Morgunblaðið - 07.11.1959, Síða 2
2
MORCUNTtr AÐ1Ð
Fðsfudagur 6. nov. 195S.
Fasteignasali svíkur
viðskiptavini sína
og hagnast sjdlfur um 50 þús. kr.
UNDANFARNA daga hefur farið
fram hjá sakadómaraembættinu
rannsókn í máli fasteignasölu,
sem ákærð er fyrir að hafa hagn-
azt á því að selja sjálfri sér hús-
eign viðskiptavinar síns, en haft
lepp fyrir kaupanda, og selt síð-
an aftur öðrum viðskiptavini
með 50 þús. kr. hagnaði. Hafa selj
andi og endanlegur kaupandi
kært fasteignasöluna.
Við rannsókn málsins hefur
komið í ljós, að Gunnar Jónsson,
sem var eigandi húseignarinnar
nr. 7 við Þrastargötu leitaði til
málflutnings- og fasteignasölu-
skrifstofu Guðlaugs & Einars
Gunnars Einarssonar, Aðalstræti
13 hér í bænum og fól skrifstof-
unni sölu á húseigninni fyrir sig,
en Andrés Valberg Hallgrímsson
annast sölu fasteigna fyrir skrif-
stofuna. Jóhannes Helgason út-
varpsvirld, leitaði einnig til
Andrésar Valbergs og bað hann
um aðstoð við útvegun húsnæð-
is. Sýndi Andrés Jóhannesi hús
Gunnars, sem ekki var í bænum,
og gerði hann tilboð í hana, 160
þús. kr. og 65 þús. kr. útborgun,
en til tryggingar því að hann
stæði við tilboð sitt afhenti hann
Andrési 5000 kr. til geymslu.
Fékk kunningja fyrir Iepp
Andrés sá sér þá leik á borði,
fékk kunningja sinn, Guðvarð
Skagfjörð Sigurðsson, kaup-
mann, til að gera tilboð í hús-
eignina til málamynda og var til-
boð hans, 110 þús. kr. með 60
þús. kr. útborgun, lagt fyrir
Gunnar, sem féllst á það með því
skilyrði að útborgun yrði hækk-
uð í 70 þús. kr. Um það ræddi
hann við Einar Gunnar Einars-
son. Andrés Valberg gekk síðan
frá kaupsamningi við Jóhannes,
Söngskemmtun
Alicja Dankowska
ALICJÁ DANKOWSKA, pólsk
sópransöngkona, hélt tvær söng-
skemmtanir á vegum Tónlistar-
félagsins í Austurbæjaibíói mið-
vikudags- og ----.tudagskvöld.
Böngur hennar var víða stórbrot-
inn, einkum í aríum eftir Cheru-
bini og Mozart, svo og í pólskum
og rússneskum lögum, sem hún
söng í lok tónleikanna. Alicja
Dankowska er víðförul óperu-
söngkona og í tölu þekktustu
einsöngvara Póllands.
Ég er, eins og fleiri, þeirrar
skoðunar að bezt fari á því, ð
syngja þýzkan Lied-söng með
þýzkum tekstum. Lyrik Schu-
manns og Brahms (o. fl.) fellur
svo að frun....anu_ , að hún
færist úr skorðum við að þýða
textana. En þrátt fyrir pólsku
þýðinguna á söngvum Schumanns
úr „Frauenliebe — und Leben“,
nutu þeir sín vel vegna túlkun-
arhæfileika söngkonunnar, sem
eru miklir.
Röddin er geysimikil og nýtur
sín hvað bezt í því stórbrotna,
enda býr söngkonr j fir miklum
dramatískum krafti.
Ásgeir Beinteinsson lék á flyg-
ilinn. Það er vandasamt verk að
hlaupa að hljóðfærinu á síðustu
stundu og eiga að hafa listræna
samleið með áður ókunnum lista
mönnum, ekki sízt þegar verk-
efnin eru erfið. Ég tel að Ásgeiri
hafi tekL. þetta mjög vel, og
leysti hann hlutverk sitt yfirle.:t
af hendi með prýði.
Söng Alicja Dankowska var
mög vel tekið og varð hún að
syngja aukalög við mikla hrifr.-
ingu áheyrenda.
p. L
skv. tilboði hans, og fékk Gunnar
Jónsson til að afsala húseigninni
beint til Jóhannesar, til að losna
við útgjöld í sambandi við þing-
lestur óg stimplun skjala af „söl-
unni“ til Guðvarðar Skagfjörð,
en Gunnar Jóhsson kveðst hafa
sannfærzt um að það væri lög-
legt, enda hafi Einar Gunnar sem
var viðstaddur undirritun afsals-
bréfsins, ekki gert um það neinar
athugasemdir.
