Morgunblaðið - 08.12.1959, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. des. 1959
Samkomulag neytenda og
bænda farsælasta lausnin
Bráðabirgðalögin
Á DAGSKRÁ neðri deildar
Alþingis í gær var frumvarp
til laga um verðlagningu land
búnaðarafurða, en frv. þetta
er sem kunnugt er samhljóða
bráðabirgðalögum þeim, er
fyrrverandi ríkisstjórn gaf út
sl. haust.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, hafði framsögu um
frumvarpið. Kvað hann mál þetta
þegar allmikið rætt á þinginu,
enda þótt það hefði ekki fyrr
verið á dagskrá og bráðabirgða-
lögin um landbúnaðarvöruverðið
væru vel kunn alþingismönnum
sem öðrum. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði frá setningu þessara
laga lýst sig andvígan þeim og
þyrfti ekki að taka fram, að sú
afstaða flokksins væri óbreytt.
Ráðherrann kvaðst þó telja rétt,
að mál þetta fengi þinglega með-
ferð og yrði vísað til nefndar.
Minnti ráðherra á að nefnd lög
rynnu út 15 des. nk. og kvað
ríkisstjórnina vilja leysa þessa
deilu með samkomulagi milli
neytenda og bænda og væri ósk-
andi að slíkt samkomulag næð-
ist, og yrði það áreiðanlega far-
í HÆSTARÉXTI er genginn
dómur í stóreignaskattsmáli, sem
Guðmundur Guðmundsson og
Trésmiðjan Víðir höfðuðu gegn
fjármálaráðherra, út af skatti
þessum. Er hér um að ræða síð-
ari þátt máls þessa. Þau urðu
úrslit málsins í Hæstarétti að
dómurinn staðfesti dóm þann er
Hákon Guðmundsson hæstarétt-
arritari kvað upp.
í þessum þætti málsins fjall-
aði Hæstiréttur um þessi þrjú
atriði: Guðmundur Guðmunds-
son taldi að fasteignir sínar væru
of hátt metnar til skatts, þar eð
Báturinn dreginn
til hafnar
VÉLBÁTURINN Páll Þorleifsson,
sem lýst var eftir á laugardags-
kvöldið, og ókominn var fram er
sunnudagsblað Mbl. fór í prentun
á iaugardagskvöldið, var dreginn
til hafnar í Vestmannaeyjum. Var
báturinn með bilaða vél út af
Selvogi, er hann fannst.
Maugham
kynntur í kvöld
SVO sem kunnugt er hefur að
undanfömu verið tekin upp sú
nýbreytni í starfsemi ameríska
bókasafnsins að Laugaveg 13, að
halda þar bókmenntakvöld, og
er þá fjallað um ritverk bæði
enskra og amerískra höfunda og
lesið upp úr verkum þeirra.
Þriðja bókmenntakvöldið af
þessu tagi verður haldið í kvöld,
þriðjudag, 8. des. og hefst eins
og áður kl. 8.45 e.h. í ameríska
bókasafninu, Laugaveg 13. í
þetta sinn verður rætt um smá-
sagnagerð nokkurra enskra rit-
höfunda, þar á meðal Somersets
Maughams, sem hefur verið mjög
vinsæll meðal bókmenntaunn-
enda hér. Verður lesið upp úr
smásögum hans og fleiri höfunda
enskra. öllum er heimill aðgang-
ur að þessum bókmenntakvöld-
um.
rædd á Albingi
sælasta lausnin fyrir báða aðila.
Eysteinn Jónsson, 1. þm. Aust-
urlands, tók næstur til máls og
beindi tveimur fyrirspumum til
landbúnaðarráðherra þess efnis,
hvort ráðherrann vildi lýsa því
yfir, að bráðabirgðalöðin yrðu
undir engum kringumstæðum
framlengd í þinghléinu og engin
bráðabirgðalög sétt á þeim tíma
um verðlagningu landbúnaðaraf-
urða.
Einar Olgelrsson, 3. þm. Reyk-
víkinga, kvað heppilegast að af-
greiða þetta mál þegar og lagði
til að það yrði gert með rök-
studdri dagskrá.
Ólafur Thors, forsætisráðherra,
fór fram á að fundi yrði frestað
í klukkustund, svo mönnum gæf-
ist færi á að kynna sér þá tillögu,
er fram hefði komið. Var fundi
frestað.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, tók fyrstur til máls, er
fundi var fram haldið. Vék hann
fyrst að fyrirspurn Eysteins Jóns-
sonar og kvað undarlegt, er mað-
ur, sem verið hefði ráðherra
jafnlengi og Eysteinn, léti sér
detta í hug, að ríkisstjórn afsal-
aði sér réttinum að gefa út bráða-
birgðalög.
