Morgunblaðið - 02.12.1959, Qupperneq 2
2
MORCVN BI AÐIÐ
Miðvik'udagur 2. des. 1959
„Bráðlega íisk«
laust haf66;
NORSKA blaðið „Norges handels
og sjöfartstidende“, 23. nóv.; seg-
ir frá því hversu kvíðafullir Bret
ar eru orðnir út af lélegri síldar-
vertíð við vesturströnd Bret-
lands.
Er fregn þessi samkvæmt
Lundúnafrétt. Segir þar að yfir-
standandi vertíð sé sú lélegasta,
sem komið hafi í eina öld. For-
maður samtaka síldarútvegs-
manna segir að undanfarin ár
hafi veiðin stöðugt farið minnk-
andi og augljóst sé að nú sé um
ofveiði að ræða á síld á þessu
svæði.
Formaðurinn lætur þess getið,
að það sé vegna þess að síldveiði-
skip frá meginlandinu hópist á
miðin.
Hafa síldarútvegsmenn og sjó-
menn í Bretlandi bersýnilega
miklar áhyggjur af því hversu
komið er og telja að stofnanir í
viðkomandi löndum er um fisk-
vernd fjalla, muni líta allt öðrum
augum þetta alvarlega ástand en
Bretar sjálfir. Fyrirsögn fréttar-
innar talar skýrustu máli um hve
ástandið er alvarlegt orðið, því
fréttagreinin heitir Bráðlega
fisklaust haf!
Síldin batnaði
í síðasta róðri
SANDGERÐI, 1. des: — Síðustu
tvo daga hefur verið lítil síld-
veiði hjá bátunum héðan. í dag
komu 7 bátar inn með 276 tunnur
alls. Höfðu þeir lagt netin í Mið-
nessjó, en þangað virðist síldin
gengin nú og er það stærri síld
og feitari sem þar veiddist. Hæsti
báturinn Hrönn II. var með tæp-
lega 80 tunnur síldar.
í*að er óhagstætt veður, sem
veldur aflaleysinu. Hefur verið
ógerningur fyrir hringnótabátana
að hafast nokkuð að.
Vinsamlegar greinar um
ísland í þýzkum blöðum
TVÖ vestur-þýzk myndablöð
birtu ekki alls fyrir löngu vin-
samlegar greinar og frásagnir
frá íslandi. Blaðið ..Allgemeine
Wegweiser", birti ferðasögu með
mörgum myndum eftir Karl
Maute. Verður greinarhöfundi
tíðræddast um náttúrufegurð
íslands, en rekur einnig nokkuð
sögu þess, getur um lýðveldis-
stofnunina 1944 og telur lífskjör
íslendinga vera svo góð, að þau
séu jafnvel betri heldur en í
Vestur-Hýzkalandi. Fyrirsögn
greinarinnar er: ísland — eyja
elds og vatna.
Myndablaðið „Sie und Er“
birtir einnig myndskreytta grein
um ísland undir fyrirsögninni:
íslendingar þurfa ekki að hafa
áhyggjur af kolaverðinu. Er þar
mikið rætt um jarðhitann og hita
veitu Reykjavíkur, sem talið er
hið merkilegasta fyrirtæki. Sagt
er frá því, að óhemju orka gufi
upp ónotuð, þar sem íslendingar
hafi ekki fjárhagslegt bolmagn
til þess að beizla hana.
Báðar þessar greinar eru skrif-
aðar af áhuga fyrir að kynna ís-
land og þjóð þess.
Námskeið forystumanna
œskulýðsfél aga
AKUREYRI, 30. nóv. — A veg-
um hins nýstofnaða æskulýðsráðs
fór hér fram námskeið forystu-
manna æskulýðsfélaga. Þátttak-
endur voru frá Akureyri, Húsa-
vík, Siglufirði og víðar.
Námskeiðið fór fram í Akur-
NÚ fer jólastemmingin að fær
ast yfir borg og bæ. Eitt af því,
sem svo mjög setur svip sinn
á höfuðborgina fyrir jólin, er
jóiaskreytingin á hinum ýmsu
götum bæjarins, og mynda þar
samfellt ljósahaf. f fyrrakvöld
var byrjað á því að koma þess-
ari skreytingu upp í Miðbæn-
um og tók ljósmyndari blaðs-
ins þessa mynd er verið var að
koma fyrir hinni miklu jóla-
klukku á mótum Hafnarstræt-
is og Aðalstrætis.
