Morgunblaðið - 02.12.1959, Síða 14
14
MORCUNBLAÐÍÐ
Miðvikudagur 2. des. 1959
— Ræða
Jónasar Haralz
Framh. af bls. 13.
■minjar kreppu- og stríðsára. í
árslok 1954, eftir að gjaldeyris-
tekjur höfðu verið mjög háar um
tveggja ára skeið, var þó svo kom
ið, að gjaldeyrisstaðan var orðin
sæmileg, þótt ekki gæti hún talizt
góð. Síðan hefur aftur hallað
mjög undan fæti. Frá árslokum
1954 til ársloka 1958 versnaði
gjaldeyrisstaðan um meir en 200
millj. kr. Síðari hluta þessa árs
hefur gjaldeyrisstaðan enn versn-
að svo mjög, að draga hefur orðið
úr yfirfærslum bankanna síðustu
vikurnar. Birgðir útflutnings-
vöru hafa aftur á móti aukizt um
nokkurn veginn sömu upphæð
sem gjaldeyrisstaðan hefur versn
að. Það sýnir bezt, hversu alvar-
legt gjaldeyrisástandið er, að
ekki hefur þurft annað en nokkra
tregðu á hreyfingu útflutnings-
afurða til þess að mikið hafi
þurft að draga úr yfirfærslum.
Gjaldeyrisstaða íslands hefur á
undanförnum 2—3 árum verið
verri en nokkurs annars lands í
heiminum, ef undan eru skilin ör-
fá lönd, sem þó er varla hægt að
bera saman við ísland vegna
mjög sérstakra erfiðleika, sem
þau hafa átt við að etja.
Smæð Iandsins
Það er óhætt að fullyrða, að
greiðslubyrðin af erlendum lán-
um hafi síðustu árin verið svo
há, og gjaldeyrisstaðan það erfið,
að flestar, ef ekki allar aðrar
þjóðir hefðu undir svipuðum
kringumstæðum verið búnar að
glata öllu lánstrausti og hefði
legið við greiðsluþroti. Ég held
það skipti miklu máli, að íslend-
ingar geri sér ljóst, hvernig stend
ur á því, að svo illa er ennþá ekki
komið hér á landi. Skýringin er
fyrst og fremst smæð landsins.
Það sem er stórfé fyrir fsland,
eru smáfúlgur fyrir erlenda
banka og erlendar þjóðir. Þar að
auki njótum við enn góðs af því,
að á kreppuárunum fyrir síðustu
heimsstyrjöld tókst íslenzkum
bönkum ætíð að standa við skuld-
bindingar sínar, þrátt fyrir mikla
erfiðleika, á sama tíma sem mörg
önnur lönd um víða veröld kom-
ust í greiðsluþrot. Þetta tvennt,
smæð landsins og góð reynsla af
vilja þess til að standa við skuld-
bindingar sínar við erfiðar að-
stæður, hefur gert það að verk-
um, að íslandi hefur tekizt að
afla sér yfirdráttar hjá erlend-
um bönkum og fastalán hjá er-
lendum bönkum og ríkjum, löngu
eftir að komið var yfir þau mörk
varðandi greiðslubyrði og gjald-
eyrisstöðu, sem annars eru not-
uð sem mælikvarði í viðskiptum
þjóða og peningastofnana. Þrátt
fyrir þetta er svo komið fyrir all-
mörgum árum, að ísland getur
ekki fengið lán til langs tíma hjá
þeim helztu peningastofnunum
heimsins, sem slík lán veita. Við
höfum ekki heldur getað fengið
fjárhagslega aðstoð frá þeim
stofnunum, sem við erum aðilar
að (Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
Efnahagssamvinnustofnun Evr-
ópu), og sem slíka aðstoð veita,
þegar örðugleikar steðja að, blátt
áfram vegna þess að engar líkur
hafa verið til þess að við að ó-
breyttri stefnu í efnahagsmálum
gætum í fyrirsjáanlegri framtíð
endurgreitt þau framlög í sam-
ræmi við starfsreglur þessara
stofnana.
Þetta verður að hætta
Þau miklu erlendu lán til langs
tíma, sem landið hefur notað á
undanförnum þremur árum hafa
verið veitt úr sérstökum sjóðum,
sem Bandaríkjastjórn ræður yfir,
en slíkra lána hafa aðeins fá lönd
orðið aðnjótandi undir mjög sér-
stökum kringumstæðum. Það er
smæð landsins, sem heíur gert
þessar lánveitingar mögulegar.
