Morgunblaðið - 27.11.1959, Page 2

Morgunblaðið - 27.11.1959, Page 2
2 MORGVJSBr.AÐlÐ Föstudagur 27. nóv. 1959 Líkur til að viðræður hefjist um verðlagsmál landbúnaðarvara Landbúnabarráðherra beitir sér fyrir viðræðum Atkvceðagreiðslu um stöðvun á sölu mjólkur að Ijúka EKKERT er enn vitað hvern- ig Ieysast muni úr verðlags- málum landbúnaðarins, sögðu þeir Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri Stéttar- sambands bænda, og formað- ur þess, Sverrir Gíslason í Hvammi, er blaðið hafði tal af þeim í gær — hins vegar munu mál þessi skýrast næstu daga. Um ástandið, eins og það er í dag, fórust þeim orð á þessa leið: — í tilefni af bráðabirgðalög- unura um verðlag á landbúnaðar- afurðum, var haldinn aukafull- trúafundur í Stéttarsambandinu 30. sept. sl. Þar var samþykkt til- laga um að stjórn sambandsins reyndi fyrst að ná samkomulagi við ríkisstjómina um rétt bænda- stéttarinnar, en ef það tækist ekki, þá að undirbúa sölustöðvun á mjólk á 1. mjólkursölusvæði, þ. e. í Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfjarðarsýslu, Mýrarsýslu, Snæfellsnessýslu og Dalasýslu. ATKVÆÐAGREIÐSLA UM SÖL,USTÖ»VUN Eftir að stjórn sambandsins hafði fengið þau svör hjá rík- isstjóminni, að engra breyt- inga væri von í þessum efn- nm, ákvað hún að láta fram fara atkvæðagreiðsiu um sölu- stöðvun á áðumefndu svæði. Snemma í þessum mánuði Gjafir til þríbur- anna ÞRÍBUKAFÆÐINGIN á Uandspítalanum sl. föstudag hefir vakið mikla athygli, og hafa menn fylgzt vel með fréttum blaðsins af líðan móð ur og barna, sem heilsast ljóm andi veL Þegar kennarar Langholts- skólans hér í bæ voru að drekka kaffið sitt í gærmorg- bn, kom fram sú hugmynd, þvort ekki væri tilvalið að Skjóta saman í smá-peninga- gjöf handa þríburunum. — Hlaut sú tillaga þegar góðar undirtektir — og söfnuðust þarna á fáeinum mínútum 550 krónur í „þríburasjóðinn". Var gjöfin afhent í gærkvöldi. Þá bárust móðurinni í gær £00 kr. frá einhverjum, sem ekki vildi láU nafns síns get- jð. Einnig bárust henni frá vandalausum 15 bleyjur, 4 treyjur, tvennar sokkabuxur og 3—4 barnabuxur. (7. og 8. nóv.) voru svo send kjörgögn til allra búnaðarfé laga á svæðinu, sem r.'.nnu vera 80 talsins. Atkvæða- greiðsla fór fram á tímabilinu 20.—25. nóv. og mun nú vera u. þ. b. að ljúka, en á nokkr- um stöðum hefur atkvæða- greiðslan dregizt vegna stop- ulla póstsamgagna. Atkvæði munu verða talin í skrifstofu Stéttarsambandsins. Þr.ðan, sem frétxt hefur, er kjörsókn góð og verði hún jákvæð frá sjónarmiði Stéttarsambands- ins, sem búist er við, kemur til kasta stjóraar þess og full- trúa þess á umræddu svæði, að ákveða hvort til sölustöðv- unar muni koma, þegar séð verður hveraig rikisstjórnin og Alþingi tekur á þessum málum, sem hér hefur veriS deilt um. Landbúnaðarráðherra, Ingólf- ur Jónsson, hefur óskað eftir að fram færu óformlegir viðræðu- fundir milli fulltrúa frá stéttun- um, sem sæti eiga í verðlags- nefnd (hinni svonefndu 6 manna nefnd) til þess að kanna hvort líkur séu til að nefndin geti hafið störf að nýju. Þess má að lokum geta, að full- trúar neytenda lögðu niður störf í nefndinni, er ósamkomulagið varð. Nú mun í ráði að þeir, eða aðrir í þeirra stað, munu sitja hina óformlegu fundi, sem fyrr er um rætt. Herferð í DESEMBER eykst umferð- in í Reykjavík jafnan mikið og fer stöðugt vaxandi fram til jóla. Lögreglan gerir að vanda ráðstafanir til þess að fyllsta öryggis sé gætt og þröngin verði ekki allt of mik- Viðræður neyt- endo og bændn í dng I gærkvöldi sneri Mbl. sér til Ingólfs Jónssonar, landbún- aðarráðherra og innti hann eftir því hvort viðraeður væra framundan milli fulltrúa neyt enda og bænda um verðlags- mál Iandbúnaðarafurða.Skýrði ráðherrann