Morgunblaðið - 27.11.1959, Page 8
8
MORCUNBLAfílfí
Fosíudagur 27. nóv. 1959
(Jtvarpið
1 GÆE hafði Ríkisútvarpið boð
inni fyrir starfsmenn stofnunar-
innar og gesti í tilefni af því, að
útvarpið hefur fengið inni í nýj-
um húsakynnum að Skúlagötu 4.
Var þar saman kominn fjöldi
manna og mátti sjá að gestirnir
höfðu mikinn áhuga á því að
skoða það hús, sem hefúr stöð-
ugra og fjölbreyttara samband
við fólkið í landinu en nokkurt
ennað hús, eins og útvarpsstjóri
komst að orði í ræðu sinni.
í ræðu sinni sagði Vilhjálmur
I>. Gíslason ennfremur, að
húsnæði Ríkisútvarpsins í Skúla-
götu 4 væri á fjórum hæðum og
væri það tvöfalt að stærð móts
við það, sem utvarpið hefði áður
haft. „Það hefur að vísu verið
okkur Ijóst frá upphafi, að þetta
er ekki það útvarpshús, sem
við hefðum sjálfir viljað reisa“,
hélt útvarpsstjóri áfram. „Við
hefðum viljað hafa enn rýmra
um okkur, gjarnan fleiri stúdíó
og einn stærri sal og meira pláss
fyrir ýmsa þjónustu við hlust-
endur okkar og viðskiptamenn.
Við erum hér í sambýli við rann-
sóknarstofnanir sjávarútvegsins,
sem reist hafa þetta myndarlega
hús, að nokkru með lánsfé frá
útvarpinu. Innréttingu hefur ver-
ið hagað eftir óskum og þörfum
útvarpsins, eftir því sem húsið
leyfði, en það var reist eftir að
við komum hér við sögu.“
Lýsing hússins
Síðan lýsti Vilhjálmur Þ. Gísla
son hinum nýju húsakynnum út-
varpsins og skýrði frá smíði
þess, innréttingu o. fl. Hann
sagði m. a.:
„Um alla innréttingu og hljóð-
einangrun fyrir útvarpið og all-
an vélabúnað hafa séð erlendir
verkfræðingar, ásamt verkfræð-
ingi útvarpsins og húsameistara
ríkisins. Þessi litla útvarpsstöð
lítillar þjóðar er því nú í upp-
hafi eins vel úr garði gerð að
nýtízkutæknibúnaði og þær stöðv
ar, sem bezt eru á vegi stadd-
ar’ . . . Hér í húsinu eru nú 7
stúdíó auk jafnmargra sam-
byggðra vinnuherbergja og marg
ar aðrar vinnustofur eru til dag-
skrárgerðar og annarra nauð-
synlegra starfa. Flutningarnir
hafa gengið vel og aldrei fallið
niður útvarp en eðlilega þarf að
prófa sig áfram um sumt.
Húsið hefur Halldór Jónsson
arkitekt teiknað, yfirsmiður hef-
ur verið Indriði Níelsson, innrétt-
ingar gerði Ragnar Emilsson
arkitekt á vegum húsameistara
ríkisins Harðar Bjarnasonar, en
Hjalti Geir Kristjánsson hefur
séð um húsbúnað, dr. Jordan um
hljóðbúnað, verkfræðingarnir
Wittenbruch og Milster, ásamt
Stefáni Bjarnasyni, sáu um áætl
un, smíði og uppsetningu véla,
sem eru frá Telefunken. Fjöldi
manna hefur annars lagt hönd
að þessari flóknu smíð og skal
þeim öllum þakkað og einnig
þökkuð góð samvinna við dr.
Þórð Þorbjarnarson, sem við
höfum helzt átt við að skipta af
húseiganda hálfu“.
