Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 18. nóv. 1959 MOTtCTiynr 4 fílÐ 13 Ingimundur CuBmunds■ son Litlabœ, áttrœður INGIMUNDUR Guðmundsson, Litlabæ á Vatnsleysuströnd, er 80 ára í dag. Hann er fæddur á Bakka í Kálfatjarnarhverfi 18. nóv. 1879. Foreldrar hans voru Guðbjörg Egilsdóttir og Guð- mundur Ingimundarson, bæði ættuð úr Árnessýslu og komin af miklu dugnaðarfólki í ættir fram, enda voru þau bæði mjög dugleg, vel gefin og greind. Söng maður var Guðmundur ágætur og vegna hans góðu sönghæfi- leika mun séra Stefán Thoraren- sen á Kálfatjörn, sem var mikill söngmaður og efldi mjög söng í sóknum sínum, hafa fengið Guð- mund til að flytja búferlum úr Grindavík að Bakka. Einnig var Guðmundur smiður góður. Guð- mundur og Guðbjörg eignuðust 10 börn og komust fimm þeirra til fullorðinsára; var Ingimundur yngstur og er nú einn eftir. Öll voru þessi systkini mjög vel gef- in, fróðleiksfús og söngelsk og til allrar vinnu svo dugleg að orð fór af. Ingimundur er nú áttræður, unglegur og léttur í spori og vinnur svo að segja öll algeng störf. Hann er skipasmiður og hefur smíðað fjölda báta og gert við og stækkað fleytur, allt frá tveggja manna förum upp í átt- ræðinga og flest hafa þetta verið fleytur undir vélar, traust og vel smíðuð, og það er óhætt að full- yrða, að fleytur þær sem Ingi- mundur hefur smíðað, eru góð sjóskip. Róið hefur Ingimundur til fiskjar frá æsku og verið for- maður um áratugi, og stundað sjó fram að þessu og mun það fágætt. Litlibær á uppsátur í Bakkavík, þar er ein versta lending á Vatnsleysuströnd. Sé eitthvað í sjóinn er brim í Bakka vör. Sundið er slæmt og verður að fara svo að segja utan í Fjósaboða en það hefur aldrei orðið neitt að hjá Munda. Hann er aðgætinn og öruggur, en kom- ið hefur fyrir að hann hefur orð- ið frá að hverfa og lenda annars staðar. Ingimundur er einn af eldri kynslóðinni er sótti sjóinn af Vatnsleysuströnd á skipi með árar og segl og krúsaði land- synninginn, sjómennskan á þeim skipum var list, sem nú er liðin undir lok. Þegar farið var að setja vélar í opin skip var Ingi- mundur einn hinn fyrsti hér að setja vél í skipið sitt og mátti segja að hann væri fljótur að átta sig á véltækninni og taka hana í þjónustu sína, bæði til sjós og lands og svo var sem hann kynni strax að fara með allar vélar og með góðum ár- angri. Ingimundur hefur alla tíð haft talsvert landbú og var með þeim fyrstu að fá sér dráttarvél með tilheyrandi vélum og vinnur með þeim enn í dag sem nýjar væru. Á yngri árum hafði Ingimund- ur smiðju, smíðaði skrúfur og sitthvað úr járni er sveitungana vanhagaði um og svo var um margt fleira til húsa og annars er laga þurfti, að leitað var til Ingimundur og bóngóður er hann og duglegur við verk sín svo af ber og ódýr á verk sín. Ingi- mundur er mikill búskaparmaður á gamla vísu, sláttumaður mikill, um mörg sumur fór hann norður í land í kaupavinnu á ygnri ár- ! um. —• Ingimundur er kvæntur góðri og mikilhæfri konu, Abilgail Hall dórsdóttur, ættaðri úr Önundar- firði, og hafa þau átt þrjú börn, dó eitt í æsku, hin eru Stefán, kaupmaður í Hábæ í Vogum, og Guðrún, ekkja Samúels Eyjólfs- sonar bónda á Þórustöðum. Ég óska þér til hamingju með áttræðisafmælið, með þakklæti fyrir liðin ár og bið þér og konu þinni allrar blessunar. Erlendur Magnússon, Kálfatjörn. ★ ÞENNAN dag 18. nóv. 1879, var sveinn í heiminn borinn að Bakka á Vatnsleysuströnd. Sá var vatni ausinn og Ingimundur nefndur. Ungur missti hann föður sinn, en ólst upp og bjó, fram um þrí- tugsaldur með móður sinni, ásamt fleiri systkinum sínum. En Til leigu Mjög skemmtileg hæð um 140 ferm. á bezta stað í austurbænum, með öllum nýtízku þægindum, er til leigu nú þegar. Einhver fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Leiga — 4387“. Geymsluhúsnœði Gott húsnæði 30—60 ferm. sem næst Hlemmtorgi, sem nota má sem geymslu á vefnarðarvöru, óskast strax. Tilboð ásamt uppl. um stærð, sendist afgr. Mbl. merkt: „Geymsluhúsnæði — 8430“. íbúð óskast Góð tveggja herbergja íbúð í Vesturbænum óskast til leigu nú þegar. Uppl. í síma 19422. Sindri hf. 5 herb. íbúð Er með 5 herb. ibúð í smíðum og langt kominn. Vil skipta á íbúðinni og einbýlishúsi, má vera lítið, en ekki mjög gamallt, annað hvort í Reykjavík eða Kópavogi. Til greina kemur einnig sala. Tilboð send- ist afgr. Mbl. merkt,, Skipti—Sala — 8428“, fyrir 21. nóv. Hjónin að Litlabæ hann var þeirra yngstur, og nú, af þeim einn eftir á lífi. Segja má að alla æfina hafi Ingimundur átt sitt heima „á sömu þúfu“. Svo nálægt stóðu bæirnir Bakki. Bjarg og Litlibær hver öðrum, en á þeim öllum — og í þeirri röð sem taldir eru — hefir hann átt sitt heimili, og gjarnan kenndur við hvern þeirra sem er. Að Litlabæ, þar sem Ingimund- ur og kona hans, Abígael Hall- dórsdóttir, hafa búið nær 30 ár, byggðu þau frá grunni stein- steypt íbúðarhús, fjós, hlöðu, smíðahús og aðrar byggingar. Á þessu býli, þar sem fram yfir síðustu aldamót var engin kýr- nyt, hafa í búi Ingimundar verið 5—6 kýr í fjósi. Annars hafa störf Ingimundar verið margþætt og vinnudagur oft langur. Máske um óttuskeið hóf hann dagsverk sitt með því að „kalla“ háseta sína í róður. Einn sá yngsti var þá stund- um heldur syfjaður og langaði til að lúra lengur. En ekki dugði annað en gegna kalli og sízt þurfti að kvíða deginum í sam- verunni og undir stjórn hins gætna og glaða formanns. Stæði sjóferð ei dag allan, voru verk- efni Ingimundar enn ærin nóg. Stundum . varð viðfangsefnið báturinn sem á stokkum stóð í smíðum. Stundum farið í smiðj- una og járnið glóandi lagt á steðjann og lagað undir hamrin- um, þar til fullsmíðaður hlutur var kældur í vatnskerinu. Stund um var byssan tekin og farið í veiðiferð „inn með sjó“ eða upp til heiða og ótal mörg fleiri voru verkefnin. Líka, ef það óhapp hafði ein- hvern hent að laska skip sitt I lendingu, eða þótt eitthvað minna hefði að orðið, þótti flest- um hreppsbúum sjálfsagt að leita til „Munda á Bakka“ og mun vart nokkur hafa farið þar bónleiður til búðar. Kæra afmælisbarn. Fátækleg þakkarorð er lítil umbun fyrir alla þína greiðasemi á langri æfi þinni. En það vil ég segja, að ætti ég þess kost að lifa upp að nýju æsku mína og uppvaxtarár, þá vildi ég sízt vera án þín, sem hins glaðlynda, góða og sí-hjálp- fúsa nágranna. Að síðustu bið ég þér alls hins bezta um ókomin æfiár, og hygg að margir vilji undir það taka, með innilegri þökk fyrir öll hin góðu kynni. Guð' blessi þig, konu þína og börn, hús þitt og heimili. J. H- Til sölu tveggja dyra Ford 1958 sem nýr. BIFREIÐAR og LANDBÚNAÐARVÉLAR H.F. Brautarholti 20 _ 3jo herb. íbúð er til sölu strax af sérstökum ástæðum í nýbygglngu við Sólheima 23. Uppl. á skrifstofu okkar að Haga- mel 18 kl. 5—7. Byggingarsamvínnufélag prentara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.