinu Seyðisfirði og hinna fáu bænda sem byggja Seyðisfjarðarhrepp, svo dæmi séu nefnd. Hið sama gildir um kaupstaðinn og bæjar- félagið Akureyri annars vegar og byggðir Eyjafjarðar hins vegar. Fyrir löngu hafa menn játazt undir það að vel fari á að Ak- ureyrarbær, sem skilgetinn sonur sveitanna sem að honum liggja, eigi samleið við sveitirnar í verzl un og viðskiptum, í félagsmála- starfsemi s. s. búnaðarsambandi, mjólkurbúi, búfjárrækta: félagi o. s. frv. í>es vegna verður eigi séð að neinn háski stafi af því, þólt sömu menn vinni á Alþingi að heillamálum Akureyrar og byggð arinnar umhverfis kauptúnið, vitandi-hve hamingja fólksins er samtvinnuð hvort sem búsetan er , Helga-magra-stræti eða fram í Krossanesi, í Munka-þverár- stræti eða á höfuðbólinu Munka- þverá og þar um kring. En þessi grein á ekki að vera um kjördæmaskipun eða stjórn- mál, hún á að vera um gleðma við það að hinar fjarlægustu sveit ir eins og Grunnavíkurhreppur, þokast nær Reykjavík og þétt- býlissveitunum við Faxaflóa og Borgarfjörð um möguleika og úr- ræði án þess þó að missa neitt af mikilleik sínum og tign firro- arinnar. I. Árið 1955, 10. febrúar, birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu með fyrirsögninni: Jarðræktar- framkvæmdir bændanna sem af- síðis búa. Tilefni greinárinnar var það, að fyrir Alþingi lá þá frumvarp um breytingu á Jarð- ræktarlögunum meðal annars að auka framlag til handgrafinna skurða að miklum mun. Benti ég á að það væri minni þörf hand- grafinna skurða heldur en marg- ir ætluðu, og komst ennfremur svo að orði: „Á afskekktum stöðum, þar sem ekki er kostur á skurðgröf- um af þeirri gerð sem nú eru notaðar, eða vegleysur hamla, á að nota traktora með graftækjum til að grafa opna skurði, svo sem með þarf, svo að vöntun á fram- ræslu þurfi ekki að tefja ræktun á þessum stöðum. Það sem nú þarf að gera og ekki má dragast lengur, er að kaupa eina eða tvær gröfur af þessari gerð og reyna þær“. í greininni benti ég á Hóla í Hjaltadal og Sámsstaði sem reynslustaði, þareð þá höfðu bæði þessi bú eignast Fordsontraktora, sem ég taldi nægilega sterka til að grafa með þeim á þennan hátt (stærri gerðin af Ferguson var þá ekki komin til sögunnar). Af tillögum mínum var ljóst ölluin er skilja vildu, að ekki ætlaðist ég til þess að vélanefnd þrengdi kosti bænda í neinu byggðarlagi litlu eða stóru, með því að senda þangað traktorgröfu óreynda. — Slíkt var fjarri ætlun minni, og þess vegna benti ég á hina nefndu reynslustaði, sem báðir eru ríkis- bú. En sem dæmi um lítil byggðarlög afskekkt sem eiga /ið nokkra erfiðleika að etja um sam göngur nefndi ég Ingjaldssand, Öræfi og Vaðlavík. Ef hugmynd mín reyndist vel, og ráðamenn teldu það hagkvæmara að nota traktor með graftækjum við fram ræslu á slíkum stöðum og mörg- um fleiri þar sem um minni fram kvæmdir er að ræða, taldi ég björninn unninn að bjarga bænd- um frá því að handgrafa opna skurði til túnræktar, og ríkis- sjóði frá því að greiða framlög til handgraftar. Taldi ég bændur sannarlega hafa nógu að sinna öðru en að fást við handgröft skurða svo um