Morgunblaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 23
MiðviKudagur 7. okt. 1959 MOJtnrnvRTr4ÐlÐ 23 Sjálfstœðismenn, munið að kjósa D - listann í öllum kjördœmum Einhliða útíœrslu ber að harma — segir danski sjávarútvegsmólaráðherrann KACPMANNAHÖFN, 6. okt. (Einkaskeyti til Mbl.) — Sjávar- útvegrsmálaráðherra Danmerkur, Oluf Pedersen, hefir látið svo um mælt við norska bjpðið „Handels og Sjöfartstidende“, að Danmörk muni á sjóréttarráðstefnunni í — Lunik 3. Framh. af bls. 1. baug þess. Hana bar þá yfir Atlantshafið — í 378.700 km hæð. ★ Rússneskir vísindamenn telja, að nú þegar Lunik hefir lokið för sinni handan tungls muni hann halda til jarðar, annað hvort á braut, sem myndar töluna 8, og verða þá „fylgihnöttur" jarðar, eða — sem þeir telja líklegra — fara í mjög löngum sporbaug kringum bæði jörð og tungl. — Þegar geimstöðin verður næst jörðu á leið sinni frá tunglinu, mun hún senda frá sér myndir þær, sem hún á að taka af „bak- hlið“ mánans. — Vísindamenn- irnir telja, að Lunik 3. geti verið á lofti í það óendanlega, og að rafhlöður hans, sem fá orku frá sólinni, geti ávallt séð tækjunum fyrir nægilegri orku. — Iðnaðurinn Frh. af bls. 13 álagning veltuútsvarsins, heggur nærri líftaug iðnaðarins, svo að ekki sé meira sagt. Greiðsla sölu- skatts af innlendri iðnframleiðslu er og ranglát og í alla staði óvið- unandi, og skapar erlendri iðn- framleiðslu forréttindi og bætta samkeppnisaðstöðu við hinar inn- lendu iðnaðarvörur, þar sem greiða verður tvöfaldan sölu- skatt af þeim hráefnum, sem til framleiðslunnar eru notuð. A.f hálfu iðnaðarins er lögð rík á- herzla á, að þessu ranglæti verði aflétt. Það er alkunna, að Björn Ól- afsson hefur mjög beitt sér fyrir setningu réttlátari skatta- og útsvarslöggjafar, og brotið þau mál til mergjar. Má það því vera nokkurt áhyggjuefni, er hann nú hefur kosið að hverfa af Alþingi áður en þessi mál hafa náð höfn. ★ Ég hefi hér að framan rætt nokkuð um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til iðnaðarins, og stefnu hans í iðnaðarmálum. í síðari grein verður svo vikið að helztu baráttumálum iðnaðarins, er krefjast úrlausnar á nálægum tíma, og rætt um nauðsyn ör- uggrar samstöðu um framkvæmd þeirra. — Magnús Víglundsson. Genf á næsta ári leggja til, að 4 eða 6 mílna fiskveiðilandhelgi verði látin gilda sem meginregla, en að við ísland, • Færeyjar, Grænland og Norður-Noreg skuli gilda 12 mílna fiskveiðitakmörk. í sambandi við deilu íslend- inga og Breta, sagði Pedersen, að harma bæri einhliða útfærslu ís- lendinga á fiskveiðitakmörkun- um. Þeir ættu að freista þess að fá málið leyst hjá alþjóða-réttar- stofnunum, ef aðilar þess gætu — Ég tel rétt að bæta því við, ekki sjálfir leyst það sín á milli. sagð,i Pedersen, að ég tel að hvorugur aðilinn beri einn ábyrgð á þeim árekstrum, sem orðið hafa. Lítill drengur fyrir bíl Musiea sacra Á VEGUM „Félags ísl. organ- leikara“ verða haldnir „Musica sacra“-tónleikar í Dómkirkjunni í Reykjavík n. k. fimmtudags- kvöld. Að þessu sinni verða flutt kór- lög og orgellög úr heftinu „Helgi- stef“ eftir Jónas Tómasson, sem útgáfan „Sunnustef“ á Isafirði gaf út sl. vetur, en í því eru 20 kórlög og 15 orgellög, þar af eitt með fiðlusóló (fyrir fiðlu og orgel). Söngfólk úr kirkjukórum Reykjavíkur syngur 10 kórlög