Morgunblaðið - 07.11.1959, Page 18

Morgunblaðið - 07.11.1959, Page 18
18 MORClJlSTil.ATHfí Föstudagur 6. nóv. 1959 Spenningurinn vex i handknattleiksmóti 4. leikkvöldið er i kvöld FJÓRÐA leikkvöld Reykjavik- urmótsins í handknattleik er i kvöld. Leika þá yngri flokkar karla og kvenna. en annað kvöld, sunnudag leika meistaraflokkar kvenna og karla. Aukinn spenn- ingur færist nú í mótið við ó- vænt úrslit fram til þessa. ingur gegn Val og Þróttur gegn KR. Handknattleiksmótið er nú meira spennandi í öllum flokk- um en nokkru sinni fyrr. Virðist svo sem að þau félög er að baki hafa staðið undanfarin ár, hafi vaxið hinum „stóru“ félögum yfir höfuð og gefur það mótinu ann- an og tvísýnni svip en fyrr. Á sunnudaginn verða aðeins meistaraflokksleikir — Leika þá í kvenflokki Valur og KR og Þróttur gegn Víking. — f karla- flokki verða þrír leikir. Ármann leikur gegn ÍR, Þróttur gegn KR og Víkingur gegn Val. „Leikur kvöldsins" verður leikur Ár- manns og ÍR. Ármann hefur ekki tapað leik, en ÍR-ingar verða að vinna, ef þeir eiga að eiga mögu- leika til sigurs í mótinu. Það veltur því mikið á þessari helgi í þessu móti . Rússnesk mynd með ísl. texta 1 Bæjarbíói HAFNARFIRÐI — í kvöld byrj- ar Bæjarbíó sýningar á rúss- Ný stjórn í Nordmmanslaget Á AÐALFUNDI, sem haldinn var í félaginu Nordmannslaget í Reykjavík 29. október s.l. var Einar Farestveit, framkvæmda- stjóri, kosinn formaður félagsins í stað Tómasar Haarde verkfræð- ings, sem baðst undan endurkosn ingu. Varaformaður var kjörinn Ivar Orgland, sendikennari. Aðr- ir í stjórn eru: frú Ingrid Björns- son, gjaldkeri, Arvid Hoel, ritari, og Hákon Börde sem er vararit- ari félagsins. neskri mynd, sem gerð er eftir einu af höfuðskáldverkum Alex- anders Pushkins, Dóttur höfuðs- mannsins, en það var siðasta stór verk höfundarins. Mynd þCoja, sem er í Cinema-Scope, hefur bíóið fengið beint fiá Moskvu og er hún með íslenzkum texta, er settur vaj. í myndina þar. Um þá framkvæmd sá ungur náms- maður við Moskvu-háskóla, Árni Bergmann, og er textinn mjög skýr eða öllu betri en við eigum að venjast af dönsku... skýring- artextum. Þetta er fyrsta Cinema Scopemyndin, sem sýnd er hér með íslenzkum texta og jafn- framt sú fyrsta rússneska. — V,r skýringartextinn settur í mynd- ina bíóinu algerlega að kostnað- arlausu. Dóttir höfuðsmannsins hefur verið sýnd víða um Evrópu ug hlotið góða dóma. Með aðalhlut- verkin fara frægir leikarar: lya Arepina og Oleg Strúlienof, en lek„ jóri er V. Kaplun. .ky. —G.E. í kvöld leika í 2. flokki kvenna Valur gegn Fram og Ármann gegn KR. — í 3. flokki kvenna leikur Þróttur gegn Val, Fram gegn KR og Víkingur gegn Ár- manni. í 2. fl. karla leikur Vík- Holland vann Noreg 7:1 NORÐMENN léku landsleik við Holland á miðvikudagskvöld og fór leikurinn fram í Rotterdam. Ekki varð sú ferð Norðmönnum til fjár. Þeir töpuðu leiknum með 1 marki gegn 7 mörkum Hollend- inga. — í hálfleik stóð 2—1 fynr Holland. Bæði löndin hafa nýlega tapað „stórt“. Hollendingar töpuðu 7—0 gegn Þýzkalandi og Noregur tap- aði 6—2 gegn Svíum. Það má því