svo frá, að full- trúar frá þeim samtöknm, er áttu aðild að sexmannanefnd- inni hefðu verið tilnefndir í viðræðunefnd og fari fyrsti viðræðufundur þessara aðila væntanlega fram í dag. Er hér aðeins um óformleg- ar viðræður að ræða. Sigurjón Signrðsson Mbl. átti í gær tal við lög- reglustjórann, Sigurjón Sig- urðsson, og Ólaf Jónsson, full- trúa, í tilefni þessarar herferð ar, sem á að auka öryggið í umferðinni og bæta umferðar menninguna. Lögreglustjóri sagði, að um- ferðarnefnd og lögreglan hefði undirbúið þessa breytingu eins og kostur hefði verið. Fyrst og fremst hefði verið rekinn áróður fyrir stefnuljós- unum með aðstoð blaðanna. 0^^0+0\0'0*0»&*0** 0-0T010*0 -0H Ljósin á að nota, þegar skipt er um akrein, ekið af stað frá brún ak- brautar, ekið er út úr hringtorgi. Þessar reglur verða aldrei brýndar of oft fyrir ökumönn- um — og svo jafnframt það, að stórhætta getur stafað af því að ljósin séu notuð rangt. Daglega munu milli 20 og 30 lögregluþjónar fylgjast með umferðinni á götum bæj- arins. En, þegar líður fram desembermánuð verður götu- lögreglan aukin og kvaðst lög- reglustjóri vænta þess, að öku menn kynntu sér reglurnar til hlítar. Þá gat hann þess, að í næstu viku yrði sett upp fyrstu nýju stöðvunarmerkin á nokkrum gatnamótum í bænum. Þessi merki boða algera stöðvunar- skyldu þ. e. a. s.: Bifreiða- stjórum ber að stöðva farar- tækið alveg við merkið, enda þótt engin umferð sé í veg- inum fyrir því að bifreiðin haldi áfram yfir gatnamótin. Ólafur Jónsson skýrði þá svo frá, að nú hefði tekizt að hafa hendur í hári nær allra þeirra, sem svikizt hefðu um að koma með bíla sína til til aukinnar umferðarmenningar iL Að þessu sinni er það líka fleira, sem kemur til greina. Nú verður nýju umferðar- lögunum fylgt út í æsar og aðaláherzlan verður lögð á að ökumenn noti stefnuljós — og noti þau rétt. Um mánaðamót- in verður eftirlitið hert veru- lega og allir þeir ökumenn, sem staðnir verða að því að nota ekki, eða misnota stefnu- ljósin, verða kærðir til saka- dómara. Síðan hefði umferðamefnd sent um 4 þúsund atvinnubif- reiðastjórum sérstakt bréf, þar sem nýju lögin voru kynnt rækilega og brýnt fyrir þeim að fylgja reglunum í hvívetna. Síðan hefðu lög- regluþjónar dreift miðum með fyrirmælum um það hvernig stefnuljósin skyldu notuð með al bifreiðastjóra, sem götu- lögreglan hefði séð misnota stefnuljósin. skoðunar. En rekist lögreglan á-óskoðaða bíla á götum bæj- arins verða númeraskiltin um- svifalaust tekin af þeim á staðnum, sagði Ólafur. Ann- ars sagði hann, áð allir þeir, sem ekki hefðu enn mætt til skoðunar með bíla sína, hefðu verið kærðir til sakadómara og vonandi væri þetta stríð lögreglunnar við þá, sem trassað hafa að láta skoða, á enda að sinni. — Bang-Jensen Framh. af bls. 1. listann jafnframt því sem hann bar fram harðorðar ásakanir á ýmsa háttsetta starfsmenn sam- takanna og nefndarinnar. Síðar var listinn brenndur á þaki aðal- stöðva SÞ í New York. — Bang- Jensen var í 10 ár starfsmaður danska sendiráðsins í Washing- ton, áður en hann hóf starf sitt hjá Sameinuðu þjóðunum árið 1949. — Dagskrá Alþingis í dag var boðaður fundur í neðri deild Alþingis, kl. 1,30. Fjögur mál eru á dagskrá. L Skemmtanaskattsviðauki, frv. — 1. umr. 2. Dragnótaveiði í fiskveiði- landhelgi, frv. — 1. umr. 3. Lántökuheimild til hafnar- framkvæmda, frv. — 1. umr. 4. Jarðræktar- og húsagerðar- samþykktir í sveitum, frv. — L umr. Nýslegið hey galt■ að í Hvolhreppi í FYRRADAG var verið að galta nýslegið hey á einum bæ í Hvolhreppi í Rangár- vallasýslu, og mun hafa náðst töluvert upp af heyi. Þykir það tíðindum sæta, komið fram í nóvemberlok. Blaðið átti í gær tal við Pál á Efra-Hvoli, oddvita sveitarinnar, og