Morgunblaðið - 02.12.1959, Page 1
24 slður
46. árgangur
• 229. tbl. — Miðvikudagur 2. desember 1959
Prentsmiðja Moi’gunblaðsins
Stjórnmálasamband milli
Bretlands og^ Arabíska
sambandslýðveldisins
KAÍRÓ og LONDON, 1. des.
— (NTB/Reuter). —
BRETLAND og Arabíska sam-
bandslýðveldið hafa ákveðið að
taka að nýju upp stjórnmála-
samband, en það rofnaði eftir
innrás Breta og Frakka í Súez
haustið 1956. I tilkynningu sem
gefin var út í dag segir, að ríkin
hafi ákveðið að hafa sendiherra
af lægstu gráðu (chargé d’affair-
es) hvort hjá öðru. Brezki sendi-
maðurinn verður Colin Crowe, og
mun hann leggja af stað til Kaíró
innan skamms. Eins og kunnugt
er sameinuðust Egyptaland og
Sýrland í Arabíska sambands-
lýðveldið árið 1958.
Colin Crowe hefur verið for-
maður brezku samninganefndar-
innar, sem setið hefur á rökstól-
um með fulltrúum Arabíska
sambandslýðveldisins um kröfur
og gagnkröfur vegna skaðabóta
Krúsjeff hefur óskertan
áhuga á fundi œSstu
manna
BÚDAPEST, 1. desember. —
—■ (NTB/Reuter). —•
NIKITA KRÚSJEFF, forsætis-
ráðherra Sovétríkjanna, staðfesti
í dag óskir sovétstjórnarinnar um
fund æðstu manna austur og vest
urs, og sagði að því fyrr sem
hann yrði haldinn, þeim mun
betra. Með þessu ógilti Krúsjeff
blaðafregnir þess efnis, að sovét-
stjórnin væri ekki eins áhugasöm
um fund æðstu manna og hún
hefði áður verið.
— Við viljum slíkan fund,
sagði hann, en við viljum líka
að hann beri ávöxt og verði
heiminum í hag. Sovétstjórnin er
reiðubúin að taka þátt í fundi
æðstu manna hvenær sem er og
á hverjum þeim stað sem allir
aðilar geta fallizt á.
Krúsjeff lét þessi orð falla í
Búdapest á fyrsta þingi ung-
verska kommúnistaflokksins eft-
ir þjóðbyltinguna í Ungverja-
landi haustið 1956. Hann ítrekaði
kröfu sína um friðarsamninga við
Þýzkaland og sagði, að ef ekki
yrði gengið frá slíkum samningi,
mundu Sovétríkin fyrir sitt leyti
gera sérstakan friðarsamning við
Austur-Þýzkaland. Meginhlutinn
úr ræðu Krúsjeffs var helgaður
Þýzkalandsvandamálinu, en hann
Fylgjast með
löndunum
erlendra togara
GRIMSBY, 30. nóv. —
Einkaskeyti frá frétta-
ritara Mbl. —
SAMTÖK brezkra tog-
arasjómanna, sem ótt-
ast að kjörum brezkra
sjómanna sé hætta búin
af erlendum fiskinn-
flutningi, hafa sett á
laggirnar f jögurra manna
nefnd til að fylgjast með
löndunum erlendra tog-
ara. Tilkynning um þctta
var gefin út í dag.
vék einnig að friðsamlegri sam-
búð ríkja, algerri afvopnun og
alþjóðlegu «átyggiskerfi.
Kosningabaráttaii
á Kýpur
NIKÓSÍU, Kýpur, 28. nóv. (Reut-
er) — Forsetakosningar standa
fyrir dyrum á Kýpur, sem kunn-
ugt er, og á morgun hefst hin
eiginlega kosningabarátta —
verða haldnir tólf fjöldafundir
víða um land, þar sem fram-
bjóðendurnir tveir, Makarios
erkibiskup og Clerides, fram-
bjóðandi Lýðveldisbandalagsins
svonefnda, og stuðningsmenn
þeirra munu leiða saman hesta
sína.