Samband við alla þjóðina
Síðan skýrði útvarpsstjóri
nokkuð frá starfsemi útvarpsins
og sagði, að dagskráin væri alfa
og omega þessa húss. Hann bætti
við:
„Líklega er úr engu húsi í
þessu landi eins stöðugt og fjöl-
breytt samband við eins marga
99
túlkur fortíðarinnar
spegill samtíðarinnar
í tónlistarsalnum.
um ekki einungis mátt, heldur
takmarkanir þess tækis, sem við
vinnum með og stöðu útvarps-
ins í andlegu og hagnýtu lífi, sem
er að vísu skapandi en miklu
oftar túlkandi. Við hugsum ekki
sjálfir um útvarpið til áróðurs,
þó að það geti líklega verið mátt-
og sjonauki til framtíðarinnar4*
Sterfsemi Ríkisutvarpsins flutt í
ný húsdkynui
og ólíkt fólk um allt land og um
víðan sjó, eins og héðan úr út-
varpshúsinu í Skúlagötu 4. Héð-
an er útvarpað 10—12 stundir á
dag, 20—30 megindagskrárþátt-
um, sem eru samsettir úr mörg-
um fleiri smærri liðum. Hér í hús
inu fer fram afgreiðsla á við-
skiptum við 47 þúsund hlustend-
ur, sem hafa um 70 þúsund við-
tæki og viðskipti við um eða yf-
ir 1000 auglýsendur, sem senda út
62 þúsund auglýsingar og til-
kynningar árlega og héðan er
samband við um 80 fréttaritara
útvarpsins innanlands og utan og
héðan eru auk sérfrétta sendar
fréttir um 300 stundir á ári og um
250 fréttaaukar.
Hér ganga um hús 2—3000
manna árlega, sem koma fram í
dagskránni, auk fjölda annars
fólks. Hér eru flutt um 100 leik-
rit og þættir á ári, hér koma ár-
lega til upptöku og útsendinga
um eða yfir 30 kórar og 30
hljómsveitir, um 180 einsöngvar-
ar og einleikarar, um 700 ræðu-
menn, alls 11—12000 einstakir
flytjendur, auk allra þeirra, sem
syngja í kóinm eða í samsettum
dagskrám, barnatímum o. sl.
Kringum þetta er margskonar
erill, heilabrot og prófanir, sem
dagskrármenn og tæknimenn
bera hitann og þungann af, nokk-
uð af efni berst alltaf að, en
yfirgnæfandi mestur hluti af öll-
um dagskrám er upprunninn hér
og allur skipulagður hér í þessu
húsi í dagskrárstjórn, dagskrár-
deildum og tæknivinnustofum.“
Síðan minntist útvarpsstjóri á
kröfur þær, sem gerðar eru til
íslenzka útvarpsins og væru þær
hinar sömu og gerðar væru til
útvarps hjá stórþjóðum. Hann
sagði, að þó margt ætti að vera
ópersónulegt og hlutlaust í út-
varpinu, yrði annað að vera ,,per
sónulegt, lifandi, ljóst, verk lif-
andi manns, sem hefur nytsam-
lega vél á valdi sínu, en er ekki
aðeins í þjónustu tækninnar."
Um gagnrýnina á útvarpið sagði
útvarpsstjóri:
Gagnrýnin á útvarpið
„Okkur útvarpsmönnum er
ljós sá vandi, sem okkur er á
höndum, sú gagnrýni, sem við
erum alltaf ofurseldir. Við þekkj
Skrifstofa útvarpsráðs. Á vegg er mynd Guiuilau0
Vilhjálmur Þ. Gíslason,
útvarpsstjóri.
ugasta áróðurstæki nútímans.
ugasta áróðurstæki nútímans. Við
hugsum um það til fræðslu og
rannsóknar, til listrænnar túlkun
ar, til lifandi frétta, til skemmtun
ar og dægradvala og til hvíldar
og til hagnýtrar þjónustu".
Að lokum kvaðst' Vilhjálmur
Þ. Gíslason vona, að í hinu nýja
húsi yrði einatt fylgzt með áhuga
með öllu fréttnæmu og því sem
væri til nytsemdar og fegurðar
og. þar væri „alltaf lögð rækt
við dýrustu erfðir sjálfra okkar,
sífellt borin virðing fyrir frelsi
hugsunar og líka virðing fyrir
velsæmi, fyrir mannhelgi, mann-
dómi og mannrétti. Hann sagði
í lok máls síns:
„Útvarpið er nú allstaðar. Það
er fyrir alla, með boð til allra og
það er fyrir þá fáu og vandlátu.
