Morgunblaðið - 07.11.1959, Síða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudágur S. nóv. 1959
Tryggve Lie
floginn vesíur um haf. —
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BOKMENNTIR
Við ljóða-Iindir.
Eftir Richard Beck.
Árni Bjarnason gaf út.
Richard Beck hefur, eins og al-
þjóð er kunnugt, verið íslending-
um þarfur maður vestan hafs og
víðar. Hann hefur æ verið óþreyt
andi að tala og skrifa um ísland,
íslenzkar bókmenntir og íslenzka
menningu, íslenzka sögu. Hann
kemur víða við í greinum sínum
um ættland sitt. Starfsmaður er
hann óvenjulega mikill og þrátt
fyrir mikla kennslu við háskóla
þann, sem hann er prófesson við,
og mikil ritstörf allskonar hefur
hann haft tíma til að yrkja tals-
vert af kvæðum um ævina, og
sum þeirra eru líkleg til að hljóta
langlífi, þó ekki verði hægt að
reikna hann meðal stórskálda.
Nýjasta Ijóðabók hans „Við ljóða
Dollara-ambassadorinn
ÞEGAR Trygve Lie lét af störf-
um árið 1953 sem framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, sneri
hann heim til Noregs eins
o g Odysseifur eftir sjö ára
útivist. Menn fóru að velta því
fyrir sér, hvort þessi gamli for-
ingi Verkamannaflokksins myndi
nú ekki heimta aftur öll sím
fyrri völd í flokki og ríkisstjórn.
En þar var kominn köttur í hól
bjarnar. Halvard Lange hafði
tekið við utanríkismálunum af
Trygva 1946 og sýnt hina mestu
stjórnvizku og röggsemi, ekki
hvað sízt í sambandi við inn-
göngu Noregs í Atiantshafsbanda
lagið. Og þeir tvímenningarnir
Einar Gerhardsen og Oscar Torp
stjórnuðu flokknum í mesta bróð
erni. Þar var ekki pláss fyrir
þriðja manninn.
Sennilega hefði Trygve Lie
getað ýtt sér að nýju inn í flokks
forustuna ef hugur hans hefði
staðið til þess. Orðstír hans eftir
mikilvæg störf í þágu Samein-
uðu þjóðanna var slíkur um heim
allan, að hann bar ægishjálm
yfir flesta eða alla samlanda
sína. En hann kaus að lifa í ró
og næði. Hann fékk ágæta og
rólega stöðu, landshöfðingi í
Akershusfylki í nágrenni Osió
og notaði timann til að skrifa
tveggja binda sjálfsævisögu sína.
Það urðu metsölubækur enda
skemmtilega skrifaðar og fjöll-
uðu um stormasama ævi á sviði
heimsstj órnmálanna.
Leitar eftir eriendu fjármagni
Lie er ennþá á bezta aldri, 63
ára og hefur hann nú ákveðið að
ljá þjóð sinni hæfileika sína og
orðstí með nýstárlegu móti. Hann
hefur verið skipaður einskonar
umferðarsendiherra. Hann á að
ferðast um önnur lönd til þess
að reyna að afla landi sínu er-
lends fjármagns.
Þessi nýi „dollara-ambassador"
eins og hann er nú almennt kall-
aður, flaug itm síðustu helgi til
Bandaríkjanna. Þar getur hann
lagt fyrir ameríska fjármála-
menn áætlanir að 28 mismunandi
framkvæmdum og fyrirtækjum,
sem þeim verður boðið að gerast
þátttakendur í með dollarafram-
lagi.
En Trygve Lie mun ekki eins-
skorða sig við Bandaríkin. Ein-
mitt um þessar mundir er farið
að gæta nokkurs fjárskorts vest-
anhafs til fjárfestingar í öðrum
löndum. Lie mun ekki síður telja
vænlegt að leita til Vestur-
Þýzkalands, Frakklands, Belgiu
og Svisslands, en heppileg þró-
un í efnahagsmálum Evrópu-
landa er nú að gera Evrópurikin
jafnvel sterkari á svellinu en
Bandaríkin.