Samkvæmt samkomulagi þvi
um framtíð Kýpur, sem kennt er
við Zúrich og London, verður
eyjan sjálfstætt lýðveldi í febr-
úar nk. — Maður af grískum
stofni skal kjörinn forseti, sam-
kvæmt samkomulaginu, en vara-
forsetinn skal vera af tyrknesk-
um stofni. — Flestir búast við
ótvíræðum sigri Makaríosar við
kosningarnar, en sumir halda því
fram, að Clerides muni vinna
fylgi eftir því sem á líður, þótt
það nægi honum varla til sigurs.
út af Súez-stríðinu. Sendiherra
Arabíska sambandslýðveldisins í
London verður Kamal Eddin
Khalil, yfirmaður rannsóknar-
deildar utanríkisráðuneytisins í
Kairó.
Selwyn Lloyd utanríkisráð-
herra tilkynnti neðri málstofu
brezka þingsins útnefningu sendi
herranna í dag. Jafnframt þakk-
aði hann Svisslendingum fyrir að
hafa gætt hagsmuna Breta í
Arabíska sambandslýðveldinu
síðan 1956.
Yfirlýsing Lloyds leiddi af sér
stutta orðasennu 1 neðri mál-
stofunni. Aneurin Bevan, for-
mælandi Verkamannaflokksins í
utanríkismálum, sagði að nú
hefði stjórn íhaldsflokksins far-
ið hringinn og væri kominn ná-
kvæmlega jafnlangt og þegar
lagt var út í Súez-ævintýrið. —
Hann bað um hvíta bók varðandi
málið. Bevan sagði ennfremur,
að ef Lloyd héldi að kjósendur
hefðu með atkvæðagreiðslu sinni
í kosningunum í haust lagt
blessun sína yfir Súez-ævintýrið,
hvað mundi þá halda aftur af
stjórninni að leggja aftur út í
slíkt ævintýri?
Lloyd varði Súez-stríðið og
sagði að nú yrði Bevan að fara
að hugsa fram í tímann. Hann
lauk sennunni með því að segja,
að það væri ætlun Breta að bæta
sambúðina við Arabíska sam-
bandslýðveldið og endurvekja
trúnaðartraustið milli þjóðanna.
Mohammeð Reza Fahlevi, Iranskeisari, sést hér með unnustu
sinni, Farah Dibah, sem er 21 árs gömul, þegar þau sóttu ný-
lega veizlu, sem móðir keisarans hélt í tilefni af brúðkaupi
Fatimu prinsessu, systur keisarans, og Mohammeds Khatamis,
hershöfðingja, yfirmanns íranska flughersins. — Brúðkaup
keisarans og unnustu hans fer fram 21. desember n. k. —
Sjá grein um Farah Dibah á bls. 10. —
Fárviðri um alla Sudur-Evrópu
LONDON, 1. desember. NTB—
Reuter. — Stór svæði í Suður-
Evrópu hafa síðasta sólarhring-
inn orðið fyrir miklu óveðri;
stormar, rigningar, snjókoma og
haglél, hafa valdið flóðum í
nokkrum löndum. Allmargt fóik
Aímæliskoko með 130 þjóðfónum
LONDON 30. nóvember — NTB
Reuter. — Afmæliskaka sú, sem
borin var fyrir Sir Winston
Churchill á 85 ára afmæli hans
á mánudag, var samansett úr efn •
um frá 130 löndum, m. a. ban-
önum frá Islandi.
Kakan var gerð af bakara
nokkrum í London, Frederich
Floris, er fékk þá hugmynd í höf-
uðið að skrifa til sendiráða og
annarra erlendra fulltrúa í borg
inni, þar sem óskaði eftir fram-
lagi hinna ý .su þjóða í kökuua.
