Morgunblaðið - 07.10.1959, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur 7. okt. 1959
MORGTJISBL AÐIÐ
15
Hlustað
Einhver mesti áhugamaður í mál
efnum kristni og kirkjumálum,
sr. Arelíus Níelsson, sóknarprest-
ur í Reykjavík, hefur flutt tvo
fyrirlestra í útvarpi er hann
nefndi: íslenzk þjóðkirkja í nú-
tíð og framtíð. Voru erindi þessi
hin markverðustu, mjög greinar-
góð og röggsamlega flutt. Séra
Arelíus sér, eins og margir aðrir
kirkjuvinir, að við svo búið má
ekki standa. Hin íslenzka þjóð-
kirkja hefur verið í hnignun á
síðustu áratugum. Kirkjulíf er of
dauft, margir prestar, víðs vegar
um land, eru lítið annað en jarð-
arfararprestar. Þeir eru kannske
kennarar sumir í skólum allfjarri
prestaköllum sínum. Lifandi
kirkjulíf er allt of lítið í landinu.
Stjórn og þing hugsar lítið um
kirkju og skólarnir, margir, gera
sitt til þess að afkristna æsku-
lýðinn enda fjöldi kennara trú-
lausir menn. Stutt að minnast
á útvarp
þess er einn fræðimannanna
sagði í útvarpsviðtali, að hann
væri algerlega trúlaus á guð og
áframhald lífsins. Séra Árelíus
vill endurskipuleggja starfsemi
kirkjunnar og kom með margar
tillögur í þá átt. Þetta þarf _ að
gerast ef ekki á að fara illa fyrir
þessari þjóð. — Ef til vill væri
rétt að leggja niður ríkiskirkju
og að kristnir menn hefðu sína
söfnuði óháða ríkisvaldinu? Kirkj
an á stórfé hjá ríkinu, sem auð-
vitað, ber að greiða smátt og
smátt á mörgum áratugum, en þó
stórfé á hverju ári. Og bezt er að
vera laus við trúleysingja úr söfn
uðum kristinna manna, en hefja
svo öflugt trúboð meðal þeirra.
Það þarf ekki að fara til Afríku
til trúboðs, nægilegt að gera hér.
Ég hlustaði á erindi er
hinn skemmtilegi útvarpsmaður
Hendrik Ottósson flutti um ferð
sína nú nýlega til Bretlands og
Frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur:
Þjóðdansanámskeið
fyrir böm og fullorðna hefjast í Skátaheimilinu,
miðvikudaginn 7. október.
Innritun barna klukkan 5.
Fullorðnir: Gömlu dansarnir klukkan 8.
Islenzkir og erl. þjóðdansar, byrjendur kl. 9.
Frjáls dans klukkan 10.
Nánari upplýsingar í síma 12507.
Unglinga
vantar til blaðburðar
í eftirtalin hverfi:
Skjólbraut (Kópavogi)
Barðavog'
Fjólugótu
Tunguveg
Digranesveg
Hlíðarveg
Kársnesbraut
Sími 22480.
Nýr simi
2-44-66
3 línur
Opal h.f.
Skipholti 29.
Vinsamlega klipplS auglýsinguna úr, því að þessi
nýi sími er ekki í símaskránni.
um borgina Grímsby, en þar er
Hendrik þaulkunnugur, hefur átt
þar heima árum saman og oft
komið þangað síðan. Þetta rar
með betri ferðasögum og lýsmg
ræðumanr.s á Grymsby og
„grimsbylýðnum“ alveg ágæt.
Finnst mér ég nú mjög fróður
um þann merkilega bæ og fólkið
sem þar býr. Þetta er ágætisfóik
að undanteknum útgerðarmönn-
unum, sem við erum í þorska-
stríðinu við. Fólkið vill kaupa
okkar fisk og skilur aðstöðu okk-
ar, að því er Hendrik Ottosen
sagði.
★
Ævar Kvaran leikari talaði um
Voltaire, sem var einn frægasti
maður sinnar samtíðar. Voltaire
skrifaði ógrynni af bókum og rit-
um um stjórnmál, skáldskap og
svonefnd félagsmál o. m. fl. Hann
var óhemjugáfaður maður, hé-
gómlegur og glæsilegur háðfugi,
barðist gegn gerspilltri kirkju og
hræðilegu réttarfari þeirra tíma.
