Morgunblaðið - 27.10.1959, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.10.1959, Qupperneq 23
Þriðjudagur 27. okt. 1959 MORGTJNBLAÐIÐ 23 de Paris“, málurum úr kjöti og Erlendir f rétta- menii fylgjast með kosningunum ÞESSA dagana eru staddir hér nokkrir erlendir fréttamenn, sem hingað komu fyrst og fremst til þess að fylgjast með kosningun- um. Komu þeir nú fyrir helg- ina, hinir fyrstu á fimmtudags- kvöldið, og mun flestir a. m. k. halda heimleiðis í fyrramálið. Menn þessir eru: Couniham frá brezka útvarpinu og sjónvarp- inu, Werner Wiskari, sem er fréttaritari New York Times á Norðurlöndum, með aðsetur í Stokkhólmi, Thomas Reedy frá Associated Press, ritstjóri frétta- stofunnar fyrir Norðurlönd einn- ig með aðsetur j Stokkhólmi, Llewelyn Chanter frá brezka blaðinu Daily Telegraph og loks dr. Rolf Kluge frá norska blaðinu Aftenposten. — Allir hafa þessir fréttamenn haft allnáin kynni af íslenzkum málefnum og allir komið hingað áður, nema hinn fyrst nefndi. — Auk þeirra, sem nefndir hafa verið, kom hingað einnig dansk- ur ljósmyndari, Ole Naesgaard, sem nú starfar fyrir brezka sjón- varpið. Hann fór utan í gær- morgun. — Löndunarbannið Framhald af bls. 1. Denis Welch formaaas félags yf- irmanna á togurum og spurðu, hvort þetta væri rétt. Hann svar aði, að hann hefði sagt stjórnend um félags uppskipunarmanna, að yfirmenn á togurunum myndu standa einhuga með þeim í lörd- unarbanni á íslendinga. Ailir enskir togarar myndu leggjast í höfn til mótmæla. Það er bláköld lygi ef þeir hafa sagt ykkur, að við myndum ekki styðja ykkur. Ekki er búizt við að andstæð- ingar íslendinga geri neina til- raun á síðustu stundu til að stöðva löndun í nótt. Þó eru nokkr ir uppskipunarmenn sem heimta að haldinn verði nýr fundur til að fjalla um málið. — Norðmenn Framh. af bls. 1. Þá ræddi formaðurinn um aukna löggæzlu vegna fiskveiði- brota erlendra togara og sérstak- lega um aukna löggæzlu ef fisk- veiðilandhelgin yrði stækkuð. Sagði hann m. a.: Þegar ákvörðun um 12 mílna landhelgi hefur einu sinni verið tekin, þá munum við ekki víkja þumlung frá henni. Nú hefur ver ið ákveðið að byggja 4 nú varð- skip, sem eiga að vera hraðskreið ari en fullkomnustu togararnir. Ég tel, að varðskipin, sem sjó- herinn lætur byggja séu of stór. Það er ekki nauðsynlegt að byggja fljótandi hótel, sem kosta 6—7 millj norskra króna. Alveg myndi nægja að byggja 140—150 feta skip. Þá yrði bæði stofnkostnaður og rekstur þeirra ódýrari. Við getum látið harðgera togaraskipstjóra taka við stjórn þeirra og þá held ég að þeir myndu standa sig. Fiskimennirnir eru sjóðandi af reiði vegna togaraplágunnar á beztu fiskimiðum okkar. Þeir hafa að vísu lofað að halda sér í skefjum þar til Genfar-ráðstefn- unni er lokið. En þá er líka þolinmæði þeirra á þrotum. í Austurbæjarskólanum í FRÁSÖGN Mbl. í síðdegisút- gáfunni á sunnudaginn af kosn- ingunum hér í Reykjavík, féll niður nafn Jóns Bjarnasonar, Skólavörðustig 18, en Jón var við dyr skólans, er kjörfundur hófst þar. Er Jón 88 ára að aldri og er hinn brattasti. Gamanleikarinn Danny Kaye var um daginn á ferð í París. Fór hann þá á fund merks málara, sem kallaður er Metamatic. Hann er 6 mánaða gamall gerður úr járni og vegur 55 kg. Málari þessi getur málað 2000 abstraktmál- verk á dag. Honum hefur verið komið fyrir við innganginn á Moderne-safninu, þar sem nú stendur yfir sýningin „Bienale f í i Skytfur segja | | lítið al ijóira i í UM HELGINA höfðu 12—15 i \ menn farið til rjúpna frá S S Fornahvammi. Höfðu skytt- ^ i urnar misjafnlega margar; • rjúpur, sumir innan við fimm, s s jafnvel allt niður í 2, en þeir ^ I sem bezt gekk, höfðu komið J ■ með 30 rjúpur í pokanum. s S Snjór var á Holtavörðuheiði. j S Sumir höfðu farið inn í Trölla ' i kirkju og í Snjófjöll, en þar er s i nú kominn mjög mikill snjór. j s Alhvít jörð er nú við Forna- J i hvamm. Segja rjúpnaskyttur, s ^ að það sé ekki sérlega rjúpna- s s legt haust. \ S 5 blóði til hinnar mestu skápraun- ar. Eigandi þessa gervimálara, Tinguely, er búinn að hafa ágæt lega upp úr honum, því fólk get- ur fengið að framleiða sín eig- in málverk með því að láta í vélina 100 franka. Á myndinni þrýstir Danny Kay