undir stjórn höfundar, undirleik annast Páll Halldórsson. Dr. Páll ísólfsson leikur orgellög og Ingvar Jónasson leikur tvö lög á fiðlu með undirleik dr. Páls. Tónleikarnir hefjast kl. 9 síðd. Aðgangur er ókeypis. LÍTILL drengur, sem heima á suður í Kóþavogi, ætlaði í gærdag til Reykjavíkur með móður sinni. Þau voru að ■ flýta sér í strætis- vagninn, litlj drengurinn hljóp á undan mömmu sinni út á Hafn- arfjarðarveginn, en um leið bar þar að bíl, og varð drengurinn fyrir honum og slasaðist. Þetta gerðist á Kópavogshálsi um klukkan 4 í gærdag. Drengur- inn, sem heitir Kjartan Örn Sig- urðsson, hafði komið hlaupandi niður holtið ofan við biðstöð strætisvagnanna og móðir hans á eftir honum. Þegar litli drengur- inn var kominn út á miðja ak- brautina eða svo, varð hann fyrir leigubíl og kastaðist frá bílnum, sem ekki var á hra-ðri ferð. Missti Kjartan Örn meðvitund- ina. Móðir hans, sem horft hafði á er slysið varð, var að vörmu spori kominn drengnum til hjálp- ar. Einnig varð faðir hans, Sig- urður Kjartansson rafvirki, slyss ins var, en hann hafði verið við vinnu í samkomuhúsi Kópavogs. Fóru foreldrarnir með Kjartan litla í sjúkrabíl í Slysavarðstof- una. Var drengurinn þar enn í gærkvöldi, en vonir stóðu til að> hann hefði ekki hlotið alvarleg meiðsl. SlySahættan á Kópavogshálsi er mikil og nauðsynlegt að gera þar ráðstafanir til þess að draga Togari siglir á iwysííiu SÍÐASTLIÐINN föstudag var tog aranum Kaldbak siglt á togara- bryggjuna hér á Akureyri, er leggja átti togaranum að bryggj- unni fyrir framan Hraðfrystihús- ið til löndunar. Hraðinn á tog- aranum var mikill og brotnaði framan af stefni hans við áreksturinn og einnig viðir í fram anveðri bryggjunni. Er tjónið álit ið nema tugum þúsunda kiróna á skipinu og bryggjunni. Togarinn var að koma af veiðum, er þetta gerðist, var hann með 144 lestir af þorski eftir 12 daga útivist. Gert var við togarann til bráða- birgða hér á Akureyri, og er hann nú aftur farinn til veiða, en mun væntanlega fara í slipp til fullnaðarviðgerðar fyrir sunnan, þegar rúm leyfir. úr henni, t.d. með því að af- marka með sebrabelti gangbraut yfir Hafnarfjarðarveginn. Hefur slysahættan stórum aukizt við til komu , umferðarinnar kringum samkomuhús Kópavogs. Ber nauð syn til að ökumenn sýni varúð er þeir aka upp á há-hálsinn. Þarna hafa orðið mjög harðir bílaárekstrar. Max Janssen, tenórsöngvari Austur-þýzkir tönlistar- menn í heimsókn hér Kr.S0,-J —; .*^aaas».,. - -... 'i *■ j 'K h' i \ s | ..............------------— -'-<l M U N I Ð Landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Þeir, sem hafa fengið senda miða, vinsamlegast geri skil. Miðasala og afgreiðsla í Sjálf- stæðishúsinu, sími 171000, og hjá umboðsmönnum í öllum sýslum og kaupstöðum Iandsins. Ný bókabúð við Laugaveg LAU GARD AGINN 3. október var opnuð ný bókaverzlun að Laugaveg 8 hér í bæ, undir nafn- inu Bókabúð Stefáns Stefánsson- ar hf. Forstöðumaður bókaverzlunar- innar er Stefán Stefánsson bóksali sem Reykvíkingum er að góðu kunnur, en hann hefur starfað við bóksölu um 34 ára skeið hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Stefán byrjaði bóksala- störf sín hjá Pétri Halldórssyni árið 1925, en eins og kúnnugt er var Pétur heitinn Halldórsson einn helzti forystumaður um bók- sölu hér á landi