Góð reynslá Nf'fðmanna
Norðmenn hafa í marga ára-
tugi notfært sér erlent fjármagn
við ýmsar stórframkvæmdir. Þeir
komu um og eftir síðustu alda-
mót upp risavöxnum raforku-
verum, trjáiðnaðarverksmiðjum
og áburðarverksmiðjum, eins og
Norsk Hydro, með þýzku og
brezku fjármagni. Sama var að
segja um framkvæmdir við nám-
urnar í Varangri og við Sulit-
jelma. Járnbrautin fræga milli
Björgvin og Oslo var lögð með
brezkri fjárhagsaðstoð.
Norðmenn hafa verið hyggnir í
viðskiptum sínum við hina er-
lendu auðhringi og jafnan búið
svo um hnútana, að heimamenn
hefðu meirihlutavald í stjórn
sameiginlegra fyrirtækja eða að
framkvæmdirnar yrðu að fullu
norsk eign eftir vissan áratíma.
Er víst að atvinnuástand í Noregi
væri nú allt annað og lakara en
það er nú, ef Norðmenn hefðu
ekki farið þessa leið, sem er líka
mjög eðlileg fyrir fjármagns-
snauð lönd.
Verkamannaflokkurinn breytir
um skoðun
Eftir stríðið hefur Verkamanna
flokksstjórnin hinsvegar verið
furðu tómlát um að laða erlent
fjármagn til landsins. Meðan
Hollendingar settu t. d. á stofn
sérstaka skrifstofu í New York
til að vinna að fjármagnsútveg-
un, héldu Norðmenn að sér hönd-
um. Án efa stafar þetta af því,
að hinn hálf-sósíalíski Verka-
mannaflokkur sem við völd
var í landinu hafði megnustu ó-
trú á öllu sem lyktaði af einka-
fjármagni.
En smámsaman er flokkurinn
að komast á aðra skoðun sem og
á öðrum hliðum efnahagsmál-
anna. Menn verða svo ráðsettir
af því að sitja lengi í ríkisstjórn.
Ekki hefur verið skýrt opin-
berlega frá því hverjar hinar 23
framkvæmdir eru, sem Lie hefur
á lista sínum, er hann leitar f jár-
magns í Bandaríkjunum, en án
efa eru rafvirkjunarframkvæmd-
ir ofarlega á honum. í Noregi er
enn ónotað nær ótakmarkað vatns
afl, en með fullkomnum raforku-
leiðslum er hægt að leiða raf-
magnið langar leiðir til Sviþjóð-
ar og Danmerkur. Norðmenn
dreymir því um það að land
þeirra verði allsherjar orkuver
Norðurlanda. En framkvæmdir
þessar eru mjög kostnaðarsamar,
svo að Norðmenn hafa ekkert
bolmagn til að standa einir und-
ir þeim. Þeir standa nú í tveirúur
stórvirkjunum við Tokke og
Tunnsjö og hafa fengið lán hjá
Alþjóðaoankanum til þeirra.
Framh. á bls. 8
lindir“ kom út fyrir skömmu á
Akureyri. Hún er helguð minn-
ingu konu Richards, sem nýlega
er látin, frú Beck með þessu
ljóði:
„Ég lít þig í liljum fögrum,
er leika í sumars blæ;
í brosmyndum bjartra geisla,
sem blika á lygnum sæ.
Er vefur mig vetur örmum,
svo vortrú í hjarta dvín,
þá brosir mér ennþá bjartar
hin blessaða ásýnd þín.“
Beck er alloft heimspekilegur
í kvæðum sínum og sjaldan hefur
honum tekist það betur en í
kvæðinu „Vitar“. Ég held að allir
geti orðið sammála um, að það
sé bæði vel kveðið og stórum at-
hyglisvert. — „Drottning söngs-
ins“ minnir mig á þau róman-
tísku og fallegu ljóð, er Richard
las mér fyrir röskum fjörutíu
árum austur í Norðfirði, þá er
hann var að byrja feril sinn sem
menntamaður og skáld. Kvæðið
er fallegt og vel gert og minnir
sem sagt á blæ Ijóðagerðar fyrir
1920. í líkum anda er ,,Á töfra-
klæði“. Það minnir mig á Hölder-
lín, og á eitthvað af hinni sömu
stemningu og ljóðið: „Stóð ég í
Afríku auðn“. — „Á mæðradag
inn“ er tileinkað móður skálds-
ins, hlýlegt kvæði; svo er snot-
urt ljóð sem heitir: „Þá ást tel-
ur stundir", eitt af þeim betri.
