Morgunblaðið - 18.11.1959, Page 16

Morgunblaðið - 18.11.1959, Page 16
16 MORCmSBLAÐltí MiðviJíndagur 18. nóv. 1959 ^J^srotinin 9 VlljU 15 óinum EFTIR RITA I HARDINGE „Af hverju ekki? Þegar hann Sagði þetta, var hann lifandi eft- irmynd móður sinnar — hann brosti eins og Gloría hafði jafn- an gert, þegar hún hafði komið með betri uppástungu en Janet. — Auðvitað getur hún það, frænka. Hún getur fylgt mér í rúmið og svo getur hún hitt þig fyrir utan garðmúrinn. Þú ferð auðvitað yfir hann. Það gerði mamma alltaf. Janet starði á hann. Henni hafði ekki komið til hugar, að Gloría hefði látið barnið vita, að hún væri vön að laumast út til að hitta Rupert prins. í svipinn var hún hneyksluð, en svo varð henni rórra, því að hún var sann færð um, að systir hennar hefði ekki gert það, ef eitthvað hefði verið athugavert við þessa sam- fundi. En ef Gloría hafði ekki farið til Ruperts sem elskhuga síns, hvers vegna hafði hann þá sagt svo mörg ástarorð við hana sjálfa? Og hvers vegna höfðu þau þurft að hittast á þennan hátt? Helga viðurkenndi, að uppá- stunga Páls væri bezt, og kvaðst sér mundu verða miklu rórra í skapi, ef hún fengi að fylgja Janet til kastalans. — Það er afar fjölmennt á göt unum í kvöld, sagði hún. — Það er öruggara, að við séum tvær saman. Eftir að Helga var farin með Pál, beið Janet litla stund. Svo læddist hún út í garðinn. Henni veittist auðvelt að komast yfir múrinn, því að hún fann eins kon ar þrep í hann á einum stað. Henni fannst líða óratími, unz hún heyrði Helgu koma. Hún tók undir höndina á Janet og þær læddust út í myrkrið. — Nú verðið þér að halda í höndina á mér, sagði Helga. — Þegar við mætum fólki, verðum við að hlæja og syngja — og við neyðumst til að dansa. En gætið þess að missa ekki af mér. Það leið ekki á löngu unz þær komu í fjölmenni. Fólkið var sem tryllt af gleði, áhrifin af því, er Janet stóð á hallarsvölunum og fullvissaði það um, að drottning in væri á lífi, frisk og kát. Karlar og konur á öllum aldri og jafnvel börnin, þyrluðust um götuna í áköfum dansi. Næstum allir voru í bændabúningi og flestir með skrítnar marglitar grímur fyrir andlitinu. Götusal- ar gengu um og seldu þær, og Helga keypti tvær handa þeim. Janet tók eftir því, að það dró mjög úr hávaðanum, er þær nálg uðust kastalann. „Uss — ekki þessi læti! sögðu róandi raddir. — Það má ekki gera Svarta Rupert ónæði. Þegar þær komu að dyrunum í múrinn, bankaði Helga leyni- merkið á þær, og þær biðu eftir væntingarfullar, unz litlu speldi var skotið frá og gróf rödd sagði eitthvað fyrir innan. Helga ýtti við Janet, og henni tókst að stynja upp „Páll“ með rödd, sem var nauðalík rödd syst i ur hennar. Varðmaðurinn hikaði ekki and artak. Það var auðséð, að hann vissi, hver gesturinn var. Dyrnar opnuðust og þær flýttu sér inn í stóran garð. Þar var aðeins einn maður, og þótt skuggsýnt væri, sá Jenet, að það var ung- ur liðsforingi. — Þetta er hættulegt, yðar há- tign, hvíslaði hann. —- Já, ég veit það, en ég var neydd til að koma, flýtti Janet sér að segja. — Hvernig líður prinsinum? Liðsforinginn brosti róandi. Hann hafði aðlaðandi svip og hreinskilnisleg augu. — Sárin eru ekki alvarleg, sagði hann. — Yðar hátign veit auðvitað, að það var ekki ætlun- in, að sprengjan dræpi neinn. Hún átti aðeins að særa og hræða, — vera bending