Fyrsta námskeið í helg'
siðafrœðum á Akureyri
Samkomuiag um
formsatriði í Genf
SjÖ ríkja undirbuningsnefnd
GENF, 30. nóvember. — í dag I komulagið innan sex mánaða frá
var stigið stórt skref í áttina að staðfestingu þríveldanna. A
samkomulagi um bann við til- fyrsta stigi málsins er það hlut-
AKUREYRI, 30. nóv. — Nám-
skeið í helgisiðafræðum hefst á
morgun, 1. des. kl. 8.30 í kirkju-
kapellunni og verður á sama tíma
næstu kvöld. Á laugardag á sama
tíma verður tíðarsöngur í kirkj-
unni og á sunnudag kl. 2 verður
hátíðaguðsþjónusta, sem verður
flutt í samræmi við það sem tek-
ið verður fyrir á námskeiðinu.
Námskeið í helgisiðafræðum
hefur aldrei fyrr verið haldið
hér á landi og er sr. Sigurður Páis
son á Selfossi leiðtogi námskeiðs-
ins, en hann er manna fróðastur
um þessi efni og hefur kynnt sér
Dagskrá Alþingis
í DAG er boðað til fundar í sam-
einuðu Alþingi klukkan 1,30, en
að honum loknum er boðað til
funda í deildum.
Á dagskrá sameinaðs þings er
21 mál. Er það fyrirspurn og
nokkrar þingsályktunartillögur,
hvernig skuli ræddar. I>á eru á
dagskránni allmargar kosningar:
í menntamálaráð, stjórn vísinda-
sjóðs, áfengisvarnarráð, stjórn
atvinnuleysistryggingasjóðs, út-
varpsráð, tryggingaráð. Þá verða
kosnir yfirskoðunarmenn ríkis-
reikninga, stjórn fiskimálasjóðs,
verðlaunanefnd gjafar Jóns Sig-
urðssonar, eftirlitsmenn með op-
inberum sjóðum, flugráð, lands-
kjörstjóm, yfirkjörstjórnir,
stjórn byggingarsjóðs og Þing-
vallanefnd.
Eitt mál er á dagskrá efri
deildar.
1. Bráðabirgðabreyting og fram
lenging nokkurra laga, frv. — 2.
umr. (Ef leyft verður).
Á dagskrá neðri deildar er eitt
mál. 1. Bráðabirgðafjárgreiðslur
1960, frv. 1. umr.
þetta sérstaklega.
kirkjunnar eru mjög
innan prestastéttarinnar, en al
menningur hefur haft litla mögu-
leika iil að kynna sér þá. Má bú-
ast við að áður en langt um líður
verði gerðar breytingar á messu-
siðum, þannig að almenningur
geti tekið meiri þátt í mesunni.
Það sem tekið verður fyrir á
námskeiðinu er þetta: 1) messan
2) messusiðir og aðrir helgisiðir i
3) skrúði prests og kirkju eftir,
kirkjuárstíðum og við ýmsar j
kirkjuathafnir 4) þjónusta leik-1
manna í messu 5) helztu kirkju- j
leg tákn 6) hið kirkjulega em- j
bætti og hinn almenni prestdóm- j
ur.
Öllum er heimilt að taka þátí!
í námskeiði þessu bæði lærðum i
og leikum, ungum sem gömlum. j
— mag,
raunum með kjarnorkuvopn og
eftirlit með því, að slíku banni
yrði framfylgt. Fulltrúar Breta,
Bandaríkjamanna og Rússa gerðu
samkomulag um skipan undirbún
ingsnefndar, sem á að sjá um að
eftirlitið verði virkt eftir að stór-
veldin hafa undirritað samkomu-
j lag um bann, sem enn er þó allt
Helgisiðir j 4 huldu um að takast megi að
á dagskrá gera.
Ráðgert er, að eftir að endan-
j legt samkomulag hefur verið
undirritað af þríveldunum og þar
til þjóðþing ríkjanna hafa stað-
fest það sitji stórveldin þrjú ein
í nefndinni. En eftir staðfesting-
una verður fjórum ríkjum bætt
í nefndina þannig, að í henni eiga
sæti sjö.
Síðan á að boða til ráðstefnu
allra ríkja sem skrifa undir sam
Louis F. Foght
látiiin
LOUIS F. Foght, stórkaupmaður,
andaðist að heimili sínu í Kaup-
mannahöfn sl. laugardag, rúm-
lega 68 ára gamall. Mun hjarta-
bilun hafa verið banamein hans.
Louis Foght var mikill íslands-
vinur. Hann gaf Listasafni rík-
isins fagurt safn danskra nútíma-
málverka fyrir nokkrum árum,
Reykjavíkurbæ gaf hann högg-
mynd og Skálholtskirkjú gaf
hann fyrir skömmu litaða glugga
í kirkjuna ásamt E. Storr for-
stjóra í Kaupmannahöfn.
Louis Foght átti marga vini hcr
á landi og naut vinsælda allra
er kynntust honum. Hann hafði
verið særadur stórriddarakrossi
hinnar íslenzku fálkaorðu.
Útför Sigurð ar
á Fosshóli
ÁRNESI, 21. nóv. — Jarðarför
Sigurðar L. Vigfússonar bónda,
sem andaðist 13. þ.m. fór fram
í gær frá heimili hans Fosshól.