„Minningar“ er sömuleiðis fal-
legt:
„Ég gleymi síðla, móðir, þeirri
miklu sýn,
er huldust dimmum sævi fögru
fjöllin -þín
með svipinn tigna höfuðdjásn
sem helgilín".
Heimþráin hefur skapað mörg
fögur ljóð, einnig hjá Richard
Beck. „Heimhugur“ er ljómandi
fallegt:
„Gefðu mér fáeinar fjaðrir
að fljúga með þér, blær,
heim yfir hafsjóa breiður,
því hjartað þangað slær.
Dýrðleg sem draumsýn brosir
úr djúpi móðurland.
Gott á hún báran bláa,
sem brotnar þar við sand“.
Hver vildi ekki hafa kveðið
þetta?
„Abraham Lincoln“ er gott
kvæði, sem vekur athygli lesand-
skrifar úr
daqleqa lífinu
]
Caruso
og
útvarpið
VELVAKANDA hefur borizt
tvö bréf um Enrico Caruso og
íslenzka ríkisútvarpið. Fara
þau hér á eftir:
„Þau tíðindi gerðust sl. laug-
ardagskvöld, að Ríkisútvarpið
leysti Enrico Caruso úr 1—2ja
ára banni og fórnaði honum
þremur stundarfórðungum úr
dagskránni (alls voru leikin 11
lög og aríur).
Enda þótt plöturnar hafi ver-
ið allhandahófslega valdar (og
spilaðar) þá bar þáttur þessi að
sjálfsögðu af öðru útvarpsefni
sem gull af eiri.
• Aðeins ein af 7
anum
Annars var leitt að Tónlistar-
deildin skyldi ekki vilja spila
nema eina af þeim 7 arium, er
ég óskaði eftir (hér í þessum
dálkum). Fyrir bragðið gaf
þátturinn alls ekki nógu rétta
mynd af þessum óviðjafnanlega
söngvara. M. a. vantaði alveg
aríur úr þeim 2 óperum, sem
hann sjálfur taldi sig hafa
sungið bezt þ. e. a. s. „I Pagli-
acci“ og „Gyðingastúlkan",
sem var einmitt síðasta óperan,
er hann söng í (aðfangadags-
kvöld jóla 1920). En ekki verð-
ur á allt kosið og að sjálfsögðu
er skylt að þakka fyrir að hafa
loksins tekið sig á í þessum efn-
um.
Söngunnandi."
• Leið mistök í
flutningi
■«■«■■■■■
í SÍÐA’STA bréfinu segir svo:
„Ég vil byrja þennan greinar-
stúf minn á því að þakka for-
ráðamönnum útvarpsins fyrir
þá röggsemi að verða við áskor-
un fjölda unnenda Carusos hér
á landi með því að leika nokkr-
ar hljómplötur með honum í
þætti síðastliðinn laugardag.
En það sem ég ætla fyrst og
fremst að gera að umtalsefni
eru þó þau leiðu mistök, sem
urðu við flutning þessa þáttar.
Fvrst tilkvnnti bulurinn að
leikið yrði Celeste Aida eftir
Verdi, en í þess stað kom
Cantique de Noél eftir Adam.
Þetta var þó leiðrétt og Celeste
Aida leikið á eftir. Næst var
leikið La Donne e Mobile úr
Rigoletto eftir Verdi. Það lag
var leikið til enda, en þá var,
öllum til stórfurðu, orðalaust
byrjað að spila sama lagið aft-
ur og það leikið til hálfs, en
síðan tók Questa o quella úr
sömu óperu við án þess að
nokkrar skýringar fylgdu né af
sakanir. Næstu leiðindi voru
þau að byrjað var að leika lagið
Les deux sérénades eftir Leon-
cavallo á vitlausum hraða,
45 snúningum í stað 33% og
gekk svo óafsakanlega lengi
áður en það var leiðrétt. Það
sem eftir var þáttarins gekk
svo stórslysalaust og býst ég við
að útvarpshlustendum hafi
fundizt þeir eiga það fyllilega
skilið eftir það sem á undan
var gengið.