xxm það, að okkur er alvara. Hann þagnaði, bersýnilega smeykur um, að hann hefði ver ið of lausmáll, því að Janet gat ekki að sér gert að stara á hann. Hún hafði tekið af sér grímuna, og andlit hennar lýsti skelfingu, 8/ae&//eaé/ HÁR YÐAR ER í ÞÖRF FYRIR ECG...! BLACK-HEAD EGGJA SHAMPOO ER TÖFRASPROTINN SEM GERIR HÁR YÐAR SKÍNANDI FAGURT! Hið lecithin-auðuga og nærandi Black-Head eggjarauðu shampoo gerir hárið lifandi og mýkra og fegurra en nokkru sinni fyrr. I»að er nú heimskunn aðferð að nota Black-Head eggja shampoo til að yngja hárið upp. Hinar fegurstu konur vita þetta. Viljið þér ekki reyna það líka? Heildsölubirgðir: STERLING h.f. Sími 11977 ......8/acÁ-//ear// ÆG SHAMPOO þegar henni skildist, að Rupert og fylgismenn hans báru ábyrgð á sprengjutilræðinu. Það var þá þess vegna, að hann hafði reynt að hindra, að hún æki með konunginum, gegnum borgina. Hann hafði ráðgert að særa og hræða Michael til að ná yfirhönd inni! Janet langaði mest til að snúa við og hlaupa sína leið. Hvers vegna skyldi hún bjarga manni, sem hafði sýnt hálfbróður sínum svo miskunnarlaust til- ræði? Hann var engu betri en Michael. Þeir voru báðir samsær ismenn, sem einskis svifust í bar áttunni um hásætið. En svo varð henni hugsað 'il, hvernig Rupert hafði stokkið upp í vagninn og krafist þess að aka með þeim, þótt hann vissi, að sprengjunni myndi verða kastað. — Það gerði hann mín vegna, hugsaði Janet, og hjarta hennar sló á þann annarlega hátt, sem hún vissi, að hún mátti ekki láta eftir sér. Hún bað liðsforingjann að fylgja sér til Ruperts. —• Farið á eftir honum, hvisl- aði Helga. — Ég bíð hérna. Þegar liðsforinginn stanzaði úti fyrir dyrum, hikaði hún dá- lítið, því að nú skildi hún fyrst þá hættu, sem hún lagði sig í með því að koma hingað og tala við Rupert — manninn með fríða, dökka andlitið, sem stöð- ugt leitaði á hug hennar. Það var mikil hætta á, að hann sæi í gegnum hana, að hún væri ekki Gloría, þó hún reyndi enn að bera fyrir sig minniistap. Henni datt í hug, að hún gæti beðið þennan viðfelldna liðsfor- ingja fyrir aðvörunarskilaboð til Ruperts, en í því sneri hann sér að henni og sagði: — Ég skal fara á undan og fjarlægja verð- ina, svo að enginn sjái yður í ganginum. Svo beið hún við dyrnar og heyrði raddir að innan. Brátt birtist liðsforinginn á ný. — Nú er engin undankomu- leið, hugsaði Janet og reyndi að herða upp hugann, meðan þau gengu eftir breiðum gangi, böð- uðum í sterku Ijósi. Hún hafði ofbirtu í augunum, er hann lauk upp hurð og vék til hliðar. Hann sagði ekkert, en rödd Ruperts heyrðist kalla: „Gloría!“ Meðan hún gekk hikandi inn, var hurðinni lokað að baki henn ar, og nú var hún ein með Svarta Rupert. 6. kafli. Janet stóð andartak og reyndi að ná valdi á tilfinningum sín- um. Hún vissi, að þetta var hættulegasta raunin, sem hún hafði enn mætt í hlutverki Gloríu. Hún hafði búizt við að Rupert lægi í rúminu, alvarlega særð- ur, en hann stóð við arininn. Hið eina, sem á honum sá, voru um- búðir um höfuðið og að hann hélt vinstri handleggnum stífum þvert yfir brjóstið. Eftir að hafa sagt þetta eina orð „Gloría“, stóð hann kyrr og horfði á hana, og hjarta hennar titraði svo undarlega, þegar hún horfði í þessi dökku, rannsakandi I augu. Allt í einu gekk hann til henn- ar. — Gloría, sagði hann aftur í sama