um langt skeið. Hin nýja bókaverzlun að Lauga vegi 8 mun hafa á boðstólum ali- ar nýjar íslenzkar bækur og leit- ast jafnframt við að útvega eldri bækur, eftir því, sem viðskipta- vinirnir óska. Einnig verða þarna seldar erlendar bækur og dönsk og þýzk blöð og tímarit, svo og skólabækur og ritföng. Þá heíur bókaverzlunin aðalumboð í Reykjavík fyrir Kvöldvökuút- gáfuna á Akureyri, en meðal bóka, sem Kvöldvökuútgáfan hef ur gefið út má nefna Ævisögu Benjamino Giglis, Sögu Snæ- bjarnar í Hergilsey, Siglingin mikla, eftir Roald Ámundsen og Á stjórnpallinum, endurminning- ar Eiríks skipherra Kristofers- sonar, er Ingólfur Kristjánsson rithöfundur hefur skráð, en sú bók kom út fyrir einum mánuði. Leiðrétting í greininni „Komir þú á Græn- landsgrund" á 3. síðu í gær urðu þau mistök, að aðdragandi grein- arinnar féll niður, þar sem skýrt var frá því, að blaðamaður Morg- unblaðsins hefði haft tal af Njáli Símonarsyni, fulltrúa Flugfélags íslands, og spurt hann um Græn- landsflug félagsins. Er greinin öll ummæli Njáls Símonarsonar. FIMMTUDAGINN 8. okt. kl. 7 síðd., halda fjórir þýzkir tón- listarmenn hljómleika í Austur- bæjarbíói í Reykjavík. Það er Þýzk-íslenzka menningarfélagið,' í samvinnu við austur-þýzku verzlunarsendinefndina í Reykja- vík, sem stendur að komu lista- fólksins og er þetta í fyrsta skipti sem tónlistarfólk frá A.-Þýzka- landi kemur hingað. — Tilefnið er 10 ára afmæli austur-þýzka alþýðulýðveldisins. Tónlistarfólkið, sem hingað kemur, er: Werner Scholz, fiðlu- leikari, Dieter Bauer, píanóleik- ari, Ina-Maria Jenssen, sópr- ansöngkona og Max Janssen, ten- órsöngvari. Allt er þetta angt fólk, en hefir hlotið góðan frama á listabrautinni. Að líkindum er þó fiðluleikarinn, Werner Scholz, þekktastur, en hann hefir hlotið mikið lof fyrir túlkun á verk- um meistara eins og Bachs, Beet- hovens og Brahms. Efnisskráin er að mestu bor- in uppi af verkum klassískra meistara, en einnig eru þar ve«k eftir samtímatónskáld, sem minna munu þekkt hér. —- Lista- fólkið kemur hingað miðvikudag- inn 7. okt., heldur hljómleika hér á fimmtudag, sem fyrr segir, fer síðan til Akureyrar á föstudag og lieldur hljómleika á vegum tón- listarfélagsins þar um kvöldið, kemur síðan aftur suður þann 10. og heldur heimleiðis sunnudaginn 11. okt. — Verða aðeins þessir einu hljómleikar hér í Reykja- vík. Innilegar þakkir til allra, er sýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og kveðj- um. Lárus Jónsson, frá Gröf, Grundarfirði. Móðir mín LÁRA MAGNÚSDÓTTIR Eyjum Kjós andaðist í Landspítalanum 6. október. Magnús Sæmundsson Faðir minn, Dr. HEINZ EDELSTEIN, andaðist 5. þ.m. í Odenwaldschule, Þýzkalandi. Stefán Edelsteln Bróðir minn EINAR JÓNSSON ættaður frá Klauf í Landeyjum, lézt 2. þ.m. á heimili sínu Stiep-Rock Manitoba, Kanada. Fyrir hönd ættingja. Ingimundur Jónsson Hjartkær eiginmaður minn, GUÐJÓN SIGURÐSSON skrifstofumaður, Snorrabraut 35 andaðist miðvikudaginn 30. sept. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 8. okt. kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Margrét Sigurðsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát og jarðarför bræðranna, JÚLÍUSAR S. JÓNSSONAR ' Vesturgötu 20, og TORFA JÓNSSONAR frá Borðeyri Vandamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.