Jarðsett var að Ljósavatni. Sókn-
arpresturinn, Stefán Lárusson,
flutti bæn í heimahúsum, og
Karlakór Reykdæla söng. Að
Ljósavatni flutti séra Stefán að-
alræðuna og jarðsöng, en auk
hans töluðu í kirkjunni: Baldur
Baldvinsson, Ófeigsstöðum, Sig-
urður Geirfinnsson, Landamóti,
Jón Sigurðsson, Yzta-felli, Jón
Jónsson, Fremstafelli, Guðmund
ur Friðbjarnarson, Húsavík og
Karl Sigvaldason, Fljótsbakka,
sem flutti frumort kvæði. Jarð-
arförin var afar fjölmenn, enda
var Sigurður Lúter landskunnur
greiðamaður og átti fágætum
vinsældum að fagna bæði fjær og
nær.
Ljósavatns- og Bárðdælahrepp-
ar kostuðu sameiginlega útför-
ina í virðingar- og þakkarskyni
við hinn látna. — H. G.
verk nefndarinnar að skipuleggja
eftirlitið og ná samkomulagi um
það hvar eftirlitsstöðvum verð-
ur komið upp. Þar verður fjall-
að um ýmis tæknileg atriði, eftir-
lit úr lofti og á sjó, hvers konar
tæki nota á til eftirlitsins með
því að bannið verði haldið.
Þá verður ráðinn framkvæmda
stjóri eftirlitsins og aðalstöðvum
verður komið upp í Vínarborg.
Nefndin á einnig að hafa með
höndum fjárhagsmálin og gera
áætlun um reksturinn fyrsta árið,
ákveða hvort leitað verður fjár-
hagslegrar aðstoðar Sameinuðu
þjóðanna, eða stórveldin þrjú lát-
in bera allan kostnað fyrst í stað.
eyrarkirkju og voru þar fluttir
fyrirlestrar og guðsþjónusta. Pró-
fasturinn á Húsavík, sr. Friðrik
Friðriksson, predikaði ög erindi
fluttu sr. Kristján Róbertsson sem
taláði um hlutverk æskunnar í
kirkjunni, og Pétur Sigurgeirs-
son, sem talaði um félagsstaaf-
semina og skipulag hennar.
Tryggvi Þorsteinsson, skátafor-
ingi veitti tilsögn í innanhúss-
leikfimi. Á þessu félagssvæði
starfa 4 æskulýðsfélög, á Akur-
eyri, Húsavík, Nes- og Grenjaðar-
sókn í Aðaldal og Siglufirði.
Stjórn sambandsins skipa sr.
Pétur Sigurgeirsson formaður, sr.
Sigurður Guðmundsson, Grenjað-
arstað, ritari, og Árni Sigurðssort,
Hofsósi, gjaldkeri.
Á námskeiðinu ríkti mikill
áhugi fyrir æskulýðsstarfi innan
kirkjunnar og æskan gerði sér
það fyllilega ljóst að þar á hún
heima og þar er þörf fyrir starfs-
krafta hennar. — mag.
Spilakvöld
á Garðaholti
Sjálfstæðisfélag Garðahrepps
mun halda spilakvöld einu sinni
í mánuði í vetur og verður hið
fyrsta föstudaginn 4. des. kl. 8,30
í samkomuhúsinu á Garðaholti.
Heildarverðlaun verða veitt fyrir
veturinn auk sérstakra verðlauna
hvert kvöld. — Er öllum heimil
þátttaka, og er fólk hvatt til að
vera með frá byrjun.
Veðurfregnir
NA /5 hnútar S V 50 hnútar Snjókoma > Oði V Skurír Þrumur WZll Kuldaskil ^ Hilaski/ H HaS L LœgS
1/10 wco u 11 1 990 17 , Air '000 ,0/0 J
VEÐURLYSING klukkan 10 í
gærkvöldi: Um 500 km suður
af Vestmannaeyjum er mjög
djúp lægð á hreyfingu norð-
norðaustur. — Veðurhorfur
næsta sólarhring: SV-mið,
austan hvassviðri og síðan rok,
rigning. SV-land til Breiða-
fjarðar — Faxaflóamið og
Breiðafj arðarmið: A-kaldi og
síðan hvassviðri, rigning með
köflum. Vestfirðir til NA-
lands og Vestfjarðamið til NA-
miða: Suðaustan kaldi og
skýjað fyrst, hvass austan og
víða rigning með morgninum.
Austfirðir og SA-land, Aust-
fjarðamið og SA-mið: SA-
stinningskaldi og síðan austan
hvassviðri, rigning. Veður-
horfur á fimmtudag: Allhvass
eða hvass suðaustan. Skúra-
veður sunnanlands, en bjart
á Norðurlandi.