Þótt lánin séu mikil frá okkar
sjónarmiði séð, eru þau svo lítil á
mælikvarða Bandaríkjanna, að
hægt hefur verið að veita þau án
þess að fylgja í öllu þeim ströngu
reglum, sem annars gilda um lán-
veitingar yfirleitt.
Getur nokkur íslendingur, sem
íhugar þær staðreyndir, sem hér
hafa verið raktar, komist nema
að einni niðurstöðu: Þetta verð-
ur að hætta. Við getum ekki hald
ið áfram að hafa halla í við-
skiptum okkar við önnur lönd,
sem nemur a.m.k. 200 millj. kr.
á ári hverju, og hlýtur að fara sí-
vaxandi nema gripið sé í taum-
ana. Getum við íslendingar, sem
lifum við betri lífskjör en flest-
ir aðrir íbúar þessa hnattar, búizt
við því, að aðrar þjóðir hafi okk-
ur á framfæri sínu til langframa?
Hvað er þá orðið um tilraun
okkar til að byggja sjálfstætt
ríki í þessu landi? Verðum við
ekki einmitt að gera þá kröfu til
annarra þjóða, að þær líti á okk-
ur sem jafningja og veiti okk-
ur ekki annað en það, sem þjóðir
yfirleitt veita hvor annarri í
viðskiptum sín á milli? Við þurf-
um enn um langt skeið á erlend-
um lánum að halda til uppbygg-
ingar atvinnulífsins. Slík lán eig
um við að taka innan hóflegra
marka og slík lán getum við
fengið með eðlilegum hætti und-
ireins og við höfum sýnt, að við
séum færir um að stjórná efna-
hagsmálum okkar.
Verðbólgan
innanlands
Við getum líka ætlazf til þess,
að alþjóðastofnanir og vinveitt-
ar þjóðir hlaupi undir bagga með
okkur um skeið, þegar við lend-
um í sérstökum erfiðleikum, að
þær þegar svo ber undir hjálpi
okkur til þess að hjálpa okkur
sjálfum. En um leið og við göng-
um lengra, hættum við í raun-
inni að líta á okkur sem sjálf-
stæða þjóð. Og ef við hættum að
♦aka sjálfstæði okkar alvarlega
hvað munu þá aðrir gera?
Greiðsluhallinn úf á við er
ekki nema önnur hlið efnahags-
vandamálanna. Hin hliðin er
verðbólgan innanlands, sem einn
ig er ávöxtur tilraunanna til að
eyða méiru en við öflum. Sé
verðbólgan mæld með vísitölu
framfærslukostnaðar ,hefur hún
numið um það bil 10% á ári að
meðaltali undanfarin 15 ár. Það
hefur með ýmsu móti verið reynt
að hafa hemil á verðbólgunni.
Vörur hafa verið greiddar nið-
ur ,ströngu verðlagseftirliti hef-
ur verið haldið uppi. Stundum
hafa allar verð- og kauphækkan-
ir verið stöðvaðar um nokkurt
skeið, og á sl. vetri var eins og
kunnugt er verðlag og kaupgjald
lækkað um ákveðna hundraðs-
tölu. Þessar aðgerðir hafa allar
borið árangur í því að draga úr
hraða verðbólgunnar. En þær
hafa ekki bundið enda á verð-
bólguna af þeirri ofurskiljanlegu
ástæðu að þær hafa beinzt að af-
leiðingum hennar en ekki orsök-
um. Með þessu er ekki verið að
kasta rýrð á þýðingu þessara ráð
stafana. Verðbólga, sem nemur
ekki meiru en um 10% á ári hef-
ur að sjálfsögðu ekki eins ör-
lagaríkar afleiðingar og verð-
bólga sem nemur 50 eða 100% á
ári. En afleiðingar hinnar hægu
verðbólgu eru nógu uggvænleg-
ar samt, þegar til lengdar lætur,
og sjást þess nú ærin merki í
efnahagslífi landsins. Minnkun
sparnaðar og aukning óarðbærr-
ar fjárfestingar er sú afleiðingin
sem alvarlegust er, af því hún
gerir það að verkum, að vöxtur
þjóðarframleiðslunnar verður
minni, þegar fram líða stundir,
en ella hefði getað orðið.
