Morgunblaðið - 07.11.1959, Page 11

Morgunblaðið - 07.11.1959, Page 11
Föstudagur 6. nóv. 1959 MORGUNfíLAÐlÐ 11 ■ ■$& í / ■,■'■■■':■. . • f í-öV ■ ■ w <■ p;s»< muni verða haldið áfram á virk» an hátt. I þessu sambandi vil eg taka fram, að sendinefnd minni er mikið áhugamál, að samkomu- lag verði um að nú skuli haett öll- um tilraunum með kjarnorku- vopn. Slíkt samkomulag mundi verða talið ótvíræður vottur um framför í áttina ti'. afvopnunar og mundi það geta ráðið úrslitum um framgang alls afvopnunar- málsins. Það er líka von okkar, að bráðlega finnist leiðir til að hefja að nýju samninga um ör- yggisráðstafanir gegn óvæntum árásum, sérstaklega vegna þess, að þegar hefur tekizt að sigrast á sumum örðugleikum í þessum efnum. Þegar við snúum okkur að Genf ar-fundinum um bann gegn kjarnorkuvopnum, og minnumst þess að það tók heilt ár að ná samkomulagi um 17 greinar, og um formálsorð slíkrar samþykkt- ar, sem í sjálfu sér veit á gott og er fagnaðarefni, þá er ljóst, að þessir varfærnislegu starfshættir sýna hve miklar torfærur eru á vegi, áður en takmarki almennr- ar og algjörrar afvopnunar verði náð. En að þessu marki verða þjóðir heimsins að stefna, skref fyrir skref, og við öruggar eftir- litsaðgerðir og vaxandi traust á því, að takast megi að lokum að skapa betri og farsælli heim. Tillögum forsætisráðherra Sov- étríkjanna, hr. Krúsjeffs, sem hér eru til umræðu, ber að fagna sem yfirlýsingu um stefnu Sovétríkj- anna, um takmark og hugsjón, sem ailar þjóðir ættu að geta fylgt af heilum hug. En áður en því takmarki verði náð, verður að gera margar vandhugsaðar ráð stafanir, og gæta fyllstu varúðar gegn undanbrögðum eða glöpum. Umfram allt verður góður til- gangur að haldast, almennur og sterkur, unz komið er að leiðar- lokum. Þá verðum við og að hafa hug- fast, að ef takast skyldi að koma Frh. á bls. 19. Ræða Thor | Thors flutt í i ' i fyrstu nefnd ■ i 1 ; Allsherjarþings; | S.Þ. 28 okt. 1 1959 liti, sem þau fallast á, þar eð svo virðist, sem allar þjóðir bíði þess með eftirvæntingu að eiga þess kost að minka vígbúnað sinn, þá þarf ekki að óttast, að Sameinuðu þjóðirnar samþykki ekki einróma og hiklaust hlutfallslegan niður- skurð vígbúnaðar, bindandi fyrir hverja þjóð, með samningum inn an Sameinuðu þjóðanna, og sam- kvæmt hlutföllum, sem náðst hef ur samkomulag um. Út frá þess- um rökum hljótum við að fagna þeim horfum, sem nú eru á ráð- stefnu æðstu leiðtoga stórveld- anna, áður en langt um líður, sem við vonum að muni lækka hina miklu vígbúnaðarmúra. fhuganir þeirra og skoðanir munu vérða leiðarstjama tíu-ríkja afvopnun- arinnar, og síðar ráða mestu um starfshætti hinnar almennu af- vopnunarnefndar. Það gæti því haft óheppilegar afleiðingar ef ráðstefnu hinna æðstu leiðtoga yrði frestað óhæfilega lengi. Við höfum nú hlustað á margar merkar og ítarlegar ræður í nefnd okkar, sem hafa orðið til- efni til mjög alvarlegra og víð- tækra hugleiðinga. Það hefur komið í ljós hve mikilvægt er, að samningaviðræður um alþjóða samvinnu um afvopnun skuli þeg ar hafa fram farið, og að þeim „Lúthers-eikin" ÍBÚAR þýzka smábæjarins Pfiffligheim láta sér mjög annt um 500 ára gamait eikartré, sem