spurði hann um heyskap og heyfeng bænda þar eftir þetta mikla rigningarsumar. Sagði hann að ekki hefði komið heill þurrkdagur síðan í júlí og sum- arið því verið ákaflega erfitt bændum. Forðagæzlumaður sveit arinnar, Hermann Sveinsson, bóndi á Kotvelli, hefur farið um sveitina og rannsakað ástandið. Samkvæmt skýrslu hans er hey- magn sveitarinnar 20982 kúbik- metrar, en fóðurþörfin eftir gripafjölda 19288 kúbikmetrar. A því að vera 1694 kúbikmetra afgangur af heildarmagni í sveit- inni. Þó þessi heyfengur sé yfir það sem nauðsynlegt er talið, er ljóst að magnið getur minnkað, þar sem svo margir hafa orðið að setja hey úti og undir striga og þar af leiðandi geta komið fram skemmdir á því seinna í vetur. Fjallademburnar einkum slæmar Ástandið eftir sumarið er ákaf- lega mismunandi í Hvolhreppi, og fer það mikið eftir hve lið- margir bændurnir eru og hve mikið af stórvirkum verkfærum þeir hafa haft. Hjá sumum eru ástæðurnar bágar. Þó í sömu sveit sé, getur verið undarlega misjöfn veðrátta, og verða þeir sem í fjallshlíðunum búa ver úti, vegna hinna svokölluðu fjalla- Framh. á bls. 23. Talsverðar skemmdir á Norðlendingi Ekki hægt að kanna skipið að innan fyrir olíu FRÉTTIR bárust Mbl. í gær frá Þórshöfn um togarann Norðlend- ing, sem strandaði fyxir stuttu við Færeyjar. Skoðunarmaður Lloyds skoðaði skipið í fyrradag, en endanleg skoðun getur ekki farið fram fyrr en eftir eina viku, því hauðsyn- legt er að hreinsa olíu af öllu skipinu áður en hægt er að sjá hvernig það er að innan. Að utan sést að endurnýja verður 8 plöt- ur, gat er á einni plötu við kjöl- inn og 200 naglar hafa losnað, en sjálfur kjölurinn hefur ekki skemmzt mikið. Nokkur þungi högg hafa þó lent á honum, svo að einhverjar skemmdir geta hafa orðið á honum að innan. Allir olrugeymarnir leka og tog- arinn hefur misst mikla olíu. Allur ísinn, og það sem eftir var af olíunni, sem nemur 16 tonnum, var látið í færeyskaui togara. ý Björgunarlaun. Færeyska skútan Minnie, sem dró Norðlending af skerinu, krefst bankatryggingar, sem nem ur 220 þúsund dönskum krónum. Listí „sloifundi sjómonna" Að marggefnu tilefni vil ég taka það fram, að ég er EKKI stuðningsmaöur B listans við væntanlegt stjórnarkjör í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur og tel það enga lausn á vanda- málum sjómannastéttarinnar að leiða verkfæri herranna í Tjarnargötu 20, til valda inn- an hennar. Ég vil eindregið skora á alla starfandi sjómenn að fylkja sér um A-listann — lista núverandi stjórnar. Pétur Sigurðsson. Björgunarmálíð kemur fyrir rétt í fyrsta sinn 15. desember. Norðlendingur sigldi sjálfur til Skálar og lak lítið á norðurleið- inni. Björgunarskipið Þetis, sem einnig var á norðurleið, var beð- ið um að fylgjast með því, en engin hjálp var nauðsynleg. — Skipshöfninni líður ágætlega og sendir kveðjur heim. Skipstjórinn á Norðlendingi getur ekki gefið neinar upplýs- ingar um strand skipsins, fyrr en sjópróf fer fram. Skákmót Keflavíkur KEFLAVIKURFLUGVELLI, 25. nóv. — Sex umferðir hafa verið tefldar í Skákmeistaramóti Kefla víkur og er staðan í meistara- flokki þannig að efstir og jafnir eru Páll G. Jónsson og Skúli Thorarensen með 3 vinninga hvor. Ragnar Karísson hefur hlot ið 2% vinning. Borgþór H. Jóns- son 2 vinninga og Hörður Jóns- son líiivinning. í 1. flokki hefur Marteinn Jóns son hlotið 4 vinninga úr 4 skák- um og í n. flokki hefur Pálmar Breiðfjörð hlotið 6 vinninga. Teflt er á þriðjudögum og föstu dögum að Vík. BÞ. EISENSTAÐT, 26. nóv. (Reuter). Á sl. 24 klukkustundum óðu sex Ungverjar yfir Neusiedler-vatnið á landamærum Austurríkis, sem er grunnt, og báðu um pólitískt hæli í Austurríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.