Morgunblaðið - 07.11.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 07.11.1959, Síða 1
2(j) síour 46. árgangur 248. tbl. — Laugardagur 7. nóvember 1959 Prentsmiðja Morgimblaðsins N-Vietnam aðstod- ar skærulida í Laos — segir rannsóknarnefnd S. Þ. NEW YORK, 6. nóvember. — Rannsóknarnefnd sú, sem Öryggisráðið sendi til Laos til þess að kynna sér ástandið þar, skilaði í dag áliti sínu — og sagði, að ekki væru full- nægjandi sönnunargögn feng- in fyrir því, að hersveitir N- Vietnam hefðu verið sendar inn yfir landamærin til Laos til styrktar skæruliðasveitum kommúnista. Hins vegar þætti fullvíst, að Norður-Vietnam hefði stutt skæruliðana á margvíslegan hátt í baráttunni gegn stjórnarhern- um í Laos. Hefði skæruliðum bor- izt bæði vopn og vistir. Þá hefði N.-Vietnam veitt mikinn póli- tískan stuðning, ekki sízt með útvarpsáróðri gegn Laosstjórn. Yfir 40 vitni komu fyrir nefnd- ina — og sögðust öll að einu und- anskildu hafa fulla vissu fyrir því, að í liðssveitum skæruliða, sem tekið höfðu þátt í bardög- um, hefðu fjölmargir verið frá N.-Vietnam. Hins vegar eru eng- ar sannanir fyrir því, að menn þessir hafi verið úr her N.-Viet- nam. En hernaðaraðgerðir komm únista voru á köflu-m samstilltar og kom það fram í nefndarálit- inu, að mörg vitnanna höfðu hald ið því fram og staðhæft, að skæru liðasveitum kommúnista væri stjórnað frá N.-Vietnam. Löndin fjögur, sem fulltrúa áttu í þess'ari nefnd, voru ftalía, Túnis, Japan og Argentína. Mikið hefur* verið rætt um að Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri S.þ. færi til Laos í kynn- isför, en í dag lagðist fulltrúi Ráðstjórnariiinar gegn þeirri fyr irætlun. Vona að þeir verði víð- sýnir og skilningsríkir — sagði Sigurður Biarnason í Noröurlandaraöinu STOKKHÓLMI, 6. nóvember. — Sigurður Bjarnason flutti í dag ræðu á fundi Norður- landaráðsins og ræddi um handritamálið og landhelgis- deiluna. Sagðist hann þess fullviss, að handritin mundu bráðlega komast þangað sem þau ættu heima. í Danmörku væri vaxandi skilningur fyrir því að þessir þjóðardýrgripir yrðu fluttir heim. Hann sagðist jafnframt vona, að danskir stjórnmálamenn yrðu víðsýnir og skilningsríkir í þessu máli og að vandinn yrði leystur í hinum sanna anda Norður- landaráðsins. Sigurður vék að fiskveiðideil- unni með þeim orðum, að allar þjóðir nema Bretar hefðu virt nýju fiskveiðitakmörkin og fram ferði þeirra væri gróft ofbeldi við varnarlausa þjóð. Það væri sorgleg staðreynd, að slíkir at- burðir ættu sér stað á miðri 20. öldinni, sem fremur en nokkuð annað tímabil byggði friðarvon- ir sínar á réttlæti, öryggi og al- þjóðasamvinnu. Við væntum ekki beinnar aðstoðar af Norð- urlandaráðinu, sagði Sigurður, en við viljum gera vinum grein fyrir málstað okkar. Fundi Norðurlandaráðsins lýk- ur á morgun, en eitt síðasta mál- Varsjá, 6. október — Sendiherr- ar kínversku kommúnistastjórn- arinnar og Bandaríkjamanna ræddust við í meira en þrjár stundir hér í dag. — Á undan- förnum árum hafa þeir ræðzt all oft við um ágreiningsatriði stjórna sinna. ið, sem rætt verður, er boð Is- lendinga um að næsti fundur verði haldinn í Reykjavík. — Sennilegt ei að ráðið taki boð- inu, en ákveðið er, að næsti fundur verði mun styttri en fund ir ráðsins hingað til. 4framhald viðræona Sjálfstæðismanna og Alþýðnflokks Timiim Ivsir vonbrigðum Framsóknar TÍMINN kvartar sáran und- an því í gær, að Alþýðuflokk- urinn hafi ekki svarað bréfi