munaði. Aðal- atriðið að koma tækninni að nær alls staðar, vélum, mismunandi stórum og mikilvirkum eftir því sem bezt réyndist. Ekki hlutu þessar tillögur mín- ar 1955 neinar jákvæðar undir- tektir. En svo brá við að fram stigu menn sem töldu víst að minni byggðarlögum væri óvirð- ing gerð og fólkinu sem þar býr, ef minnzt væri á það að þar mætti ef til vill og að fenginni reynslu með tilraunum, ræsa fram á hag- kvæman hátt með minni gröfum og af annari gerð en þeim sem mest eru notaðar. ann fyrir bændur á Ingjalds- sandi, enda búið að grafa þar með skurðgröfu frá Vélasjóði, sem þó breytti auðvitað engu um Ingjaldssand sem nokkuð af skekkt byggðarlag og erfiðar samgöngur þangað. . G. í. hélt drengilega á máli eins og hans var von og vísa. Enginn tók upp þykkjuna fyrir Vaðlavík — Aust- urland á sér löngum formæ’- endur fáa. Um sinn var heldur eigi svarað fyrir Öræfinga, en þvi betur síðar svo sem brátt skal sagt. En sem sagt, ekkert gerðist í þessu máli í jákvæða átt, þó að ég reyndi að halda því vakandi. Síðast ritaði ég um það í Morg- unblaðið 20. ágúst 1958, eftir að hafa athugað traktorgröfur vand lega hér í Noregi. Framámenn í framræslumálunum hunds- uðu tillögur mínar með öllu, en staðreyndirnar héldu nú áfram að tala fyrir því, bæði hér í Noregi og heima á íslandi. Hér gerast nú stórir hlutir í skurðgröfumál- um, og hygg ég að framræslu- mönnunum heima sé ekki ljóst allt um það. Nýlega sneri Kanada stjórn sér til Landbúnaðarráðu- neytisins í Oslo með ósk um ailar upplýsingar um tækni við fram- ræslu hér á landi, þar eð viður- kennt sé að hvergi standi nú slík tækni fastari fótum á grundvelli tilrauna og vegna breytilegra og erfiðra ræktunarhátta. Landbun- aðarráðuneytið í Kanada mælir ekki neitt út í loftið um þessa hluti, hitt er svo annað mál að ég tel'að jafnframt því sem vér íslendingar getum mikinn fróð- leik sótt til Noregs í þesum efn- um getum vér líka miðlað Norð- mönnum framleiðslufróðleik, svo stórt er í efni um þá hluti hjá oss. Vér megum aðeins ekki standa og verða að steini á því sviði og halda að allt sé fullkomið hjá oss. II. Staðreyndirnar heima héldu líka áfram að tala. Haustið 1958 brá Árni Jónsson tilraunastjóri sér til Englands. Eitt af því, er hann sá þar og leizt vel á, var einmitt traktorgrafa. Um það seg ir hann í viðtali við blaðið íslend- ingur 14. nógvember 1958: ,Þá sáum við á Boreham tæki til að grafa skurði, sem komið er fyrir á hinum nýja traktor, Fordson Power, og virtust þau bæði sýna góð afköst og vera hentug tii flutnings milli vinnustaða. Er hægt að hafa mismunandi skóflu- breidd á þessari skurðgröfu, eft- ir því t. d. hvort grafa á fyrir símalögn, vatnsleiðslu eða fram- ræsluskurði". Ekki veit ég nafn á graftækj- um þeim sem Árni sá og segir frá en vitanlega er það einhver gerð þeirra er ég ræddi um í grein minni J955 og hef masað um síðan að reynd væru heima, til eru ótal gerðir þeirra víða um lönd, þó að sennilega sé gerð og smíði hvergi betri en í Noregi, hér er líka erfiðast að vinna að Árni Jónsson lét ekki standa við orðin tóm. í sumar keypti hann graftæki