Morgunblaðið - 27.10.1959, Síða 8
8
M O R GTJIV B LA ÐIÐ
Þriðjudagur 27. okt. 1959
Vanar
Saumastúlkur
óskast
Verksmibian Föt hf.
Hverfisgötu 56
Skrifstofustarf
Ungur piltur eða stúlka með góða rithönd og vel
að sér í reikningi óskast til skrifstofustaría strax.
Upplýsingar um aldur og fyrri störf, ásamt með-
mælum, ef fyrir hendi eru, óskast send afgr. Mbl.
fyrir n.k. fimmtudag 29. þ.m. merkt:
„Reglusemi — 8756“.
Bolsones Verft
MOLDE — NORGE
Ein af nýtízkulegustu skipasmíðastöðvum vestan
fjalls, býður yður stálbáta að 1500 tonn brutto.
Sérþekking á fiskibátum, trollbátum, dráttarbátum
og bátum, sem þurfa að sigla í ís.
Nánari upplýsingar veita:
JÓN KR. GUNNARSSON,
Hvaleyrarbraut, Hafnarfirði,
VÉLAVEKSTÆÐI BJÖRNS & HALLDÓRS
Síðumúla 9, Reykjavík.
F ramtíðaratvinna
Ungan reglusaman mann með verzlunarskólamennt-
un, eða aðra hliðstæða og nokkra þekkingu á hljóm-
list vantar okkur til starfa í hljómplötudeild okkar.
Starfið er mjög skemmtilegt, og um framtíðarat-
vinnu getur verið að ræða.
Upplýsingar á skrifstofunni, frá kl. 4—6 e.h., en
fyrirspurnum ekki svarað í síma.
FÁLKINN H.F.
Laugavegi 24
Verzlun og húsnœði
Til leigu 2 lítil verzlunarpláss (ca. 35 ferm) í nýju
verzlunarhúsi, sem er í þéttbýlu íbúðarhverfi. Heppi-
legt fyrir hvaða verzlun sem er. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir næstkomandi fimmtudag, merkt:
„Heppilegt — 8750“,
Revlon-snyrtivtfrurnar
K O M N A R
Varalitir 9 tízkulitir
Steinpúður (Love Pat) 4 litir
Fljótandi púður (Tonch and Glow) 4 litir
Handáburður (Aquamarine Lotion)
Svitalögur (Deodorant)
Svitalögur (Hi and Dri Roll on Deodorant)
Naglalakk.
Góður vtfrulager
(Nýlenduvörur) til sölu. Hentugt fyrir þá sem eru
að setja á stofn slíka verzlun. Góðir skilmáiar.
Tilboð sendist í Box 371 fyrir 30. þ.m. Merkt:
„Vörulager“.
VÖRUBIFREIÐ
3—4 tonna vörubifreið óskast keypt.
KATL4 hf.
Laugaveg 178.
Pípulagningarmenn
eða menn vanir pípulögnum,
geta fengið atvinnu hjá oss.
Hlutafélagið Hamar
Antik
Til sýnis og sölu á Langholtsvegi 174 eftir kl. 3 e.h.
næstu daga. Tveir innlagðir skápar, 1 útskorinn
skápur, 1 skatthol, dragkista, antikborð, sjónvarp
og margt fl.
Húsnæði oskast
í miðbænum óskast, bjart 40—60 ferm. húsnæði sem
fyrst. Tilboð merkt: „Teiknistofur — 8765“ leggist
inn á afgreiðslu Morgunbl. fyrir 30. þ.m.
Atviunurekendur ath.
Ungur maður óskar eftir einhverskonar vinnu eftir
kl. 5 á daginn. Hefur góða málakunnáttu og nokkra
reynslu í skrifstofustörfum. Bílkeyrsla kemur einn-
ig til greina. Tilboð merkt „8753“, sendist afgr. Mbl.
fyrir 1. nóvember.
Verzlunarhusnæði
Verzlunarhúsnæði 30—100 ferm. við neðanverðan
Laugaveg eða í Miðbænum óskast til stutts eða
langs tíma. Há leiga í boði. Tilboð sendist afgr. Mbl.
merkt: „Góður staður — 8754“, fyrir 29. þ.m.
Fulltrúi
Stórt verzlunarfyrirtæki vantar fulltrúa.
