Morgunblaðið - 18.11.1959, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.11.1959, Qupperneq 20
V EÐRIÐ NA kaldi — léttskýjað, kólnandi. JHorpitiMitft 257. tbl. — Miðvikudagur 18. nóvember 1959 Framherjar í Berlín Sjá bls. 11 Alexandrov sendiherra, Mikojan, Kugenkov blaðafulltrúi rússneska sendiráðsins og Jónas H. Haralz. Myndin er tekin á Keflavíkurflugvelli I gærmorgun. (Sjá forsíðu) Ólga innan banda- lags leikfélaga MIKIL ólga er nú ríkjandi inn- a» Bandalags íslenzkra leikfé- laga. Hefur komið upp ágreining- ur milli stjórnar bandalags þessa og framkvæmdastjóra þess, Sveinbjörns Jónssonar. Hefur þetta leitt til þess að stjórnin samþykkti á fundi sínum eigi alls fyrir löngu að víkja Sveinbirni án tafar frá störfum. Tvö leikfé- lög innan vébanda þessa sam- bands hafa ákveðið að láta mál þetta til sín taka og hafa boðað til fundar fulltrúa aðildarfélaga á sunnudaginn kemur í Rvík. Ágreiningurinn milli fram- kvæmdastjórans og stjórnar Bandal. ísl. leikfélaga, mun hafa risið út af leikför þeirri um land- ið ,er stjórnin ákvað að efna til í sumar er leið. Svo djúpstæður var ágreining- urinn milli framkvæmdastjórans og stjórnarinnar, að stjórnin ákvað að halda sérstakan stjórn- arfund um málið. ekki gert kleift að skila af sér starfinu, t.d. fjárreiðum sam- bandsins, en það nýtur ríkis- styrks er nemur 160,000 krón- um. Hvorki gengur nú eða rekur um starfsemi skrifstofunn- ar, þó annatími sé mikill hjá leikfélögunum úti á landi. Mun stjórnin hafa hug á að ráða nýj- an framkvæmdastjóra. Tvö sambandsíélög, Leikfélag- ið í Kópavogi og UMF Aftureld- ing, hafa ákveðið að láta mál þetta koma fyrir fulltrúafund í bandalaginu. í gærdag boðu þau fundinn, sem haldinn verður á sunnudaginn kemur hér í Reykja vík. í gærkvöldi hringdi Sigurður Grétar Guðmundsson, formaður Leikfél. Kópavogs, og bað hann Mbl. að geta þess að nafn félags- ins væri notað í fullkomnu heim- ildarleysi í sambandi við þetta fundarboð. Almenn en misjöfn síldveiði STÓÐUGT fjölgar bátunum á síldveiðunum hér sunnanlands og eru þeir nú farnir að skipta tug- um. I fyrrinótt hafði veiðin ver- ið almenn, en afli bátanna mjög misjafn. Fréttaritari Mbl. í Sandgerði símaði að þangað hefðu komið í gærdag 11 bátar og höfðu þeir verið með alls um 1450 tunnur Þrír bátar gerðir út frá Stokkseyri STOKKSEYRI, 17. nóv: — Þrír bátar verða gerðir út á vertíð héðan frá Stokkseyri. Þeir eru nú allir í slipp, og er verið að út- búa þá á veiðarnar. Engir trillu- bátar hafa stundað hér haust- róðra, og því enga nýja soðningu að fá. Óttazt er að erfiðlega muni ganga að ráða menn á vertíðína, ef ekki fást Færeyingar í skip- rúmin eins og í fyrra — en það mun óráðið enn, hvort þeir fást. Byggingarframkvæmdir eru hér með mesta móti. Eru 5 íbúðarhús í smíðum, og að minnsta kosti 2 þeirra vel á veg komin. Margir verkamenn héðan stunda vinnu á Selfossi. Vegna þess, hve sumar- ið, einkum seinni partur þess, var erfitt, og heyfengur lítill og lé- legur, var fénaði fargað með mesta móti í sláturtíðinni í haust. Hér er frostlaust og útkomulaust í 'dag, og snjór hefur ekki fallið hér að nokkru ráði, það sem af er haustinu. síldar. Hafði Víðir II fengið 450 tunnur í hringnót sína, Rafnkell sem líka var með hringnót hafði fengið 400 tunnur. Hæstu rek- netabátar voru með rúmlega 100 tunnur. í Grindavík hafði afli bátanna verið 25—60 