til þess að setja á Fordson traktor sem tilrauna- búið á. Hann valdi norsk tæki af gerðinni „Humus“. Þau eru af þeirri gerð að unnið er með vökvaþrýstingi. Hér í Noregi og víðar er „Humus“ viðurkennd, sem ágæt grafa, er grafa skal ræsi og skurði fyrir vatnsleiðsl- ur, skólpræsi o. s. frv. Létt er að vinna með „Humus“ og graf- an hæg í notkun. Hins -vegar tel ég ósýnt að sú gerð sé sú bezta, ef reyna skal að grafa opna skurði með gröfunni af þeirri stærð og gerð er mest eru not- aðir við túnrækt á voru landi. Ég tel að til þeirra nota beri held ur að reyna aðra gerð slíkra véla sem vinna með vírum og vindum en ekki með vökvaþrýstingi. — Kostir og gallar þessara tveggja megingerða eru helztir: Gröfur, sem vinna með vökva- þrýstingi eru tengdar beint á traktorinn og verða sem hluti af honum við vinnuna. Er því auðvelt mjög um öll viðvik, aUt vinnur sem ein heild. En það er nokkuð mikið verk að festa graftækin á traktorinn og taka þau frá. Hentar því illa að nota tæki þessi til igripa, traktorinn verður fastur við gröftinn, verð- ur að vera það helzt um lengri tíma. Gröfur sem vinna með vindu og vírum eru laustengdar við traktorinn, — dragtengdar — og þvi ekki nema augnabliksverk að tengja þær við og taka frá. T. d. er algengt að maður sem gref- ur með slíkri gröfu spennir frá að kvöldi og ekur heim á trakt- ornum og spennir svo fyrir gröf- una aftur að morgni, er hann hefur verk sitt með gröfunni. Þá tel ég. alveg öruggt, af því er ég hef séð, að vélar af þessari gerð séu aðgangsharðari og vinni bet- ur þar sem erfitt er heldur en vélar með vökvaþrýstingi. Að öllu samanlögðu tel ég að víra- vél af grófri gerð sé líklegri til að grafa með opna skurði til tún ræktar heldur en vél sú er Árni Jónsson hefir fengið til landsins. En hvað sem því líður á Árni miklar þakkir skilið fyrir að hafa brotið ísinn á þessu sviði. Gleður það mig eigi lítið að tillögur mín- ar um þessa hluti ná nú fram að ganga eftir fjögurra ára um- ræðu mína við ráðamenn er eigi tóku mark á þeim. Hitt er svo annað mál að betur má ef full- reynt á að vera, það þarf að kaupa og reyna vírgröfu af góðri gerð sem er dragtengd við trakt- orinn. Ég er þess fullviss að báð- ar eigi gerðirnar rétt á Sér á ís- landi, bæði yélar sem vinna með vökvaþrýstingi og víravélarnar og eigi eftir að verða vinsælar sem tiltölulega ódýrar vélar til margra hluta nauðsynlegar. Um það fer íslenzkum bændum og verktökum vafalaust eins og stétt arbræðrum þeirra eflendis, bæði hér í Noregi og víða um lönd annars staðar. III. Fleiri hafa verið að verki en Árni Jónsson tilraunastjóri. — í Búnaðarritinu 1958 bls. 44, tek- ur einn af ráðunautum Búnaðar félags íslands heldur en ekki upp þykkjuna fyrir Öræfinga. Um leið og' hann segir frá framræslu framkvæmdum í Öræfum skýr- ir hann fyrir lesendum Búnaðar- rits hverja heimsku og ógæfu ég hafi haft í frammi 1 blaða- grein í Morgunblaðinu „í árs- byrjun 1955“,. Þar á ég að hafa lagt til „að senda dráttarvél með graftækjum austur í Öræfi til skurðagerðar". Já, hugsið ykkur hvílíkur voði, ef ég hefði lagt þetta til! Auðvitað