Morgunblaðið - 27.10.1959, Side 3

Morgunblaðið - 27.10.1959, Side 3
Þriðjudagur 27. okt. 1959 MORCTJNnr AfíiÐ Rúðurnar í sendiferðabílnum, sem járnbitinn flaug í gegnum. Biðskákir jr _ I Belgrad BELGBAD, frá fréttaritara Mbl í 26. umferð áskorendamótsins urðu úrslit þessi: Tal og Petrosjan skildu jafnir. Náði Petrosjan að þráskáka en var þá 4 peðum undir. Gligoric vann Smysloff með sókn á drottningarvæng í 18 leikja skák. Keres vann Benkö með kóngs- sókn í 23 leikja skák. Fischer og Friðrik eiga bið- skák, en þar er staða Friðriks töpuð. Staðan er: Fisrher (á leik- inn) Ke4, Hdl, a2, b2, f2, g3, h2. Staða Friðriks: Ke6, Hf7, b5, d4, g5, h7. Friðrik lenti í tímaþröng! í erfiðri stöðu. í 27. umferð sem tefld var í gærkvöldi (mánudag) fóru allar skákirnar í bið. Keres á vinningsstöðu gegn Gligorii. Tal stendur betur í skák sinni gegn Fischer. Friðrik tefldi við Smyslov og er staða Smyslofs betri. Benkö stendur aðeins bet- ur að vígi en Petrosjan. STAKSTEIMAR Járnbiti stakkst inn í bíli inn KLTJKKAN langt gengin í 11 í gærmorgun Iá við stórslysi á gatnamótum Nóatúns og Lauga- vegar, er járnbiti, sem stóð fram af vörubifreið, rakst inn í gegn- um rúðuna í sendiferðabif- reið, straukst við kinn bilstjór- ans og fór út um framrúðuna. Vörubifreiðin kom upp Nóa- tún með um 12. m. langan járn- bita bundinn utan á húsið og stóð endi hans 1,62 m. fram fyrir frambrettið. Ók bíllinn inn á Laugaveginn, sem er aðalbraut. Sendiferðabíllinn kom austur Laugaveginn, og rakst járnbitinn frá vörubílnum gegnum rúðuna við hlið bílstjórans, straukst við kinn hans og skrámaði hann og stóð að lokum út um framrúð- una. Bílstjóri sendiferðabílsins, Ólafur Þórðarson, Barmahlíð 5, taldi sig hafa fengið glerbrot í vinstra augað og var farið með hann á Slysavarðstofuna. Stolið í íþrótta- mannvirkium INNBROTSÞJÓFAR lögðu leið sína í nótt í tvö íþróttamann- virki í Laugardal. Voru innbrot þessi bersýnilega framin í þeim tilgangi einum að reyna að ná í peninga. Var gerð ítarleg pen- ingaleit í skrifborðsskuffum, sem stungnar voru upp. í KR-heim- ilinu var stoliið á annað þúsund krónum. í skrifstofu vallarvarð- ar Laugardalsleikvangsins var stolið um 300 krónum. VörubíIIinn með járnbitann langa. T unglmyndirnar heppnuðust vel MOSKVU, 26. okt. (Reuter). Tass-fréttastofan rússneska skýrir frá því, að ljósmyndir af bakhlið tunglsins, sem eng- inn maður hefur séð, verði birtar á morgun í rússneskum blöðum. Ljósmyndir þessar voru teknar af tunglflauginni Lúnik, er hún var handan tunglsins, en sendar með sjón- varpstækjum til jarðar, er geimstöðin var skemmst frá jörðu nokkrum dögum siðar. Tass segir, að ljósmyndirnar sem náð hafa jörðu séu skýr- ar og sýni hárnákvæmt lands- lag á tunglinu. Myndirnar voru teknar úr 60 þúsund kilómetra fjarlægð. — Stóð myndatakan yfir í 40 mínútur og voru margar myndir tekn- ar. — Eintök af ljósmyndunum hafa verið afhent visindaaka- demíu Sovétríkjanna og hef- ur hún skipað sérstaka nefnd til að gefa ýmsum kennileit- um á bakhlið tunglsins ör- nefni. Lítilsháttar síldveiði ÞAÐ er aðeins tekið að færast líf yfir reknetjaveiðarnar hér við Suðurland. Enn sem komið er, er síldaraflinn tregur og síldin sem veiðzt hefur smá. Fréttaritari Mbl. á Akranesi símaði í gær, að fimm bátar hefðu verið að reknetjum í fyrrinótt. Einn þeirra fékk dálitla veiði, Svanur, sem var með rúmlega 30 tunnur en hinir voru með slatta. Á Akranesi eru fjórir bátar tii viðbótar um það bil að hefja veiðar. 