Slíkir gallar á flutningi út-
varpsefnis eru móðgun við alia
unnendur fagurra lista.
•— Sönglistarunnandi.
ans, sömuleiðis „í álögum". ,Ein-
stæðingur" er eitt af beztu kvæð-
unum. Þar er aftur heimþráin
að reyna að skapa hryggð sinni
form og aðalinntakið er þetta:
„Hrörnar þöll sús stendur þorpi
á“:
„Herðalotna hetja,
hrufótt eik og kalin,
ótal augu stara
á mig þér úr greinum.
örlög einstæðingsins
í þeim sé ég speglast
útlagans, sem urðir
iljum sárum treður".
„Fiðrildið og ljósið“ er snoturt
kvæði eilítið gallað, en ,Stjörnu-
hrap“ er vel kveðið og fallegt. Þá
er fyrsta erindið í: ,Dæmið eigi“,
sem ég vil tilfæra hér því að í því
er vel sögð algild vizka, þótt ekki
sé hún ný:
„Dæmdu eigi breyskan bróður,
brjóttu ei hið veika strá;
lyftu heldur hönd til varnar .
hverjum þeim, sem aðrir smá.
Allt er líf af einum stofni,
örlög tvinnuð mín og þín.
Undir sora og syndahjúpi
sólhrein perla tíðum skín“.
„Útþrá“ er laglegt kvæði, en
„Nær koma skipin“ er eitt af
beztu kvæðum sem Richard hef-
ur gert og kannski það bezta í
þessari bók það er nýtískulegt og
í rauninni ólíkt öðrum kvæðum
skáldsins. Ég ætla ekki að tilfæra
neitt úr því en lofa lesendanum
að eiga það til góða, er hann fær
sér bókina. Perla er síðasta er-
indið í kvæðinu „Roald Amund-
sen“. „Lands míns tigna tunga“'
er vel kveðið og gott, sömuleiðis
fyrsta kvæðið í „Sólris". „Sumar-
kvöld“ er ljómandi fallegt lítið
ljóð, „Sumarkvöld við vatnið“
einnig fagurt og nýtízkulega
kveðið. „Sólsetur“ og „Nótt“ eru
hvorttveggja mjög lagleg ljóð,
sem lesaridinn gleðst yfir. Þá eru
„Nátttöfrar", lifandi stemning,
sem mynnir á sjálfan Lenau. „Þeg
ar haustar heima“ • snoturt ljóð.
Fallegt er síðasta erindið í kvæð-
inu „Skip haustsins":
„Haustsins skip um himin þjóta
hélugrá.
Hlær þó gegnum hrímguð seglin
hvelfing blá“.
■„Skammdegi", einkum fyrsta
erindið, er mjög snoturlega gert.
Jólavísurnar: „Kveiktu á kertum
mínum“ eru og fallegar, eitt af
beztu kvæðunum sem lesandan-
um skal geymt ósnert. „Vor“ er
misjafnt en glitrar í það t.d.:
„Nú rísa vonir gamlar upp úr
gröfum,
og gullið eykst í tæmdum
draumasjóði".
„Sumarkvöld við Kyrrahaf" er
lifandi stemning og náttúrulýsing
vel kveðin. „í Spanish Fork“,
sem ort er í minningu íslenzkra
landnema í Útahríki, er vel gert
kvæði sem vekur athygli lesand-
ans. Minningarljóðið um doktor
Sigurgeir Sigurðsson biskup er
mjög vel kveðið, sömuleiðis
kvæði flutt á íslendingadegi í
Manitoba 1952; einkum finnst
mér fyrsta erindið þess snjallt.
„Eggjan við áramót“ sem er
lausleg þýðing á mjög kunnu
amerísku ljóði, er snilldarlega
gerð. Loks er lítið kvæði er
„Kvöld“ nefnist. Einnig það
minnir á Lenau gamla, snilling
náttúrustemninganna:
„Vatnið sefur, þess silfureir
hrærist;
Silki mánans það draumblæju
vefur.
Kyrrðin ríkir ef blómkróna
bærist;
blæhvísl þagnað í lundinum
hefur.
Hljóður söngfugl í hreiður sifc
grefur,
hvíldar ieitar í fangi nætur.
Daggprúð blómstur við
bjarkarrætur
lnlfa _ irirðin sefur“.