ákafa tón. Hún hórfaði ofurlítið aftur á bak og hélt annarri höndinni fram undan sér eins og til að verja sig. Við verðum að ná Anda út I Komdu með hestinn þinn hingað, ctrax, vatnið er stöougt að stíga. | SirrL Ef við getum losað um stærsta steininn þá getur verið frá munanum. En ef skriðan fer að skriðan fari af stað og losist í öfuga átt getur hlaðizt enn meira fyrir munann. — Nei, Rupert, sagði hún. — Ég hef sagt þér, að ég man ekk- ert rétt vel lengur. Það er eins og allt sé í þoku og minnið bregzt mér stöðugt. Hann brosti, og hún fann, að hvað sem Michael kynni að segja, var ekkert illt til í þess- um manni. Hann tók blíðlega um handlegginn á henni og leiddi har.a að stól við arininn. — Seztu og vertu öldungis ró- leg. Þú veizt, að þú hefur ekkert að óttast af minni hálfu. Við þekkjumst of vel til þess. Það var innilegur hreimur í rödd hans, og hún þorði ekki að mæta augum hans, því að hún vissi, hvað hún myndi lesa þar. — Ég var neydd til að koma til þín — byrjaði hún örvænt- ingarfull. ......áparió yí>u.r hiaup A ralili xnargra vcrzlrma ■ iMUtöl i ÖIIUM tttWHI - Austurstiætn SlJtltvarpiö Miðvikudagur 18. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfr.). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: ..Siskó á flækingi" eftir Estrid Ott; VI. lestur (Pétur Sumarliðason kenn- ari). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Með ungu fólki (Guðrún Helga- dóttir). 21.00 Finnsk þjóðlög. Finnskir lista- menn flytja. 21.30 Framhaldsleikrit: „Umhverfis jörðina á 80 dögum" gert eftir samnefndri sögu Jules Verne; II. kafli. — Leikstjóri og þýðandi: Flosi Olafsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Erlingur Gíslason, Þorsteinn O. Stephensen, Karl Guðmundsson, Herdís Þorvalds- dóttir, Haraldur Björnsson, Krist ján Jónsson, Baldvin Halldórsson, Flosi Olafsson, Helga Bachmann, Bryndís Pétursdóttir, Helgi Skúla son og Þorgrímur Einarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson). 22.30 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik- ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og' tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni" — sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlends- dóttir). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregmr. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Listin, ströndin og stjörn- umar (Olafur Gunnarsson sál- fræðingur). 21.00 Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir syngur við undirleik Fritz Weiss- happels. a) Þrjú lög eftir Pál Isólfsson: „I skein sól," „Söknuð" og „Söng- ur bláu nunnanna". b) „Svanasöngur á heiði" eftir Sigvalda Kaldalóns. c) „Vögguljóð" eftir Sigurð Þórð- arson. d) „Den farende svend" eftir Karl O. Runólfsson. 21.20 Upplestur: Andrés Björnsson les ljóð eftir Hannes Pétursson. 21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur; II. erindi. (Dr. Hallgrímur Helga- son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Loðfeldur- inn“, eftir Hjalmar Söderberg í þýðingu Andrésar Kristjánssonar fréttastjóra. (Jón Aðils leikari). 22.25 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 10 op. 93 eftir Dimitrij Sjosta kóvitsj. Tékkneska fílharmoníu- hljómsveitin leikur. Stjórnandi: Karel Ancerl. 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.