Morgunblaðið - 27.11.1959, Síða 15
Föstudagur 27. nóv. 1959
MORGV1SBIAÐ1Ð
15
Violet Ingjaldsson
— Canadian Authors’ Association
Winnipeg Branch — til kvöld-
verðarboðs henni til heiðurs ný-
lega. — Mrs. Ingjaldson er list-
ræn mjög og lagði fyrst fyrir sig
að leika á píanó, en þegar hún
slasaðist á hendi, sneri hún sér
að því að rita smásögur, sem
ha'fa birzt af og til í blöðum og
tímaritum. Hún leggur aðallega
fyrir sig að rita fyrir börn og
unglinga, og er hin nýja saga ætl-
uð þeim, en er þó talin sérstak-
lega skemmtileg aflestrar fyrir
fullorðna jafnt sem börn. Efnis-
svið sögunnar eru fiskveiðarnar
á Winnipegvatni, en því um-
hverfi og efni er hún vel kunnug.
Afi hennar. Pétur Paulson, kom
til Gimli árið 1876 og var með
þeim fyrstu, er stunduðu fisk-
veiðar og seldu fisk þar við vatn
ið. Foreldrar hennar voru hin
valinkunnu hjón Kristján og
Thorbjörg Paulson. Var Kristján
mannvænlegan son, sem var a8-
eins 24 ára að aldri. En allt sitt
mótlæti hefir hún jafnan borið
með hetjuskap og jafnaðargeðl
og hefir virzt vaxa við hverja
þraut. svo sem sá áfangi, sem
hún hefir nú náð, ber vitni um.
Lögberg-Heimskringla óskar
henni til hamingju með þetta af-
rek og þann heiður, sem henni
hefir fallið í skaut.
Ný skáldkona meðal
Vestur íslendinga
BLAÐIÐ Lögberg-Heimskringla
segir frá því að Vestur-íslenzk
kona Violet Ingjaldson hafi ekki
alls fyrir löngu gefið út fyrstu
skáWsögu sína „Cold Adventuxe"
(Kalt ævintýri), sem veki
mikla athygli. Frásögn blaðsins
fer hér á eftir:
Nýlega hefir útgáfufyrirtækið
Copp Clark and Co. gefið út
skáldsögu eftir Mrs. Violel Ingj-
aldson, er nefnist Cold Adven-
ture og þykir með ágætum. f til-
efni þess efndi rithöfundafélagið
svo sem kunnugt er, lengi yfir-
maður fiskiklakanna bæði í Sel-
kirk og Gull Harbour í Mikley.
Mrs. Ingjaldson hefir ekki far-
ið varhluta af sorgum og erfið-
leikum. Hún er ekkja eftir Ingi-
mar Ingjaldson, sem var fylkis-
þingmaður fyrir Gimli-kjördæmi
hinn mætasti maður. Hún missti
hann frá sex börnum 1934, hið
yngsta þá 11 ára; en henni auðn-
aðist að koma þeim öllum til
mennta. Árið 1942 barði sorgin
enn að dyrum; þá missti hún
Skólafélag Iðnskól
ans endurvakið
NÝLEGA hefir verið endurvak-
ið skólafélag Iðnskólans í Reykja
vík, en starfsemi þess hefir leg-
ið niðri síðan gamli skólinn var
við líði.
Á stofnfundinum var mættur
fjöldi nemenda og mikill áhugi
ríkjandi að endurvekja hið gamla
félag, en tilgangur með skóla-
félaginu er mjög margvíslegur,
eins og títt er um skólafélög. Til
dæfhis er í ráði að starfrækja
kaffistofu fyrir skólanemendur í
Iðnskólanum.
í stjórn voru kosnir Óttar
Guðmundsson form., Sveinn Guð
bjartsson varaform., Guðjón
Tómasson ritari og Örn Friðriks
son gjalkeri. Einnig er í stjórn-
inni einn kennari, og er það Sig
urður Ríkarðsson.
Á fundinum var einng kosið í
varastjórn og nefndir. — Skóla-
félagið hefir ákveðið að hefja
starfsemi sína á föstudagskvöld,
27. þ.m., og verður þá meðal ann
ars spilað hið vinsæla spil bingó.
Ferja Akranes-
hafnar í stööugum
flutningum
AKRANES, 24. nóv. — Ferja
Akraneshafnar, sem ber 300 íil
350 tonn, hefur verið stanzlaust
í flutningum síðan 11. maí í vor.
Framan af sumri annaðist hún
vélaflutninga fyrir varnarliðið,
fór þá t. d. 5 ferðir vestur til
Aðavíkur, til að sækja vélar og
áhöld, er ferjan flutti ýmist til
Lóranstöðvarinnar á Snæfellsnesi
eða til Keflavíkur. Að því loknu
hefur ferjan verið í stöðugum
sementsflutningum fyrir Sements
verksmiðjuna héðan frá Akranesi
og til Reykjavíkur og Keflavíkur.
Ferjan er grunnákreið og eink-
ar hentug, þótt engin sé bryggjan,
því að henni má lenda í sendinni
fjöru. Hægt er að opna ferjuna
að framan _og aka þungavélum
um borð. Áhöfnin er 4 menn,
skipstjóri Elías Guðmundsson og
vélstjóri Haraldur Magnússon.
