Morgunblaðið - 08.12.1959, Side 6
6
MORCTllS TtLAÐIÐ
Þrlðjudagur 8. des. 1959
Ný flóða■
hætta í
Frejus
MBL. bárust í gær þessar
myndir frá fréttastofunni As-
sociated Press, en þær eru
teknar í og við Frejus í Frakk
landi eftir flóðið mikla, sem
varð þar á dögunum. — Efri
myndin sýnir björgunarmenn
hjálpa konu gegnum rústir og
aurleðju til þess að koma
henni á öruggan stað. — Á
myndinni til hliðar sést það,
sem eftir er af Malpasset-
stíflunni miklu, sem brast að-
faranótt 2 .des., en þá féllu
milljónir lesta af vatni í 5—6
metra hárri fólðbylgju niður
eftir Reyran-dalnum og yfir
bæinn Frejus.
★
1 Reutersfréttum í gær-
kvöldi sagði, að ný flóða-
hætta væri nú yfirvofandi í
Frejus. — Mikil rigning var á
þessum slóðum í gær, og var
Reyran-fljótið tekið að vaxa,
er á daginn leið. En þar sem
stíflan í ánni er nú að mestu
á brott, á fljótið greiða leið
niður dalinn, ef það vex að
nokkru ráði. Bæjarbúum hef-
ur verið tilkynnt, að þeir verði
að vera við því búnir að yfir-
gefa Frejus fyrirvaralaust, og
hafa verið gerðar ráðstafanir
til þess að hægt sé að flytja
fólkið burt á skömmum tíma,
ef þörf geríst. — Veðurspá er
þannig, að búast má við áfram
haldandi regni — og er því
gert ráð fyrir hinu versta. —
Eisenhower tekið með kost-
um og kynjum í Pakistan
— og sæmdux æðsta heiðursmerki landsins
Talsímasamband við Frejus
sem búið var að koma á, rofn-
aði aftur í gærkvöldi.
leita að fólki, sem týnt er. Þá
höfðu fundizt 323 lík, en a. m.
k. 110 er enn saknað. —Nokk-|
ur lík hefur rekið á Riviera- j
ströndinni, allt til Nice. —
Fjöldagreftrunum er haldiðj
áfram á degi hverjum. í fyrra-
dag var m. a. jarðsett heil,
fjölskylda, foreldrar með níu,
börnum sínum. — Á sunnudagf
var haldin guðsþjónusta undir'
berum himni, þar sem þeir,
er eftir lifa, báðu fyrir hinum
látnu.
Samkvæmt lauslegri áætlunl
um eignatjónið í Frejus, munl
það nema 1500—2000 milljón-|
um ísl. króna. — samskotaféí
og hvers konar hjálp önnurj
berst nú stóðugt að frá ýms-j
um þjóðum.
KAKACHI, Pakistan, 7. des.
Reuter: — Eisenhower Banda-
ríkjaforseti kom hingað í dag frá
Ankara í Tyrktandi, þar sem
hann átti viðræður við Bayar for-
seta. — í sameiginlegri tilkynn-
ingu um fund þeirra sagði, að
heimsihálin hefðu verið rædd á
grundvelli skilnings og vináttu.
— Eisenhower var tekið forkunn-
arvel við komuna til Karachi, og
er sagt, að aldrei hafi sézt slík-
ur mannfjöldi samankominn í
borginni fyrr. — Hann mun eiga
tveggja daga viðræður við Ayub
Khan, forseta landsins.
Hann tók á móti Eisenhower
a flugvelli borgarinnar. Þeir
skiptust á vinsamlegum kveðjum
og óku síðan inn í borgina í opn-
um vagni. — Manngrúinn bar
fána og spjöld með áletrunum,
þar sem Eisenhower var boðinn
velkominn — og hvarvetna gullu
við fagnaðar. og hyllingaróp:
Lengi lifi Eisenhower, hið fræga
„I like lke“ o. s. frv. — Einn
brezkur fréttamaður lýsti allri
dýrðinni svo, að þetta væri eins
og krýningardagur í London.
Þeir forsetarnir munu ræða
heimsmálin á breiðum grund-
velli. — Talið er, að deilurnar
milli Pakistan og Indlands út af
ríkinu Kasmír og vatnsréttindum
í Indusfljóti og þverám þess,
verði ofarlega á dagskrá. Sömu-
leiðis mun Ayub Khan ræða við
Eisenhower vaxandi ítök Rússa
í Afganistan, sem er Pakistönum
mikið áhyggjuefni.
í síðdegisverðarboð, sem Ayub
Khan hélt Eisenhower í stóru
tjaldi utan við forsetahöllina,
sæmdi hann forsetann æðsta
heiðursmerki Pakistans. — í
skjali, sem Eisenhower var af-
hent við þetta tækifæri, er lýst
„aðdáun Pakistana á forsetanum
sem baráttumanni fýrir frelsi
einstaklingsins og lýðræði í heim
inum“. Þar er talað um hann sem
helzta leiðtoga hins frjálsa heims
og lýst yfir vilja Pakistans að
halda ávallt góðu sambandi við
Bandaríkin.