þar stetndur — og iíta nán ast á það sem helgan dóm. — Reyndar er nú aðeins nokk- urra metra hár bút.ur eftir aí hinum gilda og sterklega stofni þessa gamla trés, sem fyrrum bar stolt hina fögru laufkrónu sína — þar sem ferð lúnum þótti gott að setjast og hvíla sig. Sagan segir, að siðabótar- maðurinn Maxteinn Lúther hafi eitt sinn hvílzt í forsæl- unni undir krónu eikartrésins stóra í Pfiffligheim — og sú er einmitt ástæðan til þess, að fólkið telur helgi hvíla á leif- um þess. — Það var árið 1521, að Marteinn Lúther kom við í Pfiffligheim. Hann var þá á leið til Worms til þess að „svara til saka“ fyrir rit sín. — Karl keisari V stefndi hon- um þangað að boði páfa og krafðist þess, að hann afneit- aði og afturkallaði rit sín — og þar með skoðanir. Þessu neitaði Lúther eindregið, sem kunnugt er. Myndin, sem skorin er út í eikarstofninn gamla sýnir, hvar Marteinn Lúther stend- ur frammi fyrir Karli keisara við réttarhöldin í Worms — og neitar að breyta einum staf- krók í ritum sínum . . . . Afvopnun ein heitasta þrá allra þjóða Herra forseti: ÞETTA er 14. ársþing Sameinuðu þjóðanna og í 14. sinhi er afvopn unarmálið hér til umræðu, eða kannske öllu heldur hinar ýmsu hliðar þess, sem fremur bæri að kalla niðurskurð vígbúnaðar. Það myndi vera sóun ein á Thor Thors tíma þessarar nefndar að fara út í langar hugleiðingar um ógnir þriðju heimsstyrjaldar, og þær hættur, er vofa yfir mannkyninu og stoðugt aukast vegna áfram- haldandi, sívaxandi vígbúnaðar- keppni. Ef sú einfalda spurning lægi hér fyrir: „Hver er sam- þykkur framhaldi þessarar keppni?“ þá er ljóst og tvímæla- laust, að enginn fulltrúi mundi rétta upp hendina. En því fer fjarri að hér sé um svo einfait mál að ræða. Þetta mál verður ekki leyst með handauppréttingu né nafnakalli í þessari nefnd, sem oft er kölluð aðalnefnd Allsherj- arþingsins, og er vafasamt aö nokkur ályktun sem hér er gérð geti aukið líkur fyrir verulegum niðurskurði vígbúnaðar. Kjarni málsins er sá, að ekkert ngma sinnaskipti hjá leiðtogum heims- ins og aukning gagnkvæma trausts, stig af stigi, gæti smám- saman leitt til minnkandi her- búnaðar, svo um munaði. En jafn vel þótt traust ykist og andrúms- loft alþjóðlegra samskipta fæn batnandi, væri auðvitað, að sam- fara hverju skrefi í áttina til af- vopnunar, yrði að gera tilsvar- andi ráðstafanir til aukins eftir- lits. Það er skiljanlegt, að ekkert stórveldi muni vilja veikja sína hernaðarlegu aðstöðu án þess að tryggt sé, að' hugsanlegur óvinur minnki herbúnað sinn samtímis. Smáþjóðir og miðlungsþjóðir hljóta að fagna sérhverjum niður skurði vígbúnaðar, þvi hann minnkar kostnað þeirra til hers og dýrra hernaðartækja. Þó er ljóst, að herir þessara þjóða geta lítið eitt gert til varnar föður- landinu á þessum tímum kjarn- orkuvopna og stórvirkra hernað- artækja, sem stórveldin ein ráða við að eignast. Yfirleitt mun þorri manna í öllum löndum líta svo á, að hægt væri, að minnsta kosti að mjög miklu leyti, að nota hinar gífurlegu upphæðir, sem varið er til vígbúnaðar, til þess að bæta hag og líðan mann- fólksins í þeirra eigin löndum og yfirleitt um heim allan. Þessi mál öll kunna að virðast augljós og einföld