segja að ekki bætir þessi leikur upp tap Norðmanna í leikjum sumarsins. VÖLUNDARSMÍÐI á hinum fræga Parker 9-5221 Líkt og listasmíðir löngu liðinna tíma vinna Parker-smiðirnir nú með óvenjulegri umhyggju við að framleiða eftirsóttasta penna heims „PARKER ’51“. Þessir samviskusömu listasmiðir ásamt nákvæmum vélum og slitsterkara efni er það sem skapar „PARKER ’51“ pennan . . viðurkenndur um heim allan fyrir beztu skrifhæfni ty„rvau,:,3asem,jöfparker A PRODUCT OF cjs THE PARKER PEN COMPANY E vrópuhikarinn Barcelona vann Milan í KEPPNINNI um Evrópubikar- inn fór fram þriðji leikurinn í Milano á Ítalíu á miðvikudag. Mættust þar Barcelona og Milano. Leiknum lauk með sigri Barcelona 2 mörk gegn engu. Voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. — Spánverjarnir unnu verðskuldaðan sigur. Þetta er leikur í keppninni sem lýkur á næsta ári, og er þetta fyrri leik ur fé'laganna. Hvenær síðari leik- urinn verður er enn ekki endan- lega ákveðið. ! B 1909 — Wiener Sport 2—2 ÞAÐ LIÐ sem nú er efst í 1. deild dönsku deildarkeppninnar var fulltrúi Dana í bikarkeppni landslið í Evrópu. Lið Dana, B-1909 mætti austurríska liðinu Wiener Sport. Fyrri leikur lið- anna var í heimabæ B-1909 og lauk með sigri Austurríkismann- anna 3:0. Það var þvi með hálf- um hug sem Danir fóru til Vínar, en liðinu var fyrirskipað fyrir leikinn að leggja allt kapp á að ná forystu í leiknurn. Það tókst eftir 40 mín. strit — strit sem þó hefði fyrr átt að bera árangur. Hálfleik lauk með 1:0 Dönum í vil. í síðari hálfleik skoruðu Aust- urríkismenn tvö mörk en Danir eitt. Lauk leiknum með jafntefli 2:2. Danir fengu vítaspyrnu í síðari hálfleik en markvörður Austur- ríkis varði. — Þetta er í 4. skipti sem efsta danska liðið tekur þátt í þessari keppni og aldrei hafa Danir farið með tvo ósigra úr mótinu — en aldrei unnið. Real Madrirl vaun 5-2 Á MIÐVIKUDAGINN fór fram knattspyrnuleikur í Luxemborg milli Real Madrid og Luxemborg armeistaranna Jeunesse Esch. Leikurinn var liður í bikarkeppni landsliða Evrópu og bæði liðin höfðu náð að vera meðal 8 liða til úrslitakeppni um bikarinn. Real Madrid, sem unnið hefur Evrópubikarinn s.l. þrjú ár vann leikinn 5—2. Keppnin er tvöföld umferð og var þetta seinni leik- urinn. Þann fyrri er fram fór í Madrid vann Real Madrid með 7—0. E M - kvikmyndin verður sýnd í Nýja Bíói kl. 2 I dag. PípuSagningamenn 1—2 pípulagningamenn geta fengið fasta framtíð- aratvinnu hjá traustu fyrirtæki. Tilboð er greini nafn, aldur og heimilisfang, leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Pípulaggningamenn—8965“, fyrir 10. þ.m. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Heldur almennan félagsfund mánudag. 9. nóv. kl. 8,30 í Vonarstræti 4. Fundarefni: Kjaramálin Stjórnin Iðnaðarpláss Húsnæði hentugt fyrir brauðgerðarhús á góðum stað í bænum óskast til leigu, sem fyrst. Þarf að vera 80— 100 ferm. Má vera í úthverfi. Tilboð merkt: „Brauðgerðarhús •— 8697“, sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld þann 10. nóv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.