Frá Karachi heldur Eisenhow-
er til Nýju-Delhi til viðræðna við
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands. Hefir komu hans yfirleitt
verið fagnað í indverskum blöð-
um. Það þykir tíðindum sæta, að
Kommúnistaflokkur Indlands hef
ir talað um heimsókn hans sem
„mikilvægan viðburð" og óskað
góðs árangurs af viðræðum
þeirra Nehrus. — í einu ind-
versku blaði, Indian Express
heyrist óánægjurödd í dag. —
Þar sagði, að hér yrði um að ræða
,fund tveggja misheppnaðra þjóð-
arleiðtoga". Báðir væru þeir
Nehru og Eisenhower frjálslyndir
og umburðarlyndir menn, en
skorti stjórnhæfileika og hefði
mistekizt á mörgum sviðum og í
hinum mikilvægustu málum.
Alþýðublaðið í Peking kvaðst
í dag efast um, að hægt væri að
tala um „friðarför" Eisenhowers.
Það talaði einkum um heimsókn
hans til Tyrklands og sagði í því
sambandi, að „stríðsundirbúningi
Tyrklands væri stjórnað frá
Bandaríkjunum".
Jólatréð fauk
um
koll
KAUPMANNAHÖFN, 7. des.
Reuter: — Mjóu munaði, að slys
yrði í dag, þegar hið 20 metra
háa jólatré á Ráðhústorginu
brotnaði í hvassvirðinu og féll
yfir torgið. Búið var að kveikja
á þessu stóra tré, sem segja má
að sé kórónan á jólaskreytingu
borgarinnar, og vanalega er fjöldi
barna í kringum það og dáist að
ljósadýrðinni.
— Það var sannarlega krafta-
verk, að enginn varð fyrir trénu,
er það féll, sagði lögregluþjónn,
sem nærstaddur var, þegar óhapp
ið varð.
skrifar ur
daglegq lífinu
A J /.
i? ^AriAQluóenaur!
Ufflýáem
Athugið
Auglýsingar, sem birtast eiga
í jólablaðinu, þurfa að hafa bor-
izt auglýsingaskrifstofunni, sem
allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir
n.k. Iaugardag 12. þessa mán-
aðar.
Sími 22480.
• Stefnuljósin
Umferðarlögreglan hefur lát-
ið spyrjast, að hún muni í þess
um mánuði taka sérstaklega
hart á brotum fyrir ranga
notkun stefnuljósa. Yar sann-
arlega tími til kominn, að eitt
hvað væri að gert í því efni,
því bílstjórar virðast ekki hafa
verið eins fáfróðir um neitt
atriði umferðarlaganna eins og
notkun stefnuljósanna. Það er
mikið atriði fyrir vegfarend-
ur ekki síður en ökumenn, að
geta treyst því, að bíll ætli
að fara þá götu, sem stefnu-
ljós hans gefur til kynna að
hann ætli, en því miður hafa
verið mikil brögð að því, að
þessu mætti engan veginn
treysta.
Velvakandi gerði það sér til
gamans á sunnudaginn, að at-
huga nokkuð hve mikið bíl-
stjórar hefðu tileinkað sér af
þeim áminningum og leiðbein-
ingum, sem þeir hafa fengið
að undanförnu. Virtist mjög
áfátt hjá mörgum. Strætisvagn
kom t. d. að krossgötum og
hafði úti stefnuljós sitt til
hægri, en ók svo beint áfram
er til kom. Nokkra einkabíla
sá Velvakandi einnig,. sem
beindu stefnuljósum sinum á
allt aðrar götur, en þeir héldu
inn á. Þó finnst manni nú taka
út yfir, þegar lögreglubílarnir
nota stefnuljósin ekki rétt,
eins og einn þeirra var stað-
inn að nú á dögunum. En hert
eftirlit umferðarlögreglunnar
ber að virða og vonandi ber
það árangur og getur þannig
komið í veg fyrir slys, sem
mjög er hætt við ef stefnuljós
eru misnotuð.
• Jólagjafir
í dag segir Morgunblaðið,
að ekki séu nema 16 dagar
til jóla og fer því ekki að
verða seinna vænna að hugsa
nann? Hvað hefur maður efni
a að eyða miklu í gjöfina? —
Hvað skyldu aðrir gefa hon-
um? Og að lokum: Hvað
skyldi hann gefa manni í stað-
inn? Allt þetta verður að taka
til greina að einhverju leyti,
ef jólagjöfin á að vera til
gleði, eins og tilgangurinn.
auðvitað er. Ef mistekst getur
hún valdið vonbrigðum, af-
brýði og vinslitum, sem erfitt
er að bæta úr og er þá verr
farið en heima setið. Sízt að
undra þó sá jólagjafatími, er
nú fer í hönd, valdi Velvak-
anda og fleirum þungum
áhyggjum.
• Bréfarifur
fyrir jólagjöfum handa vinum
og vandamönnum. Upphefst
þá tími heilabrota og vand-
ræða hjá mörgum manninum,
sem venjulega stendur fram
á aðfangadag.Það er svo margs
að gæta, þegar jólagjafir eru
valdar. Hvað langar þann
mann til að fá, sem verið er
að velja gjöf? Hvað vantar
Senn fer jólapósturinn að
falla inn um dymar og er þá
ekki úr vegi að minnast á eina
algenga vöntun í þessari
ágætu borg, en þar á ég við
bréfarifuleysi á hurðum húsa
og íbúða. Veldur það því, að
póstamir verða að fleygja
bréfunum í ganga og anddyri
og aldrei að vita hvort þau
koma nokkurn tíma til rétts
viðtakanda. Væri nú ekki ráð,
húseigendur góðir, að taka á
sig rögg og setja bréfarifur á
hurðina áður en jólapósturinn
kemur til að tryggja eftir þvi
sem hægt er að hann komizt
alla leið á ákvörðunarstað.