frá sjónarmiði míns lands, íslands, því við höf- um engan her og þyí ekkert að afvopna. Samt er það svo, að sér- hvert af ríkjum Sameinuðu þjóð- anna ber sinn hluta af ábyrgð og skyldum, samkvæmt stofnskrá vorri, og á okkar tímum, þegar enginn blettur á jörðinni getur talizt friðaður ef til heimsstyrj- aldar kæmi, þá erum við allir, hvort okkur líkar betur eða verr, blátt áfram og ómótmælanlega bogarar í heiminum, og ekki að- eins í okkar eigin landi. í þessu tilliti er aðeins einn heimur, og hvar sem við eigum samastað, eða hver sem eru okkar sönnu heim- kynni og þjóðerni, þá erum við allir í sama bát, þegar hættan skellur yfir. Við almennu umræðurnar í Allsherjarþinginu minntist ég á afvopnunarmálið, eins og fulltrú- ar flestra annarra sendinefnda gerðu. í þeirri ræðu gerði ég ráð fyrir því, að eftir efnislegar og hógværar umræður á þessu þingi yrði afvopnunarmálinu í heild vísað til tíu-ríkja afvopnunar- nefndarinnar, og að við mættum eiga von á jákvæðum og nytsam- legum skýrslum frá þeirri nefnd, sem svo yrði hægt að leggja fyrir allra-ríkja afvopnunarnefndina. Þeirri nefnd stjórnar vitur maður og reyndur, dr. Padilla Nervo frá Mexico, og ef tiu-ríkja nefndin býr vel í hendur þeirri nefnd, má ganga að því vísu, að hana muni ekki skorta brýningu til að rækja hlutverk sitt og gera aðgengileg- ar og viturlegar tillögur, til at- hugunar og samþykktar á Alls- herjarþinginu 1960. Þannig virð- ist mér, að meðferð þessara mála hljóti að verða, og á þennan hátt munu Sameinuðu þjóðirnar hafa þau á sínu valdi, og bera ábyrgð á þeirri lausn, sem þjóðir heims- ins biðja um og telja sig eiga rét.t á. Eins og ljóst er af stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, ber stofnun okkar fyrst og fremst skylda til að vernda öryggi og frið í heim- inum, og þess vegna hlýtur hún að hafa afvopnunarmálin til stöð- ugrar íhugunar. í þessu sambandi er vert að leggja áherzlu á, að Sameinuðu þjóðimar hljóta að fagna hverri tilraun, sem gerð er utan stofnunar okkar til þess að draga úr vígbúnaði og efla frið- samlega sambúð þjóðanna, enda þótt við gerum ráð fyrir, að loka- sáttmálarnir í þessum efnum verði gerðir á vegum Sameinuðu þjóðanna. Það afvopnunarmál, sem að þessu sinni liggur fyrir nefnd okk ar nefnist „Almenn og algjör af- vopnun“. Það var borið fram af Sovétríkjunum og flutt af for- sætisráðherra þeirra, Mr. Nikita Krúsjeff, í merkri ræðu 18. sept- ember. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Mr. Christian Herter, og utanríkisráðherra Stóra-Bret- lands, Mr. Selwyn Lloyd, höfðu áður raett afvopnunarmálin í ítar legum meiri háttar ræðum. Þessi mál hafa því eðlilega verið rædd hér í víðum skilningi og með sjálfsagðri hliðsjón af öllum til- lögum og athugunum, sem fram höfðu komið af hálfu stórveld- anna. Það væri til lítils að reyna að leyna þeirri staðreynd, að ekkert samþykki um alþjóðlegan vígbún aðar niðurskurð er hugsanlegt án frumkvæðis og atfylgis stórveld- anna. Afvopmm verður ekki fram kvæmd nema að svo miklu leyti sem stórveldin samþykkja, og á þann hátt sem þau ákveða, og hún hlýtur að verða háð þvi eft.ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.