tunnur, ★ HAFNARFIRÐI. — Bátarnir héð- an öfluðu ailsæmilega í gær, en þó var veiði mjög misjöfn eins og fyrri daginn. Síldina fá þeir í Skerjadýpinu (norðanverðu) og í Grindavíkursjónum. Stendur hún mjög djúpt og kemur yfir- leitt ekki upp fyrr en með morgn inum. Þetta er ágætis síld, sem öll er söltuð eða fryst, og hefir verið mikil vinna á söltunarstöðv um hér síðustu daga og oft unn- ið fram á nótt. í gær komu þessir bátar inn með síld: Fagriklettur 48 tunnur, Fiskaklettur 66, Hafnfirðingur 80, Flóaklettur 20, Stefnir 32, Reykjanes 85, Fákur 35, og Haf- björg og Guðbjörg voru með eitt- hvað yfir 100 tunnur. — Bátarn- ir fóru út aftur í gær. — G.E. ★ AKRANESI: — Rúmar 14 hundr- uð tunnur af síld bárust hingað á land í dag. Eru það hundrað tunnur til jafnaðar á bát. Allt voru það reknetjabátar sem lönd- uðu. Aflahæstu bátarnir voru þessir: Bjarni Jóhannesson með 216 tunnur, Sæfari 184 og Höfr- ungur 145 tunnur. Átta hundruð og fimmtíu tunnur komu til H. B. og Co. Síldin er ýmist söltuð eða fryst. Hæstir trillubátanna hér í gær voru Bolli 1860 kg ó- slægt, Hafþór 1400 kg og Blíðfari 1350 kg, slægt. ★ KEFLAVÍK. — Til Keflavíkur komu 17 bátar í dag með 1538 tunnur síldar. Hæstur var Andri með 147 tunnur, næstur Guð- finnur með 133 og Faxavík var með 117 tunnur. Aðrir höfðu tals- vert minna og misjafnt. Bátarnir fóru út aftur í kvöld. ÍSAFIRÐI, 17. nóv. •— Átta stórir bátar eru nú byrjaðir róðra frá ísafirði. Aflinn er góður, allt upp í 10 tonn í róðri af vænum fiski. Innan skamms eru væntanlegir tveir stórir bátar sem smíðaðir eru í Austur- og Vestur- Þýzka- landi. Er annar þeirra 75 tonn, en hinn 90 tonn. ísborg er að landa Vill láta endur- skoða kjötmatið Á F U N D I heilbrigðisnefndar Reykjavíkur er haldinn var fyrr í þessum mánuði, var rætt nokk- uð um mál er snertir kjöt það sem á boðstólum er. í sambandi við þessar umræður samþykkti nefndin að fela borgarlækni að vinna að því að lögin um kjöt- mat og fleira frá 1949, verði nú tekin til endurskoðunar. Á þessum fundi hafði stjórnin, en formaður hennar er Sigurður Kristinsson í Hafnarfirði, sam- þykkt að víkja Sveinbirni Jóns- syni þegar úr starfi. í kjölfar þessarar samþykktar hafði svo stjórnin gengið fast fram um framkvæmd uppsagnarinnar. því þegar Sveinbjörn kom í skrif- stofu sambandsins næst á eftir þessum fundi, þá gengu hans lyklar ekki að þar og leitaði hann lögregluaðstoðar við að komast inn á skrifstofuna. Þá hafði símanum á skrifstofunni verið lokað og var Sveinbirni núna um 100 tonnum af fiski, og Sólborg er væntanleg í kvöld með 260 tonn af karfa frá Ný- fundnalands-miðum. Rækjuveið- ar hafa gengið vel, og tók ný verksmiðja til starfa nú fyrir skömmu. Eigandi hennar er Óli Ólsen. Rækjuverksmiðjur eru þá orðnar þrjár á ísafirði. Niðurskurður Eins og skýrt var frá í blaðinu fyrir nokkru, var skorið niður allt fé á bænum Múla í Naut- eyrarhreppi, vegna mæðiveikitil- fella. Nú hefur verið skipaður niðurskurður á öllu fé á 2 næstu bæjum, í Gervidal go á Laugar- bóli. Er það alls um 500 fjár, sem niðurskurðurinn nær til. — G.K. Bóndi slasast í heyhlöðu ÞYKKVABÆ, 17. nóv: — Guðni Sigurðsson bóndi í Háarima hér í Þykkvabænum féll á mánu- dagskvöldið ofan af heystabba og niður á hlöðugólfið með þeim af- leiðingum að hann missti allan mátt fyrst eftir fallið. Virðist hann nú vera að jafna sig, þó enn sé