Um tvennt að velja
Þótt tekist hafi undanfarin 15
ár að halda verðbólgunni í skefj
um, þannig að hún hafi ekki ver-
ið meira en 10% á ári að meðal-
tali, þá má ekki draga þá álykt-
un, að þetta geti tekizt framveg-
is. Ég held þvert á móti, að að-
eins sé um tvennt að velja: enga
verðbólgu eða óðaverðbólgu. Nið
urgreiðslurnar eru nú orðnar svo
miklar, að öllu lengra verður
ekki haldið á þeirri braut, allra
sízt eftir að vísitölugrundvöllur-
inn var leiðréttur á sl. vetri.
Tenging kaupgjalds við vísitölu
framfærslukostnaðar, og tenging
verðs landbúnaðarafurða og fisk
verðsins við kaupgjaldið, er orð-
in svo náin ,að hefjist víxlhækk-
anir kaupgjalds og verðlags á
annað borð, hlýtur það á skömm
um tíma að leiða til v'erðbólgu-
sprengingar. Það var einmitt slík
sprenging ,sem átti sér stað síð-
ari hluta árs 1958. Þá var komist
svo að orði. að þjóðin væri að
ganga fram af brúninni. Sú sýn,
sem þar blasti við, var nógu ugg
vænleg til þess að hörfað var til
baka. En það var jafn augljóst
þá eins og það er nú, að hversu
þýðingarmikið, sem það væri að
stöðva víxlhækkanir kaupgjalds
og verðlags í bili, væri verðbólg-
an þar með ekki að velli lögð.
Ennþá stöndum við svo nærri
brúninni að vel má sjá fram af.
Leiðin út úr vandanum
Ég hefi í þessu erindi reynt
að gera grein fyrir efnahagsmál-
um þjóðarinnar, eins og þau
koma mér fyrir sjónir. Ég hefi
reynt að sýna fram á, hvernig
þau vandamál, sem við nú glím-
um við, hafa sprottið af þeirri
sjálfstjórn, sem við höfum öðl-
azt sem þjóð og sem einstakling-
ar í hinum miklu þjóðfélagsbreyt
ingum undanfarinna áratuga. Ég
hefi lýst þeirri skoðun minni, að
það, að sigrast á þessum vanda-
málum, sé í raun og veru próf-
steinninn á hvernig okkur tekst,
hvort við getum lifað sem sjálf-
stæð þjóð í þessu landi. Ég hefi
ekki farið dult með þá skoðun,
að nú sé komið áð tímamótum.
Sé haldið lengra á þeirri braut,
sem gengin hefur verið sl. 15 ár,
blasir ekki annað við en greiðslu-
þrot út á við og óðaverðbólga
innanlands. Nema þá, að við get-
um komizt á einhvers konar var-
anlegt framfæri hjá öðrum þjóð-
um. Ef þær þjóðir eru þá til, sem
slíkt framfæri vilja veita, og ef
við sjálfir teljum það eitthvað
happasælla hlutskipti en það,
sem fyrr var nefnt.
Hvaða leið er þá út úr vand-
anum? Sú ieið getur ekki verið
auðveld Jafnsamtvinnuð og þessi
vandamál eru þjóðfélagstþróun
margra áratuga. En leiðin er
samt til. Hún liggur ekki til
baka til þess þjóðfélags, sem hér
var ríkjandi fyrir þrjátíu árum.
Þangað liggja engar leiðir. Enda
var það þjóðfélag stórlega gall-
að, þótt lítið gætti þá þeirra-
vandamála, sem nú eru efst á
baugi. Ég er viss um, að ekki er
til sá íslendingur, hvorki í hópi
atvinnurekenda né annarra, sem
óskar eftir endurkomu þeirra
tíma, þegar atvinna var náðar-
brauð og verkalýðsfélög áhrifa-
lítil. í stað þess að snúa til baka
verðum við að halda áfram. Við
verðum að læra að ráða við þau
vandamál, sem þróun hins nýja
þjóðfélags hefur skapað, án þess
að glata þeim verðmætum, sem
sú þróun hefur fært okkur. Að
því er efnahagsmálin snertir,
þýðir þetta fyrst og fremst það,
að undir forustu ríkisvaldsins
verður að taka upp miklu ákveðn
ari stjórn þeirra mála, en verið
hefur fram að þessu. Sú stjórn á
ekki að vera byggð á höftum og
eftirliti, haldur á almennum regl
um, er sniðnar séu eftir grund-
vallarlögmálum efnahagslífsins
sjálfs. En sú stjórn getur því að-
eins borið árangur, að stjórnmála
menn, leiðtogar stéttarsamtaka
og allur almenningur skilji nauð-
syn hennar og veiti henni stuðn-
ing.