Bárust alls efni, er vógu 152 kíló,
en afmæliskakan varð í allt 27
kg-
Frá Panama kom lítil flaska
sem í var vatn úr Panama-skurð-
inum, frá íslandi bananar, sem
ræktaðir voru í gróðurhúsi,
ávextir frá Ítalíu, fíkjur frá
Tyrklandi, rúsínur frá Ástralíu,
konjak frá Frakklandi, kókós-
hnetur frá Ghana o. s. frv. ís-
lenzku bananarni, voru sendir
út af Unnsteini Ólafssyni, skóla-
stjóra Garðyrkjuskólans í Hvera
gerði.
Og loks var hin mikla kaka
skreytt fánum hinna 130 þjóða,
sem sendu eitt eða annað í af-
mælisköku Churchills.
hefur látið lífið í óveðrinu,
nokkurra manna er saknað og
margir hafa særzt. Óveðrið hef-
ur valdið miklum tálmunum í
siglingum, og í dag bárust frétt-
ir af átta skipum, sem lent höfðu
í erfiðleikum eða tvísýnu.
Á Atlantshafinu hefur líka
geisað óveður í lengri tíma, og
hefur vindáttin jafnan verið á
vestan eða suðvestan, þannig að
mörg skip á leið til Ameríku
hafa tafizt. Á Riviera-ströndinni
í Frakklandi kom óvenjulega
vont veður, og voru bæði lög-
regla og slökkvilið til taks í heil-
an sólarhring vegna flóða í
Rhone-ánni og ýmsum minni ám.
Hafði vatnsborðið í Rhone-ánni
Óður muður skelfir Mílunó-búu
MÍLANÓ (ftalíu) — íbúar borg-
arinnar, í iðnaðarhverfunum í
norðausturhluta hennar, eru skelf
ingu lostnir þessa dagana. — Er
orsökin sú, að geðbilaður mað-
ur hefur reynt að sprengja í loft
upp olíu- og benzíngeyma Shell-
félagsins á þessum slóðum. Kast-
aði hann handsprengju sem átti
að lenda inn á afgirtu svæði, on
lenti í vírneti, og sprakk ekki.
í símtali, sem þessi sami maður
átti við aðalskrifstofu Shell, hót-
aði hann að hætta ekki fyrr en
hann hefði komið áformi sínu í
framkvæmd. Af tali mannsins er
gert ráð fyrir, að hann sé geð-
bilaður, slíkar voru hótanimar
og formælingar hans í símanum.
Á þessum slóðum búa um 100
þúsund manns, og hefur allt kom-
izt á annan endann, en lögreglar.
leitar dauðaleit að hinum óða
manni, sem gæti orsakað dauða
þúsunda manna, ef hann kæmi
áformi sínu í framkvæmd.
hækkað fjóra metra yfir venju-
lega hæð í dag. — í Nice skolaði
flóðið tveim bryggjum burt, og
í Monte Carlo varð fólk að flytja
úr allmörgum húsum, vegna þess
að grunnar þeirra voru að láta
undan.
í Madrid hefur slökkviliðið
hvað eftir annað verið kallað út
vegna flóða kjöllurum. Neðan-
jarðarbrautin og sjónvarpið voru
óvirk alllengi. Á endilangri
strönd Norður-Afríku var úrhell-
isrigning og víða varð eignatjón.
í Suður-Englandi voru regn-
skúrir og þoka, og torveldaði það
flugsamgöngur og umferð um
þjóðvegina. Allar flugvélar frá
New York, Sydney og París voru
látnar lenda á flugvelli á suður-
ströndinni, en ekki í London.
Stórt brezkt farþegaskip með
300 farþega innanborðs var í dag
dregið af grunninu við Gíbraltar,
þar sem það strandaði í gær-
kvöldi. Stormurinn var svo sterk-
ur, að dráttarbáturinn varð að
bíða og sæta lagi til að komast
á strandstaðinn. Þá er sagt frá
árekstrum sl 'pa og fleiri slysum
á sjó og landi. T. d. tók mann út
af hollenzkum dráttarbáti sem
varð að aðstoða stórt farþega-
skip.