Aðilar kaupanna hittust aldrei
Meðan samningarnir og kaupin
fóru fram hittust aðilar kaup-
anna aldrei. Þannig hittust þeir
aldrei Guðvarður og Gunnnar,
Gunnar og Jóhannes eða Jó-
hannes og Guðvarður. Eftir því
sem komið hefur fram í málinu,
hefur Guðlaugur Einarsson engin
afskipti haft af eignaumsýslu
þessari, en Einar Gunnar hefur
hins vegar annazt gerð samninga
og afsalsbréf, en samkvæmt stað
hæfingu hans sjálfs, og þeirra
Andrésar Valbergs og Guðvarðar
Skagfjörðs, hafði hann enga hug
mynd um að Guðvarður væri
ekki hinn raunverulegi kaupandi.
Rannsókn málsins er ekki lok-
ið.
Alþýðublaðið leggur Unnsteini Beck
orð
í munn:
Rangfærir ummæli
hans til að klekkja á
kaupsýslumönnum
Nýr sendiherra
Tyrklands
HINN nýi sendiherra Tyrklands
á fslandi, Behzet Túrkmen hers-
höfðingi, afhenti í dag (föstudag-
inn 6. nóvember 1959) forseta
fslands trúnaðarbréf sitt við há-
tíðlega athöfn á Bessastöðum, að
viðstödaum utanríkisráðherra.
Að athöfninni lokinni höfðu
forsetahjónin hádegisverðarboð
fyrir sendiherrann.
(Frá skrifstofu forseta fslands).
Óðinn kemur væntan-
ega heim fyrir vertíð
í GÆRDAG skýrði Pétur
Sigurðsson, forstjóri Land-
helgisgæzlunnar, Mbl. frá
því, að vonir standi til að nýja
varðskipið. sem verið er að
smíða í Álaborg, muni koma
skömmu eftir áramótin.
Pétur Sigurðsson er nýlega
kominn heim, en hann brá
sér sem snöggvast til Ála-
borgar, til þess að fylgjast
með smíði varðskipsins.
Pétur Sigurðsson kvaðst
vera mjög ánægður með hinn
góða gang sem væri á smíði
Óðins. Verður smíði skipsins
bersýnilega að mestu lokið
um jól, sagði Pétur. Mun því
væntanleg skipshöfn að lík-
indum fara utan strax upp úr
jólum. Þegar eru nokkrir
menn farnir, er verða við-
staddir við niðursetning véla
og hafa á hendi eftirlit fyrir
Landhelgisgæzluna.
Það bendir því allt til þess
að hið nýja varðskip verði
tilbúið til heimsiglingar fyrir
næstu vetrarvertíð, sagði for-
stjórinn og er það um tveim
mánuðum fyrr en áætlað
hafði verið í upphafi.
Búast má við að reynslu-
ferðir með skipinu taki
lengri tíma en venjulega,
vegna þess að þjálfa þart
áhöfnina og hún þarf einnig
að hafa nægan tíma til að
kynna sér hin mörgu tæki
skipsins.
MORGUNBLAÐINU barst í
gær eftirfarandi athugasemd
vegna fréttar í Alþýðublað-
inu.
Hr. ritstjóri!
Á forsíðu Alþýðublaðsins í dag
birtist grein, sem að nokkru leyti
er byggð á viðtali við mig. Ég hef
orðið þess var að ýmsir hafa
skilið greinina svo, að meginefni
hennar væri eftir mér haft, en
þar sem það er fráleitt að ég
hefði látið mér um munn fara
ýmislegt af því, sem greinarhöf-
undur segir, vil ég biðja blað
yðar að birta bréf þetta:
Ég hélt því aldrei fram, að
mikið kvæði af smygli, blaða-
maðurinn fræddi mig hinsvegar
á því, að mikið væri selt af smy 1
uðum vörum í bænum, og sam-
sinnti ég að ég hefði heyrt um
þetta orðróm en hefði hinsvegar
engar sönnur í höndum um það,
og að tollgæzlunni hefði ekki
tel-l-ó að grafast fyrir um hvar
uppsprettur að slíku smygli væri,
ef sögusagnir um það ví^-U rétt-
ar. Ég sagði því heldur ekkert
um að mi'klu væri smyglað af
ákveðnum varningi, en svaraði
fyrirspurn u..i þuð hverjar væru
helztu tegUndir smyglvarnings,
á þá lund, að sjálfsagt væri eink-
um _.-':ust við að smygla því, sem
mest væri upp úr að hafa, þ.e. há
tollavarningi eða vörum, er væru
torfengnar og seldust af þeim
ástæðum fyrir meira en sannvirði
eins og oft v._’i ti.— með ýms
an kvenfatnað. Um skófatnað tók
ég fram, að mikið virtist vera í
notkun af skófatnaði, sem ekki
væri fluttur inn eftir venjulegum
leiðum, og að skókaupmenn kvört
uðu um litla :ölu á kvenskóm. —
Gerði ég jafnframt grein fyrir
því, að talsvert bærist að sjálf-
sögðu til landsins af þeirri vöru
án þess að um smygl væri að
ræða t.d. með ferðamönnum, er
notuðu tækifærið til að fá sér skó
á fæturna ,er þeir skryppu til út-
landa .