125 þús. kr. Blindravina- félagi agsins MERKJASALA Blindravinafé- lags íslands var s.l. sunnudag 18. okt. Þegar eru komnar inn kr. 125.00.00, og enn er mikið ókom- ið utan af landi. Félagið færir öllum þeim, sem aðstoðuðu við merkjasöluna, kærar þakkir og þó sérstaklega Kvenfélögunum, sölubörnum og öðrum velunnurum félagsins, sem árlega hafa tekið að sér söluna. • Happdrætti var innan merkja- sölunnar, og féllu vinningar þann ig. nr. 1008 Körfuhúsgögn, 17489 Bókahilla, 13265 Armstóll, 35287 Vöfflujárn, 21855 Kaffistell, 9479 Gufustraujárn, 28653 Borðlampi, 18249 Borðlampi, 24830 Blaða- grind, 7163 Blaðagrind. Borholan EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu var lokið við að bora holuna á horni Nóatúns og Suðurlandsbraut- ar síðastliðinn þriðjudag og er hún þá orðin 2200 metra djúp. — Síðan var beðið eftir að hún gysi. Holan gaus loks síðdegis á föstudag. Gýs hún tæplega 4 lítrum á sekúndu af 130—140 stiga heitu vatni. Endanlegum mælingum er þó ekki lokið og má vera að vatnsmagnið breytist. Verður reynt að auka það með því að dæla í holuna vatni. „Á móti áframl aldandi mannlífi“ 1 Þjóðviljanum á sunnudag- inn birtist svohljóðandi opið bréf til Tómasar Guðmundsson- ar skálds: „Herra Tómas Guðmundsson, skáld, Reykjavík. Einsog glöggt má sjá í Morg- unblaðinu hafið þér tekið sæti á framboðslista „Sjálfstæðis- flokksins“ í Reykjavík og lát- ið þann sama flokk mynda yð- ur sem fundarstjóra á pólitísk- um fundi hjá sér, hvar ásjónu yðar gefur að líta til hliðar við borgarstjórann í Reykjavík, sem liggur undir ákæru um að hafa notað aðstöðu sína til að ívilna sjálfum sér og pólitísk- um samverkamönnum sinum fjárhagslega á kostnað almenn- ings. Tilgangurinn af flokksins hálfu hlýtur að vera sá að nota sér skáldfrægð yðar sér til framdráttar. En hver er yðar tilgángur? Þér eruð skáld og hafið ort góð kvæði um mannlífið: sorg- ina, ástina og drauminn. Hvem- ig getið þér svo sem maður og skáld varið það fyrii sjálfum yður að vinna fyrir flokk, sem berst á móti áframhaldandi mannlífi á jörðinni með á- kveðnum stuðningi við hern- aðarhugsjón nýlenduvelda, flokk sem hefur alla tíð unn- ið að því að gera þá ríku rík- ari og þá fátæku fátækari? Hvernig getur skáld unnið fyrir þá, sem berjast gegn jafn- rétti, bræðralagi og frelsi fyrir þá sem minnst mega sín? Minn- izt þess að orðið frelsi eitt sér er aðeins innantómt slagorð. Mennina vantar fyrst og fremst öryggi. Frelsi frá öryggisleysl ætti að vera kjörorð allra manna á okkar dögum. Það frelsi vinnst aldrei með stuðn- ingi við þá sem stjóina atóm- sprengjunum- Ég bið yður að hugleiða þettn. Reykjavík 22. okt. 1959 Jón frá Pálmholti." „Orðprúður ritstjóri" Undir þessvri fyrirsögn segir I íslendingi sl. laugardag: „Nokkrar glefsur úr forustn- grein Dags 21. þ. m.: .... Klækin er kaupmannn- lund / kæta hana andvörp föður- leysingjanna“. .... Jónas Rafnar og Magnús Jónsson eru launaðir vikapiltar hjá hinum einu og sönnu arftök- um mannanna, sem hið orðvara skáld kvað um og áður er vikið að ...„“ „Þeir menn, sem hafa skugga- lega fortíð, vilja ekki á hana minnast. Þeir sem hafa ill áform í huga, bregða gjarnan á létt- ara hjal. Sjálfstæðisflokkurinn og útsendarar hans reyna að tala sem fegurst við fólkið, en blanda orð sín sögufölsun og rógi ....“ Hér er ekki rúm til fleiri til- vitnana, þótt freistandi væri. Sýnilegt er, að undirbúningur kosninganna hefir leikið svo skapgerð E. D., að hann veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð, — heldur að rakalaus illyrði um vinsæla menn og vammlausa séu sigurvænlegar fyrir málstað flokks hans. Hann ætti þó að vita, að vænlegra er til árang- urs að fletta rækilega ofan af „skuggalegri fortíð“ Jónasar Rafnar og Magnúsar Jónssonar en að dylgja um hana. Og það má E. D. skilja, að er Jónas kvað um klækna kaup- mannslund var Olíufélagið h.f. ekki tekið til starfa og engin við- skipti hafin á Keflavíkurflug- velii“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.