Morgunblaðið - 07.11.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 07.11.1959, Síða 20
V EÐRID Allhvass SV, hægir í dag, jeljagangur. 248. tbl. — Laugardagur 7. nóvember 1959 Rœða Thor Thors á þingi S. þ. Sjá bls. 11. Tundurspillir hindr- ar töku Hulltogara María Júlía staðsetti lögbrjótinn innan gÖmlu fiskveiðitakmarkanna í FYRRADAG kom til kasta milli varðskipsins María Júlía og brezka herskipsins Dunkirk, sem er stór tundurspillir, vopnaður 13 fallbyssum. Hindraði herskipið varðbátinn í að framkvæma Elzti maður Reykjavíkur ldtinn GUÐMUNDUR Jónsson, sem flestir bæjarbúar könnuðust við undir nafninu Guðmundur í Bað- húsinu lézt í fyrrakvöld á Elli- heimilinu Grund, 103 ára að aldri. Guðmundur var elzti mað- ur í Reykjavík. Á afmælisdaginn hans 1. okt. s.l. var viðtal við hann hér í blaðinu og var hann þá hinn hressasti. Undanfarið hfeur hann þó verið hálflasinn og smáversnaði, þar til hann lézt á fimmtudagskvöld á Elliheimil- inu, þar sem hann dvaldi síðustu 23 árin. Baujan á reki vestan Skaga AKRANESI, 6. okt. — Vitabauj- an hér út af Suðurflösinni slitn- aði upp í brimrótinu kl. 11 í fyrrakvöld. Er baujan nú á reki fyrir vestan Skagann. Vonandi verður bráður bugur undinn að því að ná henni aftur og leggja henni vel og vandlega. Vegna þess að vitabaujan slitn- aði upp, munaði minnstu að Vest- mannaeyjabátarnir, Gullþórir og Buðurey, sem hingað fluttu bræðslusíld úr Vestmannaeyja- höfn, væru komnir upp. Var tekið að brjóta á kringum þá, þegar þeir áttuðu sig og komu sér á rétta leið. —Oddur. handtöku togarans Stella Dorado ízá Hull. sem er gamall togari. í fréttatilk. frá Landhelgis- gæzlunni er blaðinu barst í gær- kvöldi, er þannig sagt frá at- burði þessum: Síðari hluta dags á fimmtudag, kom varðskipið María Júlía að brezka togaranum Stella Dorado H-307, þar sem hann var að ólög- legum veiðum um 8,1 mílu fyrir innan fiskveiðitakmörkin suð- austur af Langanesi. Varðskipið setti út bauju við togarann og bjó sig undir að taka hann. Kom þá þar að brezka herskipið Dunkirk. Fór það á milli varðskipsins og togarans og hindraði frekari aðgerðir. Var þessu þá þegar mótmælt, en það kom fyrir ekki. Kvað herskipið brezka togarann hafa verið utan við hin gömlu fiskveiðitak- mörk og væri því allt í lagi. Þó sagði herskipið togaranum að færa sig utar. Síðan hefur það haldið sig stöðugt í námunda við togarann. Annar maður horfinn ENN berast fregnir um mannshvarf. Er um að ræða Styrmi Proppé, til heimilis að Sumarið var misgjöfult HEY eftir sumarið eru bæði mjög mikil og góð á Norð- austurlandi, mikil og sæmi- lega góð í Eyjafjarðarsýslu, annars staðar eru þau víðast nokkuð mikil að vöxtum, en mikill hluti þeirra með slæmri verkun, og sumt mjög hrakið. Upplýsingar þessar er að finna í nýútkominni Ár- bók landbúnaðarins. Jón forseti seldi í Hull HULL, 6. nóvember. — íslenzkur togari landaði í Hull í dag, en slíkt hefur ekki gerzt i 9 mánuði. Þetta var Jón Forseti, sem var með 205 tonn, eða nær helmingi meira en togarar hafa verið með að undanförniu. Söluverðið var 12.500 sterlingspund og gekk upp- skipun og sala snurðulaust. Týndi pilturinn HAFNARFIRÐl —• í gærkvöldi hafði Baldur Jafetsson ekki enn komið fram, og er nú að vonum mjög farið að óttast um hann. ímsar sögusagnir hafa komizt á loft um að hann hafi sézt á þeim tíma frá því hans er sakn- að, en engin vissa er fyrir þeim sögusögnum. — Lögreglan biður þá, sem gætu gefið einhverj- ar upplýsingar á hvarfi Baldurs, að gefa sig þegar fram. Um mikinn hluta landsins var heyskapartíð óhagstæð, fram til ágústloka ailra óhagstæðust um Skaftafellssýslur og austanverða Rangárvallasýslu, en síðari hluta ágústmánaðar og í september allra óhagstæðust á Suðurlands- undirlendinu og við sunnanverð- an Faxaflóa. Um Vesturland og vestanvert Norðurland fór hey- skapur sæmilega vel af stað, en varð erfiðari er lengra leið á sumarið. í Eyjafjarðarsýslu gekk heyskapurinn mjög sæmilega, en afbragðsvel um alla Þingeyjar- sýslu, Ncrður-Múlasýslu og norðanverða Suður-Múlasýslu, einkum í sveitunum á Héraði, en á fjörðunum ,einum hinum syðri, var veðráttan óhagstæðari. Reykjanesbraut 8 í