Þá fór ráðherrann nokkrum
skylt sé að miða verðmæti
þeirra við fasteignamatið frá 1.
maí 1957. f öðru lagi að skylt sé
að draga frá skuldlausri eign
Guðmundar í árslok 1956, alla
skatta til ríkis og bæjar, sem
lagðir voru á árið 1957 og í þriðja
lagi, að eigi megi telja með eign-
um Guðmundar, eignir sem hann
hafi á árinu 1956 afhent sem
fyrirframgreiðslu upp í arf.
Dómur Hæstaréttar gekk í
gærmorgun. Einn dómenda Krist
ján Kristjánsson borgarfógeti,
skilaði sératkvæði.
En dómur Hæstaréttar segir,
að með skírskotun til dóms und-
irréttar, og forsendna hans, þá sé
stóreignaskattur Guðmundar
Guðmundssonar rétt talinn kr.
427.571,00, og þar af megi sækja
Trésm. Víðir hf. um kr. 89.035,00.
Ríkisskattanefnd hafði ákveðið
að stóreignaskattur Guðmundar
skyldi vera kr. 662.598,00, þar af
átti Víðir hf. að annast greiðslu
á rúmlega 98.000,00 krónum. í
undirrétti var ekki fallizt á þá
skoðun Guðmundar að eignir
hans væru of hátt metnar til
skatts. Eins var ekki fallist á þá
kröfu að til frádráttar skuli koma
skattar til ríkis og bæjar. Aftur
á móti var fallist á það, í héraði
og fyrir Hæstarétti, að eignir
þær er Guðmundur hafði afhent
á árinu 1956 sem fyrirfram-
griðslu upp í arf, hafi verið lög-
mæt ráðstöfun.
Með fullfermi
í KJÖLFAR togaranna Hvalfells
og Asks, sem komu af Nýfundna
landsmiðum með fullfermi um
síðustu helgi, sigla nú fjórir tog
arar, áleiðis hingað heim með
karfaafla til vinnslu í hraðfrysti-
húsunum.
f dag kemur fyrsti þeirra, Þor-
móður goði, en síðan koma þeir
hver af öðrum Þorsteinn Ingólfs-
son, Þorkell Máni og Úranus, —
en allir eru togararnir með full-
fermi. Eftir að stormakafla slot-
aði á þessum fjarlægu miðum,
hefur togurunum gengið vel, og
hafa þeir fengið fullfermi
á nokkrum dögum.
orðum um rökstuddu dagskr^na,
er Einar Olgeirsson hafði borið
fram. Kvað hann hana að ýmsu
leyti ganga í rétta átt, en þó
kvaðst hann ekki telja rétt að
samþykkja hana. Fulltrúar neyt-
enda og bænda væru nú að hefja
viðræður um þessi mál, og gæti
samþykkt rökstuddu dagskrárinn
ar orðið til að torvelda þær við-
ræður. Yrði væntanlega skorið
úr því í þessari viku, hvort sam-
komulag næðist eða ekki. Það
yrði öllum til góðs, af samkomu-
lag næðist, en öllum hlutaðeig-
endum til ills, ef það mistækist.
Að lokum lagði Ingólfur Jónsson
til, að málinu yrði vísað til 2.
umræðu og nefndar.
Var nú gengið til atkvæða. —
Dagskrártillagan var felld með
28 atkv. gegn 7 og málinu vísað
til 2. umr. með 22 atkv. gegn 18,
að viðhöfðu nafnakalli og til
landbúnaðarnefndar með 24 sam-
hljóða atkvæðum.
— Útvarpsumræður
Framh. af bls. 1.
ist kostur á að grandskoða allar
aðstæður. Hitt vissu kunnugir, að
meðan Alþingi sæti hefði stjórn-
in ekki fullan vinnufrið.
Þá vék forsætisráðherra
nokkru nánar að einstökum at-
riðum efnahagsástandsins og
lauk máli sínu með þessum orð-
um:
„Það er svo auðvitað kjarni
málsins, keppikeflið, hugsjónin,
að takast megi í náinni framtíð,
eigi aðeins að halda núverandi
Iífskjörum, heldur einnig að bæta
þau. Þetta er hægt, ef þjóðin vill,
þekkir sinn vitjunartíma og stend
ur einhuga að nauðsynlegum að-
gerðum.“
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra, talaði næstur. Kvað
hann það hafa verið fyrsta verk
ríkisstjórnarinnar að gera sér
grein fyrir, hver verkefni væru
mest aðkallandi og hver vinnu-
brögð væru hagkvæmust varð-
andi lausn þeirra. Fjárlög ríkis-
ins og róttækar efnahagsaðgerð-
ir hefðu þar orðið efst á baugi.