Það er þjóðfélagsstofnun og þjóð-
skóli, heimilistæki og athvarf
í einrúmi einstaklingsins, það er
hvíld og dægradvöl sjúkra og
ellimóðra og boðberi hins unga
og ærslafulla lífs, þjónn hins
hagnýta starfs. það er túlkur for-
tíðarinnar, spegill samtíðarinnar
og sjónauki til framtíðarinnar".
Ræða formanns útvarpsráðs
Að lokinni ræðu útvarpsstjóra,
tók til máls Sigurður Bjarnason,
ritstjóri og formaður útvarps-
ráðs. í niðurlagi ræðu sinnar
komst hann svo að orði:
„Útvarpið á að vera heímll-
unum dægradvöl, sem hvetur til
aukinnar heimilisrækni við arinn
þeirra. Það á að standa trúéui
vörð um islenzka tungu og önn-
ur þjóðleg verðmæti, um leið og
það er opið fyrir hverskonar nýj-
ungum, er til heilla horfa og
boðá andlega eða verklega upp-
byggingu og framför.
Með þessi áform og einkunnar-
orð að leiðarljósi vill Ríkisútvarp
ið rækja hið mikilvæga menning-
arhlutverk sitt í íslenzku þjóð-
félagi.
Góðir áheyrendur!
Ég leyfi mér fyrir hönd út-
varpsráðs að óska ykkur og starfs
fólki Ríkisútvarpsins til ham-
ingju með bætt starfsskilyrði
þess um leið og ég læt þá ósk og
von í ljós, að þið munið í fram-
tíðinni verða þeirrar breytinga
vör í daglegri starfsemi stofn-
unarinnar. Minnumst þess einn-
ig, að rökstudd gagnrýni hlust-
enda og jákvæðar tillögur um
tilhögun dagskrár eru ævinlega
vel þegnar og geta átt sinn þátt
í nauðsynlegri þróun. Útvarps-
ráð og dagskrárstjórn þakka mik
ilsvert samstarf við listamenn
þjóðarinnar, tónlistarmenn, leik-
ara, skáld og rithöfunda og aðra
þá, er myndað hafa burðarás-
inn í dagskrá þess í nær þrjá
áratugi. Án slíkrar samvinnu
getur útvarpið ekki verið.
Að senda sjóvettlinga símleiffis
Að lokum: Fyrir tæpum 50 ár-
um kom gömul kona á Norður-
landi inn í símstöð, sem nýlega
hafði tekið til starfa í sveit henn-
ar og bað símstjórann að senda
sjóvettlinga fyrir sig símleiðis
suður á land. Um það bil 20
árum síðar hóf Ríkisútvarpið
starfsemi sína og sendi talað orð
og hljómlist þráðlaust um allt
ísland. Tæpum 30 árum frá þeim
tímamótum birtu íslenzk dag-
blöð fyrstu símsendu fréttamynd
irnar frá útlöndum á síðum sín-
um. Hugmynd gömlu konunnar
um símsendingu sjóvettlinganna
er að nálgast veruleikann. Við
erum aftur stödd mitt í tímum
ævintýranna. Sjónvarpið leggur
undir sig lönd og álfur. Menn
greinir á um gildi þess. Alla góða
hluti má misnota. En trúum á
framtíðina, hæfileika mannsins
til þess að hagnýta hugvit sitt
og snilligáfu til sköpunar fegurra
mannlífs og betri og réttlátari
heims“.
Ávarp menntamálaráffherra
Að lokum tók menntamála-
ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason til
máls, og komst hann m.a. svo að
orði:
„En aðalhlutrverk útvarpsins
á þó að vera að bæta þjóðlífið,
fegra það, hjálpa okkur fram á
við á sviði hugmenningar og
verkmenningar. Því hlutverki
getur útvarpið ekk: sinnt nema