rangfævir ráðgjafinn í skýrslu sinni allt sem ég sagði um graftækni í grein minni 1955, annars var ekki von. Hann „gleymir" að geta þess, að ég lagði til „að kaupa eina eða tvær gröfur af þessari gerð og reyna þær“. Ekki lagði ég til að reyna slíka gröfu í Örræfum, taldi handhægt að reynslan færi fram á Hólum og Sámsstöðum. En svo nefndi ég Öræfi sem eina þeirra smærri sveita þar sem til mála gæti komið að notsf traktor gröfu til framræslu ef tilraunir sýndu að forráðamenn teldu slika tækni góða og gilda. Að athuga þetta taldi ég betra heldur en að heita bændum í Öræfum og víðar stórauknum framlögum úr ríkissjóði til að handgrafa skurði! Enn hef ég eigi lært svo mikið, að ég hafi lært að skammast mín fyrir slíkar tillögur. En ekki stóð á frelsara til þess að rétta hlut Öræfinga. Niðurstaðan: „Vitan- lega var þessi tillaga að engu höfð, því að aðrir vissu betur“. Áuðvelt verk er að hafa að engu „tillögu“, sem ég hafði aldrei sett fram, en ráðunauturinn við lé- legan lestur(?) lestur eða af öðr- um ástæðum vildi fá bændur til að trúa að ég hefði sett fram af fávizku. Nú getur hann snúið geiri sínum — bitsljóum — að Árna Jónssyni tilraunastjóra fvr- ir að framkvæma tillögu m.na frá 1955 að verulegu leyti. Albr verðum við svo tðilar að bíða eftir árangri hinnar gagnmerltu tilraunar, sem Árni efnir til, og einnig að biða þess að bætt verði við hana tilraun að nota traktor- gröfu með vírum og vindu. IV. í Grunnavíkurhreppi eru nú ekki nema „5 bændur eftir“ að því er —vig skýrir skemmtilega frá í Morgunblaðinu 6. águst 1959. Ég ætla af frásögn að allir séu þeir mannskapsmenn og vilji sigra þann erfiðleika sem á bví er að fá skurðgröfu í byggðar- lagið til þess að ræsa fram land til ræktunar. Hitt veit ég eigi hvort þeir muni þykkjast við er éj minni nú á ný á tillögur mín- ar frá 1955 og oft síðar, um að leysa framræslunauðsyn bænda sem slíka hafa aðstöðuna eins og þeir í Grunnavíkurhreppi, méð því að nota traktorgröfu af grófri gerð að fenginni jákvæðri reynslu og tilraunum á tilraunastað sem til reynslu er valinn. Hvað segir Guðmundur Ingi, formaður Bún- aðarsambands Vestfjarða um það? Og hvað segir Páll á Þúfum um það og Sigurður þingmaður, svo að ég nefni til menn sem ég veit jákvæða og velviljaða, og kunnugir eru staðháttum? Til „vissu betur“ mannanna mun til- gangslaust fyrir mig að víkja tillögum mínum. Svo vill til að Grunnhreppingar eiga Fordson Major traktor sem nota mætti, ef þeir fengu víratraktorgröfu til að tengja við hann. Svo bíð ég rólegur eftir reynsl- unni af gröfunni hans Árna Jóns- sonar, en endurtek það, sem ég veit bezt að gæði hennar eru mest við samhangandi vinnu við ræsagerð og þess >áttar og von mín að vírgrafa dragtengd við traktor muni gera betur ef grafa skal opna skurði til túnræktar. í ann^irri grein mun ég ræða nýja tækni við gröft opinna skurða, tækni á borð við það sem Framh. á bls. 17. Humus traktorgrafa af þeirri gerð sem keypt hefir verið til Akureyrar. Guðmundur Ingi tók upp hanzk ræsagerð og öðrum framræslu- framkvæmdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.