Fjárlagafrumvarp hefði verið
undirbúið af fyrrverandi fjár-
málaráðherra, en því yrði að
breyta, þar sem fyrir dyrum
stæðu breytingar á ríkjandi skip-
an innflutnings og útflutnings-
mála.
Og nú hefðu legið fyrir tvær
hugsanlegar leiðir um vinnu-
brögð, önnur sú að Alþingi héldi
áfram fundum sínum allan þenn-
an biðtíma, sýslandi við einhver
önnur verkefni. Hin leiðin væri
sú, að Alþingi ákvæði að fresta
fundum sínum þennan tíma. Rík-
isstjórnin gæti þá gefið sig ein-
göngu að efnahagsmálunum og
lagt fullmótaðar tillögur fyrir
þingið, er það kæmi saman.
Kvað fjármálaráðherra alla
þingmenn stjórnarflokkanna
hafa samþykkt að síðari leiðin
væri farin. Þá minntist hann á
þau tvö frumvörp, er lögð hefðu
verið fyrir þingið og hverjar við-
tökur þau hefðu fengið af stjórn-
arandstöðunni, en slík frumvörp
hefðu ætíð verið samþykkt ágrein
ingslaust á þingi. Þingreyndir
menn hefðu því orðið furðu lostn
ir, þegar stjórnarandstaðan hefði
risið gegn þeim af slíkum ofstopa.
Gunnar Thoroddsen fór nokkr-
um orðum um þær mótbárur, er
stjórnarandstæðingar hefðu bor-
ið fram gegn þingfrestun og
sýndi fram á, hve þær væru ger-
samlega úr lausu lofti gripnar.
Minnihluti Alþingis hefði vilj-
að ráða yfir meirihluta Alþings,
sem réði hvort Alþingi væri frest
að eða ekki.
Um afkomu ríkissjóðs tók fjár
málaráðherra fram, að ekki væri
ástæða til að óttast greiðsluhalla
á yfirstandandi ári.
Að lokum rakti Gunnar Thor-
Síðari þáttur stóreigna-
skattsmáls í Hæstarétti
i Ve&urfregnir i
f NA /5 hnútar */ SV 50 hnútar ¥ Snjókoma > Oði \7 Skúrír í£ Þrumur W&t Kutíaskit Hitask/Z H Hoti L Latqi
^ LÆGÐARSVÆÐI frá Græn-
S landshafi til Bretlandseyja. —
\ Veðurhorfur: Suðvesturland
i og SV-mið: SA-stinningskaldi,
S rigning. Faxaflói til Norður-
• lands, Faxaflóamið til norður-
miða: SA-kaldi, sums staðar!
dálítil rigning. Norðurland til j
Suðausturlands og miðin: AU- v
hvass suðaustan, rigning. — 5
Horfur á miðvikudag: Aust- j
læg átt, þíðviðri, dálítil rign- s
ing á Suður- og Austurlandi. )
oddsen efnislega það írumvarp
um framlengingu nokkurra laga,
er málþófi olli á þinginu og rakti
nokkuð nauðsynlegar bieyting-
ar á ýmsum þáttum þess.
1 síðari umferð töluðu af hálfu
Sjálfstæðisflokksins Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarráðherra, og
Bjarni Benediktsson, dómsmála-
ráðherra.
Ingólfur Jónsson vék í upphafi
máls síns að málþófi því, er
stjórnarandstaðan hefði haldið
uppi til að tefja þinghaldið. —
Hefðu talsmenn hennar þar rætt
um óskyld mál þeim er á dag-
skrá hefðu verið og m. a. um
bráðabirgðalög fyrrverandi ríkis-
stjórnar. Hefðu ýmis brigzlyrði
verið höfð í frammi og talið að
ríkisstjórnin væri að brjóta lög
með því að leggja hin margum-
ræddu bráðabirgðalög ekki fram
á fyrstu dögum þingsins. Á dög-
um V-stjómarinnar hefði dregizt
í 3 mánuði að leggja bráðabirgða
lög fyrir þingið, en að þessu
sinni hefði aðeins verið liðinn
hálfur mánuður af þingtímanum,
er lögin voru lögð fram.
Stjórnarflokkarnir hefðu ekki
sömu afstöðu til þessara laga og
stjórnarandstaðan hefði gert sér
vonir um, að miklar innræður
um þetta mál á Alþingi gætu
valdið erfiðleikum í ríkisstjórn-
inni. Deilur um málið gætu tor-
veldað lausn þess og nauðsyn-
legra væri að leysa hinar erfiðu
deilur milli neytenda og fram-
leiðenda heldur en hefja illvigar
deilur á Alþingi um málið.