Höfuðreglur
efnahagsmálanna
Ég mun nú í stuttu máli reyna
að gera grein fyrir þeim höfuð-
reglum, sem stjórn efnahags-
málanna verður að byggjast á.
Hér getur að sjálfsögðu ekki
verið um neitt tæmandi yfirlit
að ræða né er heldur hægt að
fara mikið út í einstök atriði.
Samt sem áður ætti þetta yfirlit
að geta gefið nokkra hugmynd
um það, sem mestu máli skiptir.
1. Bankakerfi landsins verður
undir forustu Seðlabankans að
vinna eftir ákveðnum reglum,
sem eru við það miðaðar, að út-
lánaaukning bankanna fari ekki
fram úr eðlilegri aukningu á um-
ráðafé þeirra. En aukning um-
ráðafjársins ákveðst hins vegar
af aukningu spariinnstæðna og
seðlaveltu við vaxandi þjóðar-
framleiðslu og fast verðlag. Setja
verður ákveðin takmörk fyrir
þeim sjálfvirku lánum Seðlabank
ans til vissra atvinnugreina, sem
hér hafa tíðkazt, svo að öruggt
sé, að þau lán aukizt ekki um-
fram það, sem hæfilegt er. Til
þess að bankarnir geti haldið út-
lánum innan hæfilegra marka
og geti jafnframt stuðlað að auk-
inni sparifjármyndun, verða þeir
unáir forustu Seðlabankans að
geta hækkað og lækkað vexti eft
ir því sem þörf krefur á hverj-
um tíma. Slíkar breytingar vaxta
eftir því sem aðstæður segja til
um, er tæki til stjórnar peninga-
málanna, sem reynsla annara
þjóða hefur sýnt, að ekki er hægt
að komast hjá að nota. ,
Hellalaus fjárlög
2. Fjárlög verða að vera
hallalaus og helzt með nokkrum
greiðsluafgangi. Binda verður
enda á lánveitingar úr ríkissjóði,
og draga úr eða helzt hætta með
öllu veitingu ríkisábyrgðar fyrir
lánum. Þetta hvorttveggja. veit-
ing lána og ábyrgða er verkefni
banka, sem ríkissjóður getur ekki
tekið að sér svo vel fari.
3. Semja verður starfsáætlan-
ir fyrir hina mörgu fjárfesting-
arsjóði hins opinbera og fyrir
þær opinberu stórframkvæmdir,
sem eru utan fjárlaga. Þessar á-
ætlanir verða að vera miðaðar
við það tvennt, að framkvæmd-
irnar fari ekki fram úr því fjár-
magni, sem til umráða er með
eðlilegu móti, og að þær fram-
kvæmdir gangi fyrir, sem mest
gefa í aðra hönd. Jafnframt verða
lánskjör fjárfestingarsjóða að
breytast í eðiilegt horf bæði að
því er snertir lánstíma og vexti.
Jafnvægi
í greiðsluviðskiptum
4. Sama gengi verður að gilda
fyrir útflutning og innflutning,
er sé miðað við að skapa jafn-
vægi í greiðsluviðskiptum lands-
ins við önnur lönd. Það er ein-
mitt hlutverk gengisins að skapa
slíkt jafnvægi og ekkert annað
tæki er til, sem getur komið x
þess stað. Um leið og jafnvægi
hefur náðst í greiðslujöfnuðin-
um, má afnema influtningshöft,
nema að því leyti, sem þau eru
nauðsynleg tii verndar viðskipta
við þau lönd, sem verzla á jafn-
keypisgrundvelli.
5. Breyta verður núverandi
reglum um tengingu verðlags og
kaupgjalds og tengingu kaup-
gjalds og afurða- og fiskverðs,
þannig að ekki sé hætta á víx-
hækkunum verðlags og kaup-
gjalds. Jafnframt verða verka-
lýðsfélög og samtök atvinnurek-
enda að setja sér þær reglur unx
hækkanir grunnkaups, að þær
verði ekki meiri en sem nemur
aukningu framleiðsluafkasta.