Oddur.
Þegarþú athugar nákvæmlega, veiztu að...
BLÁTT OMO GEFUR
HVÍTASTA ÞVOTT í HEIMI
Ingibjörg Einarsdóttir
— Kveðjuorð —
I GÆR var til moldar borin í
Fossvogskirkjugarði Ingibjörg
Einarsdóttir, húsfreyja á Hverfis
götu 55 hér í borg.
Ingibjörg Einarsdóttir var
fædd 1. ágúst 1893 að Hrófsskála
á Seltjarnarnesi, og voru for-
eldrar hennar hjónin Einar Ágúst
Einarsson, útvegsbóndi, síðar í
Lágholti í Reykjavík, og Margrét
Þor’áksdóttir. Um eða eftir ferm
ingu fór Ingibjörg til móður-
bróður síns Bjarna trésmiðs Þor-
lákssonar, og móðurömmu Ingi-
bjargar Bjarnadóttur. Dvaldi
Ingibjörg hjá þeim þar til hún
giftist 15. okt. 1914, Gunnari
Brynjólfssyni, efnisverði hjá
hafnar- og vitamálum. Þau Gunn
ar og Ingibjörg reistu bú á Hverf-
isgötu 55 í Reykjavík, og áttu þar
heima æ síðan. Eignuðust þau
þrjú börn, sem öll kornust á legg,
en son sinn Brynjólf misstu þau
fyrir 10 árum. Eftir lifa dæturnar
Helga og Margrét. Öll voru þau
systkin gift og búsett 1 Reykja-
vík og áttu þau hjón nú 10 barna-
börn.
Ég kynntist Ingibjörgu Einars-
dóttur og heimili hennar ekki
fyrr en á námsárum mínum hér
í Reykjavík fyrir röskum 20 ár-
um, og var hún þá orðin fullorð-
in kona. Það sá ég þegar að Ingi-
björg var með allra glæsilegustu
konum í sjón, og hitt varð ég
næstum jafnfljótt áskynja um,
að hún var ekki síðri í raun.
Hvortveggja þessi áhrif hafa
hafa haldizt óbreytt alla tíð
síðan, allt þar til Ingibjörg lézt
skyndilega og óvænt á heimili
sínu hinn 20. þ.m.
Persónulega naut ég mikill-
ar gestrisni og glaðværðar á heim
ili þeirra hjóna, Ingibjargar og
Gunnars, og yrði of langt að telja
þær ánægjustundir. Hitt varð
mér og fljótlega ljóst, að Ingi-
björg hafði marga þá beztu kosti,
sem húsfreyju mega prýða. Til
þess að orðlengja það ekki, vil
ég fullyrða að hún var þrifin,
myndarleg, rausnarleg og hús-
móðir ágæt. Við þetta bættust
mannkostir, sem eltki eru ef til
vill eins áberandi í daglegu lífi,
en segja sína sögu um manngerð
þegar ahugað er. Hún var til
dæmis alltaf létt í bragði þegar
hún var heimsótt, jafnvel þótt
vitað væri um áhyggjur eins og
þær gerast í lífi manna, og sorgir.
Annað var það, að hún mátti
ekkert aumt sjá, og verð ég að
segja að mér fannst stundum um
of manngæði hennar. Þá þekkti
ég eiginleika í fari Ingibjargar,
sem tala sínu máli, en það var
að hún var með afbrigðum barn-
góð. Nutu barnabörn -hennar
þessara mannkosta, en auk þess
er mér kunnugt um að svo var
um fleiri börn, og nefndu sum
hana „ömmu“, enda þótt svo
væri ekki í raun og veru.
Ég ætla ekki að hafa þessi orð
fleiri, og ég get ekki kvatt Ingi-
björgu Einarsdóttur og þakkað
henni viðkynningu nema fyrir
sjálfan mig. Ég hygg mig þó
munu mæla fyrir munn flestra,
ef ekki allra, sem af henni höfðu
kynni, að sjónarsviptir sé að
henni, hvernig sem á það er litið,
og sess hennar vandfylltur vin-
um hennar, að ekki sé talað um
vandamenn.
Ég vil að lokum votta samúð
mína ágætum eiginmanni henn-
ar, Gunnari Brynjólfssyni, svo
og öðrum vandamönnum, vegna
hins sviplega og óvænta fráfalls
hinnar mætu konu, Ingibjargar
Einarsdottur.
Bárður Jakobsson.
Jafnvel óhreinustu föt verða fjótt hrein í freyðandi Bláu Omo
löðri. En allur þvotturinn er hreinni, hvítari en nokkru sinn fyrr.
Þú sérð á augabragði, að OMO gefur hvítastan þvott í heimi.
• Tilsýndar gæti skyrtan hans $ Hann nágast . . .
verið hvít hún sýnist hvít
X OMO N-UM-é>
- Og aN\Gski,ar n,,s^,^uffl þvotti björtustum!
$ Jú, þegar hann er kominn,
geturðu séð, að hún er OMO hvítí