Ytri- Njarðvík, en hann er skjala- þýðandi hjá herlögreglu varnarliðsins á Keflavíkur- flugveíli. Laust fyrir miðnætti á fyrra- kvöld barst lögreglunni í Kefla- vík tilkynning um það, að ekk- ert hefði spurzt til Styrmis frá því síðastliðinn sunnudag. Laust eftir kl. 1 e. h. á sunnudaginn hafði Styrmir sézt á gangi á veg- inum milli Ytri Njarðvíkur og Keflavíkur og virtist hann þá vera á leið til Keflavíkur, einn síns liðs. Hann var í gráum ullarfrakka, berhöfðaður og mun hafa verið í gráum buxum og gráum jakka undir frakkanum. Styrmir Proppé er maður á bezta aldri. Lögreglan í Keflavík grennsl- aðist fyrir um ferðir Styrmis í gær, en mun ekki hafa orðið neitt ágengt. Eru þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ferðir hans síðdegis á sunnudag eða síðar beðnir um að gera Keflavíkurlögreglunni aðvart. UmrœSufundur um róð- hús Reykjavíkur á morgun Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur Varðark&e fi í Valhöll i áug kl. 3-5 s.á. STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til umræðu fundar um ráðhús Reykjavíkur, en miklar umræður hafa að und- anförnu verið um það mál. Hefur félagið fengið sem frummælend- ur Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóra og Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing. Ráðhúsfundurinn verður hald- inn á morgun kl. 3 e.h. í Sjálfstæð Háskólafyrir- lesliir PRÓFESSOR Ármann Snævarr flytur fyrirlestur um ættleiðingu og ættleiðingarlöggjöf n.k. sunnu dag 8. nóv. kl. 2 e.h. í hátíðasal háskólans. Fyrirlestur þessi er í fyrirlestrarflokki lagadeildar til minningar um hálfrar aldar af- mæli innlendrar lagakennslu og er hinn siðasti í þeim flokki. Fyr- irlesturinn fjallar um félagslegt hlutverk ættleiðingar og löggjöf og lagaframkvæmd um hana. ishúsinu. Öllum er heimill aðgang ur að fundinum, en aðgangseyrir er kr. 10 fyrir þá, sem ekki hafa stúdentaskírtemi. Aðalfundur Stúdentafélagsins verður haldinn í dag kl. 3 e.h. í Sjálfstæðishúsinu og eru venju- leg aðalfundarstörf á dagskrá. BLÆRINN á götulífinu í Reykjavík breytist mikið þegar allt í einu fara að falla hvítar snjóflyksur í stað þess- ara tæru vatnsdropa, sem lát- laust hafa dottið úr Iofti und- anfarnar vikur. Þegar það gerðist upp úr hádeginu í jver, greip ljósmyndari blaðsins myndavélina sína, skundaði út fyrir dyrnar og tók þessa fallegu snjómynd af Austur- strætinu. Dr. Kristiim farinn til London DR. Kristinn Guðmundsson, sendiherra, fór til London í gær, en hann hefur verið heima í leyfi og til viðræðna síðan í vor og skroppið utan nokkrum sinnum. Síðast kom hann heim frá Hol- lar.di um mánaðarmót október— nóvember, en hann er einnig sendiherra íslands í Hollandi eins og kunnugt er. Sláturfénaðiir rýr um Suður- Suðvesturland EFTIR þeim fréttum, sem borizt hafa frá sláturhúsunum, er slát- urfénaður rýr um Suður- og Suð- vesturland, en mjög sæmilegur norðanlands og austan. í Árbók landbúnaðarins segir að augljóst sé að fénaði muni fjölga á Norð- ur- og Austurlandi, bæði nautpen ingi og sauðfé, en á Suður- og Vesturlandi mun ekki verða mik- il breyting á tölu búpenings. Hins vegar muni verða erfitt að fá kýr til að mjólka vel í vetur á Suður- landsuadirlendi og í Borgarfirði, nema því meira sé gefið af kjarn- fóðri. Fallegri og feitari síld í Vestmannaeyjahöfn VESTMANNAEYJUM, 6. okt. — Síldveiðin hér í höfninni hélt áfram í kvöld. Kl. 7—8 köstuðu þrír bátar og munu hafa fengið samtals 1400—1500 tunnur. Stærsta kastið var 600—700 tunn- ur. Síldin sem veiddist í kvöld er fallegri og feitari en sú sem veiðzt hefur að undanförnu. Tóku öll frystihúsin talsvert af síld í beitu. Annars bíða hér tveir bátar, Sjöstjarnan og Gull- toppur, báðir n*eð fullfermi, sem þeir ætla með til Hafnarfjarðar. Gott útlit er fyrir áframhald- andi veiði, því það er eins og síld in gangi inn í höfnina á hverju flóði. Ýmsir erfiðleikar eru þó á að veiða hana, því höfnin er þröng og næturnar vilja rifna. Sumir bátarnir e»u líka með upp gerðar nætur og ekki af sem heppilegastri stærð. Sennilega eru 6 eða 7 nætur nú notaðar við þessar veiðar. — Bj. Guðm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.