Umsóknir er tilgreini menntun og reynslu, ásamt
meðmælum og mynd, sendist afgr. Mbl. merkt:
„Fulltrúi — 9330“.
Atvinna
Þrjár stúlkur óskast til starfa
í verksmiðju vora nú þegar
Vinnufatagerð íslands H.f.
Þverholti 17
Aðalfundur
Prestafélags
Hólastiftis
AÐALFUNDUR Prestafélags
Hólastiftis var haldinn á Akur-
eyri laugardaginn 17. og sunnu-
daginn 19. þ. m. og sat hann
fjöldi presta úr hinu forna Hóla-
biskupsdæmi.
Aðalmál fundarins var hið
sama og á fyrsta fundi félagsins
á Akureyri fyrir 60 árum: Kröfur
nútímans til prestanna.
Framsögu höfðu síra Kristján
Búason og síra Pétur Sigurgeirs-
son, og urðu miklar umræður um
málið.
Stofnað var á fundinum Æsku-
lýðssamband kirkjunnar í Hóla-
stifti og skipa stjórn þess: Sr.
Pétur Sigurgeirsson, sr. Sigurður
Guðmundsson og sr. Árni Sig-
urðsson.
Ályktanir fundarins voru þess-
ar helztar:
1) „Aðalfundur Prestafélags Hóla
stiftis skorar á biskup landsms
og kirkjumálaráðherra, að
hlutast til um, að keypt verði
bókasafn sr. Helga heit. Kon-
ráðssonar, prófasts á Sauðár-
króki, sé það falt, og verði
safnið eign hins væntanlega
Hólastóls og því svo fljótt sem
auðið er fenginn staður á Hól-
um. Leitað verði samstöðu við
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
um þetta mál“
2) „Aðalfundur Prestafélags Hóla
stiftis 1959 ítrekar fyrri sam-
þykktir sínar um endurreisn
biskupsstóls á Norðurlandi".
3) „Aðalfundur Prestafélags Hóla
stiftis 1959 lýsir yfir óánægju
með gildandi fyrirkomulag
prestskosninga og skorar á
næsta Kirkjuþing að taka mal
ið til rækilegrar endurskoðun-
ar“.
4) „Aðalfundur Prestafélags Hóia
stiftis 1959 lýsir yfir, að hann
kann því illa, að Alþingi táki
ekki við fyrsta tækifæri lil
meðferðar og afgreiðslu þau
mál, sem Kirkjuþing íslands
leggur fyrir það“.
5) Fundurinn beinir þeim tilmæl-
um til útvarpsráðs, að útvarp-
ið taki upp sem sérstakan
dagskrárlið kennslu í sálma-
söng, þar sem vakin er athygli
á fögrum sálmalögum, þau
sungin og kynnt eftir föng-
um“.
Fyrri fundardaginn sátu prest-
arnir og nokkrir gestir boð vígsiu
biskupshjóna að Hótel Kea.
Á sunnudaginn messuðu prest-
arnir á Akureyri og í nærliggj-
andi byggð, víðast hvar tveir og
tveir saman, og voru messurnar
mjög vel sóttar.
Veður var afbragðs gott, logn
og sólskin, báða fundardagana.
Gestur fundarins var Valde-
mar V. Snævarr, sálmaskáld.
Ólafur Ólafsson, kristniboði,
var og gestur fundarins, flutti
hann eríndi um kristniboðsstöð-
ina í Konsó og sýndi kvikmynd
þaðan, er hann hafði sjálfur
tekið.
Stjórn Prestafélags Hólastiftis
skipa: Síra Sigurður Stefánsson,
vígslubiskup, formaður, og pró-
fastarnir sr. Friðrik A. FriðriXs-
son, sr. Páll Þorleifsson, sr. Þor-
steinn B. Gíslason og sr. Björn
Björnsson.
Mikil ölvun -
3 við akstur
AÐFARANÓTT kosningadagsins
hafði verið mikill drykkjuskapur
hér í bænum og varð lögreglan
að hafa meiri og minni afskipti
af ölvuðum mönnum. Voru 16
menn settir í kjallarannn þessa
nótt. Meðal þeirra voru 3 menn,
sem lögreglan tók fyrir að vera
ölvaðir við akstur. Enginn þess-
ara manna olli þó slysum eða
vandræðum, heldur urðu þeir á
vegi lögreglumanna er voru á
eftirlitsferð um bæinn, með bíl-
um og umferð.