Þótt hann væri einveldissinni
urðu rit hans og skoðanirsamt ein
öflugustu drög til stjórnarbylting
arinnar frnösku. Ekki tókst
Voltaire að verða bókmennta-
klassískur, enginn les nú bækur
hans nema fræðimenn. En í sög-
unni mun hann lifa sem bjarrni
af einu þeirra skæru ljósa er
lýstu upp leiðina fyrir mennina
á hinni torsóttu dimmu leið til
mannúðar og frelsis.
Ásmundur skáld Jónsson frá
Skúfsstöðum las nokkur minn-
ingarljóð eftir sig sjálfan. Kvæði
þessi eru allvel gerð og ekki dreg
ið af mannkostum þeirra manr.a
sem utn er kveðið. Það er fagurt
hlutverk að halda á lofti minn-
ingu góðra manna og hefur það
löngum ve .ið venja ísl. skálda að
gera það. Mjög er þetta þó að
leggjast niður nú; ljóðskáld vor
flest er bezt þykja, gera lítið að
því að kveða um látin mikilmenni
og brautryðjendur. Ásmundur
frá 'Skúfsstöðum hefur orðið fyrir
nokkrum áhrifum frá einu mesla
skáldi voru, fyrr og síðar Einari
Benediktssyni, en hann er ekki
einn skálda vorra að taka önnur
stórskáld nokkuð til fyrirmyna-
ar, síður en svo. Algerlega frum-
leg skáld eða listamenn eru sjald-
séðir gripir á tuttugustu öld,
nema þá „atóm“-fólkið sem enn
er óráðin gáta í skáldskap og
listum.
★
Föstudag 2. október var dag-
skrá Sambands íslenzkra berkla-
sjúklinga höfuðefni kvöldsins.
Félag þetta hefur unnið eitthvert
hið mesta og bezta verk, sem hér
á landi, og raunar þótt víðar sé
leitað, hefur verið framkvæmt.
Því hvað er þarfara en að hjálpa
þvi fólki sem náð hefur nokkurri
starfsorku eftir vond og erfið
veikindi til þess að nóta krafta
sína eftir því sem efni standa til,
sjálfu sér til ánægju og öðrum til
gagns? Félag þetta er nú að víkka
út starfssvið sitt á þann hátt, að
reyna að sjá einnig öðrum mönn-
J um en berklasjúklingum fyrrver-
andi, sem allir hafa fulla starfs-
orku fyrir hæfilegri vinnu. Allit
góðir menn óska þessu ágæta fé-
lagi allrar blessunar í hinu mikils
verða starfi bæði fyrir einstak-
linga og þjóðina í heild. Dagskrá-
in var fróðleg og skemmtileg.
Hún var undirbúin af Birni Th.
Björnssyni listfræðingi.
★
Eins og áður hefur verið getið
hefur ríkisútvarpið sent menn út
um land, er viðtal hafa átt við
stjórnendur bæjarfélaga og fyrir-
tækja víðs vegar. Þetta eru mjög
fróðlegir þættir ásamt svonefnd-
um fréttaaukum. Gleðilegt er að
heyra, að alls staðar telja for-
ráðamenn kauptúna framfarir
miklar hjá sér, velmegun og hug-
ur og dugur í fólki — og vaxandi
skilyrði til þróunar atvinnuveg-
anna. Ef dæma má eftir þessum
þáttum er vissulega bjart fram-
undan í atvinnumálum þjóðar-
innar.
★
Ég heyrði í útvarpi þá gleði-
legu fregn að fundi^ sé upp mjög
áhrifamikið bóluefni gegn inflú-
enzu. Um leið var sagt, að í ná-
grannalöndum okkar væru lækn
ar hræddir um að imndur inflú-
enzufaraldur gæti brotist út bráð
lega. Ekki þarf að efa að okkar
duglega og vakandi heilbrigðis-
stjórn mun sjá um það, að bólu-
efni þetta verði útvegað og að
þeir sem þess óska geti fengið
sinn skammt af þessu varnarefni
gegn hæfilegri þóknun — nægi-
lega fljótt.
Þorsteinn Jónsson.