Að lokum skal tekið frám:
í samtalinu var hvergi að því
vikið hvorki af mér né blaða-
manninum, að innflutningsverzi-
anir eða heildsalar væru grunuð
um smygl eða dreyfingu á smygl-
varningi, enda hef ég ekki neina
ástæðu til að láta slíkt rr.ér
fara. Blaðamaðurinn hélt því
ákveðið fram að smásöluverzl.ui-
ir hefðu mikið til sölu af smygl-
varningi, en ég svaraði honum
því, sem áður greinir, -,ó ég hefði
heyrt nokkum orðróm um þetta,
en sönnur hefði ég ekki fyrir því.
M-ð þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 6. nóv. 1959.
Unnsteinn Beck.
Andspyrna gegn
Sahara-tilranm
Frakka
NEW YORK, 6. nóvember. Japan
og Malaya bættust í dag í hóp
þeirra 20 Afríku- og Asíuríkja,
sem lagt hafa fram ályktunartil-
lögu í stjórnmálanefnd Allsherj-
aarþingsins, þar sem skorað er á
Frakka að hætta við fyrirhugaða
tilraun með kjarnorkusprengjur
á Sahara-eyðimörkinni.
Menon, varnarmálaráðherra
Indlands, var fyrsti ræðumaður-
inn, sem tók málið til meðferðar
í dag. Sagði hann stjórn sína and
víga öllum kjarnorkutilraunum,
bæði með stórar sprengjur og
smáar. Fyrirhuguð tilraun væri
ekki einungis gegn Afríku, held-
ur öllu mannkyninu, sagði Men-
on, því allt, sem eykur á geisla-
virkt ryk í loftinu er manninum
til tjóns.
Óttazt um 32 f jall-
.. t
Skuttogarinn Carl Wiederkehr kom til hafnar hér í Reykja-
vík í fyrradag. Var myndin tekin er togarinn var rétt skriðinn
inn um hafnarmynnið. (Ljósm. Garðar Pálsson).
Þýzkur skuttoyari
tekin í slipp í
Var i annari veiðiför sinni
gongumenn
KATMANDU, 6. nóv. — Óttazt
er, að 32 menn hafi farizt í mikl-
um snjóstormi, sem þessir menn
lentu í, er þeir voru að reyna að
klífa 7.500 metra háan fjallstind
í nánd við Mont Everest. Fyrir
flokknum voru þrír japanskir
fjallgöngugarpar. Ekki hefur
heyrzt til mannanna í þrjár vik-
ur. Ef menn þessir hafa farizt,
eins og nú er mjög óttazt, er
þetta mesti mannskaði, sem orðið .. .
hefur í fjallgöngum allt til þessa. toguri okki aður kom- Er togarinn í annari veioiíor
NÝR skutbyggður togari frá
Bremerhaven, Carl Wieder-
kehr, var tekinn upp í slipp-
inn hér í Reykjavík í gær-
morgun. Hefur svo nýtízku-
ið hér í slipp. Leitaði togar-
inn hafnar vegna þess að
trollpokinn haf ði farið í
skrúfu skipsins þar sem það
var að veiðum á Dohrnbanka.
sinni, með 25 manna áhöfn og
var hann á ísfiskveiðum.
Það var fróðlegt að skoða
þennan nýtízku togara þar sem
hann stóð i slippnum í gærdag.
Vakti það einna mesta athygli
hve flatbotnað skipið allt er, en
aftast er botninn alveg flatur.
Á skipinu er skrifskrúfa. Hún
er ekki mikil um sig, blöðin
stutt en breið.
I vélarúmi skipsins ‘ eru sjö
menn að störfum við 1600 hest-
afla aðalvél, sem eins og aðrar
vélar eru frá hinum heimsþekktu
Deutz vélaverksmiðjum. Gang-
hraði skipsins er 13 mílur.
Skipsmenn, sem einn af blaða-
mönnum Mbl. hitti niðri við
skipið síðdegis í gær, sögðu að
það væri mikill munur að vinna
á svona skipi, þegar fiskaðgerð-
arplássið væri allt undir þiljum.
Einkum er þetta gott þegar ver-
ið er í misjöfnum veðrum á norð-
lægum slóðum. Er þá hægt að
stunda veiðar í miklu verra veðri
en ella. Skipsmennirnir sögðu að
í skipinu væru mjölvinnsluvélar.
Þar um borð er engin karfaflök-
unarvél, og var á þeim að skilja,
að á a. m. k. nokkrum nýlegum
þýzkum togurum, sem verið
höfðu með karfaflökunarvélar
um borð, hefði það ekki gefið
góða raun.
Skipsmenn á þessum togara, sem
er nýjastur í 20 skipa flota tog-
arafélagsins GHG, eru með um
það bil 500 mörk í tekjur miðað
við 100.000 marka sölu. Það var
ætlunin að Ijúka þessari veiði-
för á Dhornmið á 21 degi.