Aukning
framleiðslunnar
6. Setja verður þær reglur um
verðlagningu og um skattlagn-
ingu fyrirtækja, sem geri einka-
fyrirtækjum jafnt sem opinber-
um fyrirtækjum kleift að endur-
nýja fjármuni sina á hæfilegum
tíma og mynda nýtt fjármagn til
eðlilegrar fjármunaaukningar.
Aðeins með þessu móti er hægt
að tryggja endurnýjun og eðli-
lega aukningu atvinnutækjanna,
sem aftur er undirstaða að vax-
andi þjóðarframleiðslu og vel-
megun.
Það er ekki auðvelt að setja
þessar reglur og þaðan af síður
að framkvæma þær. Allra sízt í
þjóðfélagi, sem um langt skeið
hefur vanizt því, að um stjórn
efnahagsmála giltu engar reglur.
Þó eru þessar reglur í eðli sínu
mjög einfaldar. og ekki aðrar en
þær, sem löng reynsla hefur sýnt
að óhjákvæmilega verður að
fyigja í sjórn efnahagsmála. Þær
eru byggðar á almennum lög-
málum sjálfs efnahagslífsins,
sem eiga jafnt við öll hagkerfi
og skipulög, hvort sem þau
kenna sig við kapítalisma eða
sósíalisma. Við íslendingar get-
um ekki búizt við því, að for-
sjónin veitti okkur undanþágu
frá jafn algildum lögmálum. í
þessum efnum er enginn milli-
vegur til. Sé þessum reglum
ekki fy.gt hlýtur það að leiða
til þeirrar upplausnar og
óreiðu, sem nú blasir við
í efnahagsmálum okkar. Sé
þeim fylgt, er það öruggt,
að þjóðin eyði ekki meiru en hún
aflar, að hallinn á greiðslujöfn-
uðinum hverfi, og að endi verði
bundinn á verðbólguna. Því
marki er hægt að ná á skömm-
um tíma, ef unnið er af fullri
einurð.
Ávarp til Hafnfirðinga
ÞEGAR stórslys hefur borið að
höndum, sem snert hafa okkur
Hafnfirðinga sérstaklega, höfum
við ætíð reynt samúð, örlæti og
hjálpfýsi hvaðanæva frá. Um al’.t
land hafa verið útréttar hendur
til þátttöku í því að létta byrðar
þeirra er átt hafa um sárast að
binda. Þessa almennu og samúð-
arríku hjálpsemi fáum við seint
fullþakkað.
Nú hefur lítið þorp á Norður-
landi orðið fyrir þungri raun fyr-
ir sviplegan atburð. Hér í fjöl-
menninu gera menn sér það ef til
vill ekki fullljóst hvílíkt áfall
það er fyrir lítið byggðarlag eins
og Hofsós að missa í einni svipan
þrjá framtakssama athafnamenn
á bezta aldri. En þungbærast er
það að sjálfsögðu ástvinu n
þeirra. Ég veit, að þar nyrðra
verða samtök um það höfð að
veita þeim aðstoð eftir mætti, en
fámenni og litlar tekjur hjá flest-
um þar um slóðir, veldur því að
sú aðstoð hlýtur að ná skammt,
þrátt fyrir góðan og almennan
vilja.
Ég er þess fullviss, að margir
í Hafnarfirði vilja leggja smn
skerf til liðveizlu hinum bág-
stöddu, enda ættum við flestum
betur að skilja reynslu þeirra
og erfiðleika.
Ég mun fúslega veita gjöfum
viðtöku og koma þeim til söfn-
unarnefndarinnar á Hofsósi.
Garðar Þorsteinsson.
Uppbygging
atvinnuveganna
Um leið og sigrazt hefur verið
á greiðsluhallanum og verðbólg-
unni, og þá fyrst, er hægt að
snúa sér af krafti að uppbygg-
ingu atvinnuveganna. Þá verður
hægt með eðlilegu móti að afla
erlendra lána til langs tíma til
verklegra framkvæmda og nýrra
atvinnutækja, og þá mun einn-
ig fást meira fjármagn innan-
lands til slíkra framkvæmda en
verið hefur. Þá er kominn tími
til. að gera áætlanir um auknar
framkvæmdir og byggingu nýrra
atvinnugreina. Þá er gatan greið
til aukinnar framleiðslu og vel-
megunnar.
Allt þetta er mikils yirði, en
þó er mest um það vert, að þá
hefðu íslendingar sýnt það, að
þeir væru menn til að Stjórna
ser sjalfir.