Landbúnaðarráðherra rakti því
næst aðdraganda bráðabirgðalag-
anna o g viðhorf verðlagsmála
landbúnaðarvara, eins og þau nú
standa, og drap í því sambandi á
sýndartillögur, er Framsóknar-
menn hafa flutt á þessu þingi í
sambandi við þessi mál. Þá ræddi
hann nokkuð feril vinstri stjórn-
arinnar og kvað það verkefni nú-
verandi ríkisstjómar að leiðrétta
ýmsar misfellur í þjóðarbúskapn-
um, sem væri arfur frá vinstri
stjórninni. Ingólfur Jónsson lauk
ræðu sinni með þessum orðum:
„Með sameinuðu átaki mun
takast að komast út úr þeim
vanda, sem nú er við að etja.
Möguleikarnir eru miklir ef
þeir eru nýttir og þjóðin ber
gæfu til að vinna markvisst að
því að koma atvinnuvegunum á
traustan grundvöll. Rikisstjomin
mun með tillögum sinum á Al-
þingi, þegar það kemur saman
aftur, leitast við að leggja grund-
völlinn að traustu og gjörbreyttu
atvinnulífi, sem verða má til þess
að tryggja þjóðinni öryggi og
bjarta tíma“.
Bjarni Benediktsson dómsmála
ráðherra kvað það hafa þótt
sjálfsagt, allt frá endurreisn Al-
þingis, að ríkisstjóm undirbyggi
mál milli þinga og legði f járlaga-
frumvarp og önnur frumvörp svo
fljótt fyrir Alþingi sem nokkur
kostur væri. Einstakir þingmenn
hefðu ekki jafngóða aðstöðu og
ríkisstjórnin til undirbúnings
málum. Úm engin mál ætti þetta
frekar við en efnahagsmál slík,
sem nú biðu úrlausnar. Um þau
mál yrðu ekki gerðar heildartil-
lögur nema með aðgangi að gögn-
um um afkomu ríkis og atvinnu-
vega, er sérfræðingar ynnu úr.
Lausn þessara mála væri hins
vegar undirstaða flests annars,
sem gert yrði á Alþingi, ekki
sízt afgreiðslu fjárlaga.
Þinghald væri því þýðingarlítið
fyrr en tillögur um lausn þessara
mála ásamt gögnum væm fram-
komnar. Það væri tvímælalaust
skylda ríkisstjómar að leggja til-
lögur fyrir þingið, svo fjótt sem
verða mætti, svo störf þess gætu
hafizt með eðlilegum hætti.
Þá rakti ráðherrann viðhorf
þessara mála nú og kvað engan
geta undrað, að hin nýja ríkis-
stjórn færi fram á þinghlé.
Væri þetta því nauðsynlegra,
þar sem vandi efnahagsmálanna
væri nú svo mikill og aðkallandi.
Ráðherrann vék að óhæfilegum
vinnubrögðum stjórnarandstöð-
unnar og málþófi þeirra á þing-
inu og benti á, hvernig þeir
hefðu er þeir voru í stjórn, beitt
sömu vinnubrögðum og verri ea
þeir nú sökuðu ríkisstjórnina um.
Núverandi ríkisstjórn færi fram
á það eitt, að undirbúa tillögur
sínar í meginmálum fyrir Alþingi
til ákvörðunar, og aðstöðu til
þess að leysa einstök vandamál,
sem að kunna að steðja á þessu
tímabili. Allt mundi þetta lagt
fyrir Alþingi, svo fljótt sem föng
væru á, en það myndi koma sam
an aftur ekki síðar en 28. janúar
n.k.
Dómsmálaráðherra vék að
stjórnarmynduninni, sem hefði
verið eðlileg afleiðing yfirlýs-
inga stjórnarflokkanna og kosn-
ingaúrslitanna. Stefnuskrár flokk
anna hefðu verið líkar, en þá
hefði greint á um einstök mál,
eins og bráðabirgðalögin um
landbúnaðarvöruverðið. Málefna-
leg lausn vandans sjálfs skipti
þó mestu máli, mikið lægi við
fyrir þjóðina alla að vel tækist
í þessu og þó enn meira að leysa
sjálfan meginvanda efnahagsmál
anna, svo hruni yrði afstýrt og
sjálfstæði þjóðarinnar tryggt. —
Bjarni Benediktsson, dómsmála-
ráðherra, lauk máli sínu með
þessum orðum:
„Að réttum lýðræðisreglum á
Þjóð og þing kröfu til þess að
ríkisstjórnin leggi fram tillögur
sínar og greinargerðir, eins fljótt
og við verður komið.
Ríkisstjórnin viðurkennir þessa
skyldu og fer nú fram á það eitt
að fá starfsfrið til þess að leysa
hana af höndum. Síðan mun þessi
ríkisstjórn eins og aðrar verða
dæmd eftir verkum sínum.“