hann mikið veikur. Hefur ekki verið unnt að kanna meiðsl hans. Ekki hefur verið hægt að færa hann úr öllum þeim fötum, sem hann var í þá er hann féll. Guðni, sem er hraustmenni hið mesta, hefur miklar þrautir í öll- um líkamanum. Kom hann á bak- ið niður á hlöðugólfið, en í fall- inu hafði háls og herðar slegizt í gluggakistu. Hann var einn í hlöðunni er hann féll. Var hann að leysa hey með heykróki og hafði skyndilega losnað um hann. Fallið ofan af heystabbanum og niður á hlöðugólfið er 3—5 metr- ar. Guðni í Háarima er 57 ára að aldri. Fjarðarheiði þungfær SEYÐISFIRÐI, 17. nóv. — Yta fór yfir Fjarðarheiði nú um helg- ina, og síðan hefur verið fært yfir heiðina á bílum með drif á öllum hjólum, en færðin er mjög þung. Hér er nú austan átt og rigning. Afmœlissýning til heiðurs Svavari Cuðnasyni Niðurskurður 500 fjár i Nauteyrarhreppi Fjölmenn minningarat- höfn í Húsavíkurkirkju HÚSAVÍK, 17. okt. — í dag fór fram í Húsavíkurkirkju minning- arathöfn um mennina tvo, sem fórust með vélbátnum Maí 22. október sl. Var þetta einhver fjól mennasta minningarathöfn, sem hér hefur verið haldin, enda voru báðir mennirnir, þeir Kristján Stefán Jónsson og Aðalsteinn Árni Baldursson, mjög vel látnir og dugandi sjómenn. Þeir voru báðir Húsvíkingar. Sóknarpresturinn, sr. Friðrik A. Friðriksson, flutti minningar- ræðu. Þá voru flutt tvö frum- samin ljáð eftir Valdemar Hólm Hallstað og Árna Jónsson. Karla- kórinn Þrymur og Kirkjukór Húsavíkur sungu, Haraldur Sig- urgeirsson frá Akureyri lék á orgel og Jóhann Konráðsson frá Akureyri söng. Athöfnin var öll hin hátíðleg- asta og mjög fjölmenn. Kom fólk bæði frá Akureyri og úr nágrenni Húsavíkur, til að vera viðstatt. I. Þ. Stærsta íbúðarhús á Akranesi AKRANESI, 17. nóv.: — Fyrir rúmri viku var byrjað að grafa fyrir fjölbýlishúsi við Höfða- braut. Grunnurinn er 400 ferm. að flatarmáli, og ofan á hann verða byggðar 5 hæðir með 16 íbúðum. Fjölbýlishúsið byggir Fell hf. á vegum Byggingarfé- lags verkamanna á Akranesi. — Hið nýja fjölbýlishús verður stærsta íbúðarhús, sem enn hef- ur verið reist á Akranesi. í KVÖLD klukka* 8,30 verður opnuð málverkasýning í Lista- mannaskálanum, sem efnt er til í sambandi við 50 ára afmæli Svavars Guðnasonar listmálara. Mun sýningin standa yfir næstu daga. Á þessari sýningu, en listamað- urinn hefur sjálfur valið verkin, er sýndur ferill Svavars á mál- arabrautinni frá því hann 25 ára gamall fór að mála myndir. Eru elztu myndirnar á sýningunni meðal 50 fyrstu mynda hans. Myndir þessar eru frá Snæfells- nesi. Eru þær og hinar næstu á eftir í venjulegum naturalstíl, en 1936 hnígur stíll hans æ meira til abstraktforms, en Svavar er og hefur verið einn helzti abstrakt- málari meðal ísl. myndlistar- manna. Margar myndanna eru það sem hann kallar Fönsun, sem er ísl. þýðing á orðinu komposi- tion. Margar þessara mynda bera nýtízkuleg heiti svo sem þota, og „Rosabaugur um gerfitunglið. Önnur bera rómantískari nöfn. svo sem Draumur spætunnar, Madonna frá Lækjarnesi og svona mætti fleiri nöfn nefna. Hinn kunni listmálari Gunn- laugur Scheving var í sýningar- salnum í gærdag, og kvað hann þessa sýningu á verkum Svavars vera mjög góða sýningu. Ekki var búið að koma öllum myndun- um upp, en víst er að af þeim má ráða listferil annars elzta abstrakt málara íslendinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.