á blöðruna, mótorinn fer í gang og „abstrakt“ málverkið rennur út úr vélinni. FimdurNorður- landaráðs á íslandi? AFTENPOSTEN í Oslo hefur það eftir Nils Hönsvald forseta Norð- urlandaráðsins, að hugsanlegt sé að fundur Norðurlandaráðsins, verði haldinn á íslandi næsta ár. Forsetinn sagði þó að þetta sé ekki ákveðið að fullu. Þegar næsti fundur Norðurlanda- ráðsins verður haldinn í Stokk- hólmi í næsta mánuði munu Norð menn bera frafn tillögu um að fundartíma verði breytt svo að ráðið komi saman seinna á vet- urna í janúar eða febrúar. R Ö S K U R Sendisveinn áskast Vinnutími 10—5 — Laugardaga 10—12 Smith & Norland Hafnarhúsinu. Sími 18585. Innilegar þakkir til allra vina og vandamanna nær og f jær, er glöddu mig á margvíslegan hátt, á 70 ára afmæli mínu 20. okt. s.l. Guð blessi ykkur öll. Þjóðbjörg Þórðardóttir. Ykkur öllum vinum okkar og skyldfólki, þökkum við hjartanlega fyrir ógleymanlega vináttu og hlýhug, sem þið sýnduð okkur á 65 ára afmælum okkar. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir, Björn Eiríksson, Sjónarhól, Hafnarfirði. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu mér vinarhug á sextugsafmæli mínu 7. október. Beztu kveðjur til ykkar allra. Sfagnús Gamalíelsson, Ólafsfirði. Mínar beztu þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem glöddu mig og virtu á 75 ára afmælisdaginn '21/10/59. Verzlunin Geysir h/f og starfsfólk þar, dætur mínar þrjár í Keflavík og tengdasynir og barnabörn No. 1. (Það er gaman að vera gamall). Lifið heil. Gnðmnndur Gunnarsson, Miðtúni 88. íslenzkur söngur í Lubeck EINAR Kristjánsson óperusongv ari mun syngja íslenzk lög á Norð urlandahátíðinni, sem haldin verður í Lúbeck 30. október til 1. nóvember. Mikill fjöldi menntamanna frá Norðurlöndum og Þýzkalandi situr þessa hátíð og ræða þeir margskonar menn« ingarmál. Enginn fslendingur er í þeirra hópi, en á sömu hátíð verða sungin lög frá öllum Norð- urlöndunum og kemur Einar þar fram fyrir íslands hönd. Undir- leikari verður kapellumeistari Wilhelm Brúckner-Rúggeberg. — Dönsk lög syngur Oda Balsberg, en finnsk Maria Heidi-Rauta- vaara, norsk Ingrid Bjoner og sænsk Ove Meyer-Leegard. Lokað kl. 12 í dag vegna jarðarfarar Guðvarðar Þ. Jakobssonar. VERZUN B. BENÓNVSSONAR Hafnarstræti 19. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi EYJÓLFUR STEFÁNSSON frá Dröngum, Hafnarfirði, andaðist að kvöldi 24. þessa mánaðar. Fyrir hönd okkar allra. Salbjörg Eyjólfsdóttir. Það tilkynnist hér með að GEORG ÖXENTJÖRN lézt þann 24. okt. að heimili sínu Fælledvej 11 C Kaup- mannahöfn. Aðstandendur Hjartkær eiginmaður minn og fósturfaðir ÁRNI JÓNSSON Hverfisgötu 57, Hafnarfirði, sem andaðist 19. okt. verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj- unni Hafnarfirði fimmtudaginn 29. okt. kl. 1,30 e.h. Júlít Jónsdóttir, Magnús Bjömsson Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför LILJU ÁRNADÖTTUR Hæringsstöðum. Sérstaklega þökkum við þeim er á margvíslegan hátt léttu henni sjúkdómsleguna bæði í sjúkrahúsum og heima. Einnig þökkum við þeim er heiðruðu minningu hennar með gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Jón Jóhannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem auð- sýndu samúð og vináttu við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður og tengdaföður okkar ÞORSTEINS KONRÁÐSSONAR frá Eyjólfsstöðum. Margrét O. Jónasdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Magnús Hannesson, Hannes Þorsteinsson, Jóhanna Thorlacius, Konráð Þorsteinsson, Steinunn Vilhjálmsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, Kristín Hannesdóttir, Anna Gísladóttir, Margrét O. Jósefsdóttir, Guðmundur Jóhannesson. Innilegustu þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vináttu við andlát eiginkonu minnar og móður minnar INGIBJARGAR HAFSTEIN Jón K. Hafstein, Þórunn Hafstein. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konunnar minnar SVEINBJARGAR SIGURLlNAR GUÐVARÐSDÓTTUR Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Bernharð Pálsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓHANNS B. HJÖRLEIFSSONAR yfirverkstjóra Sveinbjörg Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.