Framsóknarflokksins um myndun vinstri stjórnar. Orð- rétt segir Tíminn: „Viðræður hafnar milli íhalds og krata um stjórnarmyndun. Alþýðuflokkurinn svarar ekki bréfi frá Framsóknarflokknum um myndun vinstri stjómar. Fyrir þingkosningar lýsti Framsóknarflokkurinn því yfir, að hann myndi beita sér fyrir myndun vinstri stjórnar eftir kosningarnar. I samræmi við þetta, ákvað miðstjórn Fram- sóknarflokksins á fundi sínum sl. fimmtudag að kjósa fimm manna nefnd til viðræðna við Alþýðuflokkinn og Alþýðu- bandalagið um samstjórn þess- ara flokka. Þetta var forystumönnum þessara flokka strax tilkynnt munnlega á laugardaginn, og svo ítrekað í bréfi, er þeim var sent á mánudaginn. Hafa ekki svarað. Alþýðubandalagið hefur svar- að, að það sé reiðubúið til við- ræðna um þessi mál, en frá Alþýðuflokknum hefur ekkert svar borizt. Hins vegar skýra Mbl. og Al- þýðublaðið frá því í gær, að við- ræður séu hafnar milli Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðu- flokksins um samstjórn þessara flokka“. Svo er að sjá af Tímanum sem hann huggi sig við, að fleiri séu óróir en hann, því að annars staðar í blaðinu segir: „Síðan viðræður hófust milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins um stjórnarmyndun, hefur legið mjög illa á Þjóðvilj- anum. Aðstandendur hans virð- ast bersýnilega óttast mjög, að Ólafur ætli ekki einu sinni að bjóða þeim í flatsængina. Þann- ig fjallar helzta forsíðugrein Þjóðviljans í gær um það, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu flokkurinn ætli að bjóða Fram- sóknarflokknum í stjórn með sér“. Ekki er svo að sjá af forystu- grein Alþýðublaðsins, að það fýsi mjög í samstarf við Fram- sókn, því það segir: „Dómur sögunnar um þetta ár verður sá, að Framsóknarflokk- urinn hafi komið fram sem mesti hægri- og afturhaldsflokk- ur landsins“. Annars staðar í Alþýðublaðinu er sagt, að í gær hafi átt að halda fund í framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins. í dag verður, eins og áður hefur verið sagt, fundur í þingflokki Sjálfstæð- ismanna. Ráðgert er að fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- manna hittist síðari hlutann í dag, ef tími vinnst til. Ljósmyndari blaðsins tók þessa óvenjulegu mynd í Slippnum í gær, þar sem hinn nýtízkulegi þýzki togari, Carl Wied- erkehr var til viðgerðar. Sjá nánar á bls. 2. Upp reisnarmeim TÚNIS, 6. nóv. — Kínverska kommúnistastjórnin hefur veitt uppreisnarmönnum í Alsír stór- lán til vopnakaupa. Nemur lánið um 10 milljónum dollara. Ætla Kínverjar að láta uppreisnar- menn hafa bandarísk vopn, sem féllu í þeirra hendur í Kóreu- stríðinu — og þjálfa jafnframt Alsírmenn í herstjórn í Kína. Frakkar fundu haglabyssur HAMBORG, 6. nóv. — V.-þýzka flutningaskipið Bilbao hefur nú látið úr höfn í Cherbourg í Frakk landi, en þangað var það neytt til að sigla af frönsku herskipi. Útgerð skipsins hefur mótmaelt framferði Frakka og sagt, að skip ið hafi verið á alþjóðasiglinga- leið, þegar franska herskipið stöðvaði för þess. Var þýzki skipstjórinn neydd- ur til þess að sigla til franskr- ar hafnar, því Frakkar töldu, að í farmi skipsins væru hernaðarlega mikilvægar vörur, sem notaðar yrðu af uppreisnarmönnum í Al- sír í baráttunni gegn Frökkum þar. Að lokinni nákvæmri leit var skipinu leyft að halda áfram, en þó tóku Frakkar í sínar vörzlur